Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. AGUST 1974 7 Tröllkerlingin „Upphrópun á mannlífið tröllskapnum” „Tröllkerlingin byggistá þessu sama, sem við verðum að ríma við í landinu, hinu óstjórnlega náttúruafli og svo tröllatrúnni, sem við höfum á svo mörgu," sagði Ásmundur Sveinsson þegar við röbbuðum við hann um Tröllkerlinguna á hlaðinu hjá honum „Það er líka upp- hrópunin," hélt hann áfram, „höndin út í loftið og það, að við viljum líka vera með og taka þátt i tilverunni með öðrum. Mér fannst það á margan hátt æskilegt þegar þú fórst að tala um þetta við mig í upphafi, að Tröllkerlingin færi upp I Eyjum. Við verðum að rima við náttúruöflin á íslandi, við verðum að búa með þeim þótt þau sæki oft hart að okkur. Mér finnst Tröllkerlingin alltaf vera upphrópun á mannlífið, að við verðum að standa okkur. Kannski er Eyjalandslagið líka svo- litið i henni með sín bergbörðu björg og sjávarhella En ég hef þá trú, að kveðskapurinn og okkar listir verði að spinnast upp úr náttúru- öflunum til þess að skapa sem sannastan tón i okkar menningu Þótt á dynji megum við ekkert gefa eftir, ekkert láta undan og Vest- mannaeyingar eru ekkert að hugsa um að flytja frá Eyjunum, þeir halda áfram Þegar maður er svona abstrakt eins og ég er verður maður að sækja hugmyndina í fantasiuna og þegar ég gerði Tröllkerlinguna var ég að fást við tröllskapinn I landinu og tröllskapinn i mér, það var skap i þessu og þeir hafa svo sannarlega sannað dugnað sinn Eyjamenn, svo það er gaman ef hún fer upp hjá þeim." Asmundur fylgist spenntur með. „Mér finnst þetta svo flott gert hjá þeim, að ég er mjög stoltur af þeim og hef aldrei séð svona fint gerð mót," sagði hann. Ljósmynd- ir Mbl. á.j. „Hefunnið fyrir flesta íslenzka myndhöggvara Baldur Ásgeirsson mótasmiður og Hallsteinn Sigurðsson myndhöggv- ari eru nú að taka afsteypu af Tröllkerlingu Ásmundar Sveinsson- ar, en afsteypan verður sú lang- stærsta, sem gerð hefur verið hér á landi, um 5 m há. Fyrirtæki í Eyjum láta stækka listaverkið og setja það upp ásamt öðru listaverki eftir Einar Jónsson, Öldu aldanna. Er hér um að ræða mjög lofsvert framtak, sem ýmsir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Við röbbuðum við Baldur Ásgeirs- son mótasmið þar sem hann var að vinna að mótagerðinni á hlaðinu hjá Ásmundi, en búið er að byggja sér- stakt skýli yfir Jröllkerlinguna „Ég lærði mótasmiði I Þýzka- landi," sagði Baldur, „aðallega fyrir postulinsiðnaðinn, en þetta er allt saman skylt. Ég var þar f 1 ár við þetta nám." „Hefur þú unnið mörg verkefni hér heima?" „Ég hef tekið mikið af mótum hér heima, fyrir eiginlega alla islenzka myndhöggvara. Yfirleitt hef ég tekið mótin i gifs og siðan steypt afsteyp- ur, mest úr gifsi, en einnig ýmsum Það þarf snör handtök við að setja gifsið f sniðin á skikkjunni, en það er styrkt með striga og bindivir. öðrum efnum á síðari árum eins og t d eboxy og polyester." „Er ekki Tröllkerlingin i stærra lagi?" „Hún er lang stærsta styttan, sem ég hef tekið mót af, og reyndar er hún mjög stór á heimsmælikvarða " Þeir Baldur og Hallsteinn taka mótin þannig, að búin er til skikkja úr gifsi, striga og steypustyrktarjárni utan um Tröllkerlinguna og mögu- leikinn til að steypa hana síðan upp aftur er margbreytilegur eftir efni og aðstæðum. Tröllkerlinguna á að steypa upp I eboxy. Verður það efni með hrafntinnu í alls um 1 sm á þykkt en síðan styrkt að innan með vír og glertrefjum, sem verða bundnar eboxyinu Baldur er nú mótasmiður hjá Glit, en slík vinna er mjög finleg og kallar á mjög ná- kvæm og fínleg vinnubrögð. Við spurðum hann hvort væri skemmtilegra að vinna við það stór- gerða eða smágerða „Það er nú gott i bland," svaraði hann, „en stundum er það spenn- andi, sérstaklega þegar verið er að reyna eitthvað nýtt." Baldur og Hallsteinn klæða Tröllkerlinguna F gifsskikkj una. Verzlunarpláss ca 75 fm u.þ.b. 70 metra frá Hlemmtorgi er til leigu frá næstu mánaðarmótum. Upplýsingar i sima 11909 eftir næstu helgi. Keflavík Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Helzt vön. SÖLVABÚÐ, SÍMI 1 530. Ung kona óskar eftir vel launuðu starfi i 5 mánuði frá 1. okt. — 1. marz. Góð mála- og vélritunarkunnátta. Tilboð merkt: „3002" sendist afgr. Mbl. fyrir mánaðarmót. Trésmíðameistarar úti á landi. Ungur maður, sem unnið hefur við húsa- og innréttingateikn., óskar eftir starfi við smíðar og teikn- ingar. Tilb. merkt: „4008" sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Grindavik Til sölu fokhelt raðhús múrhúðað að utan og með tvöföldu verksmiðju- gleri. Einnig fokhelt einbýlishús. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Simar 1263 og 1890. Til sölu Ford Ltd. station árg. '70. Fallegur bíll með viðarklæðningu á hliðum. Má greiðast með skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Uppl. í símum 20160 og 37203. Tannlækningasofan er opin aftur eftir sumarleyfi. GARÐAR ÓLAFSSON, TANNLÆKNIR. Hárgreiðslustofa Stúlka óskar að komast sem nemi i hárgreiðslu. Get byrjað strax. Upplýsingar í sima 2631 7. Spónlagningarpressa stærð 1,10x2,20, tveggja spindla til sölu. Simi 82295. vJVÞEIR HUKR umsKiPTin sEm k RUGLVSR í * Islandsmótið I. deild í kvöld kl. 19.00 leika á laugardalsvellinum Fram og KR Knattspyrnudeild Fram Það gamla kemur aftur Fulninga - hurðir Einnig: Spjalda - hurðir Birki - hurðir Opiö til kl. 10 í kvöld Hurðir hf Skeifan 1 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.