Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 30
Hafsteinrt Jóhannesson úr UBK unnu bikar þann, sem keppt var um í tugþrautinni og er veittur þvi tveggja manna liði, sem flest stig fær. Þeir félagar hluti 13.282 stig, en IR- ingar urðu í öðru sæti með 13.146 stig. Báðir bættu þeir fyrri tugþrautarárangur sinn verulega. Karl West hlaut 6739 stig og Hafsteinn 6543 stig. Hið sama má segja um þá félaga og Stefán og Elías: Þeir eiga framtíð- ina fyrir sér og eru í mikilli fram- för. Með því að bæta árangur sinn í kastgreinunum ætti Karl t.d. að fara auðveldlega yfir 7000 stig hvenær sem er og Hafsteinn á einnig möguleika á þeim árangri. Greinilegt er, að þeir félagar eru í hinni ágætustu æfingu og drífa hvor annan upp. Stefán Hallgrfmsson mundar stöngina. Eftir þá grein mátti Islands- metið heita öruggt. tugþrautarafrekið, sem náðist í heiminum það ár. Elías á einnig að eiga glæsilega framtíð fyrir sér sem tug- þrautarmaður. Hann er orðinn geysilega kröftugur og keppnis- skapið skortir hann ekki. Með því að bæta árangur sinn t.d. i kúlu- varpi, langstökki og 110 metra grindahlaupi nokkuð stæði Elías nokkuð jafnfætis Stefáni og ein- hvern veginn er maður viss um, að þetta eigi Elíasi að takast, — sérstaklega í langstökki. Víst er að krafturinn og hraðinn eru miklu meiri en stökklengdin segir til um. UBK-menn unnu bikarinn Þeir Karl West Fredriksen og Geri varla betur á EM sagði Stefán eftir metið — Noi, ég átti ekki von á, að mér tækist að slá metið núna, sagði Stefán Hallgrimsson, ánægður en örþreyttur eftir tug- þrautarkeppnina i fyrrakvöld. — Ég keppti i átta greinum i bikar- keppni FRÍ, sem fram fór um siðustu helgi. og átti von á, að það sæti miklu meira i mér i tugþrautarkeppninni en raun bar vitni. Ég tók þessa keppni ekki svo ýkja alvarlega — æfði meira að segja á mánudaginn í stað þess að hvíla mig. En þegar keppnin hófst fór allt að ganga mér i haginn og stundum var ég meira að segja undrandi á þvi, hvað mér gekk vel. Stefán sagðist ekki gera sér vonir um að bæta þennan árangur i Evrópumeistaramótinu. — Aðstæðumar þar verða ugg- laust allt öðru visi en að þessu sinni, sagði hann. Að visu getur maður gengið út frá því sem gefnu. að þarna verður mun hlýrra i veðri og það eykur mögu- leikana á þvl að geta bætt sig i sumum greinanna, t.d. hástökki, langstökki og stangarstökki. en aftur á móti kemur. að erfiðara verður að hlaupa. Þá á ég ekki von á, að ég verði búinn að jafna mig til fulls eftir þessa þraut — venjulega tekur rúmlega hálfan mánuð að komast aftur í bezta Skemmtilegt stangarstökk Einna skemmtilegasta grein tugþrautarkeppninnar var stangarstökkið, en tugþrautar- mennirnir æfðu þá grein inni i Laugardalshöllinni í vetur og hafa allir stórlega bætt árangur sinn í sumar. 1 fyrra átti Stefán Hallgrímsson t.d. í erfiðleikum með 3,30 metra og var góður með 3,40 — 3,60 metra. 1 stangar- stökkinu nú gerðist það fyrst, að Hafsteinn bætti fyrri árangur sinn um hvorki meira né minna en 30 sm úr 3,60 metrum í 3,90 metra. Síðan kom Elías og bætti sig um 10 sm, úr 4,00 metrum f 4,10 metra. Karl bætti sig úr 4,10 metrum í 4,20 metra og loks kórónaði Stefán svo allt saman með því að stökkva 4,30 metra, 20 sm hærra en hann hefur bezt gert áður. Náði hann þar með þriðja bezta afreki Islendings í þessari grein frá upphafi. Hefur afreka- skrá beztu manna i stangarstökki tekið gífurlegum breytingum, svo sem sjá má af töflu annars staðar á síðunni. Elfas Sveinsson — fylgdi Stefáni vel eftir og stórbætti árangur sinn. Þegar eftir fyrri daginn var óhætt að gera því skóna, að Stefán setti met ef ekkert óvænt kæmi fyrir. Þá hafði hann hlotið 3835 stig — mun meira en hann hafði áður náð eftir fyrri dag í tug- þrautinni. Seinni daginn gekk svo allt í haginn. Hann náði sfnum bezta árangri í tveimur greinum af fimm og ágætum árangri f hinum þremur. Þegar ein grein var eftir hafði Stefán hlotið 7005 stig, sem einhvern tíma hefði þótt bærilegur tugþrautarárangur. Til þess að slá Islandsmetið þurfti Stefán að hlaupa 1500 metrana á rúmum fimm mínútum. 1 því hlaupi fór hann sér að engu óðs- lega til að byrja með, en herti stöðugt ferðina er á hlaupið leið og kom í markið á 4:30,8 mín., en það afrek gaf 584 stig. Athygli vekur hve Stefán er að verða jafngóður f greinum tug- þrautarinnar. Nú eru ekki lengur hjá honum verulega veikar greinar eins og var t.d. í fyrra. Hann notaði veturinn vel til æfinga í þeim og uppsker nú ár- angurinn. Og það sem gleðilegast er þó: Stefán er enn ungur og á sitt bezta eftir sem iþróttamaður og hann stefnir ákveðið að betri árangri. Með sama áframhaldi og áhuga ætti Stefán að eiga góða möguleika að að verða í fremstu röð á Olympíuleikunum í Montreal 1976. Til þess þarf hann að ná rúmlega 8000 stigum, sem er alls ekki útilokað fyrir hann. Elfas einnig yfir 7000 stig Þótt aðalathyglin beindist að Stefáni í þessari tugþrautar- keppni, má ekki gleyma því, að aðrir keppendur í þrautinni stóðu sig með mikilli prýði og stórbættu árangur sinn. Elías Sveinsson IR- ingur fylgdi Stefáni eftir sem skuggi alla keppnina og einnig hann stórbætti sinn fyrri ár- angur, hlaut 7155 stig, sem er þriðji bezti tugþrautarárangur ís- lendings frá upphafi, 51 stigi meira en örn Clausen náði f hinu fræga einvígisínuvið franska tug- þrautarmanninn Heinrich á Mela- vellinum 1951, en það afrek Arnar var jafnframt þriðja bezta Karl West Fredriksen svffandi yfir ránni. form eftir svona erfiða keppni og auk þess á ég svo að keppa i 400 metra grindahlaupi áður en ég fer i tugþrautarkeppnina í Róm. Til marks um það hve tug- þrautarkeppnin er erfiS má geta þess, að tugþrautarmenn léttast yfirleitt um 4—5 kg keppnisdag- ana, eða svipað og maraþon- hlauparar léttast i maraþon- hlaupi. Þá stendur tugþrautar- keppni á stórmótum venjulegast frá morgni til kvölds og sumar keppnisgreinarnar geta tekið margar klukkustundir, t.d. stang- arstökkið. Sveinamet í langstökki Hinn bráðefnilegi Ármenningur Sigurður Sigurðsson setti nýtt sveinamet í langstökki í fjölþrautarkeppni FRÍ. Stökk Sigurður 6,57 metra. Eldra metið átti Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, og var það 6,45 metrar, sett árið 1968. Sigurður hætti keppni eftir fyrri dag þrautarinnar og var þá kominn með 3199 stig, þannig að hann hefði sennilega átt möguleika á sveinameti í greininni hefði hann haldið áfram keppni, en það er 5165 stig. STEFAN Hallgrfmsson, KR, sefti nýtt og glæsilegt lslandsmet f tug- þraut f bikarkeppni FRl f fjöl- þrautum, sem lauk á Laugardals- vellinum f fyrrakvöld. Bætti hann sjö ára met Valbjörns Þorláks- sonar, KR, um hvorki meira né minna en 235 stig. Hlaut hann 7589 stig f þrautinni — 484 stigum meira en hann átti bezt áður. Þetta afrek Stefáns mun vera meðal tuttugu beztu afreka, sem Evrópubúar hafa náð f tug- þraut f ár. oe með tilliti til bess að Hafsteinn Jóhannesson bætti árangur sinn f stangarstökki um 30 sm. stór hópur þeirra, sem náð hafa þeim árangri, eru Þjóðverjar og Sovétmenn er óhætt að gera sér vonir um, að Stefán verði framar- lega f tugþrautarkeppni Evrópu- meistaramótsins f Róm, en sem kunnugt er má hver þjóð aðeins senda tvo þátttakendur f hverja grein. Auk mets Stefáns voru sett fjögur önnur Islandsmet í fjöl- þrautakeppni þessari og auk þess stórbættu flestir keppendur sfn fyrri afrek. Það var eins og fþróttafólkið magnaði hvert annað upp — komin var fram skemmtileg stemmning meðal þess, starfsfólksins og þess áhorf- endahóps, sem fylgdist með keppninn! allt til loka — þó nokkuð langdregin væri, eins og f jölþrautakeppni er jafnan. Tugþrautarmennirnir mögnuðu hver annan upp og bættu allir árangur sinn stórlega Glæsilegt tugþrautarmet hjá Stefáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.