Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIfri FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST 1974 Þorskklakið mis- heppnaðist - loðnu- klakið heppnaðist DAGANA 29. júlí til 19. ágúst var rannsókraskipið Bjarni Sæm- undsson í hafrannsóknaleið- angri umhverfis allt landið, eink- um þó djúpt úti af Norðurlandi. Verkefni leiðangursins voru margvísleg, m.a. sjórannsóknir, sem gerðar voru í samvinnu við háskólann í Seattle, sem gerir út ísbrjót í sama skyni um þessar mundir. Tveir haffræðingar frá Seattle voru með í ferð Bjarna Sæmundssonar, en athygli haf- fræðinga, sem fjalla um Norður- höf, beinist mjög að Islandshafi, því að þar er eitt megrn útstreymi kalda sjávarins úr norðri. Mæl- ingar leiðangursins beindust að blöndun mismunandi strauma úr norðri og suðri á þessu svæði og myndunarsögu sjólaga. Rannsakað var magn og út- bn iðsla fiskseiða frá klaki yfir- standandi árs. Slíkar rannsóknir voru einnig gerðar á Árna F'riðrikssyni og sovézku rann- sóknaskipi. Rannsóknunum er ólokið og munu endanlegar niður- stöður vart liggja fyrir fyrr en í lok ágústmánaðar. Ljóst er þó, að loðnuklak yfirstandandi árs hefur tekizt vel, en því miður bendir allt til þess, að seiði þorsks og ýsu hafi að þessu sinni átt erfitt uppdráttar. Varðandi jarðfræðilegar rann- sóknir voru gerðar tilraunir til töku setkjarna af hafsbotni og var verk þetta unnið í samvinnu við haffræðideild bandaríska sjóhers- ins, sem lagði fram tækjaútbúnað og tvo starfsmenn. Tilraunir þess- ar voru gerðar á ýmsum stöðum fyrir Norðurlandi, frá Eyjafirði norðaustur í haf í þeim tilgangi að kanna botngerðir á ýmsu dýpi. Niðurstöður þessara tilrauna verða notaðar við skipulagningu og framkvæmd rannsókna á set- lögum á hafsbotninum við Island á næstu árum. Rannsóknir á magni og fram- leiðni svifþörunga voru gerðar á vegum Þórunnar Þórðardóttur mag. scient. M.a. var reynd ný aðferð við slíkar rannsóknir í — Lofsamlegir l'rainbald af bls. 2 I kynna þeim hverju sinni. Lausnin á þessu vandamáli getur einungis orðið útgáfa veglegrar, handhægrar mynd- listarsögu á norrænu máli, þar sem myndlist er kynnt frá upp- hafi og fram til dagsins í dag á sern hlutlausastan hátt og til slíks verks þyrfti að kalla marga, en má ekki vera spegil- mynd sérskoðunar eins manns. Þá væri það einnig mikilsverð kynning ef gefinn væri út annáll um helztu listviðburði hvers árs innanlands og dreift sem víðast, hvorttveggja ætti að vera viðráðaniegt og verða mikill stuðningur íslenzkri myndmennt. Enginn skyldi halda, að norr ænir og aðrir erlendir láti sér lynda að vera lítillátir þiggjendur þeirrar myndar, sem við sjálfir viljum bregða upp af íslenzkri myndlist með takmörkuðum sýningum, — álit þeirra á íslenzkri myndlist er eðlilega mjög f samræmi við þennan barnaskap í okkur. Ég vildi vekja athygli á þessum atriðum í sambandi við sýningu þá, er hér var til um- samvinnu við Pál Theódórsson hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans. í leiðangrinum var lokaða hólf- ið á Hornbanka kannað. Nokkrar veiðitilraunir voru gerðar og at- huganir með leitartækjum bentu til, að í hólfinu væri aðeins óveru- legur fjöldi fiskjar af veiðanlegri stærð. Niðurstöður sjórannsókna, sem liggja fyrir, sýna, að tiltölulega hátt hitastig er í sjónum kringum Island, einkum þó í yfirborðslög- um eins og vænta mátti. Hafís- ástand sjávar í Austur-Islands- straumi er hagstætt nú f ágúst, hverju sem fram vindur í vetur. Athyglisverðar niðurstöður feng- ust fyrir Vestfjörðum og úti af Kögri. Þar gætti kaldsjávar í til- tölulega ríkum mæli og inn- streymi hlýsjávar var að sama skapi lftið miðað við árstíma. Hitastig á grunninu 25 sjómflur frá Kögri var nú um 2@, sem er 4—5° undir meðallagi, og þar fyr- ir utan var hiti undir 0°. Slíkur kuldi hefur ekki mælzt áður i ágúst á þessum sióðum, en næst þessu kemst hitastigið í ágúst 1939. Kann hér e.t.v. að einhverju leyti að vera fundin skýring á fiskleysi á Hornbanka og jafn- framt samþjöppun á bolfiski á Halanum undanfarið, þ.e. að fisk- urinn þéttist uppi á grunninu, þar sem hann leitar undan kalda sjón- um og sækir ekki norður fyrir Kögur. Þetta ástand í sjónum fyrir norðanverðum Vestfjörðum stendur vafalaust í orsakasam- bandi við hið sérstæða veðurfar, sem ríkt hefur hér í sumar. Lægð- irnar hafa látið lítið á sér bera og hefur þannig dregið úr streymi hlýsjávar norður fyrir land. Þótt lægðirnar láti nú e.t.v. aftur til sín taka tekur það ástand sjávar nokkurn tíma að breytast. Eru þvf horfur á, að blöndun sjávar fyrir Norðurlandi verði á næstunni með öðrum hætti en venjulega og göngur fisks þá e.t.v. einnig. ræðu og sem fengið hefur hreinskilnustu dóma, sem ég hefi lengi séð í erlendum blöð- um um íslenzka sýningu. Þess skal getið, að 4 myndir seldust á sýningunni, sem haldin var frá 3. maf til 9. júni, — Þrjár voru eftir Sigríði Björnsdóttur, en ein eftir Valtý Pétursson. Einnig seldist dýrasta mynd sýningarinnar (eftir Jóhannes Jóhannesson), en reyndist svo í einkaeign (!), en slíkar voru fullmargar á sýningunni. — Sprengingar Framhald af bls. 1 morða“, þegar 16 skæruliðar voru skotnir til bana, er þeir reyndu að flýja fangelsi eitt. Einn iögreglu- maður særðist f árásinni á stöð- ina, en ekki er vitað um mannfall hjá skæruliðum, sem kváðust til- heyra marxfskum samtökum og ncfna sig Byltingarher alþýðunn- ar. Meðal þeirra bygginga, sem skcmmdust f sprengingunum f dag, voru tvær járnbrautarstöðv- ar, og aðsetur vinstra arms æsku- lýðshreyfingar Peronista. Lög- reglan hafði bannað alla útifundi á þessum degi, en engu að sfður var mikil ólga um landið allt. — Landbúnaður Framhald af bls. 32 krónur, sem er 10.2% hækkun. Skyr, sem kostaði áður 48.40 kr. hvert kíló, hækkar nú í 53.20 kr. eða um 4.80 kr. og er það 9.9% hækkun. Smjör kostaði áður 200 krónur en hækkar nú í 245 kr. og er það 22,5% hækkun. Fjörutíu og fimm prósent ostur hækkar úr kr. 326 kílóið í 351 kr. eða um 25 kr. og er hækkunin 7,7%. Af einstökum kjötvörum má taka sem dæmi: Súpukjöt hækkar úr kr. 183 f 214 kr. eða um 31 kr. og er það 16,9% hækkun. Kótel- ettur hækka úr 257 kr. kílóið í 288 kr. sem er einnig 31 krónu hækk- un eða 12,1%. Læri kostuðu áður 217 kr. kflóið en kosta núna 248 — hækkunin er því einnig 31 króna, sem gerir 14.3%. • • Okumaður á rauðum Saab Hinn 18. ágúst sl. rákust saman Plymouth-bifreið og Simca á mót- um Laugavegar og Klapparstígs. Rannsóknarlögreglan biður öku- mann á rauðum Saab, sem þarna var staddur á vinstri akrein, að gefa sig fram. Efri deild Alþingis samþykkti í gær frumvarp um viðnám gegn verðbólgu, að viðhöfðu nafna- kalli, með 13 atkvæðum gegn 5, 2 þingmenn voru fjarstaddir. Er fumvarpið þannig afgreitt til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, sagði, að ekki væri flokkslegur ágreining- ur um framlengingu bráðabirgða- Iaganna um einn mánuð né nauð- syn þess að gefa hæfilegt svigrúm til stjórnarmyndunar, hverjir svo sem að slíkri tilraun stæðu. Ekki væri heldur ágreiningur um hækkun á verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða, sem ekki yrði með neinni sanngirni frestað lengur. Hins vegar væru Alþýðu- bandalagsmenn andvígir því, að hækkun landbúnaðarafurða væri hleypt út í verðlagið. Flutti hann tillögu um, að verðhækkun land- búnaðarafurða yrði greidd niður úr ríkissjóði og fullyrti, að til slíks myndu nægja 50 milljónir króna. Ragnar mótmælti því, að Alþýðubandalagsmenn hefðu Siglufirði, 22. ágúst. JARÐGÖNGIN við Siglufjörð, Strákagöng, hafa ætfð frá því þau voru opnuð með viðhöfn af þáver- andi samgöngumálaráðherra, Ing- ólfi Jónssyni, 10. nóv. 1967, verið ómetanlega samgöngubót fyrir Siglfirðinga, en svo virðist, að þeim hjá Vegagerðinni hafi fund- ist nóg komið að göngin væru opnuð með viðhöfn, þvf viðhaldi þeirra og hreinsun hefur verið mjög ábótavant, ef undan eru skildar helmingi of dýrar hurðir fyrir gangamunnana, sem settar voru í október 1971. Þessar hurðir hafa angrað mjög þá, sem um göngin hafa þurft að fara, jafnt á sumrum og þó aðallega vetrum. En hæð dyraumbúnaðar er mjög takmörkuð eða aðeins 380 sm þótt hæð ganganna sjálfra sé um 480 sm. I fyrstu voru hurðirnar marg- sinnir teiknaðar eða teikningar leiðréttar vegna mistaka teikni- stofu vegamála og að auki rangt hannaðar, þar sem vitað var, að hurðarbúnaður útilokaði ákveðna r Arni meiddur ÁRNI Stefánsson, markvörður Fram, meiddist illa á æfingu með Fram í fyrrakvöld. Lenti Árni i „samstuði" við einn af félögum sínum og fékk svo mikið högg á andlitið, að hann kinnbeinsbrotn- aði. Var gerð aðgerð á honum á sjúkrahúsi í gær. Er sennilegt, að hann geti ekki verið meira með í knattspyrnunni f sumar. — Bensín Framhald af bls. 2 þetta endurflutt af fjármálaráð- herra, en ekki fráfarandi ríkis- stjórn, og bæri því verðandi meirihluti Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks á þvf alla ábyrgð. Pétur Sigurðsson sagði, að sjálf- stæðismenn væru ekki bundnir af stuðningi við þetta frumvarp. Fjármálaráðherra talaði síðastur og endurtók, að frumvarp þetta væri flutt af sér og á sína ábyrgð. Málinu var síðan vísað til 2. um- ræðu og fjárhags- og viðskipti nefndar. ekki bent á leiðir til tekjuöflunar- ríkissjóðs. Þvert á móti hefðu þeir verið óragir að benda á leiðir til nýrrar skattheimtu til tekju- öflunar fyrir ríkissjóð. M.a. hefðu þeir viljað að söluskattur kæmi á Framhald af bls. 31 óæskilegt enda allra veðra von. Það eru aðeins Akurnesingar og Keflvíkingar, sem sloppnir eru úr fallhættunni, og þessi tvö lið eiga einnig ein möguleika á Is- landsmeistaratitilinum í ár. Eins og staðan er nú hafa KR og Valur 12 stig, Vestmannaeyjar 10 stig, Fram, Víkingur og Akureyri 9 stig. KR á eftir að leika við Fram og Akranes, Valur á Keflavík og Víking eftir, Vestmannaeyjar eiga Akureyri og Keflavík eftir og Fram á KR og Akureyri eftir. Ljóst má því vera, að ýmislegt getur gerzt enn í mótinu, en til þess að svo fari, að sex lið verði jöfn á botninum, þurfa leikir, sem vöruflutninga, aðallega tunnu- flutninga, sem stundaðir hafa ver- ið á undanförnum árum. Öeðli- lega oft hafa þessar hurðir, sem opnaðar eru með rafbúnaði bilað, og hafa bílar oft lokast inni þess vegna og bilstjórar þurft að ganga nokkurra km leið til að tilkynna bilun, oft í misjöfnum veðrum. Einnig hafa stórir bílar oft rekið sig upp f dyrabúnaðinn, ekki þó alltaf fyrir það, að bílarnir hafi verið of háir heldur vegna þess, að mold og grjót þekur steypt gólf ganganna og á vetrum klaki. Nú I dag rakst enn einn billinn, eða tengivagn bíls, upp i. Að þessu sinni varð bflstjórinn fyrir tugþúsunda tjóni. Þessi bílstjóri er úr Reykjavík. Hafði hann tekið að sér ftutninga á tunnum í stór- um stíl frá Tunnuverksmiðju ríkisins til Suðurlands og útbúið vagn sinn samkvæmt því. Hann sagðist hafa leitað sér upplýsinga hjá vegamálaskrifstofu i Reykja- vík um hæð ganganna. Fyrstu töl- urnar, sem hann fékk, voru 320 — Norsk nefnd Framhald af bls. 15 Um 70% meðalaflaverðmætis síðustu sex ára hafa fengizt innan 50 mílna, en rúmlega 5% á svæðinu milli 5 til 200 mílna. Afli útlendinga að 200 mílum var að meðaltali 80.800 lestir. Nefndin telur ekki tímabært að gera tillögur um stærð lögsög- unnar. Nefndin vil heldur ekki gera tillögur um, hvort ákveða skuli ólikt veiðifyrirkomulag við hina ýmsu hluta strandlengj- unnar fyrr en niðurstöður haf- réttarráðstefnunnar liggja fyrir. Alþjóðlegir samningar eru taldir nauðsynlegir til að tryggja skynsamlega nýtingu norska Is- hafsstofnsins þrátt fyrir útfærslu. Með útfærslu í 50 milur fá Norðmenn yfirráð yfir nánast öll- um ufsastofninum við Norður- Noreg og honum öllum með út- færslu i 200 mílur. Ufsaveiði Norðmanna hefur verið 15—25.000 lestir á síðari árum, en helztu miðin eru við Bretland og þeir geta misst þau. ferðagjaldeyri, sbr. frétt á öðrum stað i blaðinu í dag. Að ræðu Ragnars lokinni var frumvarpið samþykkt sem lög, sem að framan greinir. eftir eru, að fara þannig: Fram þarf að vinna KR, Vík- ingar vinna Akurnesinga, Akur- eyringar vinna Vestmannaeyinga, Keflvíkingar vinna Val, Akranes vinna KR, Akureyri og Fram að gera jafntefli, Vestmannaeyjar vinna Keflavík og Vikingur vinnur Val. Allt þetta gæti vissu- lega gerzt, þótt segja megi, að slíkt verði að teljast heldur ólík- legt. Út frá þessu er svo hægt að setja dæmið upp á nær óteljandi hátt og fá margar útkomur. Það eina, sem fyrir liggur, er, að botn- baráttan verður aftur tvísýn og ekki er óliklegt, að úrslitaleikur eða leikir þurfi að fara fram, áður en endanlega verður úr því skorið hvaða lið leikur á mölinni næsta sumar. sm, en þar sem hann hafði heyrt, að þau væru hærri, en vissi ekki fyrir víst, hafði hann tal af öðrum aðila hjá skrifstofunni, sem gaf honum upp 4 metra, en fékk síðan staðfestingu á 3,80 m og útbjó hann vagna sína samkvæmt þvf. Hann ók norður og mjög varlega i gegnum göngin á leiðinni hingað. Hann varð var við, að aðeins naggaði í eitt horn á tengivagni, en kom ekki að sök og slapp í gegn. Þegar kom að munnanum Siglufjarðarmegin slapp bíllinn sæmilega i gegn án þess að koma við, en sennilega hefur tengivagn- inn farið upp í einhverja drullu- hæðina, sem í göngunum er, þvi að hann rakst upp í öryggisbita, sem er til varnar hurðunum, og stórskemmdist vagninn. Einmuna veðurblíða og þurrka- tið hefur verið á Norðurlandi í sumar og einu drullu- og bleytu- blettirnir eru inni í Strákagöng- um, og bílar verða ein drullueðja og verða enn í dag við að keyra gegnum þau. — Steingrimur. t Frænka okkar, MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Vatnsskógum, Skriðdal, verður jarðsungin frá Þingmúlakirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 2 e h Laufey Sólmundsdóttir, ívar Björgvinsson. Ný lög frá Alþingi: Viðnám gegn verðlxilgn Varð fyrir tugþúsunda- tióni í Strákagöngum — Verða sex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.