Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. AGUST 1974 t Móðir okkar ÁSTRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, lézt á Elliheimilinu Grund, miðvikudaginn 21. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda Herdís Ólafsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigurbjörg Þórðardóttir. t Bróðir minn LEIFUR GRÍMSSON, Freyjugötu 44, lézt á Patreksfirði aðfaranótt 22. ágúst Kolbeinn Grimsson. t Útför eiginmanns mlns og föður okkar ÁRMANNS GUÐMUNDSSONAR, byggingameistara, Grettisgötu 56, verður gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn 23. ágúst kl 3. Ásta Bjarnadóttir, Anna, Halldóra, Valgerður, Guðmundur og Ármann Örn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR H. EYLEIFSSON, Mánabraut 3, Akranesi sem lézt 1 9, ágúst verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, laugardaginn 24 ágúst kl. 2 síðdegis Katrín Gisladóttir Guðmundur Smári Guðmundsson, Áslaug Jónsdóttir, Hafþór Guðmundsson. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, JÓHÖNNU HELGADÓTTUR frá Bergi, Eyrarbakka Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Sjúkrahúsinu á Selfossi fyrir einstaka umönnun Guðríður Vigfúsdóttir, Helgi Vigfússon. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför litla drengsins okkar BJÖRNS SIGMUNDAR. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarkonum og starfsfólki Sjúkrahúss Selfoss, fyrir þeirra góðu umönnun og öðrum sem studdu okkúr i veikindum hans. Björk Ingólfsdóttir, Björn Þórarinsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa HELGA SIGURÐSSONAR. Leifsgötu 1 7. Vigdís Helgadóttir Sigrún Helgadóttir Fríða Helgadóttir Steinunn Helgadóttir Katla jHelgadóttir og barnabörn. Hlff Helgadóttir Jón Ásgeirsson Bjarni Jónsson Ingvar Gunnbjörnsson Ásgeir Ólafsson Kristbjörg Dúadóttir Akureyri — Minning Fædd 3. desember 1899 Dáin 16. ágúst 1974 „Falla lauf af meiði.“ Hún fæddist á Akureyri og á Akureyri ól hún allan aldur sinn. Þar var hennar æskuleikvöllur og starfsvettvangur. Akureyri var snar þáttur I lífi og starfi þessarar mætu konu, sem eftir langt og erfitt stríð er hnigin til foldar og nú lögð til hinstu hvíldar í vígðum reit í nágrenni fallinna ættmenna og vinafólks. Kristbjörg var dóttir hjónanna Aldísar Jónsdóttur og Due Benediktssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri og voru þau hjón þekkt af góðu einu. Kristbjörg ólst upp í foreldra- húsum og naut þess ástríkis og þeirrar hlýju og umhyggju, sem góðir og samhentir foreldrar veita börnum sínum. Stóðu að henni styrkir stofnar og hafa margir þeirra sett svip á umhverfi sitt og reyndar þjóðlífið allt. Sjálf setti hún á lífsleið sinni ákveðinn svip á umhverfi sitt og eftir henni var tekið, hvert sem spor hennar lágu. Viss þokki, kynfylgja margra þeirra ættmenna, markaði öll samskipti hennar við samferðamenn og í allri um- gengni var auðsætt, að þar fór háttprúður, staðfastur og hrein- skiptinn einstaklingur. Við störf sín, sem árum saman voru í opinberri stofnun, naut hún mikils trausts og vakti eftir- tekt fyrir glöggskyggni, áreiðan- leik og drengskap. öll störf sín rækti hún með því hugarfari, sem hún hlaut i erfðir frá kærum foreldrum, þroskuðu í hollu uppeldi, styrktu í reynslu við störf, sem ásamt meðfæddum hæfileikum gerðu henni auðvelt að ljúka þeim svo fyrirmynd var að og finna farsælustu lausn allra viðfangsefna. Létt og hýr var hin trausta skapgerð hennar og gædd var hún t Faðir okkar, JÓN G. JÓNSSON frá Akureyri lézt að Dvalarheimili aðdraðra, Borgarnesi 21. þ.m. Daníel Jónsson, Ólafur Jónsson, Valgarður Jónsson, Gunnar Jónsson. ríkum „humoriskum sans“, sem einkennir ýmsa ættmenn hennar. Brá stundum með einni leiftr- andi, geðhrífandi setningu nýjum svip á hraðfleyga stund og með réttu orðavali lýsti hún og beindi ljósi að nýrri hlið á umræðuefni eða viðfangsefni. Auðsæju þegar á var bent og augljósu þegar glampanum hafði verið beint að þvf. Kristbjörg giftist 14. júlí 1934 Steindóri Steindórssyni frá Hlöð- um, náttúrufræðingi, seinna yfir- kennara og skólameistara, hinum ágætasta manni, sem bar hana á höndum sér allt frá fyrstu kynn- um, áratuga kærleiksrikri sambúð og til hinsta fundar á sjúkrabeði eftir langa legu. „Haustbrimið svarrar heljarmyrkan brag.“ Sá þungi brimniður hefur á undanförnum árum boðað haustið í ævi þeirra hjóna. Hann hefur dunað fyrir eyrum Steindórs meðan konan hans elskuleg háði sína hólmgöngu á sjúkrabeði við ósigrandi andstæðing, sem aldrei gaf til kynna hvenær sigur hans yrði og ei heldur hvenær hinsta lag lífsins væri slegið. Bergmál hinna þungu spora hans árum saman, er hann dag hvern gekk um stofur sjúkrahússins þar sem elskuleg kona hans beið, minnti á „heljarmyrkan brag“, en vonin og trúin, ljósið, sem öllu líknar og allt bætir, tryggð við gefin heit og manndómur gáfu honum styrk til þess að rækja þessa ljúfu skyldu. Yfir henni var heiðríkja kærleiks- ríkrar sambúðar og gagnkvæmrar virðingar, sem vék á burtu grun þeim, sem boðaði það, sem koma skyldi og óhjákvæmilegt var, og t VILBORG INGIMARSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Vesturbrún 14, Reykjavík, að morgni 22. ágúst Stefán SigurSsson. Þóra Ingibjörg Stefánsdóttir, Anna Jórunn Stefánsdóttir, Ingvar Ingvarsson, Þórhallur Hróðmarsson, Stefán Ingimar. Eiginmaður minn. t SNÆBJÖRNJÓNSSON skrifstofustjóri lézt þann 2 1 þ.m. Þórunn Andrésdóttir Kjerúlf. Lokað vegna jarðarfararí dag frá kl. 12.30—4. Bakari H. Bridde. veitti orku að ganga keikur mót stundu dómsins. í dag kveðja ómar klukku Akur- eyrarkirkju hinsta sinni í nánd við æskustöðvar og bernskuleik- vang þennan mæta borgara Akur- eyrar, þessa hæfileikakonu, sem fór hljóðlát á ferð sinni, í kyrrþey iljaði mörgum samborgara sínum með hlýju orði i eyra, þéttu hand- taki, kannski einhverju í lófa, sem aldrei var minnst á, en er öllu lofi betra. Skilyrði fyrir góðverki var henni óþekkt hugtak. Kveðjur og þakkir skulu hér að lokum frambornar. Konan min sendir elskulegri og kærri frænku sinni þakkir fyrir allar liðnar stundir, órofa vináttu og gagnkvæman trúnað og þær þakkir eru tjáðar með því hugar- fari, sem konur einar kunna á viðkvæmni- og tregastundum. Sjálfur hlýt ég að láta í ljós og tjá þakkir fyrir mikla vináttu mér sýnda, traust og tryggð. Gunnari syni þeirra og fjölskyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðj- um þeim styrks í þeirri trú, sem hún kenndihonum. Til annarra ættmenna eru einnig fluttar kveðjur samúðar og hluttekningar. Mínum elskulega vini og læri- föður Steindóri frá Hlöðum megi verði hugsvölun þegar hann lítur yfir farinn veg í fylgd elskulegrar eiginkonu og styrkur í djúpri sorg og sárum trega sú vissa, að enn rís sól i austri og lýsir næstu leiðir, yljar og bætir. A þeim leiðum gróa grös minninganna með litbrigðum sínum og ilmi orna þér og í skjóli þeirra njótir þú liðinnar ævi og heilsar komandi degi. BE. Sigurður Finnbogason — Kveðja Fæddur 10. maí 1926 Dáinn 18. maf 1974 KVEÐIA FRA FRÆNDA. Sigurður Finnbogason var fæddur á Grundum i Bolungar- vík. Þar ól hann allan sinn aldur i blíðu og striðu. Hann var mjög vandaður bæði í orði og verki. Hann talaði fátt, en hugsaði þess meir. Aldrei gleymi ég því, hve hann var okkur bræðrunum góð- ur, er við vorum í sveit hjá ömmu og stjúpafa. Er gömlu hjónin voru um sextugt byggði hann nýtt hús, er lifir i minningu þeirra. Nú er lokið ljóði og lengri er ekki sagan. Ljúfar eru minningarnar þó. Skúli Sigurjónsson. ATHYCLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að bcrast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.