Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1974næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. AGOST 1974 29 BRUÐURIN SEIvf HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 33 brugðið sér inn á salernið og svo fór að rigna og þegar ég leit út næst var bfllinn horfinn. Meira hafði Kalli ekki að segja, en þetta dugði og vel það til að Christer sendi lögreglumann til að sækja eiganda Saabbílsins. Og hann hugsaði með sér, að sannar- lega væri það notaleg tilhugsun að geta loksins staðið augliti til auglitis við unga manninn i rólegu og ábyrgu umhverfi án nokkurrar truflunar frá móður- sjúkum kvenmanni, sem virtist hafa hugann bundinn við það eitt að hlífa Lars Ove Larsson. En ljóshærði verkfræðingurinn kom ekki einn. Dina Richardsson kom tiplandi við hlið hans og fyrir vit lögregluforingjans lagði púður- og ilmvatnsangan, svo að honum þótti nær því nóg um. Hún leit á Christer og sagði í bænar- rómi, en dillaði sér þó eilítið: — Eg kom nú með Lars Ove.. .það væri alveg eftir þér að vera svo andstyggilegur við hann, að honum veitti ekki af góðum aðstoðarmanni. Christer leit af henni og tautaði: — Hreint ekki ómögulegt. Lars Ove rauk upp. — Hvað f fjáranum á þetta að þýða? Hvað áttu eiginlega við? Ég hef ekkert... Christer greip mynduglega fram í fyrir honum. — Þessa vísu hefurðu haft yfir fulloft við okkar fyrri fundi og ég hef ekki haft sérstaka tiltrú á henni. Sá maður er ekki nötrandi taugahrúga, sem hefur hreina samvizku. — En Christer þó! Dina hallaði sér biðjandi að honum. Hún hrökk þó til baka, þegar hann sagði logandi af illsku: — Hefur þú hugmynd um, hvað gerðist á föstudaginn meðan þú varst að bíða eftir Anneli á Lillgötu? Nei, en kannski þú spyrjir Lars Ove! Hann getur svarað þvi. Hann getur sagt þér, að Anneli hraðaði sér út um bak- dyrnar til að hitta hann eins og þau höfðu orðið ásátt um og hann tók hana upp i bflinn til sfn. Dina greip tortryggin andann á lofti og glápti hálfopnum munni á manninn við hlið sér. Andfit Lars Ove var orðið náfölt og þegar hann sá viðbrögð Dinu sagði hann fullur ákefðar: — Nei! Nei! Þannig bar það alls ekki við! Við höfðum ekki komið okkur saman um eitt né neitt! Þetta var allt saman bölvuð tilviljun. Hún kom hlaupandi yfir götuna f rigningunni og þá opnaði ég auðvitað dyrnar og sagði: „Stökktu inn.“ Ég hafði ekki hug- mynd um, hvaðan hún var að koma, ég spurði bara, hvort ég ætti að aka henni heim og þá sagði hún: „Hvert ertþú að fara?“ og þá sagði ég henni, að ég þyrfti að fara til Hammarby, sem er fyrir norðan bæinn til að sækja birkihríslur, sem ég ætlaði að nota við skreytingarnar í kirkjunni. Þá sagði hún og rödd hennar var afar einkennileg: „Ég verð þér samferða. „Ég man, að ég leit á hana, því að hún var svo torkennileg í rómnum, en svo steinþagði hún og við ókum gegn- um bæinn og út á þjóðveginn og... Skyndileg þögn hans kom svo óvænt, að báðir áheyrendur hans hrukku við. — Haltu áfram, hvíslaði Dina. — I guðs bænum haltu áfram. Brot úr sekúndu velti Christer fyrir sér, hvort hann væri kominn á leiðarenda. En svo strauk Lars Ove fingrum gegnum hárið á sér og hrópaði upp: — Ég veit það trúir mér eng- inn. Ég hef vitað það allan tímann Ég — — Hvað er svona ótrúlegt? Hvernig endaði bflferðin? — Hvernig hún endaði? Ég skil að þig langar aö lesa blaðið, en skil ekki áhuga þinn á hjúskapartilboðsdálkunum. Hann hló tryllingslegum hlátri og svo sagði hann þau orð, sem heyrzt höfðu frá upphafi þessa máls: — HÚN HVARF! Úti á miðjum þjóðveginum. Hvarf inn i skóg- inn. Og gufaði upp! NÍUNDI KAFLI. Hann hafði að vísu lýst því yfir, að enginn myndi fáanlegur til að trúa því, sem hann sagði. Engu að sfður var hann mjög sár að sjá efasemdarsvipinn á andlitum þeirra. — Já, þið glápið! En það er ekkert á móts við það, sem ég glápti, þegar ég kom með birki- hrfslurnar í eftirdragi niður að bílnum mínum og sá, að hann var mannlaus. Og ef ég hefði ekki verið sá algeri fjábjáni sem ég er þá hefði ég geymt pappírsmiðann og sýnt ykkur hann. .. Dina fitlaði óstyrkum fingrum við töskuna sfna og sagði slitrótt- um rómi: — 0, guð minn góður, þú verð- ur að hjálpa okkur, svo að við skiljum hvað hann er að blaðra um. Hvaða pappírsmiði og hvers vegna? Og hvar voruð þið, þegar hún hvarf? Voruð þið komin alla leið til Hammarsby? — Er ekki bezt fyrir alla, að Lars Ove geri grein fyrir einu í einu? Þið ókuð í norðurátt frá bænum? Hvað töluðuð þið um? — Ekki neitt sérstakt, sagði hann þverlega. — Það er að segja bara um veðrið og að þurrkurnar hefðu ekki undan. Skyggnið var afleitt og ég varð að hafa allan hugann við aksturinn. Þegar við höfðum beygt inná veginn ti Hammarby sagði hún — og rödd- in var svo skrftin... Og rödd Lars Ove var lfka skrít- in, þegar hann hafði yfir orð látnu stúlkunnar: „Þegar við vorum lítil og skipt- umst á leyndarmálum lofuðum við að kjafta aldrei frá. Get ég enn treyst þér?“ Ég varð auðvitað VELVAKAIMDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 1 0 30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Vinstri stjórn hafnað Þorkell Hjaltason skrifar: „Ég get ekki stillt mig um að láta í ljós ánægju mína með það, að slitnað hefur upp úr viðræðum vinstri flokkanna um stjórnar- myndun, og ég held, að meirihluti þjóðarinnar andi léttar á eftir. Þessar viðræður voru þegar í upphafi bein skrumskæling á lýð- ræði, eins og það hugtak er skilið i hinum vestræna heimi. Staðreynd er, að þjóðin hafnaði vinstri stjórninni f tvennum nýaf- stöðnum kosningum eins og prós enttala sannar bezt, því að Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur fengu samanlagt um eða yfir 52% allra greiddra atkvæða f landinu. En þessu vildu kommar ekki una og lögðu á það þunga áherzlu að reyna að berja saman aftur- gengna vinstri stjórn, og þá að sjálfsögðu með austrænt stjórn- skipulag i huga, og allir vita hvernig það er í hinum kommún- íska heimi, þar sem minnihlutinn kúgar meirihlutann með alls kon- ar bellibrögðum. 0 Vegizt á með orðum Nú hefði það f sjálfu sér verið vinstri flokkunum skyldast að leysa sjálfir það efnahagsöng- þveiti, sem þeir voru búnir að koma þjóðinni í á þessum þriggja ára stjórnarferli sfnum, en bitur reynsla sýnir, að það geta þeir ekki og hafa aldrei getað. En til að striða þessum vinstri flokkum svolftið gæti þjóðin sagt við þá með góðri samvizku sömu orðin og Hrafn hinn rauði mælti við Sigurð Hlöðvisson Orkneyja- jarl í Brjánsbardaga er jarl bað hann að taka upp merki sitt í orrustunni, en allir höfóu þeir fallið, er merkið báru. En Hrafn mælti við jarl: „Ber þú sjálfur fjanda þinn.“ Jarl mælti: „Það mun vera mak- legast að fari allt saman, karl og kýll.“ Tók hann þá merkið af stöng sinni og kom á millum klæða sinna, og litlu sfðar var jarl skotinn spjóti í gegn. Já, þannig er þessi alkunna saga, og ef til mill vætti nokkurn lærdóm af henni draga, sem ekki yrði þá í vil vinstri öflunum i landinu. En þó oft sé hart deilt í pólitík- inni hér á landi munu þó orrustur vfkingaaldar aldrei háðar verða hér á landi með vopnavaldi, held- ur munu menn vegast á með orð- um einum og það látið duga, þvf orðsins list hefur alltaf skipað öndvegið hjá þjóðinni. 0 Sterk og samhent stjórn Það er þess vegna sterk nauð- syn á því, að meirihluta umbóta- aflanna takist að koma á sterkri og samhentri stjórn með nýjar stefnur og straumastjórn, sem fær sé um að leysa farsællega þann vanda, sem við er að etja. Og það er beinlínis skylda allra þjóðhollra tslendinga að styðja væntanleg stjórnvöld í þvi erfiða og vandasama starfi, sem þeirra bíður og kallar á ýmsar vanda- samar úrlausnir á þessum við- sjálu og breytilegu tímum. Og það er von min, að nú horfi allt til réttrar áttar, landi og lýð til hags og heilla. Reykjavík í ágúst 1974, Þorkell Hjaltason." . 0 Aðstaða við Skógafoss Sigrfður Sverrisdóttir skrifar: „Mig langar til að koma á fram- færi spurningu um hver beri ábyrgð á því ófremdarástandi, sem ferðafólk verður að sætta sig við, vilji það eiga áningarstað við Skógafoss eða þar í grennd. Á ég þar ekki við hið ágæta Eddu-hótel, heldur illfæran veg að fossinum og hreinlætisaðstöðu sem er jafn frumstæð og þegar land byggðist. Og þó, þá hefur skógurinn eflaust getað skýlt þeim, sem þurftu að gera þarfir sínar. Á sveitin enga forystumenn, sem hafa komið auga á þetta eða hafa vilja til að hnippa í þá, er um hreinlæti og ferðalög landsmanna eiga að sjá? Ef til vill er tekið meira mark á þeim en óbreyttum ferðamanni. Sigríður Sverrisdóttir." Það þýðir náttúlega lítið að velja sér þá staði til áninga, sem ekki hafa nauðsynlegan útbúnað til að taka við slíkum heimsókn- um, og liklegast verður það seint, að hreinlætisaðstöðu verði komið upp á hverjum þeim stað, er ætla má, að ferðafólk fýsi að nema staðar á og gista um hrið. 0 Hver söng þjóðsönginn fyrst? Jóhanna Rockstad hringdi í til- efnu bess, að nú í sumar var hald- ið hátíðlegt, að 100 ár voru liðin sfðan Islendingar eignuðust þjóð- sönginn. Eins og kunnugt er, var hann fyrst fluttur f Dómkirkjunni að viðstöddum konungi íslands og Danmerkur, en nú er spurningin sú hver hafi sungið hann við það tækifæri. Jóhanna telur, að það hafi verið kona, en við höldum, að það hafi verið kirkjukórinn, sem annaðist frumflutninginn. Jóhanna telur, að konan hafi haft Guðjohnsen að eftirnafni, sem vel gæti verið, þvf að dómorg- anistinn var Pétur Guðjohnsen. Væri fróðlegt að fá úr þessu skorið. 0 Götu- og gang- stéttahreinsun Sigríður Hallgrímsdóttir, búsett i Laugarneshverfi, sagðist hafa verið að lesa um götuhreinsunar- mál hér í dálkunum. Hún sagðist hins vegar ekki hafa orðið vör við, að götur eða gangstéttir væru hreinsaðar reglulega á þeim slóð- um, sem hún býr. Hún sagði, að i mesta lagi færi bíll um einu sinni til tvisvar á ári, og það væri allt og sumt. Nú mun það vera svo, að í ibúð- arhverfum er ætlast til, að íbú- arnir sjái um að sópa gangstéttir fyrir framan hús sín, en götusóp- un annast borgin. Hins vegar er það miklum vandkvæðum bundið, þar sem alla jafna er þétt bflaröð við flestar gangstéttarbrúnir. Sigriður sagðist vera þeirrar skoðunar, að auglýsa þyrfti hven- ær ætti að sópa göturnar, þannig að bfleigendur gætu hagað sér samkvæmt því. Enhfremur sagðist hún viss urn að eina ráðið til að fá fólk til að ganga vel um á almannafæri og fleygja ekki rusli á göturnar vær að sekta slóðana, og erum við ekk frá því, að þetta sé öldungis rétt. Afmæli Fram liald af bls. 2 I brimgarða við Flateyjardal og Fjörðu. Eða er það ekki? Og stór- hríðar og hrakviðri uppi á fjall- garðinum á milli. A þess háttar dögum og dægrum gat kallið komið til ljósmóðurinnar, nær- konunnar, yfirsetukonunnar, ekki síður en í blíðviðrinu. Held ég því, að ekki hafi verið á færi neinar smákonu að færa sig á miíli yfir fjallið, hvernig sem viðraði og færi var, er ófært reyndist á báti.eða um f jörur. I umdæminu bjuggu lengi í tið Sigurveigar um 3 hundruð manns og viðkoman var þó nokkur og ferðir margar. Man ég ekki betur t.d. en að 16 alsystkini hafi séð dagsins ljós í fyrsta skipti á Eyri og 17 í Útibæ, 12, 10 og 9 á ein- hverjum öðrum og þar fram eftir götunum. Ljósmóðurár konunnar á Bjargi urðu 50. Margar sögur og miklar hafa verið skráðar og á prent settar um merkilegar ljósmæður. En skyldi nokkur hafa sett orð um konuna á Bjargi á prent? Ekki veit ég til þess. Eða hversu koma hennar gat orðið mikil koma inn í afskekktar baðstofur, þar sem beðið var milli vonar og ótta og engin leið var að ná til læknis, hvað mikið sem út af bar. Og hver eru svo eftirlaun- in og hvar skyldu þau vera niður- komin? Stjórnendur Flateyjarhrepps sendu einhvern tíma bænarskrá til landlæknis fyrir sunnan og báðu hann um lyf, sem hafa mætti til ígripa á eynni til hjálpar í viðlögum, þegar örðugt eða ómögulegt var að ná til læknis í landi. Til þess ráðs var gripið á einstaka stað öðrum. Hrepps- nefndin hafði Sigurveigu í huga til að miðla lyfjum úr kassanum, því að hún vissi meiri skil á sjúk- dómum og lyflækningum en allir aðrir þar. Að því sinni sem oftar reyndist leiðin löng fyrir svarið að komast norður. Vikur liðu og mánuðir, en ekkert svar kom. Þá var það að Sigurveig litla Ölafsdóttir brá sér suður fyrir jöklana og varð þó vitanlega að fara allan krókinn kringum hálft landið. Hún leitaði uppi land- lækni sjálfan, sem þá var Vil- mundur Jónsson, og segja kunn- ugir, að hún hafi þá talað við hann íslenzku tæpitungulaust. Síðan hélt hún aftur heimleiðis og hafði meðferðis vænan lyfjakassa og leyfi til að láta úti meðul án lyfseðla eftir umtali við héraðs- lækni gegnum talstöð. Eftir það var apótek I Flatey þar til hún fluttist til lands 1968, ein þeirra, er allra síðast yfirgáfu byggðar- lagið. Ekki veit ég, hvort eykonan úr Aðaldalnum og Hermann á Bjargi stigu síðust allra eða næst siðust upp úr skutnum í Húsavfk á Garðarshólma. En nauðugust allra munu þau hafa farið af hafnarbakka Flateyjar. Sálarhraust og hressileg heim að sækja hafa þau nú tekið sér dvalarstað í einu af hitaveitu- húsum Húsavikur. I dag, 12. júlí, eru þau þó að heiman. Kannski finnst henni einhvern veginn minna gaman nú að hafa kringum sig fullt hús ættingja og vina heldur en meðan hún var I ríki sínu heima á Bjargi fyrir 20 árum, 12. júli. Til Húsavíkur eru og komin börn þeirra 4: Jón fyrrv. oddviti Flateyjarhrepps, Ragnar, Hildur og Bára. Ásta ljósmóðir býr í Reykjavík og Unnur í Vestmanna- eyjum. Berist talið að Flatey inni hjá þeim liggur það sízt í láginni, að bæði hafa þau skarpan skilning á því sem öðru, að engin efni hafi Islendingar á því að láta eyna ónotaða til langframa. öll skulum við svo lifa vel og lengi í þeirri heilsusamlegu von og vissu, að forsjónin ætli Flatey annað og betra hlutskipti þegar stundir lfða. Eg hef ekki ráð á eða rúm til að lengja þetta með ættfærslum. Þær geta allir fengið frá ná- frænda Sigurveigar, Indriða á Fjalli. Bjartmar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 155. tölublað (23.08.1974)
https://timarit.is/issue/115941

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

155. tölublað (23.08.1974)

Aðgerðir: