Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. AGUST 1974 13 Hafréttarráðstefnan í Caracas: Stuðníngur við 200 mílna auð- tindalögsögu bundinn skilyrðum Caracas 20. ágúst frá Margréti R. Bjarnason „Ég spái þvf, að hafréttarráð- stefna Sameinuðu þjóðanna eigi eftir að verða íslendingum mjög í hag," sagði Donald Lynn Mckern- an, sendiherra I bandarisku sendinefndinni hér I Caracas, þegar ég ræddi' við hann i dag. Mckernan, sem er jafnframt próf- essor við Washington-háskóla í Seattle og forstöðumaður haf- rannsóknarstofnunarinnar þar, sagðist þeirrar skoðunar, að f end- anlegri samþykkt um hafrétt og reglur yrði tekið mjög verulegt tillit til hagsmuna strandrfkja, sem væru háð fiskveiðum í ríkum mæli og þeim áætlaður sterkur réttur yfir 200 mflna auðlinda- svæði. Bandarfkjamenn hafa sem kunnugt er breytt talsvert afstöðu sinni til fiskveiðilögsögumálanna að undanförnu, og sagði Mckern- an, að ákveðið hefði verið að styðja hugmyndina um 200 mflna auðlindasvæði strandríkja gegn ýmsum skilyrðum þó. Af helztu skilyrðum mætti nefna, að þeir vildu, að landhelgi yrði 12 sjómfl- ur, að settar yrðu alþjóðlegar reglur um siglingar og umhverfis- vernd innan auðlindalögsögu, að tryggðar yrðu frjálsar siglingar um sund og að komið yrði á lagg- irnar einhvers konar yfirvaldi, nefnd eða stofnun, sem hefði dómsvald í deilum, er upp risu og þar með umboð til að taka skjótar ákvarðanir þar að lútandi. Sömuleiðis yrðu Bandaríkja- menn að setja þau skilyrði, að vissar fisktegundir, svonefndir farfiskar (highly migratory spec- ies), skyldu undanþegnar full- komnum yfirráðarétti strandrikja og laxveiðar í sjó vildu þeir láta stöðva. Skilyrðið um farfiskana er einkum tilkomið vegna túnfisk- veiða Bandaríkjanna, sem eru m.a. stundaðar undan ströndum Mið- og Suður-Ameríkuríkja og hafa verið talsvert ágreiningsefni þar um slóðir. Svo sem kunnugt er, hafa for- ystumenn í túnfiskiðnaði Banda- rfkjanna, sem mikilvægur er á vesturströndinni, verið andvfgir útfærslu fiskveiðilögsögu og hug- myndum um 200 sjómílna auð- lindalögsögu. En forystumenn f fiskiðnaði á Austurströndinni hafa aftur á móti verið fylgjandi útfærslu vegna rányrkju erlendra aðila á miðunum þar, m.a. Rússa og Japana. Mckernan sagði, að Bandarikja- menn gætu ekki fallizt á að far- fiskategundir á borð við túnfisk- inn væru algerlega settar undir lögsögu strandrikja. Það gæti frekar átt við staðbundnari teg- undir fiska — en almennt séð væru Bandarfkjamenn fylgjandi því, að stefnt væri að fullnýtingu auðlinda, í þessu tilfelli fisk- stofna. 1 því sambandi væri talað um, að strandríkin yrðu að leyfa öðrum rfkjum að veiða þann hluta leyfanlegs afla, sem þau gætu ekki hagnýtt eða veitt sjálf. „Þar með er ekki sagt, að þau séu neydd til að veita öðrum hlutdeild f veiðum, ef þau geta hagnýtt sjálf allan þann afla, sem veiða má," sagði hann. Ég spurði Mckernan um frum- varpið um útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, sem nú liggur fyrir öld- ungadeild bandarfska þingsins og hvort hann teldi útfærslu senni- lega á næstunni. Hann sagði, að nokkur frum- vörp varðandi fiskveiðar og fisk- veiðilögsögu lægju fyrir þinginu, en þeirra mikilvægast væri frum- varp Warrens S. Magnussons frá Washingtonríki, þar sem gert væri ráð fyrir þvf, að Bandarikja- menn tækju sér fiskveiðilögsögu 197 mflur út frá þriggja mílna landhelgi þar til endanleg úrslit ráðstefnunnar lægju fyrir. Þar væri einnig gert ráð fyrir vernd- un laxins og f arf iskategunda. Þessu væri Bandarikjastjórn alveg andvíg, hún væri þeirrar skoðunar, að ekkert riki ætti að gripa til einhliða ráðstafana — það væri hluterk ráðstefnu sem þessarar, er nú stæði yfir á vegum Sameinuðu þjóðanna, að leysa þessi mál og ætti ekkert að gera til að draga úr Ifkum til árangurs. Frumvarp Magnusson hefur þegar verið rætt í nefnd og sam- þykkt þar, og kvað Mckernan ekki ósennilegt, að það yrði samþykkt í öidungadeildinni. Hvort það færi f gegnum fulltrúadeildina væri annað mál, og ekki væri vitað, hvort forsetinn beitti neitunar- valdi til að hindra framkvæmd þess. Kvaðst hann mundu mæla með beitingu neitunarvalds, því að hann teldi alþjóðlega samn- inga einu leiðina til lausnar vandamála varðandi nýtingu hafsins. Samræðurnar beindust þvf næst að alþjóðahafsbotnssvæðinu og hugsanlegum tilslökunum af bandarískri hálfu við kröfur van- þróuðu ríkjanna og sagði Mckern- an í því sambandi, að þau mál öll væru á samningsstigi. Banda- ríkjastjórn vildi auðvitað helzt, að tilhögun þessara mála yrði eins og hún hefði sjálf lagt til, en hún mundi engu að síður hafa opin augu fyrir sjónarmiðum annarra, þegar til samninga kæmi. „Það, sem okkur skiptir mestu, er, að auðlindir hafsbotnsins verði hag- nýttar sem f lestum í hag. Við höf- um ekki trú á því, að málmvinnsla úr hafi muni hafa veruleg áhrif á verðlag einstöku málma né á framleiðslu þeirra í landi. Eftir- spurnin er sfvaxandi og verði þessar lindir ekki nýttar er fyrir- sjáanlegt, að verð hækki upp úr öllu valdi. Ég fæ ekki séð, að þau lönd, sem háð eru innflutningi málma, geri sig ánægð með það." Aðspurður hver væri stærsti ásteytingarsteinninn á ráðstefn- unni sagði Mckernan, að hann væri að sfnu mati hin þjóðernis- lega afstaða margra rfkja. Þau hefðu gjarnan svo miklar áhyggj- ur af lögsögulegri hlið ýmissa mála, að þau fengjust ekki til að fara inn á brautir málamiðlana. „Vitaskuld hugsar hver þjóð um eigin hag," sagði Mckernan, „það gerum við líka, en samkomu- lag getur aldrei náðst nema með málamiðlun, ef það á að ná til mannkynsins alls, allir verða að slá af kröf um sínum." Ég spurði Mckernan hvort hann væri þá þeirrar skoðunar, að ls- lendingar ættu að slá af sinni afstöðu með þvf til dæmis að leyfa þeim þjöðum veiðar innan auð- lindalögsögu sinnar, sem teldu sig hafa til þess sðgulegan rétt — og jafnvel láta ákvörðunarrétt þar að lútandi f annarra hendur. Hann svaraði því til, að væntan- lega yrði að taka eitthvert tillit til hagsmuna rikja, sem hefðu stund- að veiðar við Island um langan aldur, t.d. Breta og Þjóðverja. Hins vegar virtist sér málstaður Islendinga mjög sterkur og gildar röksemdir fyrir þvf, að þeir hefðu þessi mál f sfnum eigin höndum, það er full yfirráð yfir auðlinda- svæðinu. A ráðstefnunni væri greinilega mjög víðtækur skiln- ingur á afstöðu rfkja eins og Is- lands, sem væru svo alvarlega háð fiskveiðum, og hann væri þeirrar skoðunar, að þróun málanna á ráðstefnunni benti ótvfrætt til þess, að tslendingar myndu fá þessi mál að fullu f sínar hendur áður en langt um liði. Að lokum fór Mckernan mjög lofsamlegum orðum um fslenzku sendinefndina og sagði sendi- herra Islands, Hans G. Andersen, með merkustu mönnum á ráð- stefnunni. Við útvegum: Hljóðeinangraðar hurðir og skilrúmsveggi. HÍUrðÍr hf. - Skeífan 13. OPIÐ TILKL10 í KVÖLD — LOKAÐ LAUGARDAG ENGIN SPARIKORT - ENGIN AFSLÁTTARKORT Ávextir, „Serla" pappírsvörur mjólkurvörur, grænmeti, niðursuðuvörur. Smiöjuvegi9 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.