Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.08.1974, Blaðsíða 32
JRovöimWnínfc nucivsinGHR ^^-«22480 IESIO , •^rfliniMnMö gjjjgrn eiu oiulþonga ■^"""iiÖcaBÖ DRCLECfl FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1974 Engin sumarslátrun ALLT bendir nú til þess, að engin sumarslátrun verði hér í ár. Að því er Sveinn Tryggvason hjá fram- leiðsluráði landbúnaðarins tjáði Mbl. i gær, þykir mönnum þar annars vegar full skammur tími til Sveinn sagöist vita til þess, aö enn væri töluvert til af dilkakjöti hjá ýmsum sláturleyfishöfum úti á landsbyggðinni og eins væri nóg til af öðru kjöti — nautakjöti, svína- og hænsnakjöti og einnig vinnslukjöti, svo að ekki væri talin brýn þörf á að leggja í þá fyrirhöfn, sem sumarslátrun er. stefnu til að koma sumar- slátrun í kring, þar eð haustslátrun mun hefjast í kringum 10. september og hins vegar, að nóg sé til af kjöti í landinu til að fæða þjóðina fram á haustið. Síld til Hafnar Höfn, Hornafirði — 22. ágúst. ÞRlR bátar lönduðu hér reknetasfld í dag. Það voru Akurey með 1654 tunnu, Stein- unn með 44 tunnur og Hringur 84‘A tunnur. Einnig kom Vís- ir með milii 60 og 70 tunnur en fékk ekki iöndun vegna anna hér og varð að fara annað. Sfld- in er fsuð og fer ýmist til beitu eða niðurlagningar. — Elfas. Hjartabíllinn aflientur í næstu viku UM miðja næstu viku mun Biaða- mannafélag Isiands afhenda Reykjavfkurdciid Rauða krossins hjartabfiinn svonefnda til eignar og reksturs. Á mánudaginn kem- ur tii landsins norskur sér- fræðingur, og mun hann þjálfa þá menn, sem koma til með að aka bílnum. Standa vonir til, að bíll- inn verði tekinn f notkun f lok næstu viku. Landbúnaðarvörur hækka frá 10 Nú ætti dilkakjötið að koma aftur í leitirnar FRAMLEIÐSLURÁÐ land- búnaðarins auglýsti f gærkvöldi verðhækkun á landbúnaðarvör- um. Er þessi hækkun 9,5% á grundvallarverði varanna en hlutfallsleg hækkun varanna er þó töluvert meiri eða frá 10 og allt upp f 23%. Sem kunnugt er hefur verið mjög erfitt að fá dilkakjöt f verzlunum á höfuð- borgarsvæðinu undanfarna daga, en kunnugir töldu f gær, að sú þurrð yrði úr sögunni f dag og dilkakjöt yrði þá aftur á boðstól- um, enda hið nýja verð þá komið til framkvæmda. Eftir þeim upp- lýsingum, sem Morgunblaðið hef- ur aflað sér, eiga enn að vera töluverðar birgðir af kindakjöti í landi — a.m.k. milli 500 og 1000 tonn. I fréttatilkynningu frá fram- Ieiðsluráðinu kemur fram að þessi nýja hækkun stafar af hækkuðu verði rekstrarvara, aðal- lega þó af hækkun tilbúins áburð- ar sl. vor. Hins vegar er kaup bænda í grundvelli ekkert hækk- að og heldur ekkert tillit tekið til hækkunar dreifingarkostnaðar, hvorki á stigi heildsölu né smá- sölu. Þá haldast niðurgreiðslur óbreyttar eins og þær hafa verið upp á síðkastið. Þá segir einnig að þó að hækkun þessi sé 9.5% af grundvallarverði, þ.e. út- borgunarverði til framleiðenda, þá verði hlutfallsleg hækkun á hinum nióurgreiddu vörum tals- vert meiri. Samkvæmt hinni nýju verð- lagningu hækkar t.d. mjólk í tveggja lítra fernum úr kr. 41.60 í 48.10 eða um 6.50 kr. og þýðir það 15.6% hækkun á mjólkinni. Rjómi í kvarthyrnum kostaði áður kr. 49 en fer nú í 54 kr. eða um 5 Framhald á bls. 18 Myndin var tekin f vinnustofu Veturliða á Vatnsstfg 16A f gær, en þegar listmálarinn kom þar að eftir nokkurra vikna fjarveru var búið að leggja allt f rúst, stela 20—30 listaverkum, eyðileggja málningu fyrir mörg hundruð þúsund krónur, brjóta rúður og útbýja allt húsnæðið með versta umgangi útigangs- manna. Á myndinni sést hluti af mosaikmyndum og grjót- kössum, sem ekki var búið að stela, og allar rúður eru úr. Sjá bls 3. Ljósmynd Mbl. Ól.K.M. Stjórnarmyndunarviðræð- um flokkanna ekki lokið Stjórnarmyndunarvið- ræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eru nú komnar á lokastig. Samningaviðræðunum er þó ekki lokið enn. Tals- menn flokkanna hafa ekki fengist til þess að greina frá því nákvæmlega hvern- ig samningaumleitanir ganga. Stöðugir fundir voru í allan gærdag og ráð- gert er að þingflokkur sjálfstæðismanna komi saman til fundar árdegis í dag, föstudag, og þing- flokkur framsóknarmanna síðdegis. Vióræðunefndir flokkanna tveggja voru á fundum öðru hvoru f gærdag. Þá komu þing- flokkar beggja aðila saman til fundar í því skyni að ræða þær tillögur, sem bornar voru fram á sameiginlegum fundum viðræðu- nefndanna. Þingflokkur sjálf- stæðismanna kom saman kl. 15.30 í gærdag. Sá f undur stóð til kl. 18. Þá komu viðræðunefndirnar aft- ur saman til fundar. Að honum loknum kom þingflokkur sjálf- stæðismanna saman á ný til þess að ræða þær tillögur, er þá lágu fyrir. Sá fundur stóð til kl. rúm- lega 23 í gærkvöldi. Ljóst var þá, að enn væru nokkrir endar lausir og nauðsynlegt yrði að halda um- ræðum áfram. Þingflokkur sjálf- stæðismanna kemur svo saman til fundar kl. 10.30 í dag og ráðgert er að þingflokkur framsóknar- manna komi til fundar kl. 14. Ennfremur er ljóst, að auk þess- ara funda munu forystumenn flokkanna ræða sérstaklega til- tekin atriði. Stórhækkun á skreið til Italíu GERÐIR hafa verið samningar um sölu á nokkru magni skreiðar héðan til Ítalíu. Að sögn Braga Eiríkssonar hjá Samlagi skreiðarframleið- enda hefur fengizt ágætt verð í þessum samningum eða um 85% hækkun frá verðinu í fyrra. Hér er um að ræða ýmsar tegundir skreiðar. í fyrra fékkst einnig góð hækkun frá árinu á undan hvað ítalíumarkað snertir en þá voru seld þangað samtals um 1100 lestir skreiðar. Núna eru til fremur litlar birgðir skreiðar í landinu eða sam- tals um 1200 tonn. Er það aðallega þorskur, sem menn hafa lagt áherziu á að verka vel með ítalíu- markaðinn í huga en einnig eitthvað af ufsa og keilu. Afríkuverðið núna er viðunandi að sögn Braga, en Nígeríumenn hafa enn sem komið er ekki veitt innflutningsleyfi á skreið en Bragi var vongóður um, að það fengist í næstu viku. Á Nígeríumarkað fer aðal- lega ufsi og úrkastsskreið, eða lakari fiskur en á Ítalíumarkað. Bragi sagði hins vegar, að um leið og Nígeríumenn opnuðu fyrir sölu þangað, mætti búast við stóraukinni skreiðar- framleiðslu hér heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.