Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR MEÐ 4 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 182. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Astandið í HONDURAS hroðalegt Þúsundir líka brenndar — taugaveiki komin upp Tegucigalpa.Hondúras 23. september AP-Reuter—NTB. „ÞAÐ er ekki hægt að neita þvf, að hugsanlegt er, að fellibylurinn Fifi (ekki Fiji, eins og ranghermt var f Mbl. á sunnudag) hafi kostað 200 þúsund manns lífið, en þó er það fremur ótrúlegt", sagði Eduardo Andino ofursti, yfirmaður hjálparstarfsins f Hondúras á fundi með fréttamönnum f dag. Þessi ummæii vekja óhug manna, en þess ber að gæta, að 900 þúsund manns bjuggu í norðurhluta landsins, sem verst varð úti f fellibylnum og sambandslaust er við stór svæði. Heilu þorpin og bæirnir hafa þurrkazt út og flugmenn, sem flogið hafa yfir óveðurssvæðið, segjast hafa séð hundruð ef ekki þúsundir Ifka eins og hráviði um allt. □ - □ - -O (Sjá grein á bls. 30) -a Hermenn Hondúrasstjórnar byrjuðu í gær að brenna lík lát- inna í örvæntingarfullri tilraun Listafólk- iðfær að sýna Moskvu 23. september AP. SOVÉZKU abstraktlista- mennirnir, sem urðu fyrir jarðýtum, öskubflum og sprautubflum gagnrýnenda á sunnudaginn fyrir viku, er þeir reyndu að sýna verk sfn f lystigarði f Moskvu hafa nú fengið leyfi yfirvalda f Moskvu til að halda sýningu á sama stað á verkum sfnum á sunnu- dag. Hefur ákvörðun þessi komið mjög á óvart og þykir mikill sigur fyrir listafólkið. Þvf hafði áður verið boðið að Framhald á bls. 31 til að koma i veg fyrir, að fafsóttir gjósi upp, en fregnir hafa borizt af þvf, að vart hafi orðið við taugaveiki í tveimur þorpum. Opinberar tölur um manntjón í kvöld voru um 9000, en einnig var frá því skýrt, að hungurdauði vofði yfir 80 þúsund manns í norðurhéruðunum, en þetta fólk hefur hvorki fengið vott né þurrt í rúma fjóra sólarhringa, og nú hefur taugaveiki brotizt út meðal þess. Ástandið er hörmulegt að sögn Adinos ofursta. Núervitað, að 100 þúsund manna hafa mist heimili sín og er eignatjónið met- ið á um 1,8 milljarð dollara. Hond- úras er fátækasta þjóðin f Mið- Ameríku og hafa yfirvöld þar sent út hjálparbeiðni til allra þjóða, og er einkum beðið um flugvélar og þyrlur til að flytja lyf og matvæli til nauðstaddra, en vitað er um 50 þúsund manns, sem eru einangraðir, fjölmargir hangandi í tjám upp á húsþökum og hæðum, þar sem afdrepi er að finna frá flóðunum. Bananar eru langstærsta útflutningsvara Hondúras, og mun 90% uppsker- unnar hafa eyðilagzt. Framhald á bls. 31 Loftmynd af þorpi í norðurhluta Hondúras. Bretland: •• Orugg forysta Wilsons London 23. september AP — Reuter KOSNINGABARATTAN í Bret- landi hófst opinberlega f dag, er Denis Healey fjármálaráðherra gaf yfirlýsingu þess efnis, að efnahagsmál landsins væru nú að færast f betra horf. Healey sagði, að verðbólguvöxturinn hefði minnkað, framleiðsla aukizt og tapið á vöruskiptajöfnuðinum minnkað til muna sl. 6 mánuði. Healey sakaði Ihaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn um að hafa notað rangar tölur f stefnuyfirlýs- ingum sfnum varðandi efnahags- mál og skoraði á þá að nota réttar tölur. Sagði Healey, að Ihaldsflokkur- inn hefði haldið því fram, að verð- bólgan á ársgrundvelli væri 35%, í stað 8,4%, sem Healey sagði, að Framhald á bls. 31 Nixon lagstur inn Long Beach, Kalifornía 23. september AP. RICHARD Nixon, fyrrum Banda- rfkjaforseti, var f dag lagður inn á Memorialsjúkrahúsið f Long Beach til meðferðar við blóð- Ákvörðun Kennedys endanleg Washington 23. september AP—Reuter. W Kennedy, en sem kunnugt er drukknaði Mary Jo Kopechne sumarið 1969, er bifreið, sem LÍTIL viðbrögð höfðu f kvöld borizt við ákvörðun Edwards Kennedys, öldungadeildarþingmanns, um að gefa undir engum kringumstæðum kost á sér til forsetakjörs. Kennedy sagði á blaðamannafundi í dag „Ég verð ekki f framboði til forseta 1976, ég mun ekki taka við útnefningu né áskorun, skyldur mfnar eru hjá fjölskyldu minni og ákvörðunin endanleg.“ Ákvörðun þessi í dag kom nokk- uð á óvart, því að í fyrri viku sagði Kennedy, er hann var á ferð í Kaliforníu, að hann teldi góða möguleika á því, að hann yrði útnefndur, ef hann sæktist eftir því og sæmilega möguleika á, að hann næði kosningu, sem forseti, ef hann færi i framboð. Hann sagði þá, að hann mundi skýra frá ákvörðun sinni fyrir árslok, eða strax eftir áramót. Fréttamenn telja, að fjöl- skyldan hafi lagt mjög hart að Kennedy að gefa yfirlýsinguná i dag, enda sagði hann, að hann gæfi yfirlýsinguna til að eyða kviða ættingja sinna. Kona Kennedys, Joan, er nú á tauga- hæli, en hún hefur dvalið þar af og til frá því að fóturinn var tek- inn af syni þeirra, Edward yngri, í vor vegna beinkrabbameins. Þá loðir Chappaquidickmálið enn við Kennedy ók, fór út af brú á eynni Chappaquidick út af Massa- chusetts. Margar klukkustundir liðu, áður en Kennedy tilkynnti slysið og aðstæður allar í sam- bandi við það þóttu einkenni- legar. Kennedy sagði á fundinum í dag, að hann hefði ekkert frekar um þann atburð að segja, hann gæti lifað með vitnisburði sínum við réttarhöldin vegna slysins. Hann sagði hins vegar, að ef hann hefði gefið kost á sér, hefði hann skýrt frá piálavöxtum slysins. Fréttamenn telja það einnig hafa haft sitt að segja, að ljóst er, að Ford forseti mun fara fram Framhald á bls. 31 tappa í vinstra fæti, sem valdið hefur honum miklum k\ölum undanfarið. Er gert ráð fyrir, að forsetinn dveljist f sjúkrahúsinu í 3—4 daga og fái sprautur til að reyna að leysa blóðtappann upp, éða réttara sagt blóðtappana, en leifar af blóðtappa, sem hann fékk, er hann var á ferð um Mið- Austurlönd, eru enn f fætinum. Komu Nixons til sjúkrahússins seinkaði nokkuó, vegna þess að dimm þoka kom í veg fyrir, að þyrla gæti flutt hann og varð hann að fara með bifreið um 80 km leið. Að sögn sjónarvotta steig Nixon út úr bifreiðinni í fylgd tveggja manna, veifaði til við- staddra og fór inn um bakdyr sjúkrahússins. Beðið er með eftirvæntingu eft- ir niðurstöðum rannsóknar lækna á Nixon og þá einkum, hvort Nix- Framhald á bls. 31 Eftir aðgerðina Hér sjáum við tvíbura- systurnar litlu, Klöru og Öltu Rodriguez, sem við sögðuni frá í sunnudags- blaði, en þær voru sam- vaxnar þar til á miðviku- dag, er læknuni tókst eft- ir 10 klst. skurðaðgerð að aðskilja þær. Þær eru báðar sagðar við góða heilsu og eiga góða möguleika á að lifa eðli- legu lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.