Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 24. SEPTÉMBER 1974 11 Olafsfirðingar hafa fengið nýjan togara Ölafsf jörður 20. sept. KLUKKAN 18 f gærkvöldi kom til heimahafnar f Ólafsfirði nýr skuttogari frá Frakklandi, Sól- berg ÓF 12, eign Sæbergs hf. f Ólafsfirði. Skipið hafði niðkomu f Noregi á heimsiglingu. Sólbergi var fagnað með þvf að fánar voru dregnir að húni í kaupstaðnum og fólk safnaðist saman á hafnargarðinum. Þar flutti séra Birgir Asgeirsson ávarp og blessunarorð yfir skipi og skipshöfn. Bæjarstjórinn, As- grímur Hartmannsson, bauð skip og skipshöfn velkomin til heima- hafnar og þakkaði eigendum þann stórhug, sem þeir sýndu með kaupum á þessu glæsilega skipi. Sigvaldi Þorleifsson þakkaði móttökurnar fyrir hönd eigenda og iýsti skipinu, sem er glæsilegt að útbúnaði og öllum frágangi. Togarinn var smíðaður í Siccna^ í St. Malo f Frakklandi og er þetta fyrsta skipið sem er smíðað fyrir tslendinga í Frakklandi. Sólberg er 496 lestir að stærð, 50,80 metrar að lengd og 10,30 metrar á breidd. Aðalvél skipsins er Crepell 1800 hestöfl, en ljósavélar af Boduangerð. Vindur eru raf- knúnar, nema flotvörpuvindan, sem er vökvaknúin. Fiskileitar- tæki eru öll af nýjustu gerð frá Simrad. Fiskilestar eru úr heil- soðnu stáli, búnar skilrúmum og losanlegum styttum, ef kassa- notkun er æskilegri. Þá er í skip- inu ísframleiðsluvél og ísdreyf- ingarkerfi frá Finsam-verk- smiðjunum norsku. Afkastageta er 10 lestir á sólarhring. Helzta nýjungin í skipinu er svokallaður stýrisskrúfuhringur, sem eykur togkraft skipsins og snúnings- getu. Um 30 erlendir vís- indaleiðangrar hér Skipstjóri á Sólberg er Björn Kjartansson, 1. stýrimaður Kjartan Eiðsson og 1. vélstjóri Jón Þorvaldsson. Stjórn Sæbergs hf. skipa þeir Ásgeir Ásgeirsson, Jón Þorvaldsson og Sigurður Guðmundsson, en framkvæmda- stjóri er Gunnar Þór Sigvaldason. Skipið mun halda til veiða eftir nokkra daga. — Jakob. A árinu 1974 hafa komið til lslands 31 .eriendur rannsóknar- leiðangur eða einstakir vfsinda- menn til rannsókna. Hefur Rann- sóknaráð rfkisins sent frá sér lista yfir þá, en ráðið veitir slfk rannsóknaleyfi. Um helmingur- inn af þessum leiðangrum eru skólaleiðangrar, þar sem kennar- Viðbótarvirkjun í Fljótaá gengur vel FRAMKVÆMDUM Rafveitu Sigluf jarðar við viðbótarvirkjun f Fljótaá (við Þverá), stækkun Skeiðsfossvirkjunar, miðar vel áfram. Lokið er grefti og spreng- ingum f stöðvarhússgrunni og steyptur hefur verið botn í sográs. Sprengingum er að Ijúka fyrir pfpuinntak. Fest hafa verið kaup á sem svarar helmíngi af áætlaðri þörf af steypustyrktar- stáli og timbri. Komið hefur verið upp aðstöðu fyrir vinnuflokk, nema mötu- neyti, sem verður byggt að vori. Steypuefni var valið úr námu við Kolkuós í samráði við Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins. Tekið var tilboði Norðurverks hf. á Akureyri um gerð að- rennslisskurðar. Hefst vinna við hann innan skamms og áformað að ljúka þvf verki á þessu ári. Þá er unnið við mótasmíði við sográs og grunn stöðvarhúss og er áætlað að ljúka steypu á undirstöðum véla og gólfi stöðvarhúss í haust. Samningum er lokið um kaup á vatnsvél frá Þýzkalandi fyrir DM 600 þúsund og rafal og rafbúnaði frá Svíþjóð fyrir s. kr. 710 þús- und. ar fara með háskólanemendur til verklegra æfinga, mest til jökla og berathugana á Islandi. Aðrir þessara vísindamanna leggja hingað leið sfna til eigin athugana eða fyrir stofanir. 6 leið- angrar komu frá Bretlandi, 5 frá Bandaríkjunum, og 4 frá Dan- mörku. Auk þess er eitt rann- sóknaskip frá Belgíu. Það er rannsóknaskipið Atlante, sem stundaði rannsóknir á hafinu milli Islands og Grænlands. Einn ig mældi rannsóknaskipið danska, Tycho Brahe frá Geolætisk Institut, á landgrunni Islands. Flestir vísindamennirnir hafa verið hér við bergfræðilegar eða jarðfræðilegar rannsóknir og nokkrir við fuglaathuganir eða plöntusöfnun. Skólaleiðangrarnir komu frá Englandi, Frakklandi, Noregi, Skotlandi, Svíþjóð og Þýzkalandi. Námskeið í meðferð græn- metis og ávaxta Undanfarna daga hefur verið haldið námskeið fyrir verzlunar- fólk í meðferð grænmetis og ávaxta. Er námskeiðið haldið fyrir tilstuðlan Kaupmannasam- takanna, en félögin, sem standa að þvf, eru: Verzlunarmannafélag Reykjavfkur, Sölufélag garð- yrkjumanna, Grænmetisverzlun landbúnaðarins, Heildverziun Björgvins Schram og Kvenfélaga- samband tslands. Á námskeiðinu hefur verið f jallað um hvað gera skuli til þess að koma grænmetinu í hendur neytenda nýju og fersku, hvernig fara skuli meðgrænmeti og ávexti í verzlunum svo að sem minnst fari til spillis og ennfremur hefur verið kynnt matreiðsla á græn- meti og ávöxtum svo að verzlunar- fólk geti leiðbeint viðskiptavinum sínum. I fréttatilkynningu frá Kven- félagasambandinu segir m.a., að enginn efi sé á því, að vöruúrval í matvöruverzlunum hafi mjög mikil áhrif á matarvenjur fólks. Segir gnnfremur að grænmeti og ávextir séu mjög holl fæða, og innihaldi fáar hitaeiningar og þvf æskilegt að landsmenn leggi sér það til munns í ríkara mæli, ekki sízt vegna þess, að hjartasérfræð- ingar hafa bent á, að fæði íslend- inga er heldur of ríkt af hitaein- ingum. Willoch vill útfærslu Ösló 20. september —r NTB NORÐMENN eiga sem fyrst að lýsa þvf yfir, að þeir ætli að færa út fiskveiðilögsögu sfna meðfram hluta af okkar strönd og að þeir óski eftir viðræðum við önnur rfki, sem útfærslan snertir, eins fljótt og auðið verður, um tilhög- un, sem þau geta sætt sig við. Þetta sagði formaður þing- flokks Hægriflokksins norska, Káre Willoch, f samtali við Stavanger Aftonblad. Willoch sagði, að útfærslan gæti ekki orðið fyrr en að loknum öðrum hluta hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. „Að færa út þann 1. janúar 1975 yrði til þess að okkur yrði stefnt fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag og hann myndi skipa okkur að bíða,“ sagði Willoch. Ford Escort Litlir bílar eru vinsælir vegna þess að þeir eru ódýrir og spara kaupendum sínum peninga. Að þessu leyti er Ford Escort í flokki með smábílum. En þegar kemur út á vegina, kemur munurinn í Ijós. Þótt Ford Escort kosti ekki meira en aðrir ódýrir bílar, eru þetta samt allt önnur kaup. Ford Escort er afburða bíll, ekki sízt á misjöfnum veg- um. Auðveldur og öruggur í akstri, stöðugur á beygj- um og lætur vel að stjórn. Ford Escort hefur því hina vinsælu eiginleika sport- bílsins, en hann hefur lika þægindi fjölskyldubílsins. Hægt er að fá 2ja eða 4ra dyra bíl, og fjölda viðbótar- hluta. Það er engin tilviljun að Ford Escort er mesti sigur- vegari í kappakstri á vegum og hefur unnið meira en 200 sigra í slíkri keppni á síðustu árum. Ford Escort sameinar þægindi og hagkvæmni fjöl- skyldubílsins með rúmgóðum sætum og gólfrými — og hins vegar hraða og öryggi sportbílsins. Kynnið ykkur Ford Escort, og hann sannar yfirburði sína í reynd. Fordumboðin á Islandi eru seljendur að Ford Escort. Escort ánægja Ford visar veginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.