Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 Höf. Ármann Kr. Einarsson Pabbi og mamma koma að sœkja mig beit með kúnum. Ég sakna líka Brands í Vestur- bænum, en hann er svo einþykkur og ófélagslyndur, að þess er tæpast að vænta, að hann fylgi mér úr hlaði. Kannski er hann enn þá að leita að mýslu litlu. Ég er viss um, að Snati, Krúna og Mjallhvít sakna þín, Magga min, engu síður en við, segir Elín hús- freyja. Já, hún er mikill dýravinur af kaupstaðarbarni að vera, segir Jón bóndi. Og ekki hefur hún legið á liði sínu, bæði við snúningana og heyskapinn. Það er gaman að heyra, svarar pabbi. En ég fer hjá mér og finnst ég ekki eiga skilið allt þetta lof. Jón klappar á öxlina á mér og lítur til mín kankvís: Ég ætla að gefa þér hana Mjallhvít litlu, fyrir hvað þú hefur verið dugleg í sumar. Ég rek upp stór augu og lít til skiptis á Jón og foreldra mína. Ekki get ég haft kind í Reykjavík, segi ég vand- ræðalega. Nei, ég ætla líka að fóðra Mjallhvít fyrir þig næsta vetur og vona, að það takist ekki verr en það tókst hjá þér að gefa henni hjólk í sumar, svarar Jón bóndi brosandi. Ég er ákaflega hrifin og þakklát fyrir þessa óvæntu gjöf. Ég tek í hendina á Jóni og þýt upp um hálsinn á Elínu. Ekkert að þakka, Magga mín, segja þau bæði, þú átt þetta margfaldlega skilið og þó meira væri. Ég er svo glöð, að ég get ekki stillt mig um að taka Mjallhvít litlu í fangið og smella kveðjukossi á mjúka vangann hennar. En Snata litla finnst hann vera settur hjá, svo hann flaðrar upp um mig og dillar rófunni. Ég verð einnig að kveðja hann með kjassi og klappi. Mamma og pabbi kveðja fólkið og þakka fyrir mig. Fosshjónin segjast vona að fá að sjá mig aftur næsta sumar. Ég kveð alla með mestu virktum. Síðast kveð ég Rósu, vinkonu mína í Vesturbænum. Heldurðu, að þú fáir að koma og heimsækja mig? spyr ég eftirvæntingarfull. Já, það getur verið, svarar Rósa lágt. Afi hefur ekki farið til Reykjavíkur í tíu ár, en nú segist hann kannski fara í haust, og þá lofar hann mér með. Ég klakka til, ef þú kemur segi ég glaðlega. Og ég vonast til, að þú getir átt eins skemmtilega og viðburðaríka daga í höfuðborginni og ég hef átt í sveitinni. Ég se/t í aftursætið hjá Siggu frænku og skrúfa niður hliðarrúðuna. Um leið og bíllinn rennur af stað, veifa ég í ákafa til fólksins á Fossi, sem stendur eftir á grænni, flosmjúkri flötinni við túnið. Það veifar á móti. Ég gleymi heldur ekki að veifa til hans Snata litla og hennar Mjallhvítar minnar. í huganum kveð ég líka hana Krúnu litlu og allar stóru kýrnar, slóttuga veiðiköttinn hann Brand og hana mýslu litlu, já, og hestana, kindurnar og öll litlu lömbin, sem hoppa, skoppa og leika sér frjáls úti í haganum. Æ, ég þoli ekki þetta ískur í bílnum, það etlar alveg að gera mig sturlaða, segir Sigga f ænka skrækróma. Ég brosi. Það heyrist ekkert í nýja bílnum hans pabba nema ofurlítið lágt suð í vélinni. En svona er frænka, hún breytist ekkert, og þegar allt kemur til alls, kæri ég mig kannski ekki um að hún sé öðruvísi. DRATTHAGI BLYANTURINN ANNA FRA STÓRUBORO SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD Mn Trausta Hann lét atgeirinn siga og gaf mönnum sínum bendingu um að fjarlægja sig. Þeir voru líka búnir að fá nóg af því, sem þeir höfðu heyrt, og hypjuðu sig fram i aðalhellinn — til þess að hrista úr sér hrollinn og reyna að hlæja að öllu saman. En lögmaður varð eftir hjá munkinum. Þegar munkurinn sá, að öil hætta var afstaðin, fór ofsi hans dvínandi eins og eldur, sem smákulnar út. Hann lin- i) Dagur reifii, dagur bræði drekkir jörS meS logaflæði, votta heilög Völufræði. Dauðans ógn! er drottinn alda dóm í skýjum fer að halda, öllum makleg gjöld að gjalda! Hátt mun lúður ljóssins gjalla, lifendur og dauða kalla fyrir dóminn drottins alla. Sálmur þessi er talinn vera eftir Franciscusar-munkinn Tómas af Celano (d. 1255) og hefir á siðari öldum mjög verið notaður á allra- sálnamessu i katólskum löndum. — Þýðingin er eftir Matth. Joch. aðist upp eftir geðshræringuna og fór að skjálfa eins og lauf- blað. Loks fleygði hann sér á kné við altarið, reisti við Maríu- myndina, grúfði sig ofan að fótum hennar og grét. Lögmaður lét hann gráta stundarkorn og jafna sig. Hann var ekki vonlaus um það enn, að sín för yrði góð. „Ég ætlaði ekkert mein að vinna þér, munkur,“ mælti hann undur mildur. „Þú mátt hafa trú þína og guðsdýrk- un í friði fyrir mér. Hvort hún er rétt eða röng, kemur mér ekki við. Ég ætlaði aðeins að fá fréttir af þér um það, sem mér ríður á að vita.“ Munkurinn stóð upp og var nú allur annar. Lögmaður leysti frá pyngju þeirri, sem jafnan hékk við belti hans, tók upp úr henni tvo spegilfagra Joachims dali og rétti munkinum. „Eigðu þetta fyrir móðgunina,“ mælti hann, „og biddu svo ofurlítið betur fyrir mér en þú hefir gert.“ Andlitið á munkinum varð allt að einu brosi, er hann sá silfrið blika í lófa sínum, og lögmaður efaðist ekki um sig- ur sinn. „Guðs þakkir!“ mælti hann. „Það, sem mér er gefið, er guði gefið.“ l< ffto&imofgunlfciffinu Það var ekki viljandi gert að gleyma brenni- vfninu. Mín kæra — afsakaðu hnerrann Þetta er eins og hvert annað slys Þetta er mesti hamingjudagur í Iffi mfnu, en ég hef lfka ver- ið mjög ðhamingjusam- ur. Hvað borgið þið mikla vexti á sauðfé? ________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.