Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTÉMBÉ’r" Í974 fölk — folk — folk — folk Hrafn Sveinbjarnarson II, sem Bjarni var me8 frá 1966 til 1969. „ÉG segi ekki, að ég hafi ekki hugsað dálítið stíft til félaga minna á góðviðris- dögum á vertíðinni F vetur, svona hvar þeir væru og hvort þeir væru að fá'ann, en annars sé ég ekkert eftir því að hafa farið í land," sagði Bjarni Þórarinsson hafnarstjóri í Grindavík og kunnur skipstjóri þar, sem hætti sjómennsku eftir síð- ustu vertíð, 45 ára að aldrei, eftir að hafa stundað sjóinn óslitið í rúm 30 ár. Bjarni þótti heppinn skipstjóri og aflamaSur vel í meSallagi og hafSi veriS fengsæll á Hrafni Sveinbjarnarsyni III síSustu ðrin áSur en hann fór í land. Okkur fannst forvitnilegt, aS maSur á bezta aldri meS gott skip tæki allt f einu þá ákvörSun aS fara í land og spurSum Bjarna um ástæSurn- ar og hvernig honum liSi I landi, þar sem hann var aS störfum á vigtinni I Grindavlk. Hálfgerðir öskukarlar — Þetta var búiS aS brjótast I mér r tvö ár áSur en ég tók ákvörS- unina. Ég hef horft á menn, sem fá’ann. Annars er ekki mikiil tími til aS hugsa um tilfinningar sínar yfir hávertlSina, þvf aS þetta er geysilega umfangsmikiS og tíma- frekt starf. ÞaS má segja aS þá daga, sem allir bátar eru á sjó komist ég heim svona um átta- leytiS á morgnana. ÞaS þarf aS huga aS öllu niSri á bryggju, skrifa út allar nótur og reikninga og svo taka skip inn i höfnina. Annars fer nú lóSsstarfiS aS leggjast hér niS- ur, ef ekki verSur löguS aSstaSan hér til móttöku á flutningaskipum. Já, ég er alveg á því aS ég hafi tekiS rétta ákvörSun. „Fannst ég aldrei of gamall til að vera til sjós” Rætt við Bjarna Þórarinsson fyrrum skólastjóra í Grindavík um það að f ara í land á bezta aldri hafa fariS I land of fullorSnir, og þessir menn fá yfirleitt ekki vinnu nema viS lélegustu störf, svona hálfgerSir öskukarlar. þótt þaS sé alls ekki sagt I niSrandi merkingu. MaSur, sem t.d. er orSinn 55 ára gamall, á svo erfitt meS aS aSlaga sig nýjum störfum, þvl aS þaS eina, sem hann hefur nokkru sinni lært og þaS eina. sem hann kann, er aS vera sjómaSur og hann er varla hæfur I önnur störf. — Nú ert þú maSur á bezta aldrei. — Já, mér hefur aldrei fundist ég vera of gamall til aS vera til sjós og raunar hefur sjómennskan aldrei veriS mér léttari en einmitt slðustu árin, þvi að það var ekkert sem kom manni á óvart lengur. Nú svo er annað mikilvægt atriði og það eru llfeyrissjóðsmálin. Sjó- menn borga meira I Iffeyrissjóði en þorri landsmanna. en aðeins 2—3% þeirra eru það lengi til sjós að þeir fái notið réttinda sinna. Flestir fara I land I illa launuS störf og llfeyrissjóðs- greiðslurnar verða svo litlar að afkoman þegar að lifeyrisgreiSsl- um kemur er hreinlega hlægileg. Þetta spilaði Ifka inn I hjá mér. — Konan þín hefur væntanlega glaSst yfir þvi að fá þig I land? — Það held ég. — Hvernig hefur þér gengið að aðlagast llfinu I landi, er enginn órói I þér? Nánari tengsl — Það get ég varla sagt. Nú svo hefur það auðvitað haft sitt að segja, að I þessu starfi er ég I jafnvel nánari tengslum við félaga mina af sjónum en ég var fyrir. Hafnarvigtin er mikil miSstöð sjó- mannanna Hér koma menn sam- an til að spyrja frétta og skrafa um þau mál, sem efst eru á baugi og yfir annatimann er ég svo til allan timann með þeim niðri á bryggju. — HvaS segja félagar þinir um ákvörðunina? ' — Þeir eru sammála um aS ég hafi gert rétt og ég er ekki frá þvi að þessi ákvörSun min hafi vakið einhverja þeirra til umhugsunar um eigin framtið. Ég segi ekki, að ég hafi ekki stundum hugsað stift til þeirra á góðviðrisdógum á vertíðinni í vetur, svona hvar þeir væru og hvort þeir væru aS Bjarni Þórarinsson 14 ára upp á 1 /2 hlut — Svo við snúum nú venjunni við. þá væri gaman svona undir lokin að fá aS heyra stutt ágrip af þinum sjómennskuferli. — Ég er fæddur í Garðinum 1928 og foreldrar minir voru Þórarinn Guðmundsson og Svein- borg Jensdóttir. Ætli ég hafi ekki verið 9 ára þegar ég fékk fyrst að fara i róður á opnum báti og mað- ur fékk að fara róður og róður. Ég held að minn mesti skóli hafi verið sjómennskan á opnu bátunum og ég held að sjómenn kynnist ekki starfinu betur en á þann hátt. Ég var 14 ára þegar ég fór alveg til sjós og þá upp á 'h hlut á Freyju frá Sandgerði. Árið eftir réðst ég á Faxa frá Garði með hinum lands- kunna aflamanni Þorsteini heitn- um Þórðarsyni. Hann var enginn kraftfiskimaður, en fór ákaflega vel með allt sitt. Hjá honum fékk ég mikinn og góðan skóla og var hjá honum allt fram til ársins 1949, en það haust fór ég i Sjó- mannaskólann og útskrifaðist vor- ið 1951. Ég fékk þá að flýta nokkrum prófum, svo ég kæmist á lúðuveiðar. Það var báturinn Svanur frá Keflavík og ég man að við mokfiskuðum. Fengum um 18 tonn af stórlúðu á tæpum 4 sólar- hringum. Ég var siðan með Sæmund, hjá sama útgerðar- manni, en það gekk illa, ég var alltof ungur og hafði ekki nægi- lega reynslu. Stærsta kastiS — Hvenær fluttist þú til Grinda- vikur? — Það var árið 1 954, þá tók ég við Hafdisi GK, sem var 40 tonna bátur og það hefði mátt ganga betur. 1 960 réðst ég svo til Jóns Gislasonar i Hafnarfirði og var með skip frá honum fram til 1966. Ég reri frá Grindavík á vertíðun- um. Ég var með Fróðaklett, Fagra- klett og Fram og ég held að árið, sem ég var með Fram hafi verið skemmtilegasta árið mitt á sjón- um, því að það var alveg sama með hvaða veiðafæri við vorum, það gekk alltaf sérstaklega vel. Ég get nefnt dæmi. er við vorum með þorskanótina um vorið 1964, það var á sumardaginn fyrsta og við fengum stærsta kast sem ég hef nokkru sinni séð. Þegar við vorum búnir að þurrka var einn hringur eftir úti. Við vorum búnir að háfa nokkur tonn um borð, er öll poka- festingin slitnaði og rifnuðu út eftir teininum. Við slökuðum tveimur hringjum til viðbótar út og náðum að binda upp aftur. Það stóð á endum, að þegar við vorum búnir að háfa allt, sem eftir var í netinu, 64 tonn, var báturinn orð- inn kjaftfullur. Ég get ekki imynd- að mér hve mikið hefur verið í kastinu — Hvenær tókstu svo við Hrafninum? — Það var árið 1966, að ég réð mig skipstjóra hjá Þorbirni H/F. Ég tók þá við Hrafni Sveinbjarnar- syni II og var með hann til 1969, er ég tók við Hrafni III og var með hann þar til ég fór í land. — Hvernig aflamaður varstu? — Ég hef verið svona vel i meðallagi. — Einhvern tíma hefur þú nú komist i hann krappan á þínum sjómennskuferli. Heldur þú að þú vildir ekki segja okkur frá einu atviki i lokin? Bjarni þegir drykklanga stund en segir svo, að það sé ekkert vert að vera að rifja svoleiðis upp. Við þegjum saman nokkra stund, horf- um út um gluggann á suðaustan- strekkinginn og rigninguna unz Bjarni segir: „Maður hefur svo sem lent i ýmsu, en þó aldrei eftir að ég varð skipstjóri. Það var í febrúar 1946, er ég var á Faxa. Við höfðum lokið við að draga linuna. Ég var þann vetur varasjó- maður, var við beitingu i landi, en fór á sjó er einhvern vantaði og auðvitað þurfti það alltaf að vera ( leiðindaveðrum. Faxi var 26 tonna bátur. Það var versta veður þenn- an dag og þegar við vorum komnir þvert af Skaga á leið til lands fengum við á okkur sjó. Það skipti engum togum að báturinn lagðist og fór næstum alveg á hvolf og það voru t.d. för i loftinu eftir hellurnar af eldavélinni. Það bjargaði okkur að mastrið brotn- aði af og báturinn rétti sig aftur. Ég var i stýrishúsinu er þetta gerð- ist og önnur hliðin úr því brotnaði. Framhald á bls. 31 19 Fréttabréffrá Höföaströnd Göngum flýtt, sil- ungsveiði góð Bæá Höfðaströnd 15/9 1974. Segja má að sumarið hafi verið óvenju gott til heyskapar og góð hafa hey verið og viða mikil, en þó eru þar undantekningar, og til eru bændur sem ennþá eiga hey úti. Haust er nú komið og grös hafa fallið fyrr nú en siðastliðið ár, en gróður kom snemma. Kartöfluupp- skera er annars góð, en á þessu svæði er aðeins ræktað til heimilis- nota. Krækiberjaspretta er mikil, en bláber náðu minni þroska. Alstaðar held ég að göngum hafi verið flýtt um eina viku bæði vegna þess að heyannir eru víðast búnar og sláturtið er hafin á Sauðárkróki fyrir héraðsbúa. Lömbin virðast ekki eins væn og siðastliðið haust, jafnvel spáð einu kilói minni meðalvikt, þó ennþá sé það ekki fullljóst vegna þess að slátrun er nýhafin. Silungsveiði hefur verið óvenju góð, sérstaklega i Höfðavatni, en Laxveiði litil i ám. en þó virðist hann nú. þótt seint sé, vera að ganga i árnar. Til sjávar hefir verið dauft þar sem smábátar frá Hofsósi hafa eingöngu verið á handfæraveiðum, en á Skagafirði virðist fiskur ekki hafa frið fyrir ágangi dragnóta- og tog- báta frá fjærliggjandi útgerðarstöð- um, er þetta stórlega bagalegt fyrir smábátaútgerðina hér við Skaga- fjörð. Byrjað er á byggingu aðalvegar sem liggja á austur um utanvert Hegranes, skammt sunnan við Lón og Narfastaði, á aðalveginn þar til Siglufjarðar. Verður þetta mikið mannvirki ásamt brúm og styttist leiðin að mun til Siglufjarðar og verður um leið öruggari vetrarleið, er hefir áður verið mjög ótrygg einmitt um Hegranes og Eylendið, Umferð virðist alltaf aukast og þvi miður slysin á vegum einnig og er næstum hægt að segja að fáir dagar liði án skaða á bílum en sem betur fer hefir furðanlega litið verið um mann- skaða. Framkvæmdir eru óvenju miklar þó dýrtið sé mikil. Útihúsa- byggingar eru gerðar á mörgum jörð- um og eitthvað er um byggingu ibúða. Á Hofsósi hefir atvinnulif gjör- breyst með vaxandi hráefnisöflun til frystihúss staðarins sem skuttogarar Skagfirðinga hafa borið að landi, og smærri bátar. Glæsilegt félags- heimili er nú rekið á Hofsósi (Höfða- borg). Nú er verið að byggja mikla viðbót við skólahúsið og þessa daga er listamaðurinn Benedikt Gunnars- son að skreyta þar vegg sem verður mjög sérstæður og mun gleðja augu margra barna og fullorðinna í fram- tiðinni. Um skólann og kennslu á Hofsósi er nú félagsskapur Hofsós-, Hofs- og Fellshreppa, einnig er ákveðið að þrir eldri árgangar barna úr Hóla- og Viðvíkurhreppum njóti þar kennslu. Eftir er að stækka skólabygginguna, en áfanginn sem nú er i smíðum og er kominn langt á veg er 642 fermetrar að stærð. Við- bót þessu er byggð samkvæmt grunnskólafrumvarpinu nýja, og er skipulag skólamála i Skagafirði við það miðað. Með framantöldu sam- starfi hér þykir vel hafa til tekist um lausn skólamála á þessu svæði. Á Hofsósi hefir á fleiri sviðum þokast áfram til velmegunar. Þar rekur Fjólmundur Karlsson. mikill völundur og uppfundningamaður, vélsmiðjuna Stuðlaberg sem nú smíðar að mestu og setur upp færi- bönd og tæki i hin nýju sláturhús sem viða er verið að byggja á land- inu. Saumastofa er rekin á vegum Kaupfélags Skagfirðinga og Heklu á Akureyri; hafa þar verið saumaðir islenskir fánar fyrir alla landsmenn nú á þessu hátiðarári. Einnig eru þar saumaðir sloppar fyrir sláturhúsa- starfsfólk o fl . Á Hofsósi rekur nú Páll Magnússon frá Brekkukoti nýtt bifvélaverkstæði; eru austurskag- firðingar þvi vel settir á þvi sviði þar sem hið gamalkunna bifvélaverk- stæði á Sleitustöðum er einnig rekið með myndarbrag. Þorgrimur Her- mannsson smiðar trillubáta og selur viða um land. í þrem hreppum sem myndað hafa frekara samstarf um ýmis mál en áður var, eru nú búsettir 520 manns Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.