Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 23
MÓRGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 24. SÉPTÉMBÉR' 1974 Um sýningar beztan árangur. Þessi gamla afstaða mín fékk hljomgrunn í sýningu Braga Ás- geirssonar og gladdi það mig mjög. Tvennt er það, sem ég hef orðið áþreifanlega vör í starfi mínu undanfarin ár: 1) Hversu ábótavant er hinni almennu teiknikunnáttu. 2) Hve mikil þrá fólks er að tjá sig á einn eða annan hátt í myndlist. Eins og ástatt er f dag þá er þessari þörf svalað með eftirlíkingum og stæl- ingum á gömlum mynstrum (venjulega erlendum). Mynstrin eru seld af hannyrðaverzlunum um þvert og endilangt landið án nokkurs annars tilgangs en gróða- sjónarmiðs. Svo að ég komf aftur að sýn- ingu Braga, þá sýnir hún.að hægt er að gera góða hluti úr hvers- dagslegum efnivið, sem lítið kost- ar. Það, sem er aðall allrar listar, er að koma auga á fegurðina í hinu einfaldasta. Reykjavík 16. sept. 1974 Sigrún Jónsdóttir. Það er að sjálfsögðu mörgum mikið gleðiefni hversu listalíf — og þá fyrst og fremst málaralistin — stendur nú með miklum blóma hér á landi. Eða er ekki svo? Ef dæma skal eftir öllum þeim fjölda, sem leggur stund á list- sköpun, verður að trúa því, að margt sé vel gert. Engum getur blandazt hugur um, að allt það, sem sýnt er, getur ekki verið góð og gild vara og góð list. Margar af þeim sýningum, sem opnaðar hafa verið, hefðu betur aldrei opnað. Þetta er ekki neitt sérstakt íslenzkt fyrirbrigði heldur gerist þessu líkt hjá öllum þeim þjóðum, sem ég þekki til. Það er einungis, að menn þurfa að reka sig á, fá heilbrigða gagnrýni og vita hvar þeir standa áður en lengra er haldið. Það er einmitt hér, sem mér fir.nst mikill munur á að- stöðu hérlendis og erlendis. Er- lenis rita yfirleitt færustu list- fræðingar gagnrýnina, en hér á landi eru starfandi listamenn og rita hver um annan á þann hátt, að svo er nú komið, að þeir eru ekki teknir alvarlega lengur. Ef ekki eru til þeir menn í þessu landi, sem geta skrifað hlutlausa og uppbyggilega um sýnin'gar er betra að láta það ógert. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort hinni andlegu velferð sé ekki mis- munað samanborið við hina líkamlegu, þegar haft er í huga, að sérfræðingar eru fengnir er- lendis frá til að kanna hér íþróttir og fá greiddar milljónir árlega fyrir. Annað finnst mér ábótavant. Má t.d. nefna það, að helztu sýningarsalir borgarinnar hafa ekki fyrirlestra eða skýringar af neinu tagi fyrir almenning. Fólki er ætlað að koma á sýningar, mynda sér eigin skoðun og í bezta tilfelli árétta hana með því að lesa hvað starfsbróðir viðkomandi skrifar í dagblað nokkrum dögum síðar. Er þetta ekki heldur von- laus leið til að auka og bæta list- þroska fólksins f landinu. Ef til vill gætu myndlistarmenn eða samtök þeirra tekið málið í sínar hendur og leyst það með þvf að nota sjónvarpið, gefa út tímarit eða á annan hátt, sem þeir næðu til fjöldans? í dag standa yfir tvær mál- verkasýningar hér f borginni, sem ég hef haft tækifæri til að sjá. Önnur er á Kjarvalsstöðum, en það er sýning FlM (Félags is- lenzkra myndlistarmanna). Hin er sýning Braga Ásgeirssonar í kjallara Norræna hússins. Sýningin á Kjarvalsstöðum olli mér nokkrum vonbrigðum. Þátt- ur leiktjaldamálara bætti þó úr og vakti athygli. Var ánægjulegt og fræðandi að fá að kynnast þeirri listgrein. Ekki er vonum fyrr að menn fái að kynnast svo miklu og góðu starfi, sem þar hefur verið unnið. I Norræna húsinu sýnir Bragi Asgeirsson myndverk eins og hann kallar myndir sínar. Annars er „mottó" sýningarinnar „Við lágmark efniviðar, en hámark ævintýraþrár". Þessi sýning vakti athygli mína og mér verður hún minnisstæð. Það er ferskur, djarf- ur blær yfir sýningunni. Þar sem myndverkin eru lík í tæknilegri uppbyggingu, þá verður sýn- ingin ein sterk heild, samsett af 54 sjálfstæðum verkum. Bragi hefur eðlilega orðið fyrir áhrifum á ferðum sínum erlendis og er óragur við að nýta þá hluti, sem til falla, svo sem þegar hann gerir hreint á vinnustofu sinni!! Það er ekki á margra færi að gera lista- verk úr kössum undan olíulitum, nöglum og skrúfum eða brúðu- andlitum. Það verk, sem ég var þó hvað hrifnust af, var „primadonn- an“. Hár hennar var gert úr svört- um fuglsvængjum og myndin á annan hátt svo frumstæð í efnis- meðferð, en útkoman stórkostleg og áhrifank. Það er ángæjulegt til þess að vita, að maður, sem svo er I sviðsljósinu sem Bragi er, skuli vera svo djarfur og alþjóð- legur sem raun ber bitni. Það er ósk mín og von, að þessi sýning megi birtast á sem flestum stöð- um á okkar vogskornu ströndum. Það er ekki vansalaust, að við. sem búum á Reykjavíkursvæðinu, sitjum ein að sýningum sem þess- ari. Mörg undanfarin ár hef ég kennt handíðir úti um lands- byggðina. Það hefur verið föst regla hjá mér að reyna að fá fólk til að tjá sig eða vinna úr eigin hugmyndum. Það er sama hvort um var að ræða myndvefnað, keramik eða postulínsmálun. Einnig hef ég lagt mikla áherzlu á að nýta þau efni, sem fundizt hafa á hverjum stað. Þegar ég var norður á Ströndum reyndi ég t.d. að nýta rekavið ög þann gróðúr, sem ég fann. Síðan notaði ég plastvökva til að innsigla þann árangur, sem að var stefnt. Það, sem skiptir mestu máli í hverju verki, er árangurinn — ekki það efni, sem notað er. Það eru ekki alltaf dýrustu efnin, sem gefa • * mmm m m» '■ I— B ka Bagb cin nœ eftir SJALFBOÐ^LIf>A vantar tll starfa rnÉívlkudaö frá kl. 5. Sjálfstæðishúsið DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIÐ I RÆÐUMENNSKU SAMSKIPTUM MANNLEGUM Ný námskeið eru að hefjast — Námskeiðið mun hjálpa þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og SJÁLFSTRAUST + Tala af ÖRYGGI á fundum. ■jk Auka TEKJUR þínar, með hæfileikum þínum að umgangast fólk. ★ Talið er, að 85% af velgengni þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Afla þér VINSÆLDA og ÁHRIFA. + Verða betri SÖLUMAÐUR hugmynda þinna, þjónustu eða vöru. ic Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og stað- reyndir. it Verða betri STJÓRNANDI vegna þekk- ingar þinnar á fólki. it Uppgötva ný ÁHUGAMÁL, ný markmið að stefna að. it Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úrKVÍÐA. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT Q Innritun og upplýsingar í dag og næstu daga í síma 82411. Stjórnunarskólinn Konráð Adolphsson Byggingarfélag verkamanna. Reykjavík Til sölu 3ja herbergja íbúð í 3. byggingarfl. við Háteigs- veg. 3ja herbergja íbúð í 4. byggingarfl. við Meðal- holt. Umsóknir félagsmanna berist skrifstofu félags- ins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 30. september n.k. Félagsstjórnin. SPÓNAPLÖTUR: Bison (danskar) (10og 12 mm) Ath. Söluskattur hækkar 1. október n.k. ^ TIMBURVERZIUNIN VÖLUNDURhf. Klapparstíg 1 Skeifan 1 9 Símar 18430 — 85244 ® Notaiir bílar til sölu <£3 ____________________________ Volkswagen 1 200 árg. '68 — '70 Volkswagen 1200Lárg.'74 Volkswagen 1300 '68—'73 Volkswagen 1 302 '71 — '72 Volkswagen 1303 '73 Volkswagen sendiferðabifr. '72 Landrover bensín '62 — '74 Range Rover '72 — '74 Fiat 128 '72 Morris Marina station '74 Hillman station '66 Mazda 616 '74 Cortina '70. RÚMGÓÐUR SÝNINGARSALUR — TÖKUM í UMBOÐSSÖLU NOTAÐA BÍLA HEKLA HF. Laugavegi -170—172 — Simi 21240 HANS A <$> % Innritun stenduryfir ísíma 83260 frá kl. 10-12 og 1-7 Vegna gífurlegrar eftir- spurnar í jutterbug og J rokk, hef ég ákveðið að bæta við tíma fyrir 13 — 15 ára. Kennt \ verður: Barnadansar Táningadansar Stepp Jazzdans Samkvæmis- og gömlu dansarnir Kennslu- staðir: Safnaöarheimili Langholtssóknar Ingólfskaffi Lindarbær, uppi Rein, Akranesi Samkomuhúsiö Borgarnesi d.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.