Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 Stytta af Bjarna Benedikts- syni við Sjálfstæðishúsið „MER ER það bæði ánægja og heiður að taka á móti þessari mynd af hinum horfna foringja okkar, Bjarna Benediktssyni,“ sagði Albert Guðmundsson, for- maður húsbyggingarnefndar Sjálfstæðisflokksins, í gær, er hann tók við myndinni af Bjarna heitnum Benediktssyni úr hendi Gunnars Gunnarssonar, sem gerði myndina og skýrt var frá f Morgunblaðinu fyrir skömmu. Albert sagði ennfremur að hann gæti fullvissað listamanninn um að myndin hlyti heiðurssess í hinu nýja Sjálfstæðishúsi, er það yrði fullgert, en þangað til myndi myndin hanga á formannsskrif- stofu flokksins að Galtafelli við Laufásveg. Albert sagði við afhendinguna, að hann flytti listamanninum innílegustu þakkir allra sjálf- stæðismanna og hann kvaðmynd- ina vera einhverja þá beztu, sem hann hefði séð af Bjarna Bene- diktssyni. Hann gat þess enn- fremur að um leið og fréttin af gerð myndarinnar hefði birtzt í Morgunblaðinu nú á dögunum, hefðu tveir aðilar haft samband við sig og gefið 15 þúsund krónur I stofhframlag til sérstaks sjóðs, sem kosta á gerð styttu af Bjarna Benediktssyni. Hugmyndin er að styttan standi framan við nýja sjálfstæðishúsið, er lóð þess hefur verið fullgerð. Albert sagði jafn- framt að ef fleiri vildu styrkja þessa hugmynd um gerð stytt- unnar, þá gætu þeir komið fjár- framlögum beint til sín. Fjár- framlög til styttunnar verða sett inn á sérstaka bankabók og verður ekki blandað saman við önnur fjármál sjálfstæðishússins. Þessi mynd, sem Gunnar afhendir okkur í dag, hefur þannig orðið upphaf að þvi að gerð verður þessi stytta af Bjarna Guðmundur í 2. sæti EiNS og frá var skýrt f Morgun- blaðinu á sunnudaginn, þá var Guðmundur Sigurjónsson I 1^2. sæti á skákmótinu á Costa Brava með 7,5 vinninga. Dómnefnd úr- skurðaði ífyrstu, að Guðmundur skyldi teljast sigurvegari, þvf að hann væri með hagstæðari stiga- tölu. Við þetta sætti Kurajiea, sig ekki, en hann var jafn Guðmundi að vinningum, og kærði. Og þá gerðizt það, að dómnefndin setti Kurajica f 1. sætið en Guðmund f 2. sæti. Skákmenn eru sammála um, að þetta atriði, hvor er sagður í fyrsta eða öðru sæti, skipti ekki miklu máli. Hins vegar mun vera nokkur munur á verðlaununum, sem 1. maður hlýtur og þeim, sem 2. maður f mótinu hlýtur. Benediktssyni í samráði við for- ystu Sjálfstæðisflokksins og byggingarnefnd, að sögn Alberts Guðmundssonar. Gunnar Gunnarsson sagði að sér væri það mikið ánægjuefni, að gefa Sjálfstæðisflokknum mynd- ina og ekki sízt vegna þeirrar vit- neskju um að gjöf hans hefði fætt af sér hugmyndina að gerð styttu af Bjarna. llbátarmeð 420 tunnur ELLEFU bátar komu með 423 tunnur af sfld til Hafnar f Horna- firði f gær. Voru bátarnir með 12 og upp f 100 tunnur. Bátarnir lögðu allir reknetin við Hroll- augseyjar í fyrrinótt, og áttu margir f erfiðleikum með að ,draga netin vegna veðurs. Sfldin fór öll til söltunar f gær, og voru 15 stúlkur að salta. Farið er að vanta fólk til söltunarinnar. Þessir bátar voru með mestan afla: Sigurvon SH 100 tunnur, Hringur GK 80 tunnur, Akurey SF 50 tunnur, Saxhamar SH 40 tunnur og Matthildur með 46 tunnur. Albert Guðjnundsson, formaður byggingarnefndar Sjálfstæðishússins, tekur við myndinni af listamanninum Gunnari Gunnarssyni f gær. — Ljósm.: Brynjólfur. Vonast til að ráðstafanirnar séu upphaf frekari aðgerða Rætt við forystumenn í sjávarútvegi um bráðabirgðalögm Bráðabirgða- lög 1 DAG eru væntanleg bráða- birgðalög, sem kveða á um bætur til þeirra lægstlaunuðu, bætúr til örorkulffeyrisþega og ellilffeyris- þega o.fl. Þessi lög eru einn liður í efnahagsráðstöfunum rfkis- stjórnarinnar. Þórbergur Þórðarson. MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við helztu forystumenn í sjávarútvegi og spurðist fyrir um viðbrögð við bráða- birgðalögunum, sem gefin voru út síðastliðinn föstudag. Yfirleitt eru menn ekki ánægðir með ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og telja þær ekki nægilega miklar, til þess að sjávarút- vegi sé borgið. Flestir. sem rætt var við, vonast eftir því, að um sé aðeins að ræða upphaf frekari og meiri ráð- stafana. Ljóst er, að erfiðleikar I sjávarútvegi eru miklir, enda eins og einn viðmælenda Mbl. sagði, hefur mannvit ekki ráðið I stjórn þessara mála síðustu árin. Viðtöl við forystumenn i sjávarút- vegi fara hér á eftir: 9 Harmarað fiskverð skuii ákveðið með lögum Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna, sagði: ,. í lögunum er heimiluð allt að 11 % fiskverðshækkun. Slík hækkun nægir útgerðinni engan veginn til þess, að hún verði rekin hallalaust. Ég harma, að það skuli hafa verið ákveðið að grípa fram fyrir hendur Verðlagsráðs sjávarútvegsins með því að ákveða með lögum, hvað fiskverð mætti hækka mest. Fremur hefði átt að láta ráðið um það sjálft. í öðru lagi er stofnfjársjóður hækkaður úr 10% í Ný útgáfa á Bréfi til Láru r Asamt andsvörum og eftirmálum NVLEGA er komin út hjá Máli og menningu Bréf til Láru eftir Þór- berg Þórðarson, og er þetta sjötta 'útgáfa þessa fræga rits. Þessari útgáfu fylgir einnig nokkur við- auki, sem hefur að geyma svör höfundar við gagnrýni vegna fyrstu útgáfu hennar og eftirmál. Fá rit hafa valdið dýpri lægðum og meiri sviptivindum á fslenzk- um bókmenntahimni en Bréf til Láru, er hún kom fyrst út, fyrir tæpum 50 árum. Auk þess eru f viðaukanum athugasemdir til skýringa á andsvörum höfund- ar ásamt bókfræðilegu yfirliti. Hín nýja útgáfa Bréfs til Láru er alls 277 bls., en þar af spannar Bréfið 158 blaðsíður. 1 hinum bókmenntafræðilega viðauka eru þessar ritgerðir: Opið bréf til Árna Sigurðssonar fríkirkju- prests; Svar til Arna Sigurðsson- ar fríkirkjuprests; Eldvígslan; Opið bréf til Kristjáns Alberts- sonar; Falsspámaðurinn; Svar til Kristjáns Albertssonar; Þrjár „sögulegar staðreyndir"; Lifandi kristindómur og ég; og loks Bréf til Kristins (Andréssonar) frá 1950, þar sem Þórbergur bregður nokkru ljósi 'á tilorðningu Bréfs til Láru. 15% á almennum fiski, en hins vegar lækkaður á síld og humar úr 20% í 1 5%. Varðandi þetta á almennum fisk- veiðum, þá bætir þetta stöðu útgerðar- innar I heild, en rýrir á öðrum veiðum. Fé þetta binzt til greiðslu á vöxtum og afborgunum af skipum. Þegar skip sel- ur erlendis, hækkar stofnfjársjóðs- greiðslan úr 16% í 21%. Það bætir stöðu útgerðarinnar. Ákveðið er að leggja á ný útflutn- ingsgjöld til þess að greiða niður oll- una og halda henni I sama verði og verið hefur. Er næsta furðulegt að hafa ætlað að leysa olluvandamál útgerðar- innar með því, að niðurgreiðslan verði eingöngu borin uppi af sjávarútvegin- mm sjálfum, þvi að með þessum að- gerðum eru lagðar of þungar álögur á fiskvinnsluna, því að gert er ráð fyrir, að fyrstihúsin taki út verulegar inni- stæður úr verðjöfnunarsjóði eða 700 til 1000 milljónir á ári miðað við núverandi verðlag Þetta sýnir að sjálf- sögðu, hvað staða sjávarútvggsins er veik og á sama tíma er ákveðið með lögum, að hækka kaupgjald, þrátt fyrir að staða veiðanna og vinnslunnar sé svona veik Útflutningsgjöld eru hækkuð hlut- fallslega miðað við gengisbreytingu frá áramótum á gjöldum, sem aðallega renna til vátryggingasjóðs Það tryggir stöðu hans og á að geta tryggt, áð hann geti staðið við skuldbindingar sínar. Ákveðið hefur verið að hækka rekstrarlán um 50%, þótt það sé áð vísu ekki innan laganna. Við teljum það vera til bóta, en hækkunin er þó ekki nægileg miðað við verðbreyting- ar frá þvl, er þessi mál voru síðast áthuguð, Þá er þvi heitið, að fram farí athugun á fjárhagsstöðu fiskveiðanna og fiskvinnslunnar með tilliti til þess að breyta lausaskuldum i föst lán. Það er atriði, sem komið getur að miklu gagni og þarf að ganga mjög fljótt fyrir sig, ef reksturinn á að verða með eðlilegem hætti á næstu mánuðum." ^ Sjómenn ekki kátir Jónr Sigurðsson, formaður Sjómannasambands íslands, sagði: V.ið sjómenn erum ekki sérlega kátir yfir lögunum. Pau skerða allveru- lega hin raunverulegu hlutaskipti, þvi að allt er tekið af óskiptu. Það er t d. i fyrstu grein laganna tekin ráðin af Verð- lagsráði sjávarútvegsins með því að ákveða, að fiskverð megi ekki hækka nú eða frá 1 september síðastliðnum meira en 11%, jafnvel þótt samkomu- lag gæti orðið innan ráðsins um meiri hækkun. Ég er kannski ekki að segja par með, að það hefði orðið núna, en það gat verið. Þegar skip landar í innlendri höfn, skal fiskkaupandi nú greiða gjald til stofnfjársjóðs | fiskiskipa, er nemur 15% fiskýerðs eins og það er ákveðið af Verðlag^ráði sjávarútvegsins á hverj- um tfma. Gjafd þetta var áður 10%, svo að þarna er um að ræða-allveru- lega upphæð. sem tekin er af fiski- mönnum eða þeirra hlut, því að þótt fiskkaupandi eigi að greiða þetta, er þetta að sjálfsögðu tekið bæði af sjó- rpönnum og útvegsmönnum. Minna kemur til skiptanna. Þegar skip selur ’ erlendri höfn skal gjald þetta vera af brúttó aflaverðmæti 21%, en var 1 6% áður. Þessi hækkun kemur mjög hart niður á skipverjum. þeirra skipa, sem selja oft erlendis. Þetta er raunverulega framhald þess, sem gert var 1 968. Loks segir i lögun- um, að olíusjóðúr fiskiskipa skuli starf ræktur til þess að greiða niður olíuna og skulu tekjur sjóðsins vera af sér- stöku útflutningsgjaldi, sem ákveðið er 4% af fobverði útfluttra sjávarafurða, annarra en saltfiaks, skreiðar og þeirra afurða, sem koma frá hvalveiðum, sel- veiðum og brognkelsaveiðum, en af saltfiski og skreijS verði gjaldið 5,5%. Þetta er alveg nýtt og af þessu eru sjómennirnir einnig látnir greiða Þá get ég einnig skýrt frá þvi, að á fundi stjórnar Sjómannasambandsins, sem haldinn var 17. þessa mánaðar, var einróma samþykkt að skora á aðildarfélög sambandsins að segja samningum upp, þannig áð þeir verði lausir, og við leggjum áherzlu á, að þeir verði það ekki siðar en 1. nóvem- ber. í dag hefur þegar borizt tilkynning frá einu félagi', þar sem þeir óska eftir þvi, að kjarasaitiningum verði sagt upp. Er það Vprkalýðsfélagið Stjarnan i Grundarfirði Fleiri skeyti hafa ekki borizt enn, en ég reikna með, að félögin séu nú þegar að undirbúa uppsögn samninga." 0 Gengisfelling — flautir Tómas Þorvaldsson, stjórnarformað- ur Sölusambartds islenzkra fiskfram- leiðenda sagði: ..Mér hefur ekki gefizt tóm til að kanna bráðabirgðalögin í smáatriðum en i þeim er verulega gengið á rétt saltfiskvinnslunnar. Ættu íslendingar þegar að vera bunir að átta sig á því, að það getur ver.ið dýrkeypt reynsla að spila á eitt spil, svo sem gert var í vetur, þegar loðnan átti að borga allt Svo hrynur allt, og menn hafa verið aðvaraðir og þeim skýrt frá þvT, hvern- ig markaðsstaðan er. Saltfiskverð er nú að lækka og álít ég ráðstafanirnar ákaf- lega óviturlegar. Enn fremur ber að hafa í huga, að þær þjóðir, sem neyta saltfisks, eru heldur verr efnaðar en þjóðir þeirra landa, sem við flytjum til hraðfrystan fisk Hvað viðkemur gengisfellingunni, sem var undanfari ráðstafananna, þá dettur mér alltaf i hug, þegar hart var i ári i gamla daga og lítið var til að skammta; þá voru hrærðar flautir og áhaldið, sem til þess var notað, var kallað flautaþyrill. Raunverulega fékk fólkið ekki meiri mat. og flestum varð bumbult af. Raunverulega er nú ekkert verið að gera annað en þetta, og þeir hafa ekki meira að skammta eftir sem áður. Ég hef aldrei séð neitt annað við gengisfellingu en það, sem bezt er lýst með þessari samlikingu. En kannski er gengisfelling nauðsynleg, þegar búið er að fara jafnóviturlega að og gert hefur verið slðustu árin, því að vægast sagt hefur þar ekki mannvit ráðið Þetta er alltaf sama lausnin á vanda- málunum, og áður en langt er um liðið, verður mönnum illt á ný." 0 Sennilega aðeins upphaf frekari ráðstafana Gisli Konráðsson, stjórnarmaður í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sagði: „Ekkert hefur enn verið fjallað um þetta i stjórn SH frá þvi er lögin voru gefin út, þannig að mér er ekki unnt að segja neitt fyrir hönd stjórnar SH. Hins vegar sýnist mér fljótt á litið, að þessar ráðstafanir séu ekkert nærri þvi að vera nægilegar, og þar á ég við sjávarútveg- inn i heild, Við hér erum bæði með frystihús og togaraútgerð og okkur sýnist þetta ná skammt, eftir því sem unnt er að átta sig á hlutunum enn. T.d er vaxtavandamálið orðið svo óskaplegt í þessum útgerðarbransa nú, að fyrirtæki, sem eru skuldug, eru viða komin með 24% ársvexti á skuldirnar, sektarvexti, sem er 2% á mánuði, og sjá allir, að það getur ekki gengið. Um þetta er ekkert fjallað i lögunum, en hins vegar hefur maður frétt, að ríkis- stjórnin hafi rætt við bankana um að sýna einhverja tilslökun. Hvers eðlis hún verður, vitum við ekki enn. Sennilega eru þessar ráðstafnir þó ekki nema rétt byrjunin á frekari að- gerðum og við lifum í voninni um, að svo sé og að eitthvað verði gert, sem Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.