Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 4 SlÐUR Framarar hólpnir en IBA og Víking- EFTIR AÐ dómstóll KSl felldi úrskurð sinn f kærumáli Vfkings gegn Fram s.l. föstudagskvöld, er ljóst að koma verður til aukaleiks um fallið f 2. deild milli Vfkings og Akureyrar. Breytir þar engu um þótt annar leikur sé eftir, en sem kunnugt er felli Sérráðsdóm- stóll KRR þann dóm f máli Vals gegn Fram að liðunum bæri að leika aftur. Er sennilegt að reynt verði að setja leik þennan á sem fyrst — ef til vill strax um næstu helgi. í frétt Mbl. af niðurstöðu dóm- stóls KSI sem birtist í blaðinu s.l. laugardag var sagt, að Fram hefði áfrýjað dómsniðurstöðu sérráðs- dómstólsins til tSl. Það var hins vegar ekki rétt. Framarar höfðu f hyggju að áfrýja málinu þangað, en voru hins yegar ekki búnir að senda gögnin inn. Urðu Víkingar fyrri til að áfrýja og skutu máli sínu til KSÍ, en reglum er þannig háttað að þessir dómstólar geta ekki báðir fjallað um málið. Eru ÍS átti í basli með Fram í FYRSTA leik Reykjavlkurmótsins i körfuknattleik sigraði Ármann Val með 66 stigum gegn 54. Allt fram í miðjan seinni hálfleik var leikur þessi mjög jafn, og kom það á óvart, þvi þrír af beztu mönnum Vals frá ( fyrra léku ekki með nú. Þeirra á meðal var Þórir Magnússon. Valur hafði oftast frumkvæðið i fyrri hálf- leik, en þó komst Ármann yfir þegar nálgaðist leikhléið og hafði yfir 31:27, þegar að þvi kom. í 6 mínútur í seinni hálfleik skoruðu Valsmenn svo ekkert stig og á meðan náðu Ármenningar forystu 49:33. Þessi munur hélzt síðan og sigruðu Ármenningar sem fyrr segir með 1 2 stigum: 66:54. Stighæstur í liði Ár- manns var Jón Sigurðsson, sem skor- aði 14 stig, en stighæstur í liði Vals var Torfi Magnússon með 26 stig Hið unga lið Fram í körfuknattleikn- um kom á óvart um helgina, en þá lék liðið sinn fyrsa leik r Reykjavíkurmót- inu. Mótherjar Fram var (S. Það eina, sem var ekki nógu gott hjá Fram, var nýting vítaskota, en liðið misnotaði 21 skot í leiknum, sem vitanlega er ekki gott í jafn jöfnum leik og þessi var. Staðan í hálfleik var 22:22 og allan seinni hálfleikinn fylgdust liðin að ÍS komst mest yfir 7 stig um miðjan hálfleikinn er staðan var 39:32, en Fram minnkaði muninn í 3 stig fyrir leikslok. Á lokamínútunni voru Framar- ar óheppnir að jafna ekki, en þá mis- notuðu þeir 3 vítaköst, auk annarra skota. Lokatölur leiksins urðu 52:49 fyrir fS. Stúdentarnir léku þennan leik frem- ur illa, svo ekki sé meira sagt, en þgð er samt sem áður ekki hægt að neita því, að Framliðið er í mikilli sókn og verður gaman að fylgjast með liðinu í 2. deild í vetur Það hefur mjög efni- lega leikmenn eins og Jónas Ketilsson, Hörð Ágústsson, Reyni Jónasson og Helga Valdimarsson. Stighæstur í liði Fram var Helgi Valdimarsson með 1 6 stig, en i liði ÍS var Bjarni Gunnar stighæstur með 1 2 stig. gk því dómsorð dómsstóls KSÍ endanleg niðurstaða í máli þessu. Ekki er þó víst að séð sé fyrir endann á öllum kærumálum, þótt þessi séu til lykta leidd. Heyrst hefur að Breiðablik hyggist áfrýja niðurstöðu dómstóls þess, sem dæmi af þeim fjögur stig i 2. deildar keppninni í sumar, en kærur þær sem sá dómur byggði á, komu ekki inn fyrr en að sjö dögum liðnum, en það er sá kæru- frestur sem dómsstóll KSI hefur nú staðfest að eigi að vera gild- andi í slíkum tilvikum sem þess- um. Reykjavíkurmótið: Engín óvænt úrslit - IR- liðið vakti mesta athygli Fjórir fyrstu leikirnir í Reykja- vfkurmótinu í handknattleik fóru fram um helgina. Léku þá Fram og Armann, Valur og Fylkir, Vík- ingur og KR og IR og Þróttur. Urðu úrslit þcssara leikja á svipaðan veg og fyrirfram hafði verið búizt við, nema helzt f leik IR og Þróttar þar sem tR-ingar unnu stórsigur 29—12. Næstu leikir f Reykjavíkurmótinu verða á morgun, miðvikudag, og leika þá IR og Fylkir og Vfkingur og Armann. Fram — Ármann 22—14 (11—4) Það var tæpast á Framliðinu að sjá í þessum leik, að það hefur misst þann leikmann, sem jafnan hefur skorað langflest mörk fyrir liðið: Axel Axelsson. Léku Framararnir af öryggi og gerðu marga laglega hluti í þessum leik. Auðséð er, að liðið byggir mjög Drengjamet í kringlukasti ÞRÁINN Hafsteinsson, HSK, setti á laugardaginn nýtt drengjamet i kringlukasti er hann kastaði 55,22 metra á innanfélagsmóti sem ÍR-ingar gengust fyrir. Gamla drengjametið átti Erlendur Valdimarsson og var það 54,46 metrar, sett árið 1965. Á móti þessu sigraði Hreinn Halldórsson i kringlukasti karla með þvi að kasta 49,50 metra. en Elias Sveinsson náði sinum bezta ár- angri í þessari grein, kastaði 44,90 metra. ÍR-ingar efndu svo til annars inn- anfélagsmóts á sunnudaginn og þá setti Ingunn Einarsdóttir ís- landsmet í 400 metra grinda- hlaupi kvenna er hún hljóp á 67,2 sek. mikið upp á svipuðum leikstíl og áður. Nú er það Guðmundur Sveinsson, sem tekið hefur við hlutverki Axels sem skytta, en Guðmundur er geysilega efni- legur leikmaður og ætti fljótlega að geta fyllt skarð Axels. Armannsliðið virðist hins vegar vera til muna slakara en það var í fyrra, og munar þar mestu um, að Hörður Kristinsson lék ekki með því, en Hörður hefur verið helzti máttarstólpi liðsins á undanförn- um árum, sérstaklega í vörninni. Valur — Fylkir 27—14 (12—4) I þessum leik var aldrei neinn vafi á því hver væri betri aðilinn. Valsmenn höfðu yfirburði f leikn- um langt fram yfir það, sem markatalan segir til um, en út af fyrir sig er það of mikið hjá Vals- mönnum að láta Fylkismenn skora 14 mörk. Atkvæðamestur Valsmanna í þessum leik var Guðjón Magnússon, fyrrverandi Víkingur, sem greinilega hefur strax fundið sig í Valsliðinu og er mjög skynsamlega notaður þar. Með aðstoð Stefáns Gunnarssonar er ekki að efa, að Guðjón á eftir að gera stóra hluti f deildinni í vetur. Víkingur — KR 22 — 20 (14— 11) Þetta var tvísýnasti leikur heigarinnar og jafnframt sá harð- asti. Varnir beggja liðanna voru ákaflega slappar, og áttu sóknar- leikmenn oftast greiðan aðgang að markinu, og ef ekki þá voru brotin það klaufaleg, að dæmt var vítakast, en þau voru mýmörg í þessum leik og heppnuðust flest. Hilmar Björnsson var langbezti KR-ingurinn í þessum leik, og hefur sennilega sjaldan verið betri en einmitt nú. Það var hann, sem stjórnaði spili KR-inga og dreif það áfram, auk þess sem hann skoraði fjölda rnarka sjálfur. KR-liðið 'er að stofni til skipað ungum ieikmönnum, sem margir hverjir eru mjög lagnir með knöttinn, þannig að það ætti að geta verið í baráttunni á toppn- um í 2. deild í vetur. ÍR — Þróttur 29—12 (15—5) Þarna áttu flestir von á nokkuð jöfnum leik, þar sem Þróttarar hafa búið sig mjög vel undir keppnistímabilið og eru m.a. ný- komnir úr æf;nga- og keppnisferð frá útlöndum. En annað kom strax upp á teninginn. IR-Iiðið barðist nú af meiri krafti og leík- gleði en maður hefur séð það gera í langan tíma, og lék á köflum fyrirtaks handknattleik. Miklu munaði einnig að markvarzla liðs= ins var lengst af mjög góð. Ekki er ósennilegt að í vetur renni loks upp tími IR-Iiðsins, sem lengi er búið að vera efnilegt, en hefur ekki náð þvf út úr leik sínum, sem af því hefur verið vænzt. Liðinu hefur bætzt góður liðsauki frá því í fyrravetur, þar sem Brynjólfur Markússon er nú kominn inn i það aftur, og auk þess kemur Sigtryggur Guðlaugs- son, sem var bezti maður Þórsliðs- ins í fyrra, til með að leika með því í vetur, svo og Ásgeir Elías- son, sem enn er bundinn knatt- spyrnunni. Þá má og geta þess, að Ágúst Svavarsson lék ekki með liðinu i gær, en hann mun lítið vera byrjaður að æfa. Mesta athygli í IR-Iiðinu í þessum leik vöktu bræðurnir Hörður og Bjarni Hákonarsynir — báðir mjög efnilegir leikmenn, en í Þróttarliðinu var Friðrik Friðriksson einna atkvæðamest- ur, ásamt Halldóri Bragasyni, sem heiðraður var fyrir leikrnn af félagi sínu fyrir að leika sinn 200. meistaraflokksleik. mm ur leika um fallið Heimsmet í kúluvarpi Helena Fibigerova frá Tékkó slóvakiu setti nýtt heimsmet í kúluvarpi kvenna á móti, sem fram fór I Gottwladov f Tékkó- slóvakfu á sunnudaginn. Varpaði hún 21,57 metra og bætti þar með met sovézku stúlkunnar Nadyezhdu Chizhovu um 12 sm, en það var 21,45 metrar, sett f Varna sl. ár. Chizhova hefur um árabil verið nær ósigrandi f þessari fþróttagrein, og sigraði t.d. með nokkrum yfirburðum á Evrópumeistaramótinu f Róm á dögunum. Víkingur AÐALFUNDUR borðtennis- deildar Vfkings verður haldinn f Félagsheimilinu við Hæðargarð f kvöld, þriðjudag- inn klukkan 8.30. 1 Mbl. sl. föstudag urðu þau mistök, að badmintondeild var nefnd en ekki borðtennisdeild. Þetta leiðréttist hér með. Góður vinningur REYKVlKINGUR nokkur varð 319.500 kr. rfkari eftir að farið hafði verið yfir getrauna- seðla í 6. leikviku Getrauna. Hann var sá eini sem skilað hafði seðli með 11 réttum úr- lausnum. 7 seðlar komu svo fram með 10 réttar lausnir og fá handhafar þeirra 19.500 kr. I vinning. Mikil söluaukning varð á getraunaseðlum í sfðustu viku, enda má segja að tfmabil ensku knattspyrn- unnar sé nú komið á fulla ferð. Snorri setti drengjamet HINN bráðefnilegi spjótkast- ari úr IR, Snorri Jóelsson, setti nýtt drengjamct í spjótkasi á innanfélagsmóti l’BK í Kópa- vogi á sunnudaginn. Kastaði Snorri 63,90 metra og bætti þar með eldra drengjametið um 1,10 metra, en það var 62,80 metra., sett í fyrra af Óskari Jakobssyni, núverandi Islandsmethafa. Þetta afrek Snorra er sjötta bezta spjótkastsafrek íslend- ings frá upphafi. Aðeins Óskar Jakobsson, Jóel Sigurösson (faðir Snorra), Ingvar Hall- steinsson, Kristján Stefánsson og Valbjörn Þorláksson hafa kastað lengra. A mótinu á sunnudaginn varð Asbjörn Sveinsson, UBK, annar f spjótkastinu með 57.36 nietra kast og Helgi Hauksson, UBK, varð þriðji með 45,80 metra kast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.