Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ^ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1R74 21 Fréttabréffrá Mf/kjunesi: Fé vænt, vegir leiðir Mykjunesi 1 4. sept. Enda þótt nú sé farið að hausta, stendur ýmis gróður með sumar- blóma ennþá T.d. er kartöflugras ófallið og óborin tún í góðri rækt. Hitt leiðir svo af sjálfu sér, að nætur eru orðnar dimmar og kominn snjór í hæstu fjöll, enda hefur verið úr- komusamt nú um sinn. Féð hefur leitað af fjalli og margt hefur verið sótt á Landmannaafrétt er komið var niður að girðingunni. Fjallferð hefst hér ekki fyrr en um 30. þ.m og Landréttir eru 27. sept og er það eins seint og orðið getur, því fjall- ferð hér er frá fornu fari bundin ákveðnum vikudegi og hefur ekki verið breytt. Talið er að fé það sem heim er komið sé mjög vænt. Rétt- irnar eru alltaf stórviðburður bæði I borg og bæ og margir eru þeir er eiga ánægjulegar minningar bundn- ar þeirri stund, er féð kom af fjalli. Slátrun hefst hér í sýslu nú næstu daga og má búast við að slátrun verði með mesta móti og má gera ráð'fyrir, að henni Ijúki ekki fyrr en í októberlok, þá hefst hrossaslátrun, þannig að sláturtíðin stendur trúlega fram I miðjan nóvember. Innan tíðar hefur barnaskólinn að Laugalandi starfið, ekki munu verða miklar breyýngar á kennaraliði skól- ans. en gert er ráð fyrir að auka húsrými skólans um eina skólastofu, því þótt skólinn væri talinn nokkuð við vöxt er hann var reistur á ár- unum fyrir 1960 er hann nú búinn að slíta af sér öll bönd. Vegir eru hér holóttir og leiðir yfirferðar. Þess má þá geta, að á stuttan kafla í Flóanum er búið að leggja slitlag úr olíumöl, en nú standa yfir framkvæmdir við varan- lega uppbyggingu hluta Flóavegar- ins. Má segja, að muni um hvern þurrtlunginn er við bætist af góðum vegi Því ekki er alveg laust við að einstaka maður hafi orð á þvi að nú sé orðið dýrt að aka bil. Mikið er nú gert að þvi að sá grasfræi í vegkanta og flög meðfram vegum; er þetta mjög þörf framkvæmd. Búfénaður sækir að sjálfsögðu mjög i þennan gróður og getur að þvi leyti skapað nokkra hættu fyrir fénaðinn. Trúlega verður að því stefnt í framtíðinni að girðingar komi með þjóðvegum í byggð; því fyrr sem það verður því meira öryggi verður fyrir fénaðinn og umferðina. M.G. Viðlagasjóður skýri frá hverjir hafafengið féúrsjóðnum HtJSEIGENDAFÉLAG Vest- mannacyja hélt fund I Eyjum 14. sl€pt 3.1. þar sem kom fram hörð gagnrýni á aðferðir Viðlagasjóðs við bótagreiðslur til Vestmanna- eyinga. Færeyski dýrtíðardraugurinn ekki eins magnaður og okkar A fundinum var samþykkt að skora á stjórn Viðlagasjóðs að fellt verði niður lækkun tjóns- mats á húseignum í Vestmanna- eyjum vegna fýrningar. Þá verði tjónsmatið miðað við verðlag á þeim tíma, sem matsgerð er lokið, og bætur greiddar af Viðlagasjóði um leið og matsgerð lýkur. Þá verði tjónþolum látið í té afrit af matsgerðum. Ennfremur skorar Húseigenda- félagið á stjórn Viðlagasjóðs að láta fara fram mat dómkvaddra manna samkvæmt heimild 40. gr. 2. mgr. reglugerðar um Viðlaga- sjóð, á ræktun, girðingum, stétt- um og öðrum mannvirkjum til- heyrandi húseignum, sem fóru undir hraun f eldgosinu og bætt eru sem ónýt, og eigendum greiddar bætur fyrir umfram brunabótamat. Þá mótmælir Húseigendafé- lagið aðferð stjórnar Viðlagasjóðs að greiða tjónabætur fyrir at- vinnuhúsnæði með 15 ára skulda- bréfum og skorar á stjórn Við- lagasjóðs að greiða nú bætur í peningum, svo að jöfnuður náist við bótagreiðslur fyrir íbúðarhús- næði. Seyðisfirði 21. sept. I GÆRMORGUN kom skuttog- arinn Gullver inn með 75 tonn af fiski eftir viku veiðiferð. Skipið er nýkomið úr mikilli viðgerð, og er þetta fyrsta veiðiferðin eftir klössunina. Enda þótt Gullver sé aðeins 6 ára gamalt skip, þurfti að skipta um aðalvél. Nýja vélin, sem er 1375 hestafla af Wichman- gerð, var sett f skipið f Skála f Færeyjum. Jafnframt var skipið tekið í gegn hátt og lágt og það málað, m.a. skipt um lit á þvf. Skipasmíðastöðin í Skála virðist leysa sín verk vel af hendi, þrátt fyrir að hún eigi við sömu erfið- leika að glfma og íslenzkar stöðvar. Afhending aðalvélar tafðist, og var því ekki hægt að setja hana niður fyrjr sumarfrí. Sennilega verður þetta nokkuð dýr viðgerð, enda dýrtfðardraug- urinn í fullum gangi í Færeyjum eins og víðar enda þótt hann sé ekki eins magnaður og okkar. Síðan Gullver kom til landsins, hefur það reynzt hið mesta happa- skip, enda skipshöfnin dugleg og samhent. Þessi fyrsta veiðiferð bendir til, að sótt verði f fiskinn af kappi og áhöfnin er ánægð með viðgerðina. Fiskirí hefur verið sæmilegt í sumar og vinna verið ótrúlega góð hagsmuna yðar og velferð bflsins Hafið þér athugað hvað selta og raki vetrarins getur gert bílnum. TECTYL fyrir undirvagninn strax. Er erfitt að koma bílnum í gang? TECTYL er líka rakavörn fyrir kveikjukerfi. Dragið ekki lengur að panta tíma. Þér sparið að minnsta kosti 30% af verði bílsins, sem annars myndi falla vegna ryðs. Ry ðvarnarþjón ustan, Súðarvogi 34, sími 85090. í frystihúsunum þrátt fyrir þetta mTkla.óhapp með vélina f Gullver. Það sem hefur breytzt .mest er línufiskiríið. I mörg ár hefur ekkert þýtt að róa með línu að sumri til, en í sumar hafa þeir fengið svolítið kroþp á lfnuna og yfirleitt hefur fiskirí verið sæmi- flegjt. Enda hefur ótrúlega mikill fiskur komið á land af þessum fáu bátum, sem héðan eru gerðir út. Frystiklefar eru alveg að fyllast, og hafa afskipanir verið óvenju fáar í sumar. — Svéinn. ÞURRKAÐUR HARÐVIÐUR: TEAK — EIK OREGONPIIME Ath. Söluskattur hækkar 1. októbern.k. W TIMBURVER2LUNIN VÚLUNDUR hf. Klapparstíg 1, Skeifan 1 9 Símar: 18430—85244. DRnSSHðll siuniDSsonnn Barnaflokkar —- unglingaflokkar. Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga. Flokkar fyrir hjón. Byrjendur og framhald. Innritun daglega frá kl. 1 0—1 2 og 1 —7. REYKJAVÍK. Brautarholt 4 símar 20345 og 25224. Árbær simi 84829 Breiðholt. Kennt verður i nýju húsnæði að Drafnarfelli 2—4 simi 27524. KÓPAVOGUR. Félagsheimilið simi 38126. HAFNARFJÖRÐUR. Góðtemplarahúsið sími 84829. SELTJARNARNES. Félagsheimilið sími 84829 KEFLAVÍK. Tjarnarlundur simi 1690 kl. 5—7. UNGUNGAR. Allir nýjustu táningadansarnir svo sem: Suzie Q, Junes Funky, Bongo Rock, Macky Messer, Football, Spider Pelican, Street Walk og fl. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.