Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 Fa jj h//, i/./;». i v 'ALUm ® 22*0*22* RAUOARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 Ferðabílar hf. BílaleigaS—81260 5 manna Citroen G.S fólks og stationbllar 1 1 manna Chervolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabílar (með bílstjórn) HÓPFERÐA- BÍLAR Til leigu i lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bíler. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716 ■Tilboð- AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI ■ SHODtt LEIGAN CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÖPAV. ‘S* 4-2600 !4 DBTStin lOOR-UUl-BROnCO ITTVARP OG STEREO í OU.UM BÍLUM Bílaleigan ÆÐI Simi 13009 Kvöldsími 83389 Lífæð landsbyggðar Islendingur, málgagn Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi, eystra, segir f leiðara ma.: „Eins og lslendingur hefur áður bent á er það þýðingar- mest eins og sakir standa fyrir landsbyggðina, að fundinn sé rekstrargrundvöllur fyrir út- flutningsatvinnuvegina, sem eru lffæðar flestra byggðarlaga úti um land. En þegar það vérk- efni hefur verið leyst, er brýnt að hyggja að mótun framtfðar- stefnu til eflingar landsbyggð- inni. Fram hjá þvf verður ekki gengið, að fyrsta skilyrðið f þvf sambandi er aukið fjármagn, þótt ýmsar þýðingarmiklar breytingar á „kerfinu" þurfi einnig til að koma." Þá bendir Islendingur á það, til marks um landsbyggðar- stefnu núverandi rfkisstjórnar, að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu hennar um samdráti rfkisút- gjalda, hafi verið ákveðið að tryggja byggðasjóði verulegt ráðstöfunarfjarmagn, sen: mið- ist við 2% af heildarútgjöldum f járlaga hverju sinni. Eftirmáli um ráðherratíð Þá f jallar blaðið um orkumál Norðlendinga. Greinir það frá breyttum tón f málgögnum Al- þýðubandalagsins um þetta efni. Til skamms tfma hafi þessi mál verið talin f stákasta lagi f góðri forsjá Magnúsar Kjartanssonar. Nú bregði hins- vegar svo við, fáum dögum eftir að Magnús standi upp úr stól orkuráðherra, að Alþýðubanda- lagsblaðið á Akureyri birti for- sfðugrein um „yfirvofandi stór- felldan orkuskort á Norður- landi“. Beri að fagna þvf, að blaðið viðurkenni nu þá stað- reynd, sem öðrum hafi verið Ijós undanfarin 3 ár, þó viður- kenningin sé vafasamur eftir- máli um ráðherratfð Magnúsar Kjartanssonar. „Að frelsa heiminn. Magnús Kjartansson, sá orð- hagi málafylgjumaður, ritar langa grein f Þjóðviljann ný- verið, þar sem lagt er út af Ijóði Steins: „Að frelsa heiminn er eins og að spila á spil.“ Þar er vegið allharkalega að fyrri bandamanni, Ólafi Jóhannes- syni, sem með „léttúðarfullri kaldhæðni1* Ifti á stjórnmálin eins og pókerspil, bar sem kapps skuli kostað um að leyna þvf sem á hendi er haldið, f von um flokkslegan ávinning, en hugsjónir og markmið látin lönd.og leið. Öðru máli gegni um Alþýðubandalagið, sem sé nánast eins og blindur f bridge, er leggi öll sfn spil á borðið, háleitar hugsjónir og mikilvæg markmið. Sfðan eru Ólafi gefin hástemmd heilræði, ef fyrir- hugaður pólitfskur spilaávinn- ingur snúist f tap, og þá er enn vitnað til Steins, sem raunar er upphafið og endirinn f hugleið- ingum Magnúsar: „Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, þvf það er nefnilega vitlaust gefið.“ „Alltof þröngur kjóll” En einmitt þessi föðurlega hirting Magnúsar, er hann hyggst taka fyrri samstarfs- mann á hné sér, eða öllu heldur sú hástemmda lesning, er frá honum gengur, minnir mann á aðra stöku Steins, sem einnig gengur út á frelsun heimsins. Einkum það, sem lesa má á milli lína f grein Magnúsar, að málflutningi Ólafs sé of þröng- ur stakkur skorinn. 1 þeirri stöku gerir Steinn góðlátlegt grfn að hávaðasömum mann- kynsfrelsurum, sem hafa allt á hornum sér, jafnvel það, að „Ólavfur“ samtfmans gangi um f alltof þröngum kjól. „Að frelsa heiminn er eins og að standa upp á stól f stóru herbergi og hrópa út f salinn. Hér inni er stúlka f alltof þröngum kjól. Og allir vita að þessi maður er galinn.“ Og þó enginn frýi Magnúsi vits né hæfileika, fyrirgefst vonandi Staksteinum að vitna f Stein. 0RÐ I EYRA Fundinn snillíngui EKKI bregðast Jakobi krosstré fremuren önnur tré, einsog margoft hefur komið á daginn. Maður var valla búinn að átta sig eftir rismikinn og lystrænan samsaung kallá- kóranna, þegar stórsénfið og snillfngurinn, Sveinar Sveinn, kom askvaðandi og gaukaði að manni þarna f mannþraunginni svo ágætu Ijóðverki (samanber myndverk: menníngar- legt orð), að jabbnvel Sigurðura og Hilmar bókavörður meiga fara að vara sig. Að vfsu munu glöggir menníngarvitar merkja f verkinu áhrif frá góðskáldi einu marglofuðu. En hvaða snillfngar eru ekki undir áhrifum frá sér meiri skáldum? Er ekki tilaðmynda Dagur undir áhrifum frá Þórarni frá Steintúni og Gvuðbergur eymíng- inn undir sterkum straumum frá Ingibjörgu og Maggneu frá Kleifum? En hér er þá dikturinn: Sveinar Sveinn: A HLJÓMLEIKUM. Hér syngja þeir, sem sluppu úr erli dagsins og slappa af. Eg minnist ennþá tóna lokalagsins er landinn svaf. Ó, tónskáld, þér, sem okkur ómverk gefið svo undarleg. Það misstu ýmsir allt sitt fé f Stefið, og einnig ég. Og ég, sem út f bláinn fetti fingur með froðusnakk. Hvort er ég heldur hann, sem ennþá syngur, eða hinn, sem sprakk? Vélsmiðja Stein- dórs h.f. 60 ára Akureyri, 13. september. Vélsmiðja SteinHórs h/f viö Kaldbaksgötu er 60 ára um þessar mundir, og.var afmælis- ins minnzt í dag með veglegu kaffisamsætí í Sjálfstæðishús- inu. Þar sýndi framkvæmda- sjjórinn, Steindór Steindórs- son, gestum kvikmynd, sem hann hefir gert um sögu fyrir- tækisins, og er sú kvikmynd um margt mjög skemmtíleg. Auk þess rakti hann feril þess f stór- um dráttum í ræðu, sem hann flutti undir borðum. Stofnandi vélsmiðjunnar, Steindór Jóhánnesson, var Húnvetningur, fæddur árið 1883 og lærði járnsmíði hjá Sig- urði Sigurðssyni járnsmið á Akureyri. Árið 1906 fór hann til Danmerkur fyrir atbeina Magnúsar Sigurðssonar á Grund til þess að læra vélsmíði, en vann eftir heimkomuna m.a. við uppsetningu fyrstu tóvinnu- vélanna í ullarverksmiðjunni Gefjun. Árið 1914 kvæntist hann Sigurbjörgu Sigurbjarnardótt- ur. ættaðri úr Öxnadal, og sama ár reisti hann verkstæðishús á Torfunefi (á haR við húsið Hafnarstræti 90) og hóf þar rekstur þess fyrirtækis, sem enn stendur með miklum blómá. Stunduð var alls konar járnsmíðavinna, allt frá skeifnasmíði og upp í skipa- og gufuvélaviðgerðir. Þar fór einnig fram miRil nýsmíði, einkum ýmíss konar land- búnaðartækja. Árin 1928 og 1929 var nýtt verkstæðishús byggt við Kald- baksgötu (stækkao 1946). Þar voru m.a. smíðuð járnrúm fyrir Sjúkrahúsið og hafin zink- húðuh (galvanisering). Sonur Steindórs, Stefán Höskuldur, m ■ sem nú er látinn, fór til Þýzka- lands og lærði þar raf- og log- suðu. Meðal framleiðslu- varnings vélsmiðjunnar næstu ár má nefna gluggagrihdur úr T-járni, ætlaðar f verksmiðju- hús, og sjálfvirkár heyskúffur á sláttuvélar, algerlega hannað- ar i vélsmiðjunni og útbreiddar um land allt. Einnig var smíðað allt járnverk í báta fyrir Skipa- smíðastöð KEA. Eftir stríð komu heyýtur á dráttarvélar, gróðurhúsagrindur, klafabönd, brynningartæki og innréttingar í fjós svo og stálgrindur í úti- hús, sem nú er mikið smíðað af. Steindór Jóhannesson andaðist 19/1 1951, og sfðan hefir Steindór sonur hans veitt vélsmiðjunni forstöðu. Nú er 3. ættliðurinn farinn að vinna í vélsmiðjunni. — 8 iðnnemar hafa útskrifazt frá fyrirtækinu, og sú farsæld hefir fylgt þvf, að þar hafa aldrei orðið slys á mönnum eða munum. Þar hafa verið hugsaðir og smíðaðir margir þjóðþrifahlutir, sem orðið hafa til heilla og fram- fara. Sv. P. Frímerk j asýningin Stockholmia 74 opnuð Stokkhólmi 20. september — Frá fréttaritara Morgunblaðs- ins. Alþjóðafrímerkj asýn ingi n Stockholmia 74 var opnuð síðdeg- is við hátfðlega athöfn af Svfa- konungi, Karli XVI Gustav. Sýn- ingin er haldin á vegum sænska frfmerkjasafnarasambandsins og sænsku póststjórnarinnar. Til samanburðar við stærð sýningar- innar má geta þess að þegar Svfar héldu alþjóðafrfmerkjasýningu árið 1955, voru sýningarramm- arnir 1.500 að tölu, en á St()ck- holmia 74 eru þeir 4.800 og gefur það nokkra hugmynd un*. stærð þessarar sýningar. Þátttakendur á sýnin^unni eru um 1.000 frá 104 löndttm og þeirra á meðal er Elísabet Englandsdrottning, en safn henn- ar er þó andstætt öðrum frí- merkjasöfnum vegna ætternis drottningarinnar, þvf að safnið er erfðagripur frá forfeðrum hennar hátignar, en þetta heimsfræga safn er sýnt í heiðursdeild sýning- arinnar. Annað, sem vekur og mikla athygli á Stockholmia 74, er umslag, sem póststimplað var á tunglinu af bandarískum geim- förum. t samkeppnisdeild sýningarinn- ar taka íslenzkir frímerkjasafnar- ar einnig þátt og sýna þar íslenzk sýningarefni og Félag frfmerkja- safnara í Reykjavík gekkst fyrir hópferð á sýninguna. Póststjórnir 14 ríkja sýna nýjustu frímerkja- útgáfur og hafa þar söludeildir, þar sem safnarar geta keypt frí- merki og þar á meðal er Island. Að lokum skal þess getið, að sýningin er í sýningarsölum St. Eriks Massan og er það að flatar- máli 20 þúsund fermetrar eða ná- lægt því eins stórt og fjórir knatt- spyrnuvellir og þurfa menn að ganga nokkra kílómetra til þess að skoða alla sýninguna, en áætl- að er, að tugir þúsunda gesta heimsæki þessa stórsýningu. Vátryggingarupphæð sýningar- efnisins er um 3.000 milljónir ís- lenzkra króna. Sænska póststjórn- in gefur út sérstaka útgáfu frí- merkja í tilefni sýningarinnar og er upplag hennar takmarkað mjög og verða frímerkin aðeins seld um leið og aðgöngumiði að sýningunnier seldur. Jónas Hallgrfmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.