Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 Tyrkneskur stjórnmálamaður: r □ Asælumst ekki Kýpur □ Viljum tryggja Tyrkjum jafnrétti við Grikki TYRKNESKI stj'örnmálamað- urinn Ahmed Ihsan Kirimli hefur verið á ferð á Islandi og gekk m.a. á fund Geirs Hall- grímssonar, forsætisráðherra, I þeim tilgangi að skýra viðhorf Tyrkja til Kýpurmálsins. Kir- imli er varaformaður Réttlætis- flokksins og í framkvæmda- stjórn hans. Hann hefur átt sæti á þingi í 14 ár og var samgönguráðherra um skeið. Hann er læknir að mennt og sérfræðingur f barnalækning- um. — Sumir undrast það, hvað ég, barnalæknirinn, er að vilja á þing, sagði hann kíminn í upphafi samtals við fréttamann Mbl. En þá segi ég alltaf: Á öllum þingum heims hegða þingmennirnir sér eins og börn og því er eðlilegt, að kjósendur velji barnalækni á þing. Sé maður nógu góður fyrir börnin — og öll börn kalla mig frænda — þá hlýtur maður að vera rétti maðurinn á þing! Þá snerist talið að alvarlegri viðfangsefnum, Kýpurdeilunni og viðhorfi Tyrkja til hennar. — Við erum ekki að sækjast eftir því að leggja undir okkur nýtt land, útskýrði Kirimli. Við viljum aðeins tryggja Tyrkjum á eynni öryggi og jafnrétti við Grikki. En af íbúunum á Kýpur eru 35% af tyrknesku bergi brotnir. Þetta eru aðallega bændur og hafa því yfirráð yfir meira en helmingi ræktaðs lands. Astæðan til þess, að við fórum með her til Kýpur, var sú, að við höfðum rétt til þess samkvæmt samningunum, sem gerðir voru í Zurich 1955. Sam- kvæmt þeim höfðu Tyrkir, Grikkir eða Bretar rétt til að taka f taumana, ef aðstæður breyttust. Og þegar búið var að víkja Makaríosi frá, og átti að sameina eyna Grikklandi, þá gripum við í taumana. Okkar markmið er sem sagt, að Kýpur sé sjálfstætt land og tyrkneska þjóðarbrotið hafi þar frelsi og jafnrétti. En af hverju treysta Tyrkir ekki Grikkjum til að veita tyrk- neska þjóðarbrotinu á Kýpur jafnrétti á við griska menn? Dr. Kirimli nefndi þrjú dæmi, sem hann kvað sýna ótvírætt, að Tyrkir þrifust ekki í landi, sem stjórnað væri af Grikkjum. — Eftir að Tyrkland fékk frelsi 1922, voru til dæmis 90% af íbúum Vestur-Þrakíu, sem Grikkir stjórna, Tyrkir. En nú eru þeir aðeins 30% íbúanna, vegna þess að þeim er þar ekki vært. Annað dæmi má nefna; Eftir fyrri heimstyrjöldina voru Tyrkir álíka margir á Kýp- ur eins og Grikkir. Nú er tyrk- neska þjóðabrotið aðeins 35%. Tyrkir geta ekki lifað á Kýpur, af því að þeir hafa þar ekki jafnan rétt sem aðrir íbúar eyjarinnar. Þriðja dæmið er frá Istambúl. Þar búa nú 60 þúsund Grikkir, fleiri en þar voru fyrir 30 árum. Þetta eru duglegir kaupmenn og þeir þrífast þar vel undir tyrkneskri stjórn. Þeim líður sýnilega vel í Istambúl og kæra sig ekkert um að flytja þaðan. Þessi þrjú dæmi sýna ótvírætt, að við get- um ekki treyst þvf, að Grikkir veiti Tyrkjum jafnrétti, þar sem þeir ráða. Þeir vilja sam- eina Kýpur Grikklandi. Og þeir vilja meira. Þeir vilja gera Anatolíu í okkar landi gríska og ná yfirráðum yfir Istambúl. Það sjáum við á því, að þeir kenna börnum í skólum sínum, að bæði Istambúl og Anatolía eigi að vera grísk. Eftir að Kemal AtatOrk, okkar fyrsti forseti, sigraði þá, sömdu þessar þjóðir frið. Atatúrk vildi frið í Tyrklandi og í öllum heiminum, og við erum enn sama sinnis. Og hvað vilja Tyrkir nú, úr því sem komið er? — Við vilj- um fara til friðarviðræðna í Sviss og semja, svarar dr. Dr. Ahmed Ihsan Kirimli. Kirimli. Við viljum nýja samninga, sem tryggi tyrkneska þjóðarbrotinu á Kýp- ur jafnan rétt á við aðra. Hann segir, að Tyrkir geti vel sætt sig við svipað fyrirkomu- lag og áður var, en ekki undir stjórn Makaríosar. — Hann braut ákvæði stjórnarskrárinn- ar fyrir sex árum og nú hefur það komið honum í koll, segir dr. Kirimli. Og hann fullyrðir, að Tyrkir muni draga her sinn til baka frá Kýpur, þegar trygging sé fengin fyrir því, að Tyrkjum verði ekki misboðið þar. Tyrkneski herinn hafi far- ið að vissri línu, en sfðan stöðv- ast, segir hann, og það sanni, að Tyrkir kæri sig ekki um að taka eyna og halda henni. Þegar búið sé að ganga tryggilega frá málum, muni Tyrkir láta Grikki hafa fuli réttindi, rétt eins og þeir geri þegar í Istan- búl. Dr. Ahmed Ihsan Kirimli kom við á íslandi á leið frá Ottawa, þar sem hann sat fund Atlantshafsbandalagsins, og notaði tækifærið til að skýra mál Tyrkja fyrir íslenzkum stjórnvöldum. En aðrir þing- menn hafa heimsótt aðrar rfkis- stjórnir í sama skyni. Héðan heldur hann heim til Istanbúl. Rithöfundaþing í Hásselbyhöll Rabbað við Jennu Jensdóttur DAGANA 9. — 14. september var haldin svokölluð Norðuratlants- hafsráðstefna rithöfunda f Hásselbyhöll f Svfþjóð. Fulltrúar komu frá norðurhéruðum Svf- þjóðar, Finnlands og Noregs, enn- fremur frá Grænlandi, Færeyjum og Islandi. Sátu um 25 manns ráðstefnuna. Islenzku fulltrúarnir voru Jenna Jensdóttir, Hannes Sigfús- son og' Birgir Sigurðsson. Guðbergur Bergsson var og boðaður, en gat ekki komið til fundarins. Mbl. sneri sér til 'Jennu Jens- dóttur og spurðist fyrir um hvaða mál hefðu verið efst á baugi og hverjar hefðu orðið helztu niður- stöður. — Á fyrri hluta ráðstefnunnar fóru m.a. fram hringborðsumræð- ur sagði Jenna. — Svo og fór fram kynning höfunda. Umræður voru um sameiginleg vandamál og rætt um fámennari hópa í- Skandi- navíu og möguleika þá sem þeir hefðu til bókaútgáfu. Einnig var fjallað um samvinnu milli útgef- enda og höfunda og aðgerðir til að auka skoðanaskipti milli rithöf- unda. Rætt var um vinnuskilyrði, kjör og samskipti við þéttbýlis- svæðin. Þá sagði Jenna, að niðurstöður ráðstefnunnar hefðu verið unnar af nefnd fulltrúa frá öllum þátt- tökusvæðunum. Var sú ályktun send ríkisstjórnum viðkomandi landa. Þar er vakin athygli á mikilvægum menningarlegum vandamálum afskekktari héraða og minnt á hin sérstöku menningarverðmæti, sem þar eru. Fram kom krafa um að tryggður yrði sjálfsagður réttur höfunda gagnvart rfkisvaldinu og lögð áherzla á að höfundar fengju greitt fyrir afnot rfkisins af verk- um þeirra, m.a. við kennslu og með útlánum úr bókasöfnum Jenna sagði að í ályktuninni væri vikið að því að rithöfundar í norðlægum eða afskekktum héruðum þessara landa lifðu oft einangraðir og hefðu inikla þörf fyrir samskipti við starfsbræður sína, innanlands og utan. Vegna mikilla fjarlægða og ferða- kostnaðar væri sanngirnismál, að rithöfundar fengju ferðastyrk frá ríkinu. Mikill áhugi kom fram á ráð- stefnunni um að þýðingar á bók- menntun Norðurlanda yrðu stór- auknar innbyrðis. Talið var æski- legt að Grænland fengi fastan fulltrúa í Norræna rithöfundaráð- inu og að grænlenzkir höfundar nytu sömu réttinda og félagar í Jenna Jensdóttir. Danska rithöfundasambandinu, en mjög skortir á að svo sé nú. Þá var rætt um hugmyndir sem fulltrúar Sama lögðu fram, þess efnis að komið yrði á fót Norr- ænni samiskri menningarstofnun. Var samþykkt einróma að styðja þá huginynd. Jenna sagði að hringborðsum- ræður hefðu verið milli fulltrúa frá ráðstefnunni og fulltrúa frá fjölmiðlum. Þá hlýddu þátttak- endur á íslenzka kammertónleika. Einnig var samkoma í Klaraleik- húsinu og þar lásu rithöfundarnir úr verkum sínum og íslenzku þátttakendurnir lásu úr Ijóðum sínum á norsku og islenzku. Síð- asta daginn heimsóttu svo Islend- ingarnir bókaforlög i Stokkhólmi. Morfíni stolið 1 GÆRDAG var maður nokkur færður í fangageymslu lögregl- unnar í Reykjavík, enda töluvert við skál. Við leit fundust á honum nokkrir skammtar af morfíni. Kom i ljós við yfirheyrslur, að maðurinn hafði stolið morfíninu úr bátnum Jóni á Hofi ÁR 42, þar sem báturinn lá við bryggju i Þor- lákshöfn. Gerðist þetta á sunnu- daginn. Maðurinn hafði sprautað í sig einum skammti, en afgang- inn var hann með í vösum sínum, þegar lögregan tók hann. Hraunbúðir í Eyjum: Glæsilegasta dvalarheimili landsins Dvalarheimilið Hraunbúðir var vfgt f Vestmannaeyjum s.l. sunnudag við hátfðlega athöfn. Er heimilið mjög vandað að allri gerð og á að vera fullkomnasta heimili af þessu tagi á landinu. Fjöldi stórra gjafa barst heim- ilinu frá ýmsum félögum og ein- staklingum. Vígsluathöfnin hófst með því, að Björn Tryggvason, formaður Rauða kross Islands, flutti ávarp og rakti hin miklu og happa- drjúgu störf Rauða krossins í gos- málinu, en Rauði kross Islands og Hjálparstofnun kirkjunnar hafa látið reisa Hraunbúðir fyrir gjafa- fé frá sex löndum, Bandarikj- unum, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Sviss og Svíþjóð, og Bæjarsjóður Vestmannaeyja lét gera grunn hússins og lagnir allar. Alls kostar húsið um 90 millj. kr. og er þar aðstaða fyrir 41 vistmann auk alls starfsliðs, en húsið er um 1900 fermetrar að stærð, þannig að um 45 fm eru á hvern vistmann. Að loknu ávarpi Björns tók til máls Gunnar Rog- stad fulltrúi Hándslag til Island og afhenti hann Vestmannaeyja- bæ húsið, en við tók Magnús Magnússon bæjarstjóri. Þá bless- aði biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, húsið og starfsemina, sem þar verður. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra var viðstaddur vígslu Hraunbúða og í ávarpi sínu flutti hann m.a. heillaóskir ríkisstjórnarinnar og lýsti þvi yfir, að innan tfðar yrði kannað ýtarlega, hvernig staða Viðlagasjóðs væri annars vegar og Vestmannaeyjabæjar hins vegar, og að stutt yrði við bakið á Vestmannaeyingum í viðreisn Vestmannaeyja, því það ættu Vestmannaeyingar inni hjá þjóð- inni. Kaffisamsæti var í kaffi- stofu Hraunbúða að lokinni vfgsluathöfn. Forstöðukona Hraunbúða er Unnur Pálsdóttir frá Vinaminni, en hún var for- stöðukona Elliheimilisins Skál- holts, sem hvarf undir hiaun í eldgosinu. Við vígslu dvalarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum á sunnudag voru tilkynntar margar gjafir til heimilisins. Kvenfélagið Heimaey, Skáta- flokkurinn Utlagar og Sólarfilma s.f. gáfu sængur og sængurfatnað í 43 rúm, 2 hjólastóla, málverk eftir Sverri Haraldsson og blóm. Sjómannadagsráðið f Vest- mannaeyjum gaf 700 þúsund krónur til lóðaframkvæmda og gaf fyrirheit um frekari fjár- stuðning við þær framkvæmdir. Önefndur danskur maður gaf 300 þúsund krónur. Gjöfina af- hendir Lionsklúbbur Hafnar- fjarðar. Kvenfélagið Líkn gaf rafmagns- orgel, sjónvarp og tvær stofu- klukkur. Rotaryklúbbur Vestmannaeyja gaf málverkið Alfakirkju eftir Guðna Hermansen. Kiwanisklúbburinn Helgafell f Vestmannaeyjum gaf fyrirheit um aðstoð við kaup á tækjum og mun næstu daga afhenda þvotta- vél og þurrkara. Ennfremur ætlar klúbburinn að veita aðstoð í félags- og tómstundastarfi. Hagverk s.f. gaf málverk frá Þingvöllum eftir Pétur Friðrik. Fyrirtækið Heiðmundui Framhald á bls. 31 Vistheimilíð Hraunbúðir f Vestmannaeyjum. Hafizt verður handa við lóðina innan tfðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.