Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 31 — Kennecb Framhald af bls. 1 fyrir repúblíkana 1976 og fram til þessa hefur það aldrei gerzt, að forseti Bandarfkjanna hafi fallið í kosningum. Þess ber einníg að gæta, að Kennedy er aðeins 42 ára að aldri og verður því 50 ára, er kosið verður 1980 og 54 ára 1984. Líklegasti frambjóóandi demókrata nú, er Kennedy er úr sögunni, er Henry Jackson öldungadeildarþingmaður. Kennedy lýsti því yfir, að hann mundi fara í framboð 1976 sem öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts. — Nixon Framhald af bls. 1 on verður úrskurðaður við- það góða heilsu, að hann geti borið vitni við réttarhöldin yfir John Erlichman, fyrrverandi ráðgjafa hans, en þau réttarhöld eiga ao hefjast 1. október nk. — Bretland Framhald af bls. 1 hún væri. „Þeir auka hana um 316%“, sagði ráðherrann. Fyrsta skoðanakönnunin, sem birt var um stöðu flokkanna í dag, sýnir, að Verkamannaflokkurinn hefur örugga forystu yfir íhalds- flokkinn, eða 45% á móti 33%, og Frjálslyndir eru með 18% Reynist þessi könnun réttur mælikvarði á stöðu flokkanna, þýðir það, að Verkamannaflokk- urinn fær stærsta meirihluta, sem hann hefur fengið frá 1945. Chalfont lávarður, sem var ráð- herra án ráðuneytis 1964—’70 sagði sig í dag úr Verkamanna- flokknum og sagði í bréfi til Wilsons forsætisráðherra, að hann hefði áhyggjur af hinum miklu ítökum, sem verkalýðs- félög hefðu fengið í stefnumótun flokksins einkum varðanda EBE. — Uppsagnir Framhald af bls. 32 félög, sem þegar hefðu sagt upp samningum, en hann kvað þau hljóta að vera orðin talsvert mörg. Fréttir af uppsögn samninga kvað hann berast nokkuð seint til ASÍ. Þá ber þess að geta, að Sjó- mannasamband tslands sendi aðildarfélögum sínum áskorun um uppsögn samr.inga hinn 17. þessa mánaðar. Samkvæmt upplýsingum Jóns Sigurðssonar, formanns sambandsins, hefur þegar borizt jákvætt svar við áskoruninni frá einu félagi, og er það Verkalýðsfélagið Stjarnan í Grundarfirði. Jón kvaðst búast við fleiri svörum við áskorun Sjó- mannasambandsins næstu daga. — Ráðstafanir Franfhald af bls. 2 verður okkur verulega að gagni, Mér sýnist, að þetta nái afar skammt miðað við það ástand, sem nú er Þar á baetist, að saltfiskurinn verðfellur llka, og allt stefnir í sömu áttina ". 0 Vandinn almennt meiri en menn gera sér grein fyrir Guðjón B. Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar SIS sagði: „Enn hefur viðhorfið til bráðabirgða- laganna ekki verið rætt hér á meðal okkar, en persónulega sýnist mér, að það, sem enn hefur komið fram, naegi engan veginn til þess að hjálpa mönn- um fram úr þeim geysilegu rekstrar- erfiðleikum, sem frystiiðnaðurinn erL Að vísu eru liðir í lögunum, sem enn eru óljósir Ekki er unnt að setja fingurinn á neina ákveðna upphæð eða sjá I hvaða formi ráðstafanirnar eiga að vera En manni sýnist I fljótu bragði. að það sé ekki leyst það vandamál, sem frystihúsin hafa komizt I sérstaklega á fyrri hluta þessa árs. Þar er bæði um að ræða mikinn hallarekstur og að acrki mikla rekstrarfjárþörf, sem hefur raun- verulega komið fram I skuldasöfrwn frystihúsanna. Vandi þeirra er kannski mun meiri en menn almennt vilja gera sér grein fyrir. Fleiri ráðstafanir hljóta að fylgja í kjölfarið. Ekkert er alvarlegra en að dregið verði úr getu þessara fyrirtækja til þess að framleiða í þjóðarbúið. Ekki verður komizt hjá þvi að leysa vanda- mál þessara fyrirtækja."' Guðjón tafdi, að ef þær 400 milljónir, sem fara eiga úr gengishagnaðarsjóði til þess að greiða gengisbætur á verðjöfnunar- sjóði, færu til fiskvinnslunnar, þá yrði það til verulegrar hjálpar. Hann kvað alla. sem nálægt sjávarútvegi kæmu, sammála um, að þessum peningum ættu ekkiuð_ráðstafa á þennan hátt Þéir eiga að vera fyrir fiskiðnaðinn, þar sem verðjöfmmarsjóður er tryggður með lögum á anna hátt. Kvað hann þessa ráðstöfun I sjálfu sér mjög umdeilda. Q BíSum frekari aðgerða Marteinn Jónasson, varaformaður Félags islenzkra botnvörpuskipaeig- enda sagði: Þó að bessi bráðabirgðalög séu viðleitníJil þesE að laga stöðu sjávarút- vegsins. verður að segja söguna eins ogJtúrrer að. þessar ráðstafanir eru alls ekki naégilegar. Geri ég ráð fyrir, að það sé öllum Ijóst. Nú fer sá timi í hönd, þegar margir hafa bætt hag sinn, siglingatíminn, og hátt fiskverð er erlendis En lögin fela í sér, að ekki er greidd niður olía, þegar siglt er með óunninn fisk á erlendan markað, þann- rg að þa<5 dæmi út af fyrir sig er mjög Ijótt. Ef tekið er dáemi, þarf stór togari 21 þúsund lítra atæliu í 25 daga veiðiferð Samkvæmt verði, sem ég fékk upp- gefið hjá einu olíufélaganna, er óniður- greitt verð á hverjum litra 1 6,70 krón- ur og er þvi oliukostnaðurinn einn nálægt 3,& milljónum króna. Ef við svo gerum ráð fyrir þvi, að selt sé fyrir 1 0 milljónir króna, og verður það að telj- ast góð sata, þá fara 35% í oliu- kostnað. Aðrir liðir, sem frá dragast, erú 20% I afborganir og vexti, veiðar- færakostnaður^ er rétt um 20% af brúttóafla á ársgrundvelli, tollar, ýmis löndunarkostnaður, umboðslaun og hafnarkostnaður ýmis, er ekki undir 25%, og nú eru útflutningsgjöldin rúmlega 8% af brúttóafla. Eins og hér sést, er harla litið eftir að þessum 1 0 milljónum króna, og á þá alveg eftir að borga skipshöfninm það, sem henni ber. Hlutur hennar fer talsvert eftir -veiðiferð,_én eins og öllum er kunnugt er það stór og mikill póstur, enn frem- urfæðiskostnaður, orlóf og fleira. Af þessu.sýnist siglingamyndin langt frá þvi að vera góð Að þvi er varðar fiskverð, þá er það mál Verðlagsráðs- ins Hvað viðkemur skiptingunni, munu togaramenn vilja, að skiptingin verði jöfn eftir öllum fisktequndum. Ljóst er, að frekari aðgerða er þörf Eftir þeim Bíðum við og vonumst til, að vel takist til. Það, sem komið er, er að allra domi ekki nóg ', sagði Marteinn Jóhasson. — Málefni Framhald af bls. 10 svo í næsta orði, „að láta ekki nýjar kynslóðir vangefinna vaxa úr grasi á meðan við káklum við _gð aðstoða fullorðið vangefið fólk, sem farið hefur á mis við alla eðlilega hjálp í bernsku." Þetta ^etur ekki vegið réttur mannrétt- inda hugsunarháttur, því bæði ungir og gamlir eiga sín fullu réttindi í þróuðu þjóðfélagi. Er ekki það rétta, að til sé kerfi fyrir fatlaða á öllunii sviðum, sem byrj- ar f bernsku og heldur áfram í fræðslu og þjálfun eins langt og verður komizt Síðan atvinnulífið með eða án Hjálpar, utan eða inn- an hæla eða heimila, alveg eins og fyrir þá, seíuáiga fötlun hafa? Er þetta ekki okkar baráttu- mál? Er ekki kominn tími til að sagan endurtaki sig ekki eins og eftirfarandi saga segir frá: Skóla- stjóri Barnaskóla... hringir og spyr hvað valdi því, að dóttir mtn hafi ekki komið til skóla í 6 ára bekkinn ennþá. Jú, svarið er, að aóttir mín er vangefin. Skóla- stjórinn svarar: Afsakið! Ef þjóð- fétag okkar væri byggt upp sam- kvæmt mannréttindaskrá Sam- einuðu þjóðanna, sem kveður á í 26. grein, „að hver maður á rétt til menntunar, skal hún veitt ókeyp- is, a.m.k.. barna- og unglinga- menntun“, hefði svar skólastjór- ans verið á þá lund, í stað þess að biðjast afsökunar, að dóttir min ætti að fara í þennan ákveðna skóla; sem er sérstofnun fyrir vangefnajj.e.á.s. inn í skólakerfi fyrir vangefna. Þannig kerfi er ekki til og því eru hlutirnir eins og þeir eru. MálefnLvangefinna heyra und- ir 3 eða jafnvel 4 ráðuneyti: Menntamála-, heilbrigðis- og tryggingamála-, fjármála- og félagsmálaráðuneytið, svo og bæjar- og sveilarfélög. Það hefur því skiljanfega verið og er erfiður róður fyrír eíristaklinga, félög og hópa að berjast fyrir málefnum, réttindum og jafnrétti vangef- inna og fæst tæplega skjót og góð úrlausn nema aðgerðir allra þessara aðila séu samræmdar í eitt stórt átak til að hrinda í fram- kvæmd alþjóðalögum um mann- réttindi, lögum íslenzku þjóðar- innar um grunnskóla, sérskóla, tryggingar o.fl. svo að vangefnum sé tryggð þjálfun og kennsla eftir þörfum, atvinna undir Iftilli eða mikilli vernd, umönnun ungra og gamalla eftir þörfum. Við teljum okkur meðal þróaðra þjóða. Erum við það þegar frumstæðar þjóðir veita hinum fötluðu meiri um- hyggju en við? Er þjóðin of fátæk eða vanþróuð til að geta sinnt málefnum þessa hóps einstakl- inga svo forsvaranlegt sé, ég tala ekki um, svo að sómi sé af? Eitt af því fáa, sem allir stjórn- málaflokkar á Islandi eru sam- mála um, er það að skerða ekki kjör hinna verst settu f þjóðfélag- inu, þ.e.a.s. þeir eru sammála um mannréttindabaráttuna og því ættu málefni vangefinna alls ekki að vera baráttumál, sem erfitt væri að fá framgengt. Öll börn eru jafnrétthá í þjóðfélaginu frá fæðingu. Er það réttlætanlegt og er það forsvaranlegt, að sá réttur sé tekinn frá vangefnum börnum síðar meir? Hinir nýju ráðherrar framan- greindra ráðuneyta ættu að taka þessa grein sem. viðtalsbeiðni frá öllum, sem að þessum málum hafa unnið og vinna, til skrafs og ráðagerða. Þannig mætti kannski samhæfa allar aðgerðir og hraða framkvæmd grunnskólalaganna nýju og veita málefnum vangef- inna forgang, því annað er naum- ast réttlætanlegt Islendingum! — Rætt við Unni Framhald af bls. 10 ganga vel, og er sá kallaður „pelíkan". Unnur sagðist telja dansinn vera nauðsynlegan þátt í mennt- un allra einstaklinga, enda væri dans vinsælasta dægradvöl, sem iðkuð væri í heiminum. Dansirin væri útrás fyrir tjáningarþörf, sem byggi i öllum að meira eða minna leyti, en einnig veitti dans- nám sjálfsöryggi og stuðlaði að frjálslegri framkomu. Unnur sagði danskennara vera þeirrar skoðunar, að dans ætti að vera skyldunámsgrein í skólum, og hefur samband þeirra boðið fræðsluyfirvöldum f Reykjavík og nágrenni að annast slíka kennslu. — Listafólk Framhald af bls. 1 sýna á laugardegi, en það af- þakkaði, vildi heldur sýna á sunnudegi, þvf að þá mætti búast við fleiri áhorfendum. 18 lisaverk voru gerð upptækÁ sýningunni um daginn, en nú hefur 8 verkum verið skilað, en hin 10 munu hafa verið eyðilögð af lögreglunni, sem tók að sér listagagnrýni þenn- an dag. Ástæðan fyrir þessari uppgjöf sovézkra yfirvalda mun vera sú, að þau hafa orðið að athlægi um allan heim vegna atburðarins, og fram- komu lögreglunnar við vest- ræna fréttamenn og diplomata harðlega mótmælt. — Fréttabréf Framhald af bls. 19 sem hafa nú sameiginleg réttindi til vinnu á svæðinu. Eins og áður hefir verið á drepið í fréttum misstum við búsetu héraðs- læknis okkar til Sauðárkróks, en nú hefir hjúkrunarkona verið ráðin hing- að, Sigriður Jónsdóttir, og verður hún staðsett á Hofsósi, en héraðs- læknir okkar hefir fastan vitjunardag þar, einu sinni ! viku, sem þykir of lltið þjónusta þó kalla megi i hann er þurfa þykir. Af þessu sem að framan er skráð má sjá að á þessu svæði hefir orðið gjörbylting á umliðnum árum. Hugur fólksins hefir breyst. í undirbúningi er bygging 8 einbýlis- húsa. en þó uppbygging á þessu sviði sé á góðri leið þá tel ég þó Útgerðarfélagið Nöf og frystihús- reksturinn mestu og helstu undir- stöðurnar undir velmegun og fram- farir. Þar er rekstur erfiður eins og er, en trú min er að þar muni einnig birta yfir. Björn. — Flugfreyjur Framhald af bls. 32 og virtust vera að bíða eftir ein- hverjum. Eftir 3—4 mín. bið fór annar þeirra aftur að búðinni, sparkaði upp hurðinni og skaut 4 skotum inn. Kom þá þriðji félag- inn út, en honum hefur væntan- lega verið haldið af þeim, sem inni voru. Fjöldi fólks varð vitni að þessu, en allir stóðu stjarfir og þorðu ekkert að gera gegn byssu- mönnunum. Á hæla þriðja svert- ingjans kom út úr búðinni kona, sem veinaði svo óskaplega, að það skar í gegn um merg og bein. Þremenningarnir hurfu á augabragði, en eftir lágu tveir menn í valnum í búðinni. 1 sjón- varpinu um kvöldið var sagt, að morgingjarnir hefðu ekki náðst, en engan ránsfeng höfðu þeir upp úródæðinu“. — Rætt við Bjarna Framhald af bls. 19 Ég verð að viðurkenna. að ég hélt að þetta væri mitt siðasta og aldrei hef ég verið nær þv! að fara á botninn en þennan dag. Við vorum svo á reki þarna frá sex um kvöldið, þetta gerðist ! birtu um fjögurleytið. Það voru bátar búnir að koma taugum yfir til okkar, en þær slitnuðu alltaf. Við komumst svo til Keflavlkur upp á eigin spýt- ur um eittleytið um nóttina. Við misstum þó ekki róður vegna þessa, þv! að það varð 10 daga landlega og á þeim tima var skipt um mastur og gert við bátinn, þannig að næst þegar gaf vorum við tilbúnir. —ihj. — Hraunbúðir Framhald af bls. 3 Sigurmundsson, Vestmanna- eyjum, gaf 100 þúsund krónur. Fyrirtækið Asmussen og Weber gaf áletraðan blómavasa. Soroptimistaklúbburinn mun útbúa eitt eða tvö herbergi af áhöldum og efni fyrir iðjuþjálfun og tómstundavinnu, og gefa m.a. píanó, söngbækur og nótur, 2 vef- stóla, með tilheyrandi áhöldum, rokk, saumavél, töfl, hefilbekk, útskurðartæki, vinnúlampa og föndurefni allskonar. Þá gáfu fjórar litlar stúlkur kr. 13.560, en þær öfluðu fjárins með hluta- veltu. — Hondúras Framhald af bls. 1 Þorpið Choloma með um 7000 íbúa varð harðast úti f náttúru- hamförunum, er fljótið, sem ber sama nafn, breytti farvegi sínum og skall á þorpinu með gífur- legum krafti. Er vitað, að tæplega 3000 þorpsbúar fórust. Ástandið þar er ömurlegt, og vinna her- menn og sjálfboðaliðar Rauða krossins að því að grafa lík upp úr húsarústum og leðju, og er benzíni helt yfir þau og þau brennd á staðnum. Mikill matvælaskortur er og þurfa bændur að verja búfénað sinn, sem eftir lifir, með hagla- byssum, þvf að þjófar og óalda- lýður eltir uppi skepnur og drepur þær og selur svo kjötið fyrir okurverð. Allar búðir bæjar- ins, sem ekki urðu flóðinu að bráð, hafa verið tæmdar af þjóf- um, svo þar er ekki snitti eftir. I þorpinu La Jutosa, sem er í nágrenni við Choloma, fórust flestir þorpsbúar, er flóðbylgja skall á þorpskirkjunni, þar sem þeir höfðu leitað hælis. Mjög umfangsmikið hjálpar- starf er nú komið í gang og flug- vélar frá Kúbu, Bandaríkunun- um, Venezuela, Costa Rica, Mexíkó óg víðar hafa komið til Hondúras í dag með lyf og mat- væli, en eins og fyrr segir vantar þyrlur og flugvélar til að koma hjálpargögnunum á áfangastað. Talið er, að margir dagar muni líða, áður en ljóst verður endan lega, hvert manntjón og eignatjón hefur orðið, en þegar er ljóst, að það er eitt hið mesta í sögu Mið- Ameríku. — Bretarnir Framhald af bls. 32 um við ekkert heyrt um.“ Skömmu eftir að samtai lauk, kom eftirlitsvél Landhc gæzlunnar á vettvang og stuu a við þeim brezku skipum, þarna voru, en Morgunblaðið h: : ur hins vegar aflað sér upplýsi v um það, að miðað við landlx : samninga þá, sem vinstri stjór gerði, sé ekki unnt að banna Brci- um veiðar þarna, þótt íslenzkmn sjómönnum sé bannað það. þessi mál nú í athugun. 1 gær höfðum við svo aftur ■ band við Jóhann skipstjór; Skafta. Kvað hann íslenzku ana nú vera farna að dreifas! o ekki vissi hann, hvort brezkir arar voru í friðaða hólfinu 'þann daginn því ekkert íslenzkt fiski- skip hefði verið þar nálægt. Hn vegar kvað hann tvo þýzka togara. þá Hans Buckler og Hagen vera innan 50 mílna markanna, en ís- lenzku skipin voru þá á svæöinr, milli 40 og 50 mílnanna. Jóhann kvað íslenzku skips ana hafa grun um einhver söm ákvæði í vinstristjórnar land- helgissamningnum, því að sama hefði verið uppi á tengingnum, er hólfinu f Víkurdalsbotninum , lokað, og Englendingarnir hofðu þá fengið að dansa um hólfið. Jóhann kvað veðrið þokk, kaldaskít að visu, og aflann r ran helzt ufsaræfil. — Múlafoss Framhald af bls. 32 an með skipinu þeirra, Kongs- havn, góða stund. Um borð í því voru 6800 kjúklingar í 310 rimla- búrum á dekkinu, og lestin var full af hænsnafóðri. Þegar var komið, var skipið orðið svo alelda stafna á milli og öskrín í kjúklingunum hafa Örugglega ekki verið falleg, þó svo að \ höfum ekki heyrt mikið í i vegna fjarlægðar. Færeyingarnir sögðu, að eldurinn hefði komið upp i vélarrúminu, og sennileea hefði kviknað í út frá skorsteins- rörinu," sagði Ágúst. Þá sagði Ágúst, að þegar ljóst hefði orðið, að ekkert þýddi að gera til að bjarga skipinu, hefði verið haldið af stað til Helsingja borgar og þangað hefði verið kom- ið kl. 6 í gærmorgun. Múlafoss fór síðan frá Helsingjaborg um kl. 2 í gærdag. Skömmu eftir að Múlafoss fór frá Kongshavn, kom dráttarbátur að skipinu og átti að reyna að draga það til hafnar. Það tókst ekki og sökk Kongshavn snemma í gærmorgun. Kongshavn var 250 rúmlestir að stærð og var byggt úr tré 1912. Skipið hefur því verið orðið 62 árá gamalt. Sven Petersen á umboðsskrif- stofu Eimskipafélagsins i Kaup- mannahöfn sagði í gær að áherzla yrði lögð á, að leiðrétta fréttina um, að Múlafoss og Kóngshavn hefðu lent f árekstri, og búið væri að hafa samband við flesta þá aðila, sem rangt hefðu sagt frá atburði num. r Attræður Attræður er f dag, 24. septem- ber, Jón Kr. Björnsson fyrrum útgerðarmaóur á Ölafsfirði. — Jón ber aidurinn vel og er hann að heiman í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.