Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 29 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöttir þýddi ✓ greinar voru skrifaðar-ttH) Hunt- ley Cameron. Og þad gerði fólk, sem aldrei komst nær honum en aö hliðinu í Freemont. Hann var á allan hátt hiö fýsilegasta frétta- efni. Auðæfi hans, hjónabönd hans, harðstjórn hans sem vinnu- veitanda var alræmd og öfgasinn- aðar hægriskoðanir hans í stjórn- málum gerðu það að verkum, að margir lögðu hatur á'hanrr. Sömu- leiðis hroki hans gagnvart öðru fólki — sem hann reít svo á að varla væri þess virði hann træði á þvf. Nokkrum árum áður hafði hann opinberlega ráðist af mestu hörku á demókrataflokkinn og þá- verandi forseta Hugsden. Alla ævi hafði Huntley aðhyllzt hægri stefnu í stjórnmálum og notaði vald sitt og þéninga tiT að út- breiða skoðanir sínár eftir um- deildum leiðum. I kosmngabar- áttu þeirri sem nú stóð fyrir dyrum hefðu flestir talið sjálfgert að hann fylgdi að málum John Jackson, sem allir vissu að hafði verið áhrifamikill Ku Klux Klan maður, sem æsti fólk upp með kommúnistahræðslu og svertingjahatri. Allfr vinir Camerons og reyndar ýmsir and- stæðingar hans studdu Jackson, þetta fyrirlitlega fyfirbrigði sem hafði skotið upp í bandarískum stjórnmálum eins og eiturnöðru. Hann hafði ekki linnt látunum, heldur spúið eitri þangað til hið ótrúlega hafði gerzt. Ku Klux Klan-maður virtist hafa góða möguleika á að komast f Hvíta húsið. Og þá loksins virtist Hunt- ley Cameron skilýa a4 hverju stefndi. Hann hafði gert sér grein fyrir hvers konar forseti Jackson yrði fyrir Bandaríkin. HafTn sá að slíkur forseti myndi ekki aðeins ala á hatri í samskiptum við aðrar þjóðir, hann sá einnig fram á hvað gerast myndi með banda- rísku þjóðinni sjálfri. Og öllum til óskiptrar undrunar hafði hann skyndilega lýst því yfir að hann styddi demókratann Patrick Casey sem forseta. Hann tilkynnti einnig að hann myndi óspart veita fé til að styðja hann f baráttunni til að koma frjálslyndari og heil- brigðari manni í æðstu stöðu Bandaríkjanna. Og enginn var í vafa um vald Huntley Camerons, þegar hann raunverulega ákvað að beita valdi sínu, þótt meðul hans þættu mörg óboðleg og vektu mörgum andstyggð á mann- inum og því sem honum viðkom. I samanburði við Huntley Cameron var Eddi King ekkert. Hann gaf út lítið pólitískt rit sem var dreift meðal fhaldssinna í Bandaríkjunum og auk þess voru útgáfur ritsins gefnar út í nokkr- um Evrópulöndum. Hann var fimmtíu og tveggja ára, eða tæp- um tíu árum yngri en Huntley en leit út fyrir að vera yngri. Hann var íþróttamannslega vax- inn, enda kappkostaði hann að gera æfingar reglulega og var mjög annt um útlit sitt. Hann var ekki aðeins vinur Huntley Camer- ons — heldur einn af örfáum sem voru honum nánir. Aftur á móti gat aldrei orðið jafnræði í vin- fengi þeirra, því að Huntley Cameron taldi að enginn skipti máli í heiminum annar en Hunt- ley Cameron og enginn hefði neitt viðlika til brunns að bera. — Ég spyr í síðasta sinn — hvers konar mál er þetta. En auð- vitað þegirðu þunnu hljóði eins og áður. — Elisabeth, sagði hann alvöru- gefinn. — Ég lofaði frænda þín- um algerri leynd. Fullkomnum trúnaði. Þetta er honum ákaflega mikilvægt. Þegar þú sfðar meir færð að vita alla söguna veit ég, að þú skilur hvers vegna ég get ekkert sagt þér að svo stöddu. Huntley hefur aldrei tekizt á við neitt í líkingu við þetta. Og það hefði áhættu í för með sér fyrir hann, ef um það fréttist of snemma. En ef þú ert mjög áhyggjufull, þá endurtek ég, að þú getur látið þetta lönd og leið og ég sé þá um það sjálfur. — Auðvitað hvarflar slfkt ekki að mér, sagði Elisabeth. — Þú baðst mig að koma og hjálpa ykk- ur og ég lofaði að gera það. Ég á frænda mínum þakkarskuld að gjalda, hann var góður við mig eftir að foreldrar mínir dóu. Hún leit snöggt undan og kökk- ur kom í hálsinn á henni, eins og alltaf þegar henni varð hugsað til slyssins. Hann beygði sig nær henni og stillti sig um að þrýsta handlegg hennar. Hann vissi, að henni var ógeðfellt ef honum varð á að koma við hana. Hann vissi, að það gat hann ekki látið eftir sér, í og með vegna þess, að hún var bróðurdóttir Huntley Cameroiis. Hann vissi, að hún hafði beyg af honum og sú tilhugsun æsti hann stundum dálítið upp. Aðrar konur sóttust eftir samvistum við hann og eltu hann jafnvel á röndum. En andúð hennar í hans garð, hvað þetta snerti, var ótvíræð og hann hafði aldrei kynnzt því fyrr. Huntley er eini ættinginn, sem ég á, sagði Elisabeth — ég gæti ekki fengið af mér að svfkja hann — og ekki þig Eddi. Fyrirgefðu hvað ég hef verið erfið. Ég skal ekki spyrja frekari spurninga. Þú ert honum góður vinur og ég vona, að hann geri sér grein fyrir þvf. Hann er ekki vinmargur mað- ur. Hún horfði á hann stórum, brúnum og einlægum augum. Þetta voru augu konu, sem hafði ekkert leyndarmál, hvorki fyrir heiminum né sjálfri sér, heldur vildi jafnan koma hreint fram og vænti þess sama af öðrum. Kannski bar þetta vott um barna- skap, hugsaði hann. Hver getur verið svo einfaldur að eiga sér engin leyndarmál. .. Hann sá sjálfan sig speglast í þessum aug- um, hann, Eddi King, vininn góða, sem var að hjálpa rfka manninum, sem enga átti vinina. Aumingja ríka fólkið, engum þótti vænt um það, nema pening- anna vegna. Hann hugsaði um leið og hann horfði í þessi augu, að kannski væri ekki sérlega auð- velt að láta sér þykja vænt um sumt af þessu ríka fólki. Ég er hætt að finna kvenlokka á jakkanum þínum. Er hún sköllótt, sem þú heldur við? LJOS & ORKA LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL Sendum í póstkröfu. LJÖS & ORKA Snöurlandsbraut 12 simi 84488 Stækkunar- lamparnirfrá Luxo komnir aftur Félaqslíf 1.0.0 F. Rb. 1 =1 239248VÍ = 1.0.0.F. 8 = 1 559258’/j = VELVAKAIMOI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 10.30 — 1 1-30, frá mánudegi til föstudags. 0 Með eftirsjá Nýlega birtist þessi vfsa í Degi: Vinstristjórnar verkin lifa vegi betri hún oss gáf. Þó er hart að þurfa að skrifa þingeyingur með litlum staf. Visan er merkt Ö.H., og ér hún í fréttabréfi til Dags frá Gunnars- stöðum i Þistilfirði • Síðasti tangó í París Þetta bréf bárst blaðinu um daginn: „Heiðraði kvikmyndagagnrýn- gndi. Ég er hér með eina spurningu, sem mér liggur mjög á hjarta, og veitsatt að segja ekki almennileg hvert ég á að snúa mér með hana. En þar sem mér finnst eðlilegast að vænta skýringar hjá eínhverj- um í hópi þinna stéttarbræðra, ætla ég að leyfa mér að leita til þín. Spurningin er sem sé: Hvers vegna var bannað að sýna mynd- ina „Síðasti tango í París“ á ís- landi? Ég hef sjálfur séð þessa mynd erlendis, og fannst mikið til um hana sem mjög svo listræna mynd. Sjálfur get ég ekkt fundið neina „lógikk" i þeirri ákvörðun að banna sýningar á henni, enda margar aðrar myndir mun rýrari að gildi og miklu „klámfengnari“ sýndar hér árr nokkurra athuga- semda. Með von um að þú takir mál þetta til meðferðar, virðingar- fyllst, „Einn, sem er alveg stémhissa." Þessu svarar Björn Vignir, sem manna iðnastur hefur verið við að skoða kvikmyndir og skrifa gagn- rýni um þær hér í Morgunblað- inu: Spurning bréfritara er byggð á misskilningi. Kvikmyndaeftirlitið skoðaði Síðasta tangó í París fyrir allnokkru og gerði ekki aðrar at- hugasemdir við hana en að banna hana börnum innan 16 ára. Kvik- myndaeftirlitinu er skylt að láta lögregluna vita, rekist það á kvik- mynd, sem að þess dómi verður að flokkast undir klám og stöðvar þá lögreglan sýningar á henni. Kvik- myndaeftirlitið sá ekki tilefni til þess í þessu tilfelli enda hefur Siðasti tangóinn hvergi verið bannaður nema í örfáum há- kaþólskum löndum og fhaldssöm- ustu fylkjum Bandaríkjanna. Siðasti tangóinn verður væntanlega tekinn til sýninga í Tónabíó áður en langt um líður. Kvikmyndagagnrýnanda Morgun- blaðsins er hins vegar kunnugt um, að minni háttar galli kom fram við textun myndarinnar hér- lendis og má það hafávaldið ein- hverju um þann drátt, sem orðið hefur á sýningum myndarinnar. Sennilegast er , þó, að forráða- menn Tónabíós bíði eftir heppi- legum tíma til að sýna myndina — er borgarbúar verða almennt komnir heim úr sólinni á Spáni og sumarleyfum annars staðar — þar sem þeir vilja auðvitað hala sem mest inn á þessari umdeildu mynd. En úr þvi að kvikmynda- gagnrýnandinn er farinn að hripa niður þessar linur á annað borð, vill hann nota tækifærið og hvetja Hafnarbió til að taka Brúðu- heimilið hans Losey sem fyrst til sýninga aftur. Það varð svo brátt um blessaða myndina, að fjöldi áhugamanna gáði ekki að sér fyrr en sýningum var hætt. 0 Lófastór blettur hjá nágrannanum „Nestor" skrifar á þessa leið. „Hvi borar Reykjavíkurborg ekki eftir heitu vatni á Seltjarnar- nesi? Þar fengist mjög heitt vatn í næsta nágrenni og myndi það spara þjóðinni tugi milljóna, sem "um munar i oliuokrinu. Ekki getur staðið á því, að Reykjavík fái lófastóran blett hjá nábúanum þegar um svo stórar og háar fjárhæðir er að ræða. „Nestor". Það vantaði nú bara, að við Reykvíkingar færum að ásælast hlunnindi á bújörðum friðsamra nágranna, sem veitir ekki af’sinu, þegar við fáum heita vatnið okkar úr eigin landi. 0 Makalausar vínveizlur Hér er bréf frá konu, sem af skiljanlegum ástæðum getur ekki opinberað nafn sitt: „Nú tekur skammdegið að nálg- ast og mörgum þykir þá þörf á að lyfta sér upp. Ein er sú tegund skemmtana, sem færzt hefur í vöxt undanfarin ár, en það eru makalausar vin- véizlur, sem stofnað er til á vinnu- stað, og eru veizlurnar ýmist haldnar þar eða í heimahúsum. I báðum tilfellum er mökum meinuð þátttaka. A mörgum vinnustöðum er sambland af giftu fólki og fólki á lausum kili. Sumir segja, að það skapist betri samstarfsandi eftir að fólkið hefúr skemmt sér saman án trufl- unar maka, sem vinnur ekki á sama stað. Það má vel vera, að það sé satt. En sá samstarfsandi kann að vera dýru verði keyptur. Er ekki hjónabandshamingja meira virði? Margar þessar skemmtanir fara vel fram og enda vel fyrir alla aðila, en því miður misnota sumir vínveizlur þessar, ýmist viljandi eða af veikleika, til þess að slá sér upp með vinnufélaga, jafnvel lengi nætur, og er gengið mis- langt i þeim efnum. Möguleikarn- ir eru margir og misjafn sauður i mörgu fé. Flestir leyna eftir mætti vixlsporum næturinnar fyrir maka sínum, sem heima sat. í flestum tilvikum reynist erfitt að leyna makann því sanna að m.k. þegar til lengdar lætur. Þá gerist annaðhvort eða hvort tveggja, makanum, sem heima sat sárnar óskaplega að eiga óhrein- lyndan maka, eða makinn, sem heima sat, hugsar með sér: „Ég verð að skemmta mér á svipaðan hátt.“ Þetta síðastnefnda er sam- bland af hefnd og tilraun til að endurheimta sjálfsvirðingu sína. Þetta getur í, mörgum tilfellum verið upphafið af vitahring, sem hefur í för með sér mikla óham- ingju og i sumum tilfellum skiln- áð. Því má ekki gleyma, að þessi vítahringur getur einnig hafizt vegna misskilnings. Ég skora þess vegna á alla að tæla ekki gifta vinnufélaga sina i makalausa veizlu með vinið að vopni. Enda þótt þið teljið ykkur geta gætt ykkar sjálf, þá er ekki yíst að aðrir geti gætt-sín, og vinið losar um allar hömlur. Reynið að setja ykkur i spor makans. sem heima situr. Spyrjið ykkur sjálf: „Kæri ég mig um að maki minn sé langt fram á nætur i einhverri vinveizlu þar sem ég niá ekki korna?" Hugsið ekki fyrst og síð- ast um ykkur sjálf, heldur aðra. Ef ykkur er boðið i makalausa vínveizlu, segið þá neitakk, því eitt er að bjóða og annað að þiggja. Makinn, sem heima sat.“ Frá Farfuglum Haustlitaferð í Þórsmörk föstudag kl. 20 og laugardag kl. 14. Skrifstofan opin kl. 20—22, Félagsstarf eldri borgara. Af gefnu tilefni skal fram tekið að hársnyrting fer fram alla þriðju- daga og föstudaga frá kl. 2 e.h. að Norðurbrún 1. Uppl. og pantanir i síma 86960 alla virka daga frá kl. 1 —5 e.h. ,Félagsstarf eldri borgara. Blak Handknattleiksfélag Kópavogs (H.K.) heldur stofnfund blakdeild- ar i Æskulýðsheimilinu Álfhólsvegi 32. Kópavogi, i kvöld 24. sept. kl. 20:30. Blakáhugafólk i Kópavogi og nágrenni, er velkomið á fund- inn. Stjórn H .K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.