Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 GADDAFI ÍHUGAR FRAMTÍÐ- I INA Reuter Muammar Gaddafi Muammar Gaddafi ofurstu, þjóðarleiStogi Libýu, hefur hægt um sig um þessar mundir. Eftir aS Sadat forseti gerSi aS engu vonir hans um sameiningu Líbýu og Egyptalands hefur Gaddafi gert hlé á tilraunum sinum og unniS aS endurskoSun á stefnu sinni varS- andi einingu Arabarikjanna, og aS þvi aS brúa þaS bil, sem fyrri framkoma hans hefur trúlega valdiS milli Arabarikjanna. Náin stjórnmála- og efnahags- samvinna Sadats Egyptalandsfor- seta og Faisals konungs Saudi- Arabiu hefur dregiS úr áhrifum Gaddafis i Arabarikjunum, aS þvi er áreiSanlegar heimildir herma. En eftir fimm ára valdasetu — þ.e. frá byltingunni 1. september 1969 — hefur Gaddafi enn öruggt hald á stjórnartaumunum heima fyrir. „Hann er jafnvel enn tryggari i sessi nú en nokkurntima áSur frá þvi byltingin var gerS," sagði erlendur sendif ulltrúi ný- lega. MeSan Gaddafi ofursti harmar þaS. aS ekkert varS úr draumnum um sameiningu Libýu og Egypta- lands, eru efnahagsmálin einnig ofarlega i huga hans, herma vest- rænar heimildir. Oliuvinnsla Libýu. gulliS, sem skapar þjóSinni lifsviSurværi,' er hraSminnkandi. Hafa yfirvöldin dregiS úr framleiSslunni aS yfir- veguSu ráSi til aS tryggja vigstöS- una gegn ísrael. f fyrra nam fram- leiSslan aS meSaltali tveimur milljónum tunna af oliu á dag. f maí í ár var framleiSslan 1,8 milljónir tunna á dag aS meSaltali, og í ágúst 1,2—1,4 milljónir. Vestrænar heimildir telja, aS til aS mæta föstum útgjöldum landsins þurfi framleiSslan aS vera minnst 1,2 milljónir tunna á dag. „Bankayfirvöld i Libýu halda því fram, aS sjóSir rikisins hafi ekki lengur neinar tekjur til fjár- festinga, og verSi því fljótlega aS gripa til varasjóSa." segja þessar heimildir. „ÞaS vantar fjármagn til uppbyggingar, vopnakaupa og annarra fjárfestinga. Og eftirspurn eftir oliu fer minnkandi I vest- rænum ríkjum." Um þriggja ára skeiS hefur oliu- auSur Gaddafis ýtt undir áhrif hans, og hann hefur ferSast um meS tékkheftiS á lofti. Hann hefur hvatt til skæruliSaaSgerSa og stundum stutt þær fjárhagslega, allt frá skæruliSaárásum á ísrael til irskra skæruliSaaSgerSa gegn stjórn Breta á NorSur-lrlandi. Nú er hann algjörlega andvigur aS- gerSum PalestinuAraba á borS viS flugrán eSa morSin i Munchen, og vill einungis styrkja beinar aS- gerSir gegn fsrael. Gaddafi hefir einnig veriS óspar á fé heima fyrir. Á fimm ára af- mæli byltingarinnar efndi hann til mikillar hersýningar. Rúmlega 250 nýir skriSdrekar, þeirra á meSal nýjasta gerSin frá Sovét- rikjunum, T62S, og eldflaugar af gerSinni SAM-6 óku i fylkingu meSfram múrum gamla borgar- hlutans i Tripoli meSan fransk- byggSar Mirage-þotur fóru i hóp- um yfir borgina. Gaddafi hefur einnig staSiS fyrir miklum þjóSfélagsumbótum fyrir þær tvær milljónir, sem landiS byggja. Fjöldi nýrra og ódýrra eftir RODNE Y PINDER ibúSa hefur svo til þurrkaS út skúraþyrpinguna. sem lá meSfram veginum frá flugvellinum inn til Tripoli. VeriS er aS koma upp skól- um, sjúkrahúsum og léttiSnaSi. Landbúnaðaráætlanir stefna að þvi að rækta upp eyðimörkina, sem þekur 90% iandsins. Libýu- búar fá ókeypis læknishjálp — jafnvel flugmiSa til Bretlands til að leita aðstoðar sérfræðinga — og ókeypis undirstöðumenntun. Fyrir tveimur árum hrjáði ólæsi 60% þjóðarinnar, en reiknað er meS, að þvi verði útrýmt fyrir árið 1985. Meðal árstekjur i Libýu nema nú um 800 dinörum (um 300 þús. kr.) Franskar bifreiðir, japönsk ferðaútvarpstæki og arabisk tón- list einkenna sólbakað borgarlifið i Tripoli, og þar er hvergi að sjá þá augljósu fátækt — hrörleg híbýli, bækluS börn og betlara — sem er áberandi i mörgum borgum Araba. En veslrænir sérfræSingar segja, að eftirspurn eftir oliu fari minnkandi, og verðið á oliu frá Libýu er um dollar hærra á tunnu en frá öðrum olfuríkjum. Þá segja þessir sérfræðingar. að fleira hafi orðið til þess aS draga úr oliufram- leiSslunni en ákvörSun Gaddafis. Segja þeir, aS eftir að olfulindirnar voru þjóðnýttar hafi vinnslunni hrakað. „Á einu olíusvæði, sem Bretar ráku áður, var framleiðslan 400 þúsund tunnur fyrir þjóðnýt- ingu. Nú er hún komin niður i 80 þúsund, eða jafnvel 50 þúsund tunnur á dag." sagði einn þessara sérfræðinga. „Olian inniheldur mikið vax. og vaxið hleðst innan á olíuleiðslurnar. Minnkar þvi magniS, sem um leiðslurnar rennur, meS hverjum degi." Frá opinberri hálfu i Libýu er sagt, að hækkun oliuverðsins geri betur en aS bæta upp minnkaSa framleiSslu. Margir hafa þó áhyggjur af þessari framvindu mála, og sennilega er Gaddafi þeirra á meSal, þvi hann segir oft i ræSum sinum: „Ekki meiri ræSu- höld — nú er kominn timi til aSgerSa." VerSbólga er mikil i Libýu, en skýrslur þar aS lútandi eru ekki birtar opinberlega. Þá hefur al- gjört vinbann i landinu einnig valdiS óánægju. Þá sjaldan, að unnt er að fá flösku af skozku viskíi á svörtum markaði, kostar hún yfir sex þúsund krónur. Samvinna Sadats forseta og Faisals konungs hefur varpaS nokkrum skugga á Gaddafi, sem nú bíður sins tima. Eins og einn vestrænn sendifulltrúi orðaði þaS: „Meðan Gaddafi er enn viS völd, hlýtur Sadat að þurfa oft að horfa um öxl. Frá þvi i október hefur Gaddafi barizt eindregið gegn þvi, að hagsmunum Palestinu-Araba verði fórnaS i friðarsókn Banda ríkjamanna. Fari næsta lota friðar- umræSnanna á vegum Bandarikj- anna út um þúfur, getur Gaddafi risið upp og sagt: „Þetta sagði ég ykkur"." Sandgerði Til sölu vel meðfarin 3ja herb. ibúð við Suðurgötu. Hagstætt verð. Losnar fljótlega. Fasteignasalan Hafnargötu 27. Keflavík, sími 1420. Brotamálmar Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, Simi 25891. Sandgerði Til sölu glæsileg efri hæð 4 svefn- herb. samliggjandi stofur. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns, Vatnsvegi 20. Keflavik. Simar 1 263 og 2890. Er vaskurinn stiflaður? Tek stiflur úr handlaugum, baðkör- um og eldhúsvöskum. Baldur Kristiansen Simi 19131. Prjónakonur takið eftir Kaupum lopapeysur allar gerðir og liti. Móttaka 9 — 1 2. Unex, Aðalstræti 9. Hjólhýsi Get tekið nokkur hjólhýsi til geymslu i vetur. Uppl. í síma 12572. Hafnarfjörður Get tekið börn i fóstur frá nokkra mánaða — 5 ára. Upplýsingar i síma 52092. Föndur Föndur fyrir 4—6 ára börn. Elín Jónasdóttir, Miklubraut 86. Sími 10314. Felgur fyrir Cortina '71 — '74 (fyrir snjódekk). Vönduð vara, hagstætt verð. Storð h.f., Ármúla 24, sími 81430. Til sölu Mercedes Benz 230, sjálfskiptur, ekinn 100.000 km. árg. '68. Uppl. i sima 20177 eftir kl. 18 daglega. Félag áhugamanna um fiskrækt heldur fræðslufund miðvikudaginn 25. sept. á Hótel Loftleiðum (Kristalsalur) Dr. Peter H. Milne verkfræðingur og ráðgjafi á vegum Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar S. þj. flytur fyrirlestur um: Fiskrækt við strendur landa. Hafnarfjörður Til sölu nýleg 3ja herb. endaíbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við Sléttahraun. Verð kr. 3,8 millj. til 4 millj. r Arni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, Hafnarfirði. sími 50764. Til sölu vandað stein- hús við Amtmannsstíg. Húsið er tvær hæðir 87 fm hvor ásamt kjaliara. Eignin hentar vel fyrir hvers konar félagsstarfssemi eða sem skrifstofu- eða verzlunar- húsnæði. ÍBÚÐA- SALAN INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓl SÍMI 12180.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.