Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR-24. SEPTEMBER 1974 Jóhann Guðmundsson læknir: Málefni vangefinna Þeir, sem vinna að málefnum og réttindum vangefinna, gleðjast ætfð, þegar málefnum þeirra er haldið á loft og þau jafnframt skýrð f fjölmiðlum. Það gildir þð ekki sfður um þessi mál en önnur, að baráttan á að vera málefnaleg, byggð á staðreyndum og þannig framfærð, að ekki valdi misskilningi eða rugli almenníng, sem ekki þekkir til vandamála vangefinna. t skrifum f dagblöðin að undanförnu er greinilegt, að skort hefur á þannig málflutning og hann þannig ekki þjónað tilgangi sfnum að fuilu, að styrkja og styðja málefni vangefinna. Þeir vangefnu geta ekki haldið fram málefnum sfnum sjálfir, heldur eru það þeir, sem að þeim standa, sem verða að gera það og því nauðsynlegt að gera það á málefnalegum grundvelli, byggðum á staðreyndum og framfærðum á drengilegan máta. Það er langt mál að lýsa baráttunni fyrir málefnum vangefinna fram að þessu og verða henni ekki gerð skil í blaðagrein. Reynt skal að stikla á stóru til þess að gefa almenningi vfsbendingu um, að barist hefur verið og mun verða gert. Hér er verulegur hluti félaga f Danskennarasambandinu. Fremri röð (talið frá vinstri): Sigvaldi Þorgilsson, Heiðar Ástvaldsson, Unnur Arngrfmsdóttir, Örn Guðmundsson og Hermann Ragnar Stefánsson. Aftari röð (talið frá vinstri): Iben Sonne, Svanhildur Jakobsdóttir, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Harpa Pálsdóttir, Edda Scheving, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Svanfrfður Ingvadóttir, Emilfa Ölafsdóttir, Ástrfður Johanson og Klara Sigurgeirsdóttir. r Danskennarasamband Islands 10 ára: RÆTT VIÐ UNNI ARNGRÍMSDámjR UM þessar mundir eru liðin 10 ár frá stofnun Danskennarasambands tslands. Formaður er nú Unnur Arngrfmsdóttir, en aðrir f stjórn eru Örn Guðmundsson, Iben Sonne, Guðbjörg Pálsdóttir og Edda Pálsdótt- ir. Nú eru 22 skráðir félagar f sambandinu, en það hefur staðið fyrir þvf, að nú er hægt að taka ballett- og samkvæmisdanskennarapróf hérlendis. Aður þurfti að sækja þessa menntun til útlanda, en sfðan tækifæri gafst til þess hér, hafa 8 einstaklingar lokið fyrri hluta prófi f danskennslu, og 5 hafa tekið lokapróf. Erfiðleikarnir, skilningsleysið og fordómararnir voru mun flóknari fyrir bara 1—l‘A áratug en þeir eru nú, án þess að dregið sé úr, að þeir séu litlir i dag. Baráttunni hefur ætíð verið hald- ið uppi af einstaklingum og til- tölulega fámennum hópum og er svo enn í dag. Þessi barátta hefur verið sjálfboðavinna, aukavinna og áhugavinna. Þeirri fullyrð- ingu. að yfirvöldum sé vorkunn að hafa ekki veitt þessum málefn- um meiri stuðning, vísa ég á bug. Þeim hefur vel verið kunnugt urn ástand þessara mála. Lög um fávitastofnun voru sett 1936 og þar kveðið á um, að byggðar skyldu stofnanir, en á fjárlögum rikisins allt fram á þennan dag er ekki til sá liður, sem ge'rir ráð fyrir framkvæmd- um og uppbyggingu skóla, heimila og stofnana, fyrr en Höfðaskóli byrjaði, en allir vita hve illa að honum hefur verið búið. Allar götur frá 1946 hefur staðið í fræðslulögunum, að van- gefnir skyldu fá þá kennslu, sem þeir geta tekið við, en fram- kvæmdin er engin og fræðslu- kerfi fyrir vangefna eins og önn- ur börn hafa yfirvöld ekki byggt upp enn. Ný fræðslulög hafa séð dagsins ljós á þessu ári, þar sem réttur vangefinna virðist gerður jafn öðrum og mun ég koma að því síðar. Það, sem unnist hefur með opinberum reglugerðum, sem hér hefur verið drepið á, hefur ein- mitt orðið til vegna framlags ein- staklinganna og hópanna, sem barist hafa að þessum málum, en þeim hefur ekki tekizt að fá yfir- völd til að koma þeim í raunhæfa framkvæmd. Það má þvi með sanni segja, að þau heimili, sem til eru í dag, séu viðleitni þessa fólks til að gera það, sem i þeirra valdi stóð fyrir vangefna, en sam- tímis hefur það verið sér þess vel meðvitandi hve skammt það náði, þ.e. að bæta úr því, sem þjóðfélag- ið ekki fékkst til að gera fyrir vangefna. Það eru því ábyrgða- laus og ámælisverð orð að tala um, „að foreldrar hafi hingað til reynt að þegja börnin í hel.“ Það mun hafa verið 1931, að Sesselía Sigmundsdóttir stofnar Sólheima í Grímsnesi. Frá 1944 var starfrækt heimili fyrir van- gefna að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, en hluti vistmanna þar fluttist á Kópavogshæli 1952, en lagðist niður 1958 er allir vist- menn fluttust að Kópavogshæli, sem í dag er eina ríkisrekna heimilið með m.a. yfirstjórn mál- efna vangefinna til húsa og skóla Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi hefur beðið blaðið fyrir eftirfarandi: Af heilum hug þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig og heiðr- uðu með heimsóknum, blómum, gjöfum, heillaskeytum og í rituðu máli á sjötugsafmæli mínu 18. ágúst síðast liðinn. Sérstaklega þakka ég f jölskyldu minni og ættingjum frábæra hugulsemi og dýrmætar gjafir, bæjarstjórn Hafnarfjarðar veg- fyrir þroskaþjálfa. 1954 hefst starfsemi Skálatúnsheimilisins í Mosfellssveit, sem templarar reistu. 1958 er Styrktarfélag van- gefinna stofnað og sama ár eru fyrir þess tilstuðlan sett lög um Styrktarsjóð vangefinna, sem kveður á um visst gjald af gos- drykkjartöppum sem tekjulind. Tekjur þessa sjóðs hafa verið og eru enn í dag eina verulega fram- lagið frá yfirvöldum til uppbygg- ingar skóla, heimila og stofnana fyrir vangefna. Rekstur fyrsta dagheimilisins fyrir vangefna hefst á vegum þessa félags!958 i leiguhúsnæði, en 1961 hefur félaginu tekist að byggja dagheimilið Lyngás í Reykjavík. 1965 er Tjaldanes í Mosfellssveit tekið í notkun og 1970 er Sólborg á Akureyri tekið í notkun fyrir tilstuðlan Styrktar- félagsins þar. 1971 hefur svo Styrktarfélaginu í Reykjavík tek- ist að koma einnig upp Bjarkarási f Reykjavík. Styrktarfélag hefur verið stofnað á Austurlandi og mun vera unnið að stofnun sliks félags einnig á Vestfjörðum í sama ti'gangi. Rekstur þessara heimila hef- ur ætíð barist í bökkum fjárhagslega og gerir það enn. Þó létti mjög, er lögin um fá- vitastofnanir frá 1967 voru sett, þar sem kveðið var á urn daggjöld þeirra. Þá var sett reglu- gerð um þroskaþjálfaskóla 1971 og 1972 var sett reglugerð um kennslu. Þessir áfangar hafa náðst fyrir baráttu einstaklinganna og hóp- anna og þvi er það mjög ósmekk- legt, í skrifum um þessi mál, að láta í það skína, að ekki hafi verið barist fyrir þessum málum fyrr en s.l. 1—2 ár. Það er ekki tekið út með neinni sælu að sjá van- gefnu börnin sín fara á mis við alla sjálfsagða kennslu og þjálfun þrátt fyrir baráttu fyrir því og fá svo þann Salómonsdóm, að ekkert hafi verið gert eða reynt, jafnvel rangt farið að eða að vangefin börn skorti ekkert, aðeins þau fjölfötluðu. í öðru hefti Geðverndar 1973 er listi yfir stofnanir og heimili fyrir vangefna í landinu gerður af Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra og lítur hann þannig út: lega viðurkenningu, vinum mfnum í Hafnarfirði og víðar ágæt myndlistarverk, Félagi ís- lenzkra rithöfunda þá sæmd að gera mig að heiðursfélaga sfnum og Norræna félaginu á Islandi fyrir að veita mér gullmerki sitt fyrstum manna við þetta tæki- færi. Guð og góðar vættir blessi yður öll, nær og fjær! Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Það vita allir, sem að þessurr. málum vinna, að á þessum heimil- um hafa verið teknir inn alltof margir vegna þess hve þörfin er brýn og alltaf eru biðlistar. Kennarar eru alltof fáir á hverj- um stað, en þeir fá laun greidd frá ríkinu. Alltof fátt starfslið er til staðar, of lítið húsrými og jafn- vel verður að reikna vel matar- peningana, af því að daggjöldin, sem eiga að greiða þessa liði, eru alltof lág og fylgja ekki dýrtíðinni i landinu. Það var því gleðiefni, að enn einum hópnum, Foreldrafélagi f jölfatlaðra barna skyldi takast að fá svo skjóta úrlausn fyrrverandi menntamálaráðherra að fá Kjar- valshús til afnota, sem rúma á 24 börn. Við þessa gleðifrétt hélt mað- ur, að viðbrögð ráðherra myndu benda til, að byrjað yrði á að framkvæma þann hluta grunn- skólalaganna, sem kveður á um að komið verði á fót sérstofnunum og gerð sé heildaráætlun um þær og rekstur þeirra. Einmitt það, sem vantar og ætti að hafa forgöngu í grunnskólalögun- um nýju. En því miður reyndist þessi gleðifregn að- eihs enn einn áfanginn í bar- áttu einstaklinga og hópanna eins og öll hin heimilin eða skólarnir, sem að framan eru nefndir. Auð- vitað er það áfangi, sem ber að gleðjast yfir, þvi þörfin er brýn. Því miður liggur ekki enn fyrir nein heildaráætlun um fræðslu- mál vangefinna frekar en hingað til- Allar fölur um fjölda vangef- inna á ýmsum stigum, sem komið hafa fram i blaðagreinum að undanförnu, eru úr lausu lofti gripnar, ónákvæmar og því vill- andi. 1 þessum blaðagreinum hef- ur eihnig verið notuð ríkuleg nafnflóra um fatlaða svo sem þroskaheft, hreyfihömluð, fjöl- fötluð, vangefin, svo eitthvað sé nefnt. Þannig málflutningur er villandi fyrir alla, meðan ekki hefur komizt á föst meining í orð eins og t.d. þroskaheftur og fjöl- fatlaður. Hvaða skilning leggur maður í þau orð. Allir skilja í dag t.d. orðið vangefinn og því ekki að nota það, þegar átt er við vangef- in börn. Foreldrafélag fjöl- fatlaðra barna skilgreinir þannig fjölfatlað barn: „Fjölfatlað telst það barn, sem hvergi fær kennslu og þjálfun við sitt hæfi annars staðar i islenzku skólakerfi en í fjölfötlunarskóla og stendur jafn- framt á mörkum þess greindar- þroska að vera kennsluhæft og að geta orðið það með réttri hjálp eða þjálfun." Eftir þessari skil- greiningu er þannig um að ræða þá aðalfötlun að vera vangefinn. en einnig er oft um aðra tegund fötlunar hjá sama einstaklingi að ræða. Einmitt þannig börn eru mörg á ofangreindum heimilum og fá ekki kennslu og þjálfun við sitt hæfi, af því að hús- rými er of lítið, kennarar og sér- menntað fólk of fátt, börnin of mörg og biðlistar langir. Daggjöld of lág, sem leiðir af sér of fátt starfslið og sparnað á öllum sviðum. í baráttunni í dag fyrir þá van- gefnu vantar víðsýni, þ.e.a.s. heildaráætlun, síðan uppbygg- ingu og ætti það að ganga fyrir öðru í grunnskólalögunum nýju. Þá er villandi að tala um í einu örði, eins og kom fram í einni blaðagreininni, „að mannkynið ætti að vera komið það langt á þroskabrautinni, að ekki einungis þeir hæfustu og sterkustu kæm- ust fyrir í samfélaginu, hinir séu útskúfaðir eða drepnir" og segja Framhald á bls. 31 Danskennaranám tekur 2—3 ár, og er námið bæði verklegt og bóklegt. Auk þess að annast þessa kennslu stefnir Danskennarasam- band Islands að því að fá hingað erlenda kennara til að þjálfa með- limi sambandsins, og minnka þannig hinn mikla kostnað, sem óhjákvæmilega hefur leitt af námsferðum danskennara til ann- arra landa í þvf skyni að afla sér framhaldsmenntunar og fylgjast með nýjungum. Þá hefur Danskennarasam- band Islands sótt um inngöngu í Alþjóðamband danskennara (I.C.B.D.), og er þá ætlunin að senda fólk í danskeppni utan- lands. Unnur Arngrímsdóttir tjáði Mbl., að það háði mikið dans- menningu hérlendis, að hvergi væri nægilegt gólfrými á dans- stöðum, né heldur væri tónlistin í þá veru, að hægt væri að dansa sígilda samkvæmisdansa eftir henni. Þess vegna er nú ætlunin að efna til dansleikja, þar sem ekki verða fleiri samkomugestir en ávo, að þeir hafi nægilegt svig- rúm og geti þannig notað dans- kunnáttu sína, en jafnframt verð- ur tónlistin við hæfi. Aðspurð sagði Unnur, að nú færi aðsókn unglinga að dansskól- um vaxandi, en þegar poppið hefði haldið innreið sína, hefði ÞING Norræna bankamannasam- bandsins var haldið 6.—7. sept. sl. í Alaborg í Danmörku, og sóttu það á annað hundrað manns. I Norræna bankamannasamband- inu eru aðallega bankamenn einkabanka og er tala félaga f N.B.U., eins og sambandið er nefnt í daglegu tali, nú orðin yfir 100.000 manns. N.B.U. hefur nú komið sér upp verkfallssjóði, en á Norðurlönd- unum, öðrum en íslandi, hafa bankamenn yfirleitt verkfalls- rétt, og er sjóðurinn nú kominn yfir 100 millj. d. kr. Þessi verk- fallssjóður hefur nýlega komið sér vel, þegar finnskir banka- menn gerðu verkfall, en laun þeirra eru mjög bágborin. Starfsemi N.B.U. er marg- dregið verulega úr aðsókn þessa aldursflokks. Unnur sagði ennfremur, að dansnám væri mun ódýrara hér en í nágrannalöndunum, auk þess sem dansskólarnir gæfu afslátt ef fleiri en tvö börn frá sama heimili stunduðu dansnám. I samtalinu kom fram, að börn eru fjölmennasti aldursflokkur- inn í dansnámi, en beztur árangur næst ef börnin hefja slíkt nám um fjögurra ára aldur. Einnig er mik- ið um hjónaflokka, eða flokka þar sem ,,pör“ koma saman, auk þess sem talsvert tíðkast að ungt fólk í tilhugalífi sé í dansskóla. Þá sagði Unnur, að hinir sígildu samkvæmisdansar væru alltaf jafn vinsælir, en einnig væru allt- af einhverjir ákveðnir tízkudans- ar, sem væru breytilegir frá ári til árs. Slíkir tízkudansar, eða táninga- dansar eins og þeir eru stundum nefndir, eru geysivinsælir um tíma, — en sumir hverfa jafn skjótt og þeir birtast, enda þótt aðrir haldi vinsældum árum sam- an. Dæmi um slíka dansa eru t.d. jenka og tvistið. Ekki vildi Unnur spá neinu um það hvort einhver sérstakur nýr dans væri líklegur til að ná slík- um vinsældum á næstunni, en þó væri einn, sem líklegur væri til að Framhald á bls. 31 þætt, m.a. safnar það tölulegum upplýsingum um kaup og kjör bankastarfsmanna á öllum Norð- urlöndunum og gefur út í bókar- formi. Þar má bera saman kaup- mátt launa, félagsgjöld meðlima og fl. Á fyrra degi þingsins hélt Tor- kil Kristensen, fyrrum fjármála- ráðherra Danmerkur, fyrirlestur um bankana og Efnahagsbanda- lagið. Benti hann á, að á næsta ári kynnu ýmsir erlendir aðilar að stofna banka í Danmörku. Einnig kynni svo að fara að þýzkir eða bandarískir fjármálamenn keyptu danska banka. Danir hug- leiða nú hvaða áhrif erlent fjár- magn hefur á Efnahagsbanda- lagið og sýnist sitt hverjum. Kópavogshælið 74 vistmenn 4 kennarar Skálatún 54 nemendur 4 kennarar Sólheimar 41 nemandi 2 og 2/3 kennarar Sólborg 60nemendur 3 og 2/3 kennarar Tjaldanes 25 nemendur \'á kennari Lyngás 47 nemendur 3 1/6 kennari Bjarkarás 36 nemendur 3 kennarar Samanlagt 342 nemendur 22 kennarar Þóroddur þakkar Norrænt bankamaimaþing í Alaborg: Kaupa þýzkir fjármála- menn danska banka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.