Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 13
MÓRGUNBLAÐlb', ÞRÍÐJUEÍÁGUR 24. SEPTEMBER 1974 13 Ur Þykkvabæ kemur þriðjungur kartöflu- uppskerunnar EINS og komið hefur fram f fréttum, þá Iftur út fyrir, að kartöfluupp- skera landsmanna ætli að verða með ailra mesta mðti að þessu sinni og er áætlað, að heiidaruppskeran verði 170 þús. tunnur á stað 60 þús. tunna á s.l. ári. Arsneyzla landsmanna af kartöflum er nú um 130 þús. tunnur, þannig að nú ætlar uppskeran að verða 40 þús. tunnum meiri en ársneyzlan. Vegna þessarar miklu uppskeru snerum við okkur til Eðvalds Malmquists yfirmatsmanns garðávaxta og spurðum hann nánar um hina miklu uppskeru. — Þó að hlýindi hafi ekki verið yfir meðallagi víðast hvar á land- inu, hefur tíðarfar verið hagstætt fyrir kartöfluvöxt og garðyrkju almennt, sagði Eðvald og bætti við: Það, sem veldur hvað mestu um hvað uppskeran er góð í haust, er, að víðast hvar sluppu menn að þessu sinni alveg við næturfrost í ágúst og september, en það verður að teljast mjög sjaldgæft, ef miða á við veðrátt- una undanfarin 10—20 sumur. Eftir því yfirliti, sem við höfum um hve mikið var sett niður af kartöflum í vor, þá er ekki ósenni- legt, að uppskeran verði 150—170 þús. tunnur eða 40 þús. tunnum meiri en neyzla landsmanna er allt árið. — Hvar er uppskeran mest? — Hún er langmest á Suðurlandi, eins og mörg undanfarin ár. Þar ber hæst Djúpárhrepp eða sveit, sem betur er þekkt undir nafninu Þykkvi- bær, þar mun kartöfluuppskera vex hún á ný. Ennfremur hefur það mikil áhrif, að niðurgreiðsla á kartöflum hefur verið mikil á þessu ári, svo ef til vill verður heildaruppskeran í haust að sfnu leyti ekki jafn mikil úti um lands- byggðina og haustið 1971. Hins- vegar hafa bændur stóraukið niðursetninguna. — Því er spáð, að heildarupp- skeran verði 170 þús. tunnur. Hve mikið af þvf telst söluhæf markaðsvara? — Það má fastlega reikna með, að 140 þús. tunnur geti talizt hæf markaðsvara, jafnvel eitthvað meira. Að sjálfsögðu er það mikið verk að taka upp allt þetta magn á stuttum tíma. En sem dæmi um vélvæðinguna má nefna, að nú eru yfir 20 stórvirkar. upptöku- vélar i Þykkvabæ, en framleið- endur þar eru nær 60 talsins. Það er jafnvel algengt, að fámenn f jöl- skylda taki upp 700—800 poka af kartöflum á dag, og er þá unnið að meðaltali í 10 tíma á dag. Þá má Dreifingarkerfið varla nógu gott fyrir sumaruppskeruna Rætt við Eðvald B. Malmquist yfirmatsmanns garðávaxta geta þess, að þar sem kartöflu- grasið hefur staðið í fullum skrúða til þessa, hefur grasið ver- ið slegið með sláttuþyrlu. Það sýndi sig svo hjá Guðlaugi Arna- syni bónda i Eyrartúni, að kartöfluupptakan gekk fljótár fyrir sig, þegar grasið var slegið áður og annað, sem ekki er minna um vert, að upptökuvélin tók enn betur upp, — skildi engar kartöfl- ur eftir f garðinum, eins og vill brenna við þegar grasið er ekki slegið. — Leggja menn ekki orðið meiri áherzlu á vörugæðin? — Jú, það er sannarlega áríð- andi, að framleiðendur kappkosti að vernda þessa miklu uppskeru frá skemmdum og flestir stærri bændur hafa nú góðar heima- geymslur, sem rúma mest af framleiðslunni. — Hvaða kartöflur eru nú mest f ræktun? — Mest er ræktað af rauðum íslenzkum kartöflum eða Ölafs rauði, eins og þær eru stundum nefndar. Nærri 70% af uppsker- unni munu vera af þeirri tegund. Gullauga, Helga og ömnur af- birgði munu vera um 30%. Það hefur margsinnis komið í ljós, þegar á állt er litið, að þessi gamla endurbætta tegund þ.e. rauða ísl. Unnið að dreifingu í húsnæði Grænmetisverzlunar landbúnaðarins f er vinsælust bæði í ræktun og í Reykjavfk. neyzlu. Þrír ánægðir kartöflubændur f Þykkvabænum, talið frá vinstri: Olafur Sigurðsson, Hábæ, Yngvi Mai;kússon, Oddsparti, og Guðlaugur Árnason, Eyrartúni, en þeir sitja allir f stjórn Búnaðarfélags Djúpárhrepps. Ljósm. Inger H. Bóasson. verða yfir 50 þús. tunnur. Þykkvbæingar hafa lengi staðið í fremstu röð kartöfluræktenda í landinu að magni til, en fyrst sendu þeir kartöflur til Reykja- víkur árið 1935, en í litlu magni fyrstu árin. En það er ekki oft, sem þeir hafa fengið aðra eins uppskeru og nú. Þó telja þeir, að árið 1953 hafi sprettan verið eins góð og í haust, en þá ræktuðu þeir kartöflur í aðeins 50—60 hektur- um lands og hinar stórvirku vinnuvélar ekki komnar í notkun. Garðar þeirra eru nú yfir 280 hektarar eða meira en 5 sinnum stærri en 1953. Þriðja bezta upp- skeruárið var árið 1971, en þá var kartöfluuppskera landsmanna nær 150 þúsund tunnur. — Hefur hin svokallaða heimilisgarðyrkja aukizt eða hef- ur hún farið minnkandi að undanförnu? — Að því ég bezt veit er hún eitthvað minni en áður var. Reyndar er það svo, að þegar aÞ menn atvinna er mjög mikil, þá hrakar heimilisgarðyrkjunni, en þegar atvinna er í minna lagi þá Kártöflurnar skoðaðar f vélinni — En er þessa árs uppskera laus við sjúkdóma? — Því miður hefur það komið í Ijós, að hún er það ekki og meðan kartöflurnar eru settar á markað- inn nýuppteknar, er mjög erfitt að sjá fyrirfram þá kvilla, er geta leynzt í uppskerunni. — Nú eftir að mat er byrjað á kartöflunum verða fyrst og fremst heilbrigðar rauðar íslenzkar kartöflur látnar ganga fyrir á markaðnum, svo vonándi fær fólk sæmilegar kartöflur á næstunni. Því er þó~ ekki að leyna, að kartöflurnar eru mjög viðkvæmar og vand- meðfarnar. Það er sama hvort um er að ræða ræktun, úpptöku, flutninga, dreifingu eða geytnslu. Þá er ekki óalgengt, sérstáRIega þó með nýjar kartöflur, að þær skemmist af of löngum suðutima. Þá tel ég hæpið, að hægt sé að dreifa sumaruppskeru á stóran markað óskemmdri með þvf fyrir- komulagi, sem nú er viðhaft. Nýjar, hýðislausar kartöflur þola ekki pökkun og það hnjask, sem er óumflýjanlegt í sambandi við dreifingu á almennan markað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.