Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKT0BER 1974 7 Stormurinn á Sauðárkróki: v sprang Eftír Arna Johnsen „Fjallar um meyfœðinguna og önnur sjónarmið” Leikfélag Sauðárkróks sýnir um þessar mundir leikritið Storminn eftir Sigurð Róbertsson rithöfund, en þetta er I fyrsta sinn sem Stormurinn er leikinn á sviði. Leikfélag Sauðárkróks er þekkt fyrir gróskumikið starf og hæfi- leikafólk I garði Thaliu. Má m.a. nefna starfsemi félagsins í sam- bandi við Sæluvikuna marg- rómuðu. „Það er orðið anzi langt slðan ég skrifaði Storminn", sagði Sig- urður Róbertsson þegar við hringdum I hann, „ætli það séu ekki 12—14 ár síðan hann fór fyrst á blað. Síðan lá verkið hálf- klárað nokkuð lengi og ég tók það síðan fyrir skömmu áður en það var flutt i útvarp 1 972. Þessi sýn- ing á Sauðárkróki kemur eiginlega út úr útvarpsflutningnum, þvi Norðanmenn hlustuðu á það þá og fengu áhuga. Það má þvi segja að útvarpið hafi opnað leiðina". „Um hvað fjallar leikritið?" „Það fjallar um Jóakim smið og Sigurður Róbertsson rithöf- undur. konu hans og Jósef og Mariu, það fjallar um meyfæðinguna. sem ég var aldrei sáttur við. Því dró ég fram önnur sjónarmið og reyndi að gera þetta eins manneskjulegt og ég gat út frá því. Ég var aldrei trúaður bókstaflega á þessa gömlu biblíusögu. en hver hefur auðvitað sina skoðun um það." Sigurður hefur skrifað leikritin Maðurinn og húsið 1952. Upp- skera óttans 1955, Mold, sem flutt var i útvarpinu 1965 og kom í bókarformi ári seinna. Dimmu- borgir, sem leikið var i útvarpinu 1963 og svo Storminn, auk fram- haldsleikritsins Hans hágöfgi, sem leikið var i útvarpinu s.l. haust og fjallaði um kóng vorn Jörund. Sigurður kvaðst vera að gripa i eitt og annað um þessar mundir og þvi væri ekki að neita að leik- ritið væri i fæðingu þótt ekki vildi hann greina frá efni þess að sinni. Við spurðum hann hvemig hon- um hefði likað sýningin á Sauðár- króki: „Mér fannst sýningin góð," svaraði hann. „hún hefur tekizt alveg ágætlega. Þeir hafa góða leikara þar og bæði Gisli Halldórs- son leikari og leikaramir hafa gert gott verk þama," Við hringdum einnig í Kára Jónsson á Sauðárkróki, en hann leikur eitt aðalhlutverkið, og innt- um frétta af gangi mála. „Það eru búnar þrjár sýningar og hefur ver- ið fullsetið I hvert skipti. Næstu sýningar eru i kvöld, föstudags- kvöld. og laugardagskvöld. Eitt- hvað verður farið með leikritið i heimsóknir en óákveðið er hvert það verður." Kári sagði að á Sæluviku væru jafnan 7—8 sýningar á hverju verki, en utan Sæluviku væru þær venjulega 4—5. 25 manns vinna að Storminum, en s.l. vetur t.d. unnu 40 manns að sýningunni Gestur til miðdegisverðar. Siðastliðinn vetur var leiklistar- námskeið á vegum Leikfélags Sauðárkróks og stjórnaði þvi Magnús Jónsson fyrrum leikhús- stjóri á Akureyri. Vonir standa til að tekinn verði upp þráðurinn i þvi efni nú í vetur. Þá hefur leikfélag- ið m.a. staðið fyrir bókmennta- kynningum í samvinnu við bóka- safnið og s.l. ár kom Guðmundur G. Hagalin rithöfundur í heimsókn og s.l. vor Matthias Jóhannessen skáld. Þá má geta þess til gamans i lokin að 14 leikarar frá Sauðár- króki fóru heim að Hólum i sumar og hjálpuðu til við að koma Jóni Arasyni þar upp. Gengu Norðan- menn i lið með Þjóðleikhúsinu og sintu ýmsum aukahlutverkum i uppfærslu Jóns á hlaði Hóla. Gísli Halldórsson setti Storminn á svið og leikmyndir gerði Jónas Þór Pálsson. Leikarar í Storminum eru: Helga Hannesdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Hafsteinn Hannes- son, Kári Jónsson, Kristján Skarp- héðinsson, sem er formaður Leik- félagsins, Ólafur Jóhannsson, Bragi Haraldsson, Kristín Dröfn Árnadóttir, Haukur Þorsteinsson, Amfriður Arnardóttir, Ólafur Jóns- son, Finnur Þór Friðriksson, Jó- hannes Hilmisson og Elsa Jóns- dóttir. Kári Jónsson t.v. og Hafsteinn Hannesson i hlutverkum sínum. Kristján Skarphéðinsson t.v. og Ólafur Jóhannsson i hlut- verkum sínum i Storminum. Til sölu er Rambler Claccic, árg. '65, ný skoðaður og á nýjum dekkjum. Skipti á jeppa koma til greina. Uppl. i sima 93-2090. Keflavík Til sölu góð risibúð. Laus strax. Eigna- og verðbréfasalan. Hringbraut 90. Simi 3222. Góður pallur °g sturtur óskast. Einnig óskast 3!/2 tonna Foco eða Híab krani á sama stað. Upplýsingar í síma 521 44 og 81 1 59 á kvöldin. Atvinnurekendur. Þritugur verzlunarskólastúdent óskar eftir framtiðarstarfi strax. Til- boð sendist Mbl. fyrir mánudags- kvöld merkt: „7499". Ung kona vön verzlunarstörfum óskar eftir atvinnu hálfan eða allan daginn. Margt kemurtil greina. Upplýsing- ar í síma 40527. Islands kortlægning Útg. árið 1944 af Geodætisk Institut. Aðeins 200 eintök til íslands. Tilboð óskast send Mbl. merkt: „5352". Ung barnlaus kona óskar eftir ibúð til leigu. Sími 86852 og 26078. Húseigendur athugið. Tökum að okkur hvers konar málningarvinnu t.d. stigahús í fjöl- býlishúsum, nýbyggingar, viðhaldsvinnu o.fl. Gisli, sími 32778. Hjálmar, simi 30277. Verksmiðjuútsala, buxur, peysur, úlpur. Saumastofa Önnu Bergmann, Dalshrauni 1, Hafnarfirði. Opið föstudag 1—6, laugardag 2—6. Bíll óskast Óska eftir góðum Evrópubíl i góðu ástandi, er með mjög gott fast- eignabréf til 3ja ára að upphæð kr. 400 þús. með hæstu vöxtum. Tilboð í Pósthólf 249, Hafnarfirði. Borðstofuhúsgögn Borð, 8 stólar og skenkur úr Ijósri eik. Upplýsingar í síma 43945 eftir kl. 14.00. Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt i hálfum skrokk- um tilbúið i frystikistuna. 397 kr. kg Kjötmiðstöðin, simi 35020. V^ÞEIR HUKR 'VT umsKiPim sEm k nUGLVSRÍ j\ iðrtorgimMa&ittu Hálfir grísaskrokkar Nýslátraðir grisaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, simi 35020. Styrktarfélagar fóstbræðra SÖNGUR GRÍN OG GAMAN Tvær fyrstu haustskemmtanirnar verða haldnar í Fóstbræðrahúsinu, Langholtsveg 109 —111, Skemmtanirnar verða alls átta. Öllum styrktarfélögum verða póstsend aðgöngukort að einhverri þeirra. Athugið vel dagsetningu aðgöngukortanna, sem | ykkur berast, ásamt meðfylgjandi upplýsingum. Fóstbræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.