Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1974
33
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jóhanna
Kristjönsdöttir
þýddi ,
19
sem er fórnardýr eymdarinnar,
bregzt viö á þann hátt, að það
hallar sér að ofbeldi og heldur,að
þar sé leiðin til björgunar. Og af
því skapast enn meiri fáfræði og
skelfingin grípur um sig hjá öðr-
um. Og maður af sauðahúsi Jack-
sons laumast að baki þeirra og
hvíslar þvl, sem þetta fólk vill
heyra. Og því er hættan fólgin.
Jameson kinkaði kolli til sam-
þykkis.
— Ég er að berjast gegn þvf
andrúmslofti, sem leyfir Jackson
og hans llkum að þrífast sagði
kardinálinn. — Ég er að berjast
gegn eymdinni, fáfræðinni og
hrokanum, sem varpar allri sök-
inni á fólkið sjálft. Og ég nota þau
meðul, sem mér eru tiltæk. Ég fer
I sjónvarpið ef ég held, að þar
verði mér ágengt. Ég hegða mér
samkvæmt þessu og ég bið til
guðs, þvl að guð hefur gefið mér
köllunina og ég vil notfæra mér
hana. Ég veit, Jameson, að þú ert
mér ekki alltaf sammála. En ég
vona, að þú skiljir hvers vegna ég
þarf að berjast áþennan hátt. Mig
langar til að leita eftir stuðningi
þínum, einlægum og heils hugar.
Jameson fann roðann hlaupa
fram I kinnarnar. Hann blygðað-
ist sln og I örvæntingu sinni greip
hann pípustertinn og tróð i hann
eins og hann ætti lífið að leysa.
— Ég — ég bið forláts — ef ég hef
einhvern tíma látið andstöðu I
ljós — æ ég veit ekki hvað ég á að
segja, heilagleiki.
— Segðu, að þú skiljir mig,
sagði Regazzi. — Þú ert góður
maður og góður klerkur. Og þú
hefur umborið mig eins og sönn-
um kristnum manni ber að gera.
Ég trúi þvi, að okkar ætlunarverk
felist ekki aðeins I guðsþjónust-
um og útdeilingu sakramentisins.
Ég trúi þvl, að við verðum að
berjast hvar sem við getum I sam-
félaginu. I heiminum — alls stað-
ar, verðum við að láta rödd okkar
gjalla. Ég trúi þvl, að ég verði að
berjast fyrir fólk og þá á ég við
alla, svarta og hvíta, kaþólska
menn sem mótmælendur. Ég verð
að berjast innan stjórnmálanna, á
félagslegu sviði, hvar sem er. Og
ég ætla mér að berjast gegn Jack-
son. Ég hef verið að semja ræðu
til flutnings á degi heilags
Patricks. Mér væri þökk I þvl ef
þú læsir hana á morgun.
— Það væri mér heiður, sagði
Jameson. — Það væri mikill heið-
ur fyrir mig.
— Það er orðið framorðið, sagði
Regazzi. — Og þú ert orðinn
þreyttur. Reyndar ég líka. Ég
vona, að þrátt fyrir að ég er
vinnuharður við þig á stundum
sértu fús að vera hjá mér enn um
stund.
Hann stóð á fætur og Jameson
reisti sig upp með erfiðismunum.
Hann tók ekki I framrétta hönd
Regazzi, heldur beigði sig niður
og kyssti biskupshringinn.
— Ef þér treystið yður I slag-
inn, heilagleiki, sagði hann, þá er
mér ekki vandara um það en yð-
ur. Góða nótt.
Þegar Jameson var farinn sett-
ist Regazzi niður á ný og hugsaði
um það mál, sem honum fannst
öðrum brýnna nú. Hann var I
fullri einlægni þeirrar skoðunar,
að aldrei hefði þjóð hans verið I
jafnmikilli hættu og nú. Og hann
var staðráðinn I að láta ekki deig-
an siga.Hann vissi að Jackson yrði
meðal áheyrenda hans á degi heil-
ags Patricks. Hann hafði gert
drög að ræðunni, en hann vissi
hann þyrfti að skrifa hana mörg-
um sinnum, áður en hann yrði
ánægður með hana. Og það var
vegna þess sem hann hafði vakið
veslings Jameson af værum
blundi. Hann hafði þurft að leita
styrks hjá einhverjum. Hann
hafði lagt sitt mat á einkaritara
sinn fyrir löngu. Hann hafði sagt
satt þegar hann sagði að Jameson
væri góður prestur og góður mað-
ur. Hann var blátt áfram og elsku-
ríkur maður og laus við sýndar-
mennsku. Hann var tryggur og
trúr yfirboðara slnum og Regazzi
hafði þessa stundina mikla þörf
fyrir að finna slíkt viðmót. Þessa
nótt hafði hann verið nógu mann-
legur til að koma og biðja um það.
Hann lá lengi á bæn og bað um
hugrekki og styrk og þakkaði guði
fyrir vináttu Jameson, sem hafði
unnið fyrir hann lengi og ekki
vísað honum á bug, þegar hann
þurfti hans með.
ÞRIÐJI KAFLI.
Margt hafði breytzt I högum
Peter Mathews á þeim fjórum ár-
um, sem voru liðin frá því hann
sleit vinfengni við Elisabeth Cam-
eron. Hann hafði gengið þann veg
sem auðmannasynir gera I Banda-
rikjunum — numið við Yale há-
skólann og starfað við fyrirtæki
fjölskyldunnar, sofið hjá faileg-
um stúlkum, sem urðu á vegi hans
og farið I skemmtiferðir um heim-
inn, verið viðriðinn skilnaðarmál
án þess til þess kæmi hann þyrfti
að ganga að eiga kvenmanninn.
Hann hafði hegðað sér á mjög svo
hefðbundinn hátt og honum hafði
hundleiðzt þetta allt saman.
Ástarævintýri hans og Elisa-
bethar var I hans' augum afar
hversdagslegt og hann mundi að-
eins eftir þvl að þegar á leið fann
hann við hverju hún bjóst af hon-
um: að hann bæði hana að giftast
sér. Og til þess var hann alls ekki
búinn. Svo að hann lagði á flótta
og af tilviljun hitti hann nokkru
síðar skólafélaga sinn, sem benti
honum á úrræði og nýja atvinnu,
sem Peter hugleiddi án þess að
taka ákvörðun að bragði.
Hann kom síðan til New York
úr ferðalagi og þá hringdi félag-
inn I hann á ný og bauð honum til
hádegisverðar. Þá var þriðji mað-
urinn við. Sami maðurinn og sat
nú handan við skrifborðið I aðal-
skrifstofu CIA I New York og
spurði Peter spjörunum úr um
ástarævintýri þeirra Elisabethar
Cameron. Mathews var á réttri
hillu I þessu starfi. Hann vissi þó
að Leary myndi ekki fyrirgefa
honum nein mistök I starfi. Hann
var einhver harðskeyttasti maður
I þessari atvinnugrein sem
Mathews hafði kynnzt á þeim
fjórum árum, sem liðin voru.. Nú
vildi Leary fá að vita um Elisa-
beth. Hann vissi um samband
VELVAKANDI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags.
% ! sláturtíðinni
Nú er sláturtíðin hafin og
allar myndarlegu og duglegu kon-
urnar komnar á stúfana, meðan
hinar reyna að komast óséðar I
kjötbúðirnar til að næla sér I einn
og einn kepp.
Og ef einhver heldur að við
séum full fordóma á hlutverki
kvenna, þá þarf sá hinn sami ekki
að taka þessi ummæli mjög alvar-
lega, því að ætíð hlýtur það að
vera matsatriði fyrir hvern og
einn hvort hann hefur tækifæri
til að ráðast I sláturgerð eða hvort
það hreinlega borgar sig þegar
tekið er tillit til allra þeirra
ástæðna, sem koma til greina á
hverju heimili.
En mikill er sælusvipurinn á
þeim myndarlegu þegar þær eru
að ráða það við sig hvort þær eigi
nú að taka innan úr fimm eða tíu.
Svo eru náttúrlega þeir vesa-
lingar, sem þola ekki að sjá blóð
— hvað þá I lítratali — og á
sumum heimilum lítur enginn við
öðru en lifrarpylsu. Enn aðrir eru
svo óþjóðlegir og fávísir um holl-
ustuhætti að þeir vilja helzt
ekkert annað en franskar kartöfl-
ur og bleika kokkteilsósu, og I
slíkum tilvikum er ekki að sökum
að spyrja.
% Slátur geymist
í frysti í eitt ár
Tilefni þessa sláturspjalls
er reyndar það, að Guðrún Einars-
dóttir I Sandgerði hafði samband
við okkur, og spurði hvort það
væri rétt, sem hún hefði heyrt,
sem sé það, að hættulegt væri að
geyma slátur I frysti lengur en
hálft ár.
Við leituðum til Hönnu Gutt-
ormsdóttur húsmæðrakennara,
sem skrifar um mat hér I blaðið
og báðum hana um að svara
þessu.
Hanna sagði, að slátur
geymdist prýðilega I frysti heilt
ár, væri kuldastigið -s-25 gráður.
Hún sagði, að bezt væri að hálf-
sjóða slátrið — þ.e.a.s. sjóða I eina
klukkustund — en þegar ætti að
nota það væri það síðan soðið I
aðra klukkustund. Þegar við
spurðum hvers vegna slátrið væri
hálfsoðið, sagði Hanna, að líka
mætti sjóða það til fulls, en minna
færi fyrir þvi i frystigeymslunni
væri það hálfsoðið, auk þess sem
handhægt væri að matreiða hálf-
soðið slátur, þar sem hægt væri að
setja það beint I pottinn úr fryst-
inum.
Þar með eru öll tvimæli af
tekin, og nú geta búkonur og bú-
karlar um allt land helgað sig
sláturgerðinni fullviss um það, að
þessi holla fæða geymist þar til
næsta sláturtíð rennur upp.
% Sparnaðar-
ráðleggingar
Allir vita, að hægt er að
spara sér mikla peninga með því
að kaupa mikinn mat I einu séu
aðstæður fyrir hendi til að geyma
hann vel.
En við rákumst nýlega á grein I
dönsku blaði, þar sem verið var að
ráðleggja almenningi hvernig
hann ætti að haga sér við það að
spara.
Og þar sem sparnaður er gömul
og góð dyggð, þótt hún sé mörgum
gleymd og hafi kannski aldrei
prýtt suma, látum við nokkur
heilræði fljóta hér með.
Fyrst er það þá bensinið. Allir
bílaeigendur hafa fengið að finna
óþyrmilega fyrir verðhækkun á
þessari nauðsynjavöru. Þess
vegna væri ekki úr vegi að leggja
það vandlega niður fyrir sér,
hvort ekki er hreinlega miklu
ódýrara að ferðast með almenn-
ingsvögnum, auk þess sem þá má
losna við áhyggjurnar af bílastæð-
um. En þetta er nú kannski
heldur „billeg" lausn á bensín-
dýrtiðinni, og þá er ekki um
annað að gera en skipuleggja
vandlega ferðir sinar með bifreið-
inni. Það er t.d. hin mesta óráðsla
að stlga upp I farartækið, aka út I
búð og kaupa þar eitt brauð eða
tvo lítra af mjólk. Þannig verður
varan helmingi dýrari en ef
gengið er I búðina, þar sem heil-
mikið bensín fer I það að setja
bílinn I gang. Einnig má benda á
það, að eyði bíllinn grunsamlega
miklu bensini má vera að hann
þurfi stillingar við.
Og þá er það hitinn I húsunum.
Við ætlum ekki að fara að hvetja
neinn til að fara að skjálfa af
kulda I sparnaðarskyni, en áreið-
anlega er hér heitara I húsum en
heilnæmt getur talizt.
20 hitastig á Celsíus eiga að
vera hæfileg I vistarverum öðrum
en svefnherbergjum, en þar mun
vera hæfilegt að hafa 18 gráður.
Það hefur meira að segja verið
vísindalega sannað, að menn eru
betur á sig komnir til sálar og
SlöeA V/ÖGA t VLVtMu
VAV OATÍ
Ti'öKóí.OKK
Á VfAoSIUN
A H£R
-------
AVWmoWTö Sl/ON/A
VE5PLL Á SW9INN. 'ði.KM HfN'?
VÖ VIEFOR H9NAN0I
vm m hjálminn
líkama hafist þeir við 120 gráðum
en t.d. I 23—24 gráðum, svo sem
venjulegt er I húsum hér. Þannig
gengur skólabörnum t.d. betur að
meðtaka boðskapinn og vinnuaf-
köst verða meiri, þar sem flestir
verða sljóir og máttlitlir I miklum
hita. Þetta er auðvitað mjög hag-
kvæm vitneskja fyrir þá, sem
vilja minnka hitakostnaðinn. Þvi
má líka bæta við, að vandalitið er
að lækka hitann um nokkrar gráð-
ur og venja sig á lægra hitastig,
þvi að flest er vanabundið.
£ Magur mjólkur-
matur ódýrari
en feitur
Og að lokum smá hugleið-
ing um fóðrið: Það er ekki nóg
með það að fitusnauður mjólkur-
matur er talsvert ódýrari en
annar, heldur er hann langtum
hollari. Þannig er kalkinnihald
30% osta meira en feitu ostanna,
auk þess sem þeir eru auðugri að
eggjahvítuefnum. Sama er að
segja um annan mjólkurmat.
Nú er af sú tið, að smjör og
smjörliki var álíka dýrt, og þegar
nú bætist víð, að jurtafeiti er holl-
ari en mjólkurfita, er auðvitað
eitt þjóðráðið að neyta heldur
smjörlíkis.
En nú erum við að komast út á
hálan ís, og ekki er víst að bless-
aðir bændurnir séu of ánægðir
með þessar ráðleggingar.
En sem sagt, þegar aurarnir eru
af skornum skammti, og auk þess
getur verið beinlínis hollt að
spara, þá er þeim, sem ekki not-
færa sér vísdóm þennan, vart við
bjargandi.
Vilja stað-
greiðslu
á útsvörum
Á FUNDI bæjarstjórnar Kópa-
vogs, sem haldinn var 27. sept. s.l.
var eftirfarandi tillaga um stað-
greiðslukerfi skatta samþykkt:
„Bæjarstjórn Kópavogs fagnar
þvf ákvæði f málefnasamningi
rfkisstjórnarinnar að taka beri
upp staðgreiðslukerfi skatta eins
fljótt og unnt er.
Bæjarstjórnin skorar á Alþingi
og ríkisstjórn að koma á stað-
greiðslukerfi útsvara strax á
næsta ári.
Bæjarstjórnin bendir á það
vandræðaástand, sem nú hefur
skapazt I fjármálum stærri
sveitarfélaga, sem þarf að reka
með tilkostnaði ársins sem er að
líða, en með tekjustofna miðaða
við sfðasta ár. Á þessu tvennu er
nú gífurlegur munur.“
Hafnarfjörður
Tvo verkamenn vantar við
sorphreinsun í Hafnarfirði.
Upplýsingar í sima 50065 eftir kl.
1 7 hjá Jónasi.
Keflavík — Atvinna
Stúlkur óskast til verzlunar og skrif-
stofustarfa.
Stapafell, Keflavik.
Hér
er eg
fynr:
Bátaflotann,
Hótelið,
Hárskerann,
Mötuneytið,
Pylsusalann,
Popparann,
Spítalann,
Snakkbarinn,
Snyrtistofuna, o.fl.
undir:
SÓSUR, SINNEP, SÁPUR,
SYKUR, SALT, SÝRUR, SAFT,
EDIK, OLIUR, FEITI. LAGN-
INGARVÖKVA O.FL.
ÞOLIR ALLT, BÆÐI HEITT OG
KALT.
Þolir allt, bæði heitt og kalt.
Tekur 700 gr. Vitt áfyllingarop
— auðvelt að þrifa. Stór flaska
fyrir lítið verð.
SMÁSALA:
HAMBORG,
BAIMKASTRÆTI —
HAFNARSTRÆTI —
KLAPPARSTÍG.
HEILDSALA:
H. ÓSKARSSOIM H.F.
S: 33040.
Hringið strax
ídag