Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1974
13
Sigríður Ásgeirsdóttir, varaborgarfulltrúi;
Skrýtin menning Útgerðar- V
t ttApt n/vm AilHfóqf fpó nllnm VHl*ir P'flptn lf»itt ti 1 cr»i 11 inc/or í monn í i
I HÓFI sem fulltrúar frá öllum
Norðurlöndunum tóku þátt I, átti
eftirfarandi samtal sér stað:
„tsland, já það er eitt af u-lönd
unum sagði einn af dönsku full-
trúunum, af hinni alþekktu
dönsku hreinskilni.
Ég spurði I einfeldni minni
hvað u-land væri.
„U-land er undewellopped-land
(vanþróað land)“ svaraði Daninn.
Ég reyndi að malda í móinn og
benti honum á, að svo langt vær-
um við nú ekki á eftir öðrum með
aukningu þjóðartekna.
„Þið eruð ekki einungis u-land í
fjárhagslegum skilningi," svaraði
Daninn, „það er allt bannað hjá
ykkur, sem öðrum leyfist."
Nú sárnaði mér verulega. „Og
hvað er svo sem bannað hjá
okkur, sem aðrir mega?“ spurði
ég.
„Ykkur er bannað að drekka
bjór.“
„Bjórinn viljum við ekki hafa,
því við viljum ekki að ungling-
arnir drekki bjór,“ svaraði ég
hressilega.
„Eru unglingarnir á Islandi
svona slappir?" spurði Daninn.
„Nei nei, alls ekki,“ svaraði ég,
„við viljum bara ekki taka neina
áhættu."
„Svo er ykkur líka bannað að
hafa hunda,“ skaut einn Norð-
mannanna innf.
„Og ykkur er bannað að horfa á
kanasjónvarpið,“ bætti einn af
finnsku fulltrúunum við. „I Finn-
landi getum við horft á sjónvarps-
sendingar frá nágrannalöndum
okkar, jafnvel frá Rússlandi.
Hvers vegna megið þið ekki horfa
á kanasjónvarpið?“
„Það er vegna menningarinn-
ar,“ tautaði ég.
„Menningarinnar, það var
skýtin menning,“ sagði Daninn og
skellihló. En fyrir mér var
ánægjan búin það kvöldið.
Þessu samtali skaut upp f huga
minn, þegar ég las grein Sigur-
laugar Bjarnadóttur i Morgun-
blaðinu f dag, 8. okt., og sem hún
nefnir „Skrýtin menning".
Þegar ég fer að hugleiða þetta
samtal og velti fyrir mér, hvað
liggur að baki allra þessara hafta
og banna, sem við Islendingar
erum beittir, án þess að fá nokkra
viðhlftandi skýringu á, þá sækir
sú spurning fast á hugann, hvort
við búum við raunverulegt frelsi,
þegar okkur er meinað að horfa á
sjónvarp varnarliðsins.
„Sannleikurinn er auðvitað sá,
að frelsið, svo heilagt sem það er
okkur, getur orðið hættulegt, án
takmarkana," segir Sigurlaug.
Þetta segja þeir líka valdhafarnir
í Kreml.
Hvaða hætta er fólgin f þvf að
lofa okkur tslendingum að horfa
á sjónvarp „sem eitt auðugasta
stórveldi heims, með háþróuðustu
tækni og reynslu í sjónvarps-
rekstri", eins og Sigurlaug orðar
það, býður okkur uppá.
Er hættan kannski fólgin í þvf,
að stórveldið er auðugt?
Og enn segir Sigurlaug: „Varn-
arliðið er hingað komið vegna
þátttöku okkar í vestrænu sam-
starfi um varnir og öryggi hlutað-
eigandi þjóða, en ekki til að sjá
okkur fyrir ókeypis skemmtiefni,
hversu gott sem það kann að vera,
í sjálfu sér. Alla framkvæmd
varnarsamnings okkar hljótum
við að miða á þá grundvallarstað-
reynd, en vísa á bug lítilmótleg-
um og lítilþægum ábata- og
sníkjusjónarmiðum, sem fyrr en
varir gætu leitt til spillingar í
okkar efnahags- og menningar-
lffi.“
I þessum ummælum, sem eru
þrungin þjóðarstolti, er óneitap-
lega falskur tónn, eða notum við
ekki flugvöllinn og mannvirkin í
Keflavík, sem við fengum
„ókejfpis" frá hinu auðuga stór-
veldi? Og er ekki enn verið að
krefjast viðbótarbygginga innan
vallarins, fyrir ótalda milljarða
króna, af hinu auðuga stórveldi?
Eru þetta ekki líka „sníkjur", eða
á þjóðarstoltið bara við þegar um
útsendingar á sjónvarpi er að
ræða?
Við erum lítil þjóð f hrjóstugu
landi, sem hefur gert samning við
auðugt stórveldi um sameigin-
legar varnir þjóðanna. Við fáum
okkar hlut í öryggi fyrst og
fremst, en líka afnot af full-
komnum flugvelli og mann-
virkjum, sem honum fylgja, og
auk þess góða sjónvarpsdagskrá í
kaupbæti. Á móti lánum við
ræmu af okkar hrjóstuga landi,
en kannski finnst Sigurlaugu
afnotin af landinu ekki svo mikils
virði, að þau verði talin nægilegt
endurgjald, fyrir hin veraldlegu
og andlegu gæði, sem á móti
koma?
Að mínu mati skuldum við hinu
auðuga stórveldi ekki neitt. Ég
gleðst yfir því, að við skulum hafa
frelsi til að gera slíka vamar-
samninga og hefi enga minni-
máttarkennd yfir því, að margir
Islendingar hafi með ánægju
Framhald á bls. 15
menn
Höfum
til
afgreiöslu
strax
Volvo
Penta/Stamford
Ijósavél
136 kva
3X380/220
volt.
Báðar spennur
mögulegar með einfaldri
breytingu á tengibretti.
Ljósavélin er skv. kröfum Norska Verítas.
Allar upplýsingar gefa sölumenn vorir.
VELTIR HF. Suðurlandsbraut 16,sími35200.
TAKIÐ EFTIR!
Vegna sérstakra samninga viö
verksmiöjurnar fengum viö síö-
ustu sendingu af Bronco bifreiö-
um á sérstöku veröi, sem ekki
anir verksmiöjanna, sem oröiö
hafa á þessu ári.
Auk þess bjóöum viö hagstæö
greiöslukjör!
innifelur þær þrjár verðhækk-
Gangið frá Bronco kaupunum strax.