Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÖBER 1974
IMI
Sagnarandinn
Þegar Grímur gamli dó, tók Gvendur við búinu
eftir föður sinn. Móðir hans var þá einnig önduð
fyrir nokkrum árum. Urðu margir til að pretta
Gvend, en hann virtist þó aldrei læra neitt af hrak-
förum sínum, svo einfaldur var hann.
Ekki all-langt frá Bakka var kotbær einn, er
Teigur hét. Þar bjó fátækur bóndi, Egill að nafni,
með konu sinni. Tvö börn áttu þau, stúlku uppkomna
og drenghnokka miklu yngri. Hún hét Randíður, en
hann var kallaður Nonni; Jón hét hann nú reyndar.
Randíður var fríð sýnum og stillt, -en Nonni var
mesti óróabelgur, eins og títt er um drengi á hans
reki.
Yzti bærinn í dalnum hét Kambur. Þar bjó ungur
bóndi, er Daði hét. Hann var ókvæntur en bjó með
móður sinni. Ðaði var fátækur að fé, en atgjörfis-
maður þótti hann um marga hluti og drengur góður.
Var það almæli, að honum litist vel á Randíði á Teigi.
Svo snar þáttur eru bækur í lífi
mannsins, að nær óhugsandi er
heimur án bóka. Þær hafa fylgt mann-
inum í 4000 ár. — í þá daga skrifuðu
þeir bækur í Egyptalandi á papyrus,
síðar kom pergamentpappírinn til sög-
unnar og loks olli svo Gutenberg
byltingu í bókargerð á 15. öldinni.
eftir OSKAR KJARTANSSON
Það var einn sunnudag um vorið, að presturinn
messaði í kirkjunni sem oftar. Var margt fólk við
messu, þar á meðal fólkið á Teigi og Gvendur á
Bakka, því að hann var kirkjurækinn mjög. Var ekki
trútt um, að presturinn, síra Einar, þakkaði Gvendi
það, hve ýmsir gárungar sveitarinnar sóttu vel
kirkju. Því að þeir komu tíðum til þess að glettast við
Bakkaflónið.
Þenna sunnudag hittist þannig á, að Nonni litli á
Teigi sat við hliðina á Gvendi í kirkjunni og sat
Nonni yztur á bekk. í miðri prédikun stóð strákur á
fætur og læddist út, án þess að Gvendur yrði þess
var, því að hann var svo niðursokkinn í að hlusta á
ræðu prestsins. En þannig stóð á, að Nonni hafði allt
í einu minnzt þess, að hann hafði séð rófu af nýslátr-
uðum kálfi á hlaðinu á prestsetrinu. Datt honum því
dálítið i hug, og hugsaði sér að koma því strax I
framkvæmd.
Þegar Nonni kom út, fann hann strax kálfsrófuna
og tróð henni kyrfilega í vasa sinn. Síðan læddist
hann inn í kirkjuna aftur og settist í sæti sitt, án þess
að nokkur hefði orðið þess var, að hann fór út.
Allt í einu tók Gvendur eftir því, að strákurinn við
hliðina á honum svaf.
„Skammastu þfn ekki að sofa í krikjunni?“ sagði
hann og hnippti í Nonna. Strákur opnaði augun.
„Uss, hafðu ekki hátt“, sagði hann. „Ég sef ekki.
Ég er bara að hlusta. Maður nýtur þess miklu betur,
ef maður hefir aftur augun. Hefirðu ekki heyrt það
fyrr?“
„Jú“, svaraði Gvendur. „En ég hefi bara aldrei
reynt það“.
„Þá ættirðu að reyna“, sagði Nonni.
Gvendur vildi gjarna reyna, hvað hæft væri f
þessu og lagði aftur augun. Fannst honum þá, að
þetta mundi satt vera og hlustaði nú um hríð með
aftur augun. En brátt seig á hann eitthvert mók, og
hann steinsofnaði. Nonni tók eftir því, þegar hann
fór að dotta og notaði þá tækifærið, sem hann hafði
verið að bíða eftir, og festi kálfsrófuna vandlega
aftan í buxurnar hans Gvendar. Þegar hann hafði
lokið þessu starfi sínu, hnippti hann í svefnpurkuna.
„Er það ekki satt, sem ég sagði?" spurði hann.
„Ha?“ sagði Gvendur og glennti upp skjáina.
ANNA FRA STORUBORG - saoa frá sextándu old
eftir
Jón
Trausta
nærri því orð fyrir orð og gat þulið þær upp í huganum.
Hetjulíf það, sem þær lýstu, var ólikt þessu orkuvana iðju-
leysislífi, sem hann lifði. Ekkert af ævintýrunum, sem hann
hafði lesið þar og marglifað upp í huganum, varð að sögu
hans sjálfs. Það var öðru nær. Hið skáldlega og fagra, sem
sagt var frá í sögunum, varð ekki að lífi framar.
Hann reyndi líka að yrkja, — yrkja voldugan slag um
eitthvert stórfellt efni. Það hitaði honum um hjartaræturnar
í bili. Hann átti erfitt með að skorða hugsanir i bundnu
máli, færa þær í þessar spennitreyjur rims og stuðla, sem
nauðsynlegar voru til þess, að þær yrðu lærðar og sungnar.
Þær urðu sem stokkfreðnar í slíkum umbúðum, þar sem allt
stóð þeim á beini, allt limlesti þær og hindraði þær í öllum
hreyfingum. Hann reyndi að raula það upphátt, sem hann kom
saman, í þvi skyni að fá líf i það. En það tókst ekki. Þessi
dimma hellisgjóta, með mat á rám uppi í berginu og vað-
málstjald fyrir hvílunni hans, apaði eftir honum orðin með
loðnum, afmynduðum hreim, sem varla hafði keim af berg-
máli. Það var sem dauður maður settist upp i gröf sinni og
færi að yrkja og kveða. Hann gafst upp og hætti.
Líf hans varð allt að einhverri vonleysisstunu, sem dó út
í þessari ömurlegu helliskyrrð. Hvert, sem hann leitaði, var
sem veggur fyrir. Hann var fangi og vafalaust dæmdui' til
fangavistarinnar ævilangt. Og það, sem lakast var af öllu:
Hann hafði ekkert til hennar unnið. Það var líkast því, að
verið væri að leika sér að honum, leika ser að þvi að íela
hann og leita að honum. Hann vissi vel, að mörg augu voru
að leita að honum; hann vissi ekki, hve mörg. En hann vissi,
að enn þá fleiri augu vöktu yfir honum og bægðu hættunni
frá honum. Þau augu voru alls staðar og ætíð sívakandi.
Anna á Stóruborg sá um það.
Hœttan —! Sú var tíðin, að hann hafði hlegið að henni
og verið montinn af henni. Nú lá hún eins og farg á sál
hans. Þessi hætta, sem hann fékk aldrei að sjá, aldrei að
reyna sig við, en vissi þó að var til, spann ósýnilega, seiga,
slimmjúka þræði utan um allar hugsanir hans. Þetta var allt
eins og illur draumur, sem hann gat þó aldrei vaknað af.
I hvert skipti, sem einhver mennsk manneskja sagði eitt-
hvert orð við hann, var það aðvörun um að fara varlega, því
að alls staðar væri um hann setið. Og það fyrsta og síðasta,
sem Anna sagði við hann, var að vera var um sig, muna
hana um það umfram allt, að vera varan um sig. Og
hvenær sem hann frétti eitthvað úr mannabyggðum, voru
það oftast nær einhverjar ráðstafanir til að ná honum, eða
einhverjar ráðstafanir til að verja hann. Alls staðar, jafnvel
úr berginu að baki sér, fannst honum ósýnileg augu stara
á sig, sitja um sig, vaka yfir hverri hreyfingu sinni, — augu
með eitthvert eitrað og yfimáttúrlegt sogafl, sem kitlaði hann
undarlega, eins og hann fyndi, að þar væri miðað á sig hár-
beittum örvum. Hann hafði ekki ró í beinum sínum, þegar
hann hugsaði til þessara ósýnilegu augna. Hvar voru þau?
Hvar átti hann að leita þeirra? Gat hann ekki rekið atgeir-
inn sinn á kaf í þau og gert þau blind, að minnsta kosti
eitthvað af þeim? Nei, það var árangurslaust. Þau voru alls
staðar og hvergi. Það var sem allir hlutir, lifandi og dauðir,
hefðu þessi augu. Það var sem læðzt væri í kringum hann
Þegar aftökusveitin átti
að afgreiða kvennjósnar-
ann.
Ég bið herrann afsök-
unar, beljubollurnar
eru búnar, en við viljum
bjóða yður nýskotna
ýsu.
Þú hættir þó að gjamma,
þegar þér er sagt það.
Má ég þá heldur biðja
um Mallorcafæribanda-
ferðir ferðaskrifstof-
anna.