Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTOBER 1974 15 Bréf Alexander Solzhenitsyns til New Y ork Times: Þannig eru hlutirnir gerðir í sveitum Sovét- ríkjanna „Til ritstjóra Ég var djúpt snortinn af frétt sem fréttaritari yðar i Moskvu fékk frá íbúa einum ! rússnesku borginni Ryazan, Svetlönu Shramko að nafni, þess efnis að hún hefði verið send á geðveikrahaeli fyrir að hafa kvartað yfir loftmengun við trefja- plastverksmiðjuna I Ryazan. Vestænum lesanda kann að virðast það alger fjarstæða að manneskja sé send á vitfirringahæli fyrir að verja umhverfi sitt. En þetta sýnir einmitt frá upphafi til enda hvernig hlutirnir eru gerðir í héruðum Sovétríkjanna. Trefjaplastverksmiðjan var byggð í úthverfi Ryazan á meðan ég átti enn heima þar Hún var byggð einfaldlega vegna þess að fyrrver- andi flokksformaðurinn í Ryazan- héraði, Aleksei Larionov, vildi auka hróður sinn í valdastiganum innan flokksins. Eftir að hafa reist nokkrar slíkar verksmiðjur, kom hann af stað hinni frægu „kjötsprengingu ', þar sem kjörframleiðslan var þrefölduð með þvi að slátra öllum búpeningn- um. Hann var settur af og framdi siðar sjálfsmorð Eitthvað varð undan að láta í jafn ástæðulausum og fljótfærnislegum efnahagsráðstöfunum, og það varð auðvitað á sviði úrgangsefnameð- ferðar. Trefjaplastverksmiðjan varð stöðugur mengunarvaldur um- hverfisins. Maður verður að gera sér grein fyrir hinum vonlausu kringumstæð- um sem ríkja i sveitum Sovétrikj- anna, þar sem jafnvel innansveitar- mál mega ekki gagnrýnast af fólk- inu. Mótmæli eru svo hættuleg að það verður skynsamlegra að þola allt tjónið, þjáningarnar og meng- unina; að minnsta kosti missir mað- ur minna með þvi að þegja Það var i þessu kviksyndi óttans sem Svetlana Shramko leiftraði eins og blossi hugrekkisins. Hún kvartaði ekki aðeins við miðstjórn flokksins, heldur sendi afrit til Sam- einuðu þjóðanna, — gegnum póst- kerfi Sovétrikjanna, sem vitaskuld þýðir beint til KGB. Fyrir þetta var hún send á geð- veikraspltala i júnílok; það hefði vel getað gerzt, að hún hefði aldrei komið upp á yfirborðið aftur og enginn hefði vitað neitt um hana En hún bjó yfir viljaþreki til að veita mótspyrnu; henni tókst að telja kvölurum slnum trú um undirgefni sína, og var sleppt 1. ágúst eftir að hafa lofað að skrifa ekki fleiri bréf til alþjóðlegra samtaka. Stuttu seinna tókst henni að ná símasambandi við fréttaritara yðar, sennilega frá Moskvu Sllkt símtal er sama og sjálfsmorð fyrir hinn venjulega sovézka borgara Þar af leiðandi lagði Svetlana Shramko llf sitt i sölurnar af umhyggju fyrir þeim hundruðum þúsunda sem i kring- um hana eru og í þágu sameigin- legrar reikistjörnu okkar allra. Ég veit ekki hvað hefur orðið um hana; sennilega hefur hún verið send á hælið á ný og er nú deyjandi af völdum „lyfjameðferðar". Ég bið alla um að gleyma ekkí eða leyfa neinum að gleyma þessari hug- rökku, óeigingjörnu konu. Gleym- um henni ekki; með öðrum orðum látum hana ekki glatast Sovézka ríkisstjórnin verður að svara al- menningsáliti heimsins um lif hennar. Aleksandr Solzhenitsyn Zörich, 23. ágúst, 1974. — Skrítin menning Framhald af bls. 13 norft á sjónvarp varnarliðsins. Það eina, sem skyggt hefur á, er það, að allir landsmenn skuli ekki hafa átt þess kos't að horfa á það, m.a. ekki Ibúar Vestfjarðakjör- dæmis, en varla hefir sú stað- reynd haft áhrif á andstöðu Sigur- laugar gegn sjónvarpinu, þó að óneitanlega beri þessi afstaða hennar keim af meinbægni. Fyrir mörgum árum tóku fá- einir menningarvitar að amast við sjónvarpi vamarliðsins. Var and- staða þeirra almennt talin stafa af misskildu þjóðarstolti og fáir tóku kveinstafi þeirra alvarlega. Síðar bættist þeim liðsauki frá kommúnistum, en engum dylst af hvaða hvötum þeir eru á móti sjónvarpinu. Þegar kommúnistar komust í stjórnarandstöðu hófu þeir strax að undirbúa byggingu „Berlínarmúrs“ í kring um sjón- varpsstöðina á Keflavíkurflug- velli. Sá múr hefir nú verið reistur, þó að kommúnistar séu ekki lengur aðilar að stjórn landsins. Og því spyrja menn: Hvers vegna er okkur nú meinað að horfa á gott sjónvarpsefni, sem bandalagsþjóð okkar býður uppá? Hvers vegna á að svipta fjölda aldraðra og fatlaðra, sem ekki eru rólfærir, þeirri einu, virkilega góðu dægradvöl, sem þeir geta notið heima hjá sér? Getur núverandi ríkisstjórn ekki rifið niður „Berlínarmúr- inn“ á Keflavíkurflugvelli, sem grundvallaður var I stjórnartíð kommúnista og bundið enda á þennan hlægilega þjóðarstolts- skrípaleik, og sýnt þá víðsýni að beita sér fyrir því, að sjónvarp sjáist ekki einungis á suðvestur- landi, heldur um landið allt? Húsnæði í miðbænum 200 — 400 fm húsnæði óskast strax, í mið- bænum eða næsta nágrenni hans. Þarf að vera hentugt til fundahalda. Tilboð merkt: „Fljótt og vel — 5351" sendist afbr. Mbl. fyrir 20. þ.m. Hafnarfjörður Til sölu sælgætis og brauðverzlun á góðum stað við Miðbæinn í Hafnarfirði. Uppl. á skrifstof- unni. Guðjón Steingrímsson hrl., Linnetsstíg 3, Hafnarfirði. Tilbúinn undir tréverk Hann er þess virði að þú lítir á hann tvisvar, nýi Volvoinn. Nýjungar, eins og ”hrein grind” með völsuðum Iangböndum, rafkerfi tengt í einum aðgengilegum töflukassa, lofthemlakerfi í nylon- leiðslum, 50 gráðu snúningsgeta, þrátt fyrir aðeins 3,8 metra lengd milli hjóla, koma þér skemmtilega á óvart. Eins og allt annað í sambandi við Volvo N. Volvo N er langt á undan öðrum í tækni og útliti. Volvo N er vörubíll framtíðarinnar orðinn að raunveruleika. Volvo N nýtir hvern einasta mögu- leika til hins ýtrasta í þágu eigandans. Allar tækni- legar upplýsingar um Volvo N eru ávallt til reiðu í Volvosalnum við Suðurlandsbraut. Hafið samband við Jón Þ. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.