Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR ll.OKTÓBER 1974 35 íramir tefla fram sterku liði um helgina IRAR hafa nú tilkynnt lið það, sem leikur fyrir þeirra hönd I körfuknattleikslandsleikjunum um helgina. Helmingur leik- manna liðsins hefur leikið gegn Islandi áður, en þjóðirnar mætt- ust I landsleik ytra f ágúst. Virð- ist val liðs lranna nú benda til þess, að lið þeirra sé öllu sterkara en Iiðið sem lék þá. Leikmennirnir eru þessir: no: 4. John McCowan Hefur leikið 11 landsleiki. Er bakvörður og aðaluppbyggjari liðsins. Afar snöggur og skemmti- legur leikmaður með góða bolta- meðferð. Atti góðan leik í leikn- um í Dublin. no: 5 Ken McEntire Bakvörður með 7 landsleiki að baki. no: 7 Frank O’Flynn Fyrirliði liðsins með 10 lands- leiki að baki. Framherji og skytta góð. Hann skoraði 18 stig i leikn- um gegn tslandi I Dublin. no: 8 John Cooney Yngsti maður liðsins og hefur leikið einn landsleik. Þarna er á ferðinni eitt af framtíðarefnum Iranna. no: 9 Tom Hickey Bakvörður með einn landsleik að baki. no: 10 Anthony Cronelly Aðalmiðherji liðsins um 2 m á hæð. Hann hefur leikið 11 lands- leiki og átti stjörnuleik gegn Is- landi ytra. Mjög sterkur varnar- maður, sem er slvinnandi. no: 11 Dave Fitzsimonds Stjarna liðsins. Einn þeirra irsku leikmanna sem eru sóttir til Englands vegna þessara Iands- leikja, en hann leikur með Crystal Palace. Leikur framherja og á 11 landsleiki að baki. no: 12 Paudie O’Conner Miðherji með einn landsleik að baki. no: 14 John Furulong Hefur leikið 5 landsleiki. Fram- herji og sterkur í vörn. no: 15 Andy Houlihan Góðkunningi Isl. körfuknatt- leiksmanna, en hann hefur oft leikið gegn KR í mótum á Irlandi og einnig landsleiknum. Mjög seigur leikmaður, þótt hann sé dálftið þungur. Minnir mikið á Einar Bollason I leik og gengur þess vegna undir nafninu „Bolla- son“ meðal ísl. kunningja hans. Þjálfari liðsins er Tom O’Brien. Irarnir koma hingað með dómara, Sean Tracy F.I.B.A. — með hon- um dæmir Hörður Túlinius F.I.B.A. 14 leikmenn hafa verið valdir til landsleikjanna fyrir Island. Þeir eru: Kolbeinn Pálsson KR, Jón Sigurðsson Armanni, Kol- beinn Kristinsson IR, Hilmar Vikt orsson KR, Kári Marfsson Val (bakverðir) — Agnar Friðriksson IR, Torfi Magnússon Val, Þröstur Guðmundsson KR, Gunnar Þor- varðarson UMFN, Birgir Jakobs- son IR, Jóhannes Magnússon Val (framherjar), Birgir Guðbjörns- son KR, Bjarni Gunnar IS, Símon Ólafsson Ármanni (miöherjar). 10 þessara leikmanna verða vald- ir til að leika fyrri leikinn, en hinir fá e.t.v. tækifæri allir í síð- ari leiknum. — Kolbeinn Pálsson hefur flesta landsleiki að baki þessara leikmanna, 34, Agnar HOLLLENDINGAR sigruðu Svisslendinga f vináttulandsleik f knattspyrnu, sem fram fór f Rott- erdam f fyrrakvöld með einu marki gegn engu. Markið skoraði Geels á 38. mfnútu. Ahorfendur voru 9.500. Friðriksson 26, Jón Sigurðsson 25, en hinir hafa leikið talsvert færri leiki,flestir 5 eða 6. gk. Old boys hjá KR HANDKNATTLEIKSDEILD KR mun I vetur gangast fyrir æfing- um fyrir „Old boys“. Æft verður á föstudagskvöldum í KR húsinu og hefjast æfingar I kvöld kl. 22.10. Geir Hallsteinsson t.v. og Gunnar Einarsson t.h. f leik gegn sænska liðinu Hellas. 1 gær voru þeir stjörnur FH-Iiðsins f leiknum við SAAB og skoruðu 14 mörk. FH á næsta leik Allir möguleikar á að vinna upp eins marks sigur SAAB í leiknum í Reykjavík Frá Andreas Lindqvist, fréttamanni Mbl. á leik SAAB og FH f Evrópu- bikarkeppninni: FH-INGAR eiga sannarlega Ieik- inn f Evrópubikarkeppninni f handknattleik. t gær töpuðu þeir með aðeins einu marki, 21—22, fyrir sænska mcistaraliðinu SAAB, og eftir öllum sólarmerkj- um að dæma ættu FH-ingar að geta unnið seinni leikinn, sem fram á að fara f Laugardalshöll- inni, með tveggja marka mun, en það nægir þeim til áframhalds f keppninni. Þessi árangur FH- inga f leiknum f gærkvöldi er glæsilegur, ekki sfzt fyrir þá sök að f lið þeirra vantaði bezta leik- mann liðsins á sfðasta keppnis- tfmabili: Viðar Sfmonarson. En handknattleikurinn sem SAAB og FH buðu upp á f gær- kvöldi var ekki jafnglæsilegur. Hvað eftir annað leystist leikur- inn upp í hreinustu slagsmál, og samtals sex sinnum var FH-ingum vísað af leikvelli til kælingar. Tvisvar fengu þeir þó fylgd Svía út af vellinum, eftir hreinan hnefaleik á gólfinu. Þrátt fyrir þetta verður ekki annað sagt, en að hinir dönsku dómarar leiksins hafi haft þau tök á honum sem mögulegt var að hafa, og sýndu þeir jafnan mikla ákveðni. Það var ekki gott um það að segja hvort liðið átti upptökin að þessum miklu átökum, en ein- hvern veginn hafði maður það stundum á tilfinningunni að hið sama hrjáði bæði liðin: Æfinga- leysi, en oft vill fara svo að þegar menn eru ekki f mikilli æfingu reyna þeir að bæta sér það upp með því að beita hörku. Og það má heldur ekki gleyma því, að þarna var mikið í húfi fyrir báða aðila — SAAB að vinna góðan Kusu íslendinga sem fyrsta mótaðilann í opinberum landsleik Á ÞINGI Alþjóðahandknatt- leikssambandsins, sem haldið var fyrir skömmu á Italfu, var ákveðið að taka Færeyinga inn I sambandið. Hefur það lengi verið baráttumál Færeyinga að fá aðild að sambandinu með öllum réttindum og skyldum, en hins vegar voru Danir lengi vel því andvígir og höfðu úr- slitaáhrif á, að ekki varð af inngöngu Færeyinganna. — Við studdum Færeyingana ákveðið í þessu máli, sagði Sig- urður Jónsson formaður Hand- knattleikssambands Islands í viðtali við Morgunblaðið I gær, — og það varð okkur mikið ánægjuefni, þegar tillagan var samþykkt áþinginu. Sigurður sagði, að það hefði fyrir löngu verið ákveðið, að fyrsti opinberi landsleikur Færeyinga f handknattleik yrði við Islendinga, og hefur sá landsleikur nú verið ákveðinn 2. nóvember n.k., og fer leikur- inn fram hérlendis. 1. nóvem- ber leika hins vegar íslenzku stúlkurnar landsleik f Færeyjum. — Færeyingarnir óskuðu sjálfir eftir því, að Island yrði fyrsta landið, sem þeir léku við, og erum við auðvitað bæði ánægðir og stoltir yfir því, sagði Sigurður, — en þótt þarna verði um fyrstu opinberu landsleikina að ræða, þá höfum við lengi átt bæði góð og mikil samskipti við Færeyinga f handknattleiksíþróttinni. sigur og FH að tapa með sem minnstum mun. Fyrsti stundarfjórðungur leiks- ins var einna bezt leikinn. Þá léku bæði liðin góða og örugga vörn og leikmennirnir hreyfðu sig mikið. Meðan leikurinn var í jafnvægi kom það glögglega fram, að FH- ingar voru sterkari aðilinn á vell- inum, og þá einkum og sér f lagi vegna tveggja frábærra einstakl- inga: Geirs Hallsteinssonar og Gunnars Einarssonar, en sá sfðar- nefndi sýndi þarna algjöran stjörnuleik. Leikmaður sem myndi ganga inn í hvaða lið sem væri, hvenær sem væri. Um hlutverk þeirra Gunnars og Geirs f þessum leik tala tölurnar skýrustu máli. Þeir skoruðu 14 mörk af þeim 21 sem FH gerði í leiknum, og áttu auk þess hlut að nokkrum mörkum sem félagar þeirra gerðu. Staðan f hálfleik var 10—7 fyrir SAAB, en FH náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma f seinni hálfleik. Þá var tveimur leikmanna þeirra vísað af velli, svo til samtímis, þeim Gunnari og Ólafi Einarssonum og tókst SAAB-liðinu að nýta sér það til fullnustu að þeir voru fleiri á vellinum og bilið breikkaði í 5 mörk, er staðan varð 16—11. Þegar svo var komið áttu flestir von á því að SAAB-liðinu tækist að fylgja þessu eftir og sigra örugglega í leiknum. En það var öðru nær. Einmitt á þessari stundu kom styrkur FH- liðsins fram og þeir Gunnar og Geir skoruðu fjögur mörk á með- an SAAB-liðið gerði aðeins eitt, þannig að munurinn minnkaði aftur í 2 mörk, 17—15. Sfðan varð staðan 19—15, en mörk Geirs og Jóns Gests færðu leikinn f sama horf og áður, og eftir það tókst SAAB aldrei að hrista FH-ingana af sér. Þegar aðeins örfáar sekúndur voru til leiksloka var staðan 22—20 fyrir SAAB, en þá brutust út hreinustu slagsmál milli Ólafs Einarssonar og Olssons og var þeim báðum vfsað af velli. Aður en ró komst á aftur, notfærði Geir Hallsteinsson sér veilu í vörn SAAB-liðsins og skoraði 21. mark FH-liðsins og urðu því úrslit leiks- ins 22—21 fyrir SAAB. Aðeins eins marks sigur — og verður örugglega erfitt fyrir þá að halda þeim sigri í leiknum f Reykjavík. Sem fyrr greinir báru þeir Gunnar Einarsson og Geir Hallsteinsson af f FH-liðinu og voru á tíðum hreint stórkostlegir, í sóknarleiknum sem var miklu sterkari hluti FH-liðsins í þessum leik. Vörn liðsins var hins vegar nokkuð sundurlaus og mark- varzlan yfir höfuð ákaflega slök. Fékk SAAB nokkur mörk af ódýrustu tegund í leiknum. Af öðrum leikmönnum FH sem vert er að nefna eru þeir Gils Stefáns- son og Þórarinn Ragnarsson, en sá síðarnefndi var ógnandi sem hornamaður, þótt ekki tækist hon- um að skora þaðan, og dró vörn SAAB-liðsins til sín. SAAB-liðið olli miklum von- birgðum i þessum leik, og var greinlegt að æfingaleysi sagði til sín þegar á leikinn leið. Eins og hjá FH var vörnin slakari hlut liðsins, en taka ber samt tillit til þess að það er ekki fyrir neina venjulega handknattleiksvörn að ráða við leikmenn eins og Gunnar og Geir og þá samvinnu sem þeir sýndu sín á milli. Mörk FH skoruðu: Geir Hall- steinsson 7, Gunnar Einarsson 7, Ólafur Einarsson 2, Gils Stefánsson 2, Jón Gestur Viggósson 1, örn Sigurðsson 1 og Þórarinn Ragnarsson 1. Finnar til Sviss FINNSKA unglingalandsliðið f knattspvrnu hefur tryggt sér rétt til þátttöku f lokakeppni UEFA- bikarkeppni unglinga sem fram fer f Sviss næsta sumar. Kepptu þeir við Norðmenn um réttinn. Varð jafntefli f fyrri leik liðanna, sem fram fðr f Noregi, en Finnar unnu leikinn á heimavelli sfnum með einu marki gegn engu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.