Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1974 TWYFORDS HREINLÆTISTÆKI HANDLAUGARí BORÐ HANDLAUGAR Á FÆTI BAÐKÖR STÁL & POTT FÁANLEG í FIMM LITUM TWYFORDS-HREINLÆTISTÆKIN ERU í SÉRFLOKKI. BYGGINGAVÖRUVERZLUN TRYGGVA HANNESSONAR, SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 83290. Sparisjóður Dalasýslu: Stuðlar að uppbyggingu sundlaugar í Búðardal AÐALFUNDUR Sparisjóðs Dala- sýslu var haldinn í Búðardal laugardaginn 14. september s.l. Formaður sjóðsstjórnar, Friðjón Þórðarson, alþm., setti fundinn og stjórnaði honum, en fundarritari var Jósef Jóhannesson, Gilja- landi. Á fundinum var upplýst, að hrein eign sjóðsins var í árslok 1973 kr. 2.789.394,30 og er hún ávöxtuð í útibúi Búnaðarbankans í Búðardal. Vextir 1973 námu kr. 277.938,-. Var nokkrum hluta þeirra ráðstafað í þágu tveggja málefna, sem fjallað var sérstak- lega um á fundinum. Annað þessara mála er bygging sundlaugar við félagsheimilið Dalabúð í Búðardal, sem Lions- klúbburinn þar beitir sér fyrir. Hitt er fjársöfnun til hljóðfæra- kaupa í þeim tilgangi að glæða tónlistarlíf við barnaskóla Dala- sýslu að Laugum í Hvammssveit og Búðardal. 1 stjórn sparisjóðsins voru endurkjörnir til tveggja ára Friðjón Þórðarson, alþm. og Ólaf- ur Jóhannsson, bóndi, Skarfsstöð- um, en auk þeirra á Ásgeir Bjarnason, alþm., sæti í stjórn- inni _______ _ ______ — Minning Dóra Framhald af bls. 25 og nutu þess að vera samvistum og blanda geði við fólk, enda bauð starf Gests sem leikara mörg tækifæri til þess. Hvarvetna voru þau vel metin fyrir glaðværð og þægilega umgéngnisgáfu. Ekkert var þeim fjær skapi en vílsemi. Bæði voru þau skyggn á sólskin lífsins og kunnu að þakka það. Lífeyrissjóður bygginga- manna. Umsóknarfrestur um lán úr sjóðnum rennur út 15. þ.m. Stjórnin. Yfir minningu Dóru er bjart. Mörg síðustu árin gekk hún ekki heil til skógar. En sjúkdóm sinn bar hún með stákri ró og æðru- Ieysi, þakklát ástvinum sínum og vinum, þakklát Guði, sem réð gæfu hennar og gaf henni svo margar sólskinsstundir með eigin- manni og góðum börnum, tengda- og barnabörnum. Það var bjart fyrir andans sjón- um hennar, er hún hvarf inn til nýrrar tilveru. Hvíli hún I Guðs friði. Sigurjón Guðjónsson. Elskuleg amma okkar er látin! Andlát hennar kom okkur ekki á óvart, þvf amma hafði ekki gengið heil til skógar um langt skeið, og hafði lífsþróttur hennar smám saman dofnað sfðustu mán- uðina. Samt er eins og dauðinn komi alltaf á óvart, og eigum við bágt með að sætta okkur við þessi umskipti. Að leiðarlokum sækja á okkur minningar um ömmu, sem allar eru hreinar og hugljúfar; minn- ingar um góða og kærleiksríka konu sem alltaf var tilbúin að rétta okkur sína hjálparhönd, minningar um sterka konu, sem aldrei æðraðist, á hverju sem gekk. Þessar minningar munum við varðveita og geyma í brjóstum okkar. Engan skortir ástúð eða umhyggju sem átt hefur slíka ömmu. Við þökkum henni allt það sem hún gaf okkur af sjálfri sér og er okkur dýrmæt eign svo lengi sem við lifum. Guð gefi henni sinn frið. Barnabörn. PARKET FALLEGT, NÍÐSTERKT OG AUÐVELDAST AÐ ÞRÍFA EGILL ÁRNASON H.F i I SKEIFUNNI 3 — SÍMI 82111 1. V# h :l % v. ' ■ éjk PÓSTUR OG SfMI óskar að ráða skrifstofumann eða konu með verzlunarpróf, stúdentspróf eða sam- bærilega menntun. Nánari upplýsingar verða veittar í starfsmannadeild Pósts og síma. Nauðungaruppboð sem hófst 5 október s i verður fram naldið laugardag 12. október 1 974 að Sólvallagötu 79, og hefst það kl. 1 3.30. Seldar verða ýmsar ótollafgreiddar vörur. Enfremur verzlunarvörur, áhöld og húsmunir. Þá verða seldir ýmsir skrifstofumunir svo sem, eikarskrifborð, skjala- skápur (eik), skrifstofustólar (eik), „Antik", og ýmsir aðrir skrifstofu- munir og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavik. TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELCASON Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 84510. Stationbílar á gamla verðinu kr. 320.000 Argerð '75 með mörgum tækni- legum endurbótum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.