Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÖBER 1974 Hið gagnmerka brezka rit, Fjár- málatíðindi, „The Financial Times“, hefur sagt um Efnahags- bandalag Evrópu, að það sé að vísu ekki andvana í læknisfræði- legum skilningi, en sé greinilega þjakað af alvarlegri uppdráttar- sýki. Þessi sjúkdómsgreining blaðsins á aðallega við um efna- hags- og gjaldeyrismálasamstarf- ið. Áformin um einingu Evrópu mótuðust meðan bjartsýnin innan Efnahagsbandalagsins var mikil vorið 1971. Og aftur staðfest ári síðar. Þá byrjaði doðinn að breið- ast um og minniháttar aðgerð var nauðsynleg á þjóðarleiðtoga- fundinum 1 París 1 október 1972 Honum lauk með veglegri yfirlýs ingu í kansellístíl um væntanlega einingu Evrópu. En árangurinn lét á sér standa. Á þjóðarleiðtogafundinum í Kaupmannahöfn á s.I. ári var samin önnur yfirlýs'ng, nokkru daufgerðari, en þó all háfleyg. Þar var lögð sama áherzlan á nauðsyn innri samstöðu Evrópu- rikja og að Evrópa skyldi mæla einum rómi. Eftir þennan fund hafa orðið margvíslegar breyting- ar í efstu tröppum stjórna stærstu landa Efnahagsbandalagsins. Raunsæir evrópuunnendur segja nú, að þessar draumstemmdu yfirlýsingar hafi tilheyrt hverf- andi kynslóð evrópskra stjórn- málamanna, sem nú sé meira eða minna komin undir græna torfu eða á annan hátt liðin undir lok, þ.e. þeim Pompidou, Willy Brandt og Heath. Arftakarnir, svo sem Helmut Schmidt og Giscard d’Estaing taki athafnir fram yfir orð í samstarfi þjóðanna sem öðru. Það sem aðallega var fundið að þessum yfirlýsingum þjóðarleið- toganna á nefndum ráðstefnum var sú óskadraumsýn um einingu Evrópu, sem ekki virtist hafa raunverulega pólitískan bakhjarl, sem óneitanlega er nauðsynlegur. Að minnsta kosti, þegar um er að ræða mikilvægar ákvarðanir í efnahags- og gjaldeyrismálum, sem varða allar bandalagsþjóðirn- ar. Það er vandrataður millivegur- inn, ef flytja á ákvarðanatöku frá landsstjórn til yfirstjórnar Efna- hagsbandalagsins í Brlissel. Jafn- framt loflegu tali um „einn róm“ var mikil áherzla lögð á óskert sjálfstæði hvers bandalagsríkis. Innblásnir lögðu leiðtogar land- anna hart að sér að útmála fyrir háttvirtum kjósendum sínum, að hér væri engin hætta á ferðum. Hættan reyndist heldur ekki mikil, þvl langt mun enn til draumsýnar sumra hinna föllnu hugsjónamanna sameinaðrar Evrópu, einskonar „bandaríkja- stjórnar Evrópu”. Yfirlýsingar leiðtoganna heima- fyrir voru heldur ekki í samræmi við raunveruleikann, þegar hags- munir einstakra þjóða fóru að rekast á. Gjaldeyrisslangan svo- kallaða, tákn einingarinnar, hef- ur átt erfitt líf. England, Irland og Italía sögðu sig úr þessu gjald- Stendur á óstöðugu Innri vandamál Efnahagsbandalags Evrópu eyrissamstarfi og létu gjaldmiðla sfna á flot. Svo dró Frakkland sig út úr og þá varð þessi stóra slanga Iíkust stuttum ánamaðki. Gjaldeyrismálasamstarf Efna- hagsbandalagsríkja er nú aðeins samstaða þýzka marksins og nokkurra minnstu þjóða banda- lagsins, sem öll eru meira eða minna háð gengi þýzka marksins. Þetta samstarf skiptir því litlu máli fyrir Efnahgsbandalagið i heild. Þannig fór um eininguna f gjaldeyrismálunum innan banda- lagsins. I stað þess hefur geysimikil vinna verið lögð í að marka og samræma sameiginlega land- búnaðarstefnu. Þó er nú svo kom- ið, að flest löndin hafa í því efni sem öðrum haldið framhjá banda- laginu — og sum oftar en einu sinni. Með svipuðum hætti lognuðust útaf stórhuga áætlanir um gagn- kvæma gjaldeyrisfyrirgreiðslu fyrir bágstadda ríkissjóði. I stað- inn var það Euro-markaðurinn, sem sjá mátti Frakklandi, Italíu og Englandi fyrir stórfelldum framlögum. Svæða- og byggðastefna banda- lagsins átti sömuleiðis að verða uppbyggilegur þáttur í efnahags og gjaldeyrismálasamstarfinu og átti að stuðla að jöfnuði milli einstakra héraða í löndunum. Þannig átti sérstakur þróunar- sjóður að hlaupa undir bagga og aðstoða lönd til að bæta aðstöðu „vanþróaðra svæða" í viðkomandi löndum. Sjóður þessi átti að vera starfhæfur í upphafi árs 1974. Enn er hann þó ekki tekinn til starfa. Þegar Arabar tóku á sig rögg og svissuðu saman stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs og orkumál- um alls heimsins, kom í Ijós, hversu haldlftil hin hástemmdu loforð bandalagsþjóðanna um samstöðu og einingu voru í ljósi raunveruleikans. Þótt fögur væri, stóðust þau ekki, þegar efnahags- lffi viðkomandi bandalags-og vina þjóða var ógnað með orkuskorti og skömmtun. Tvö ríki Efnahags- bandalagsins, HoIIand og Dan- mörk, voru útilokuð frá olfuaf- hendingum frá Aröbum — og Efnahagsbandalagið sneri sínu breiða baki frá þessum tveimur meðlimaríkjum og þau máttu leita á náðir hinna fjölþjóðlegu olíuhringa til að geta haldið á sér hita. Loks er vert að nefna ráðstafan- ir ítala í aprfl s.l., þegar þeir gripu til geymslufjárbindingar á öllum innflutningsviðskiptum. Allar viðteknar reglur Efnahags- bandalagsins um samráð við hin bandalagsrfkin og margvíslegar starfsvenjur þess, voru *þver- brotnar og ráðherranefndin leit virðulega f aðra átt og lét stjórnarnefnd bandalagsins eftir að fást við þetta skýra samnings- rof. — Samræming í viðmiðun óbeinna skatta. — Frjálsari fjármagnshreyfingar milli bandalagsrfkjanna. Um s.l. áramót voru þessi áform flest all fjarlægir draumar, sem óvfst var, hvort nokkru sinni myndu rætast. Að vísu hafði verið stofnaður sjóður til að miðla hinum verr settu ríkjum á erfiðum sveiflu- tfmum og tíðra, oft óvæntra gjald- eyrisbreytinga. En þessi ágæti sjóður var nær alveg máttvana. Þýzkaland hafnaði því strax að vera blóðgjafi fyrir hina tinandi bandamenn sína. A öðrum sviðum hafði heldur ekki neitt umtalsvert gerzt. Frem- ur var um afturför að ræða. Gjald- eyrisvandamálin urðu til þess að „slangan" fékk eitt áfallið til við- bótar, þegar líran fylgdi pundinu sfna leið. Til að varðveita gjald- eyrisvarasjóði landanna voru inn- Ieiddar gjaldeyrishömlur á vissar fjármagnshreyfingar, svo að á því sviði var raunveruleg afturför frá þeim framfaratilraunum, sem gerðar voru tíu árum fyrr, 1962. En nú átti að endurlífga nokkr- ar þessara glötuðu vona og á fund- inum í desember 1973 gáfu þjóðarleiðtogamir ráðherrum sfn- um skipanir um að sameinast um ákveðin málefni, svo hægt væri að hraða eftir megni upphafi annars áfanga sameiningarstarfsins. Fjár- og viðskiptamálaráðherr- ar rfkjanna luku sfnum hluta þessa vanda 17. desember 1973: Gáfu út fjórar ákvarðandi yfirlýs- ingar, sem greint er frá hér á eftir. Hinu mikla þrætuepli, svæðasjóði Efnahagsbandalags- ins, var vísað með virðulegum hætti til utanríkisráðherra land- anna. Sömu afdrif fékk hin form lega yfirlýsing um að nú væri hafinn annar áfangi: vísað til meðferðar utanríkisráðherranna, því það heyrði til þeirra sviðs. Margir unnendur sameiningar- hugmyndanna voru vonsviknir yf- ir þessum diplómatfsku æfingum stjórnmálamannanna. Hvað snerti stærð og skiptingu fyrirhugaðs svæðasjóðs Efnahags- bandalagsins, voru England og ítalfa, — þau lönd, sem trúlega Samantekt eftir Braga Kristjónsson ANNAR AFANGI SAM- EININGARSTARFSINS. Á leiðtogafundinum í jóla- mánuði sfðasta árs var því lýst yfir að annar áfangi efnahags- og gjaldeyrismálasamstarfsins ætti, eins og áður hafði verið ráðgert, að hefjast 1. janúar 1974. Með hliðsjón af óloknum verk- efnum frá fyrsta áfanga var það þó öllum ljóst, að þetta yrði mjög torsótt í framkvæmd. Það hafði á sínum tíma verið ákveðið, að við lok árs 1973 skyldi eftirtöldum áföngum vera náð: — Stöðugar gengisskráningar. Lítil frávik í skráningu mynta við- komandi landa. — Stofnaður gjaldeyrisvarasjóð- ur bandalagsins. — Stóraukin samvinna innri við- skiptamálefna. — Samræming hagstjórnartækja, sem viðkomandi þjóðir beita til að hafa áhrif á efnahgsmálin. myndu njóta lang mests hags af stofnun hans — alveg á öndverð um meiði við bandamenn sína. Afstaða þessara ríkja hefur fram- undir þetta torveldað frekari framgang þess máls. Hinn 18. febrúar s.l. undirritaði ráðherranefnd bandalagsins áð- urnefndar fjórar ályktanir, sem viðkomandi ráðherrar landanna höfðu náð samkomulagi um 17. desember 1973. Þessar samþykkt- ir eru stórorðar, þótt nánari könn- un á innihaldi þeirra leiði æði mikið tómahljóði I ljós. 1) Alyktun um starf að algerri samræmingu efnahagsmála- stefnu rfkja Efnahagsbandalags- ins. Þessi ályktun er í aðalatriðum útdráttur fyrri ályktana um nána og stöðuga samvinnu og samráð um öll viðskipta- og efnahagsmál og samræmi f stefnu landanna. Fjórða grein: Einkum tekur þetta til allrar op- inberrar áætlanagerðar í löndun- um. Auk þess er viðkomandi lönd- um tilskilið að ráðfæra sig f tfma við hin meðlimaríkin, ef fyrirhug- aðar eru breytingar á gengis- skráningu, hvernig sem þær breytingar kunna að vera til komnar. 2) Tilmæli um stöðugleika, hag- vöxt og atvinnuöryggi í Efna- hagsbandalagi Evrópu. 1 ályktuninni skuldbinda með- limaríkin sig til að beita í hverju tilviki þeim hagstjórnartækjum við lausn innri vandamála land- anna, sem ráðherranefndin ákveður hverju sinni. Það er óneitanlega stórt skref, sem hér á að taka: lönd bandalagsins skulu með lagaákvæðum eða atbeina framkvæmdavalds viðk. lands vera bundin af ákvörðunum yfir- stjórnar Efnahagsbandalagsins um innri málefni landanna, svo sem ríkisútgjöld og fjárfestingar- mál. 1 upphafi skal miða við 5 ára reynslutímabil. Þau samþykkja að stefna að aukinni opinberri stjórnun fjármála bæjar- og sveitarfélaga, og hafa hönd í bagga með útlánastefnu við- skiptabanka landanna. Og auk þess skulu þau auka afskipti sín af tekjupólitík. Allt var þetta áleiðis að hinu fyrirheitna marki, sem smám saman myndi gera unnt að ná samræmi í efnahags- málastefnu þessara rikja. Það væri einum áfanga nær áforminu um nánara gjaldeyrismálasam- starf. Það sem einkennir þessa tilmælaályktun er þó orðalag, sem í framkvæmd má túlka á ýmsa vegu, svo sem: ... að svo miklu leyti sem unnt er... ef krafizt verður... o.þ.h. Ekkert landanna hefur i verunni afsalað sér nein- um rétti til að ákvarða sjálft þá efnahagsmálastefnu, sem stjórn- málamenn viðkomandi lands vilja. 3) Akvörðun um skipun nefndar um mótun sameiginlegrar efna- hagsmálastefnu. Til að gera mikilvægar ákvarðanatökur í efnahagsmálum landanna einfaldari, var skipuð samráðsnefnd sem leysti af hólmi þrjár fjölmennar og svifaseinar starfsnefndir um hagsveiflu- pólitík, áætlanagerð og nánustu framtíðarþróun efnahagsmála. í þessari nefnd, sem koma skyldi saman oft og óformlega, átti að tryggja náið samstarf og samvinnu þjóðanna um öll atriði efnahagsmálaráðstafana, sem löndin f gefnum tilvikum myndu vilja gripa til. Það var því mikið áfall fyrir þessa merku nefnd, ekki sfður en bandalagið í heild, þegar Italir gripu til innflutn- inguhafta sinna f aprílmánuði s.l. án þess að tala við kóng eða prest. 4) Ályktun um aukna fyrir- greiðslu Efnahagsbandalagsins við tfmabundna greiðsluerfið- leika meðlimarfkjanna. Alyktun þessi kom í stað um- fangsmikilla tillagna frá stjórnar- nefndinni um sameiginlegan gjaldeyrisvarasjóð bandalagsins. Stjórnamefndin hafði gert það að tillögu sinni að stófnféð skyldi vera 10% af gjaldeyrisvarasjóð- um allra meðlimaríkja. Þessari ákvörðun var þó á sínum tfma algjörlega vísað á bug af ráð- herranefndinni og þótt sjóðurinn sé nú veruleiki er hann margfalt minni en upphaflega var ráðgert og ólfkindi að hann geti f næstu framtfð leyst stóran vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.