Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1974 27 af útvegsmálum, og um áratuga skeið gerði hann út marga vélbáta frá Gerðum, aðallega í félagi við Þórð bróður sinn, rak þar frysti- hús, verkaði saltfisk og skreið og saltaði síld á Siglufirði. Finnbogi hafði ákveðnar skoðanir í efnahags- og þjóðmál- um, og hann gerði sér grein fyrir því, að samfara velgengni út- gerðarmanna og sjómanna mundu þjóðinni vegna vel. Hann starfaði mikið að félagsmálum, átti sæti i stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og var einn af hvatamönnum stofnunar Vöru- skiptafélagsins er stofnað var til þess að byggja upp viðskipti við Austur-Þýzkaland og sat um fjölda ára í stjórn þess félags. Þá var hann i mörg ár í stjórn Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda, og á hann hlóðust ýmis önnur störf i félagsmálum, því ótrauður var hann að vinna að slfkum mál- um þótt öll væru þau ólaunuð. Af þessu má sjá, hversu mikils trausts Finnbogi naut innan raða útvegsmanna og fiskframleiðenda um land allt. Finnbogi ritaði fjölda greina um kjör útgerðarmanna og sjó- manna og lýsti þar þeim erfiðu kjörum, sem útgerðin átti oft við að búa vegna rangrar skráningar á gengi fslenzku krónunnar, og barðist fyrir lagfæringu í þeim efnum. Þetta leiddi til þess, að Finn- bogi var mjög umdeildur, þar sem skoðanir hans mættu ekki skiln- ingi allra, en hann var ótrauður að túlka fyrir þjóðinni mikilvægi þeirrar atvinnugreinar, sem út- gerð er fyrir velferð þjóðarinnar. 1 janúar 1958 veiktist Finnbogi alvarlega og varð upp frá því að nokkru lamaður. Þrátt fyrir veik- indi sin dofnaði ekki áhugi hans á velferð útgerðar, og starfaði hann í stjórn Landssambands ísl. út- vegsmanna þar til árið 1971, en þá var hann gerður að heiðursfélaga samtakanna. Finnbogi var kvæntur hinni ágætustu konu, Maríu Pétursdótt- ur, Sigurðssonar erindreka, sem reyndist honum afburða vel. Ég votta Maríu og fjölskyldu Finnboga innilega samúð. Sigurður H. Egilsson. Finnbogi Guðmundsson út- gerðarmaður, eða Finnbogi frá Gerðum, lézt 4. okt. s.l. Mörg hin síðari ár hefur hann ekki gengið heill til skógar, átt við vanheilsu að búa — og nú er dagurinn allur. Finnbogi er fæddur í Garðinum og þar ólst hann upp, — má segja á sjávarbakkanum. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Guðmundur Þórðarson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, bæði ættuð úr Kjósinni. Þau eignuðust 14 börn og eru nú 6 þeirra eftirlifandi. Guðmundur faðir hans var mikill útgerðarmaður á sinum tfma. Auk þess hafði hann all- mikla verzlun í Gerðum. Hugur Finnboga hneigðist fljótt að útgerð og fiskvinnslu og nokkru eftir að hann hafði lokið sjómannaskólanum fór hann ásamt öðrum að eiga við útgerð. — Utgerðina ráku þeir á vetrar- vertfðum frá Sandgerði. Þegar eigendaskipti urðu á Keflavfk 1935, var Finnbogi einn af kaupendunum og var hann for- stjóri fyrir þeim rekstri til 1939, er hann seldi sinn hlut. Fljótlega eftir það byrjaði hann ásamt bræðrum sfnum og fleirum að byggja upp frystihús f Garð- inum og hóf frystihús þeirra, Frystihús Gerðabátanna, starf- rækslu 1942. Starfaði hann síðan við þetta fyrirtæki sem framkvæmdastjóri, þar til þeir seldu það árið 1972. Var alltaf allumfangsmikill rekstur á því fyrirtæki með út- gerð bæði eigin báta og báta, sem þeir tóku á leigu, fiskkaup, fryst- ing, söltun og hvað eina annað, sem tilheyrir slfkum rekstri. Finnbogi fann fljótt fyrir því að þessar atvinnugreinar, útgerð og fiskvinnsla, áttu ekki sæti við há- borðið hjá ríkisstjórnum og pen- ingavaldi og jafnframt, að þessir sömu aðilar þurftu að vita meira og sinna betur þessum atvinnu- greinum. Þessar atvinnugreinar voru þá og eru enn aðalundir- staðan fyrir öðrum fram- kvæmdum í landinu. Smátt og smátt fór Finnbogi að sinna félagsmálum þessara greina meira og meira og má segja, að hann hafi sfðan staðið stöðugt í bardögum fyrir stéttarfélaga sína og það alveg fram á síðustu stund. Hann skrifaði mikið í dagblöð um þessi mál og eftir að heilsu hans fór að hraka, notaði hann sfmann mikið til þess að ná tali af ýmsum áhrifamönnum og ræða við þá um þessi mál. Við Suðurnesjamenn og allir, sem útgerð stunda, áttum þarna góðan hauk f horni sem Finnbogi var. Það fór ekki hjá því að stéttar- félagar Finnboga veldu hann til forustu fyrir sig f ýmsum félags- málum. Var hann í stjórn Lands- sambands fslenskra útvegsmanna og einnig í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Jökla h/f, meðan hann hafði krafta til. Auk þess var hann í ótal nefndum og ráðum, sem sinntu útvegsmálum. öll þessi félagsstörf tóku mikinn tíma og kostuðu fyrirhöfn — en veittu litla umbun. Finnbogi sóttist ekki eftir met- orðum eða peningum. — Slfkt var aukaatriði, en hann gat ekki þolað að traðkað væri á sinni stétt, — hann var altaf tilbúinn að berjast, og þar sem málefnin voru mörg og eru enn þá mörg, varð eigin- lega aldrei hlé á hjá honum. Arið 1947 giftist Finnbogi Maríu Pétursdóttur, hjúkrunar- konu. María er sérstök og þroskuð hæfileikakona. Hefur hún reynzt Finnboga bæði stoð og stytta. Bjó hún honum ánægjulegt og farsælt heimili, sem Finnbogi kunni vel að meta. Og nú er þessari jarðvist hans lokið. Þegar spurt verður hinu- megin — eins og við segjum — hvað hann hefur gert fyrir sjálfan sig og aðra, getur hann sagt — Eiginlega gleymdi ég sjálfum mér, — en ég gerði allt sem ég gat fyrir Island, með þvf að vinna fyrir mína stéttarfélaga. Við Suðurnesjamenn þökkum Finnboga mikil og góð störf. Huxley Ólafsson. Utför Finnboga Guðmunds- sonar, útgerðarmanns frá Gerð- um, verður gerð frá Dómkirkj- unni í dag. Með Finnboga er fall- inn i valinn einn skeleggasti bar- áttumaður sjávarútvegsins á liðnum áratugum. Finnbogi Guðmundsson var fæddur 20. ágúst 1906 í Gerðum og var hann þvi á 69. aldursári þegar hann lézt. Hann hafði átt við langvarandi veikindi að stríða, eða frá ársbyrjun 1958, er hann varð fyrir alvarlegu áfalli. Finnbogi ólst upp í Gerðum og vann sem unglingur öll algeng störf við fiskveiðar eins og algengt var á þeim tíma. Síðan var hann nokkuð á togurum þar til hann settist f Sjómannaskól- ann og lauk þaðan fiskimanna- prófi árið 1928. Hann hóf útgerð fljótlega eftir 1930 er hann hafði náð sér eftir berklaveiki, er þjáði hann í nær tvö ár. Fyrst var hann skipstjóri á eigin bát en stofnaði fljótlega til félagsskapar við aðra um útgerð og fiskvinnslu f Garð- inum. Hann hóf fljótlega rekstur frystihúss er nefnt var Hrað- frystihús Gerðabátanna og var æskuheimili hans hluti af þvf hús- næði, sem frystihúsið starfaði í. Finnbogi rak verulega útgerð og alhliða fiskvinnslu í Garðinum allt til ársins 1972, er hann seldi eignir sínar þar. Þótt Finnbogi Guðmundsson hafi þannig um langan tfma staðið fyrir umfangsmiklum atvinnu- rekstri, verður hans aðallega minnzt fyrir þátttöku og forystu- hlutverk í félagsmálum sjávarút- vegsins. Finnbogi átti þátt í undirbún- ingi að stofnun Landssambands ísl. útvegsmanna árið 1939 og hann var einn helzti frumkvöðull þess, að bátaútvegsmenn létu að sér kveða f auknum mæli á aðal- fundi L.l.O. 1944, þegar sam- bandið var endurskipulagt. Juk- ust þá áhrif bátaútvegsmanna í sambandinu, en áður höfðu tog- araútgerðarmenn haft þar mest áhrif, m.a. vegna þess, að þeir höfðu skipulögð samtök, Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda, en fá bátaútvegsmannafélög voru þá til. Finnbogi var kjörinn varafor- maður L.l.U. 1944, eða á sama fundi og góðvinur hans Sverrir Júlíusson var kjörinn formaður. Gegndi hann því starfi til ársins 1947, er Loftur Bjarnason var kjörinn varaformaður og hefur sú skipan haldizt, að varaformaður L.l.U. hefur verið úr hópi togara- útgerðarmanna. Finnbogi var formaður Verð- lagsráðs L.l.Ú. frá stofnun þess til ársins 1958 að hann missti heilsu. Skipulag verðlagsmálanna var þá á nokkurn annan veg en nú er. Verðlagsráð L.I.U. var þá helzta baráttutæki samtakanna og fjall- aði um samninga við hið opinbera um rekstrargrundvöll fyrir sjávarútveginn. Heyrt hefi ég margar frásagnir Þann 3. dag októbermánaðar andaðist í Reykjavík Jóhann J. Kristjánsson fyrrverandi héraðs- læknir. Hann var fæddur að Birnustöðum á Skeiðum 7. júní 1898 og var því 76 ára og þremur mánuðum betur þegar hann lézt. Foreldrar Jóhanns voru Krist- ján Þórarinn Einarsson sjómaður og trésmiður í Reykjavfk og kona hans Sigríður Hafliðadóttir, bónda á Birnustöðum. Um tíma fór hann ungur til dvalar á heim- ili afa sins og ömmu, Hafliða Jónssonar og Sigríðar Brynjólfs- dóttur. Til þess munu hafa legið þær orsakir, að foreldrar hans voru lítt fjáð og áttu erfitt með að setja saman eigið heimili án þess það yrði af vanefnum gert. Þótt hann síðar væri að mestu uppalinn hjá foreldrum sínum í Reykjavík, átti hann þó jafnan sumarathvarf á Birnustöðum á uppvaxtarárum sfnum og það hefur vfða komið fram hjá honum bæði í töluðu orði og rituðu máli, að honum voru einkar hugþekkar minningar um samskiptin við afa sinn og ömmu, og ljúft að rekja þræði þeirrar sögu. Kemur þá oft í Ijós, að hann leit svo á, að sú manndómsorka, sem fleytti honum yfir mörg erfið bylgjuföll síðar á ævinni, hefði verið sett í mót og löguð til kosta undir hand- leiðslu gömlu hjónanna á Birnu- stöðum. Eins og fyrr er um getið var faðir Jóhanns sjómaður, meðal annars var hann mörg ár á skút- um. Jóhann kynntist því snemma atvinnuháttum bæði til sjávar og sveita, mun sú þekking hafa orðið honum notadrjúgt veganesti, þegar hann sjálfur fór að starfa með fólkinu i landinu. Arið 1912 settist hanr* f mennta- skólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1918. Á þvf merkisári urðu þáttaskil f lffi islensku þjóðarinnar og er ekki ólfklegt, að það hafi skapað hressilegri hugblæ og meiri bjart- sýni hjá þeim ungu mönnum, sem náð höfðu mikilsverðum áfanga á námsbraut sinni. En á þeim árum var leiðin til náms ekki jafnauðveld ungu fólki og nú er. Það var því oft, að fjárhagur hvers einstaklings réð miklu um það, hvaða námsbraut var valin. Vegna fjárskorts átti Jóhann um þær leiðir einar að velja, sem lágu gegnum Háskóla Islands. Ef til vill hefur hann á þeim árum kosið eitthvað annað fremur, en um það þýddi ekki að hugsa, og svo varð læknisfræðin fyrir valinu. Hann lauk candidats- prófi 18. júní 1924, stundaði sfðan framhaldsnám f Danmörku, en var skipaður héraðslæknir í Höfðahverfishéraði 20. desember 1926. Þar starfaði hann í 11 ár eða þangað til hann varð læknir í Ölafsfjarðarhéraði árið 1937. Þvf embætti gegndi hann fram til árs- ins 1961, að hann lét af störfum og fluttist til Reykjavíkur. af samskiptum Finnboga við ráð- herra og embættismenn á þeim árum, er lýsa dugnaði hans og ákafa við að vinna félögum sínum gagn. Hann á m.a. að hafa klætt ráðherra upp úr rúmi um miðja nótt, eftir að slitnað hafði upp úr viðræðum við embættismenn, til þess að koma viðræðum á á ný, og munu þær hafa leitt til árangurs. Hann var einstaklega duglegur við að túlka málstað sjávarútvegs- ins í blöðum og ritaði hann í því sambandi fjölmargar greinar er hlutu verðuga eftirtekt. Auk starfa sinna fyrir L.t.U. tók Finnbogi mikinn þátt í starfi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda. Fin'nbogi Guðmundsson hafði nýlega orðið fyrir Jieilsutjóni er ég hóf störf hjá L.t.U. árið 1958 og þekkti ég hann þvf ekki er starfs- Það er augljóst af mörgu því, sem Jóhann læknir hefur látið frá sér fara, að hann hefur verið nátt- úruunnandi. Töfrar landhátta í lit og línum hafa verkað djúpt á vitund hans. Meðal annars hefur hann sagt, að sigling inn og út Eyjafjörð í norðlenzkri hásumar- blíðu, muni hafa ráðið nokkru um það, að hann, barnfæddur og upp- alinn Sunnlendingur, valdi sér Höfðahverfishérað sem starfs- vettvang, þegar hann gekk til móts við lífshlutverk sitt. A þessum árum voru störf hér- aðslækna lágt metin til launa, en að minnsta kosti f útskagabyggð- um mjög erfið og umfangsmikil. Og það er sjaldan, að verksviðið sé bundið við læknisstarfið eitt, margháttuð félagsstörf fléttast þar inn í, ekki síst í fámennum byggðum, þar sem brauðstritið tekur í flestum tilfellum mestan tfma þeirra, sem standa í önn at- vinnulffsins. Þetta fékk Jóhann læknir að reyna í ríkum mæli. I eðli sínu var hann félagshyggju- maður, söngvinn og glaðvær, enda stóð hann framarlega í fræðslu og félagsmálum beggja þeirra læknishéraða, sem hann veitti þjónustu sfna. Ekki verður heldur fram hjá því gengið, að læknirinn getur haft mikilsverðu sálfræðilegu hlutverki að gegna. Lfkamlega vanheill maður verður oftast jafn- framt fyrir andlegri raun, sem hann ber upp fyrir þeim manni, sem hann trúir á að ráði bót á sinni Ifkamlegu vanheilsu. Og í slfkum tilfellum eru vandamenn sjúklingsins ekki siður þurfandi fyrir hughreystingu. Um þetta segir Jóhann læknir: „Það hefur orðið ein mesta gleði lífs míns, þegar slíkan vanda ber að höndum, fyndi ég mig þess megnugan að mæla því máli, sem þerrað gat tár, svo fólkið gekk vonbetra og hugrakkara af mín- um fundi.“ Þegar ég kynntist Jóhanni Kristjánssyni var hann kominn á kraftar hans nutu sín til fulls. Mörg góð ráð og feiðbeiningar hef ég frá honum þegið. Hann sat í stjórn L.t.U. til ársins 1971 er hann baðst undan endurkjöri. Hann var þá gerður að heiðursfé- laga L.t.U. ásamt Sverri Júlfus- syni, en þeir eru þeir einu, sem orðið hafa þess heiðurs aðnjót- andi í samtökunum. Finnbogi kvæntist árið 1947 Mariu Pétursdóttur, hjúkrunar- konu, hinni mestu sómakonu, er reynzt hefur stoð hans og stytta í hinum erfiðu og langvarandi veikindum hans. Ég leyfi mér fyrir hönd útvegs- manna að þakka Finnboga Guð- mundssyni fyrir hans mikla og óeigingjarna starf f þágu sjávar- útvegsins og votta jafnframt eiginkonu hans og öðrum vanda- mönnum dýpstu samúð. Kristján Ragnarsson. efri ár og nýlega hættur störfum f Ólafsfirði eftir læknisþjónustu þar í nær aldarfjórðung. Hann hafði þá flutt heimili sitt til Reykjavíkur, en átti þó enn þá sumarathvarf í Ólafsfirði. Hann hafði byggt sér lítinn bústað á hæðunum austan við vatnið, þar sem náttúrutöfrar byggðarinnar njóta sín einna best. Velunnarar hans og félagsbræður þar nyrðra höfðu svo hjálpað honum að stækka þennan bústað, sem nú er mjög þægilegt og rúmgott sumar- hús. Þar dvaldi hann svo ásamt fjölskyldu sinni lengri eða skemmri tíma sumar hvert nema þetta sfðasta, þá hafði heilsu hans hnignað svo, að hann treysti sér ekki norður. Það var á einum hlýjum mið- sumars sóldegi, sem er svo ljúft að njóta f Ólafsfjarðarbyggð, að fundum okkar bar fyrst saman. Ég hafði þá um skeið unnið að því að safna saman nokkrum fróð- leiksmolum um byggð og sögu fjarðarins og vildi gjarnan fá mann kunnugan staðháttum til að raða þessu saman með mér og veita leiðsögn um ýmis atriði. Um þetta ræddi ég við bæjar- stjórann f Ólafsfirði, Ásgrim Hartmannsson og benti hann mér þá á Jóhann lækni sem lfklegan til að geta orðið mér til halds og trausts, ef hann vildi gefa sig að þessu. Þetta reyndist hollráð. Læknirinn var málhagur vel og smekkvís. Hann var glöggur að koma auga á það, sem betur mátti fara og fús til að leysa úr hverjum þeim vanda, sem hann taldi sig færan um. Ég átti með honum marga ánægjulega stund yfir þessum gömlu minningaþráðum, sem hann þekkti að nokkru og gáfu honum oft tilefni til að rifja upp eitt og annað frá eigin reynslu í byggðinni, en lífssaga hans var á tfmabili nátengd at- hafna og félagsmálasögu Ólafs- fjarðar. Jóhann hafði mjög gott vald á íslensku máli og frásagnargleði hans var einlæg og trúverðug. Kona Jóhanns læknis var Inga Guðmundsdóttir, nuddlæknis Péturssonar á Eskifirði. Hún lést 22. október 1970. Börn þeirra eru: Haraldur Kristófer, sölustjóri í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Guðmundur Kristján, bæjargjaldkeri á Akur- eyri, kvæntur Ingibjörgu Dan Kristjánsdóttur. Birgir Jóhann, tannlæknir, kvæntur Ásdísi Jónasdóttur. Heimir Brynjólfur, prentsmiðjueigandi, kvæntur Friðrikku Baldvinsdóttur. Hannes, málarameistari, ókvænt- ur. Sigríður Hafdís, kennari í Reykjavík, gift Sveini Sæmunds- syni viðskiptafræðingi. Einn son, Hannes, misstu þau hjón fimm ára gamlan. Með Jóhanni Kristjánssyni er mætur maður til moldar genginn. Einn af útvörðum íslenskrar mannlffsbaráttu, maður, sem ætið brá skjótt við, ef hann var sóttur að sjúkrabeði og var þess þá jafnan minnugur, að það var ekki sjúkrasamlagsnúmerið eitt, heldur lifandi maður, sem leitaði lfknar. Ég sendi aðstandendum sam- úðarkveðjur. Þ. M. Minning: Jóhann J. Kristjáns- son héraðslœknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.