Morgunblaðið - 13.10.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 13.10.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 23 afborganir og vexti af stofnlánum og tryggja rekstrargrundvöll skuttogaranna, greiða hluta gengistaps vegna erlendra skulda eigenda fiskiskipa, greiða fram úr greiðsluvandræðum fiskvinnslufyrir- tækja, sem átt hafa í söluerfiðleikum á þessum árum og til annarra þarfa sjávar- útvegsins. Hér er átt við að veita framlög eða lán í þessu skyni, en við þvf er ekki að búast, að þetta liggi fyrir, fyrr en Alþingi hefur fengið bráðabirgðalögin til staðfest- ingar. — Þýðir þetta þá, að með þessum bráða- birgðaráðstöfunum sé búið að tryggja snurðulausan rekstur skuttogaranna f ná- inni framtfð? — Nei, því miður tel ég, að til fram- búðar sé ekki búið að tryggja rekstrar- grundvöll skuttogaranna eða minni fiski- skipanna. Fiskverð hækkaði fyrir nokkru um 11%, en það gildir aðeins til áramóta, en það, sem nú er verið að gera, er, að það hefur tekizt samkomulag og samstarf á milli sjávarútvegsráðuneytisins, Seðla- bankans og helztu viðskiptabanka sjávar- útvegsins, sem eru Landsbanki og Otvegs- banki um það, að könnun fari fram á þvf, hvernig fyrirtæki f sjávarútvegi standa, með það fyrir augum, að lausaskuldum og vanskilaskuldum verði breytt í föst lán, eftir þvf sem aðstæður leyfa. Slík könnun á hag útgerðar og fiskvinnslu með þessum hætti hefur ekki farið fram sfðan 1961. Við munum leita eftir því að ná samkomu- lagi við fjárfestingalánasjóði, ríkis- ábyrgðarsjóð, lífeyrissjóði og sveitarfélög, að þessir aðilar allir og aðrir, sem hlut eiga að máli hjálpist að f þeirri viðleitni að breyta vanskila- og lausaskuldum f föst lán til fárra ára. Þetta miðar að því að gera peningastöðu sjávarútvegsins f heild betri og tækifæri gefst til þess að stokka upp efnahagsstöðu sjávarútvegsfyrir- tækja. Hins vegar er allt komið undir þvf, að þróun markaðsmála fyrir sjávarafurðir verði í þá átt, að grundvöllur skapist fyrir hærra verði á afurðum, en því miður eru flestar horfur nú mjög slæmar f þessum efnum. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki leyfi til að leggja árar í bát eða vera yfir máta svartsýnir. Fyrr hafa skipzt á skin og skúrir f sjávarútvegi og f sölu sjávar- afurða. — Hvernig er 50% aukning rekstrar- lána framkvæmd af hálfu viðskipta- banka? — Rekstrarlán til fiskiskipa hafa verið óbreytt frá 1. janúar 1969 með þeirri undantekningu, að 1. jan. 1973 hækkuðu þau um 50%. Nú fyrir skömmu féllust bankarnir á að hækka þessi rekstrarlán um 50% miðað við óbreyttar reglur, sem f gildi hafa verið, og hefur sú hækkun þegar komið til framkvæmda. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur óskað eftir þvf að rekstrarlán bankanna verði tekin til endurskoðunar og hafa allir þessir bankar sýnt þvf máli vinsemd og skilning og vona ég, að sú endurskoðun þurfi ekki að taka langan tíma. Uppbygging fiskiskipaflotans — Ef við vfkjum nú frá rekstrarstöðu sjávarútvegsins, ráðherra, og lítum til uppbyggingar fiskiskipaflotans, vaknar sú spurning, hver þróunin verði f þeirri uppbyggingu á næstu árum, hvaða stærðir og gerðir fiskiskipa helzt verði byggðar. Hver er þfn skoðun á þvf? — Það er ákaflega erfitt um það að segja. Mín skoðun er sú, að það hafi'alltof oft gerzt, að uppbygging skipastólsins fari eftir kröfum liðandi stundar. Nú hefur verið byggt óhemju mikið af skipum, en rekstrargrundvöllur þeirra er því miður ekki fyrir hendi. Það er sannfæring mín, að uppbygging íslenzka fiskveiðiflotans verði að eiga sér stað jafnt og þétt og þá af hinum ýmsu stærðum skipa og með sem flestar veiðiaðferðir í huga. Þetta er þróun, sem ég tel vera happadrýgsta fyrir þjóðarheildina og eitt af vandamálum lið- andi stundar er það, að nýting fiskiskipa- flotans f heild er engan veginn nógu góð, þar sem mikill skortur er á vinnuafli á flotanum. Möguleikar á milli hinna ýmsu veiða og stærða skipa eru svo misjafnir og launabilið að sama skapi, að hér er um mikið vandamál að ræða, sem ekki verður leyst á svipstundu. Vandamálin eru mis- munandi eftir landssvæðum. Ég tel að þau séu nú einna mest á Suð-Vesturlandi og er Reykjanessvæðið nú erfiðasta málið en þar eru hlutfallslega fleiri hinna minni fiskiskipa en annarsstaðar, sem erfitt er að fá mannafla á. — En telur þú, að uppbygging fiski- skipaflotans stöðvist á næstu árum? — Nei, það má hún ekki gera. En hins vegar verðum við að draga saman seglin um sinn f skipakaupum. Ég tel brýna nauðsyn á, að þær fáu skipasmíðastöðvar f landinu, sem hafa annazt nýsmíði skipa, fái verkefni. Við verðum að tryggja eðli- lega uppbyggingu skipasmiða og við- gerðarverkstæða, þvf að þessar atvinnu- greinar eru ekki sfður nauðsynlegar en skipin sjálf. Það er öfug þróun að leita til erlendra þjóða um viðgerð á skipum eins og gert hefur verið f rikum mæli síðustu 2—3 árin. — Verður gert út á loðnu f vetur? — Miðað við það verð, sem verið hefur á loðnumjöli að undanförnu, er útgerð á loðnu útilokuð. Hins vegar hefur hækkun á loðnumjöli átt sér stað undanfarna daga og lýsið hefur einnig hækkað nokkuð. Allt er komið undir því, að þessar breytingar haldi áfram f rétta átt og samningar verði gerðir f stærri stíl en áður um sölu á frystri loðnu. Ef þróunin verður slík, verð- um við að ætla og vona, að loðnuútgerð verði með eðlilegum hætti, annað yrði stórkostlegt áfall fyrir þjóðarbúið. Viðræður við Vestur-Þjóðverja — Nú er ráðgerður fundur með Vestur- Þjóðverjum 23. október n.k. vegna land- helgisdeilu okkar við þá. Takast samn- ingar á þeim fundi? — Dagurinn er nú ekki endanlega ákveðinn, en það er ákveðið, að nefnd embættismanna fari til samningavið- ræðna við Vestur-Þjóðverja og í þeirri nefnd munu eiga sæti: Hans G. Andersen, Jón Arnalds, Már Elfsson og Kristján Ragnarsson. Ég skal ekkert segja um það, hvort samningar takast, en ég vil hrein- skilnislega láta það koma fram, að það er engin stefnubreyting, sem hefur átt sér stað hvað mig snertir f viðhorfi til verk- smiðjutogara og frystitogara innan íslenzku landhelginnar. Ásókn þýzkra tog- ara nú sfðustu daga og viðbrögð þýzku eftirlitsskipanna hafa haft mjög slæm áhrif á mig og ég veit, að það sama gildir um sjómenn og útvegsmenn almennt. Hinu er ekki að leyna, að við Islendingar erum áhyggjufullir út af þeim tollum, sem lagðir eru á útflutningsafurðir okkar f löndum Efnahagsbandalagsins, en við vilj- um á engan hátt blanda lausn þess máls saman við þá tolla. Við óskum eftir vin- samlegum samskiptum við VesturÞýzka- land og væntum þess, að stjórn þess lands skilji sjónarmið okkar og sérstöðu, sem fiskveiðiþjóðar. Ég vona, að vestur-þýzk stjórnvöld endurskoði fyrri afstöðu sfna á þann veg, að við Islendingar getum náð samkomulagi um Iausn þessa viðkvæma og erfiða ágreiningsmáls. Einhliða útfærsla í 200 mflur — Hvernig verður undirbúningi að út- færslu f 200 sjómflna fiskveiðilögsögu háttað? — Ríkisstjórnin hefur ákveðið að færa landhelgina út f 200 sjómílur fyrir lok næsta árs. Undirbúningur er fóiginn f þvf að kynna málstað okkar á erlendum vett- vangi og margvfslegum ráðstöfunum, sem gera þarf hér heima. Ánægjulegast er, að allt bendir til þess, að tfminn vinni með okkur og sigur virinist á hafréttarráðstefn- unni á næsta ári. í smáatriðum er vart hægt að fara nú út í þennan undirbúning. Það er mjög ákveðinn og eindreginn vilji í ríkisstjórninni, að þetta langþráða mark- mið okkar verði að veruleika og ég fyrir mitt leyti er sannfærður um, að við eigum á næsta ári eftir að vinna mikinn sigur f þessum efnum. — En hljóti 200 mflna reglan ekki nægi- legan meirihluta á hafréttarráðstefnunni, áttu þá von á nýju þorskastrfði f kjölfar útfærslu f 200 mflur? — Mfn skoðun er sú, að við eigum að færa út í 200 mflur einhliða. Ég skal engu spá um þorskastríð, en hins vegar held ég, að Bretar og aðrar þjóðir, sem lengst af hafa ekki viljað viðurkenna þennan rétt strandrfkja, hafi lært mjög mikið á sfðustu árum og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að enn einu sinni verði reynt að hindra landhelgisgæzluna f þvi að halda uppi gæzlu innan íslenzkrar landhelgi. Viðamikil verkefni — Að lokum, sjávarútvegsráðherra, hvernig hefur þér fallið þetta erfiða og ábyrgðarmikla starf þær vikur, sem þú hefur gegnt þvf? — Það hefur verið afar erfitt þessar vikur. Staða sjávarútvegsins hefur verið erfið og er erfið, en ég hef nýlega fengið ágætan aðstoðarmann, sem ég vænti mikils af, sömuleiðis hef ég átt mjög gott samstarf við fólkið, sem vinnur í ráðu- neytinu og marga aðra f stofnunum, sem undir ráðuneytið heyra. 1 heilbrigðis- og tryggingamálum eru mikilvægir málaflokkar, sem þarf að leggja rækt við. Ég á þvf láni að fagna, að einnig f þeim ráðuneytum á ég gott sam- starf við ráðuneytisstjóra skrifstofustjóra og aðra starfsmenn, og ég hef áhuga á að leggja mig fram um að vinna vel að þeim verkefnum einnig. Þar er mikið verk að vinna. Stg. I VETRARAKSTRI Á GOODfÝEAR FELGUM — AFFELGUM — IMEGLUM HEKLAH.F. LAUGAVEGI 1 70—172 — SÍMI 21240. Frúarleikfimi Ný námskeið hefjast mánudaginn 14. þ.m. Morguntímar, dagtímar og kvöldtímar. Innritun stendur yfir. Upplýsingar í síma 83295, frá kl. 1 3 alla daga, nema sunnudaga. Júdódeild Ármanns. Ármúla 32.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.