Morgunblaðið - 13.10.1974, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974
45
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna v
Kristjönsdöttir
þýddi ,
21
Keller hafði verið vikutíma í
Bandaríkjunum og skap hans var
orðið fúlt og jaðraði við beizkju á
stundum. I heila viku hafði hann
verið innilokaður með einhverju
málverki, sem glápti á hann ofan
af veggnum, hann las bækur sem
hann fann í bókaskápnum, eina af
annarri, horfði á sjónvarpið og
beið eftir simtali, sem ekki kom.
Enginn hafði reynt að ná sam-
bandi við hann. Elisabeth Camer-
on kom og fór, og reyndi að láta
eins og ekkert væri, en spennan
milli þeirra jókst dag frá degi.
Elisabeth eldaði morgunverð og
hádegisverð, síðan hvarf hún út
og hann vissi ekki hvað hún að-
hafðist það var sjálfsagt svipað og
ríkar kellingar gerðu til að drepa
tímann. Svo kom hún heim á
kvöldin og þau sátu saman og
horfðu á sjónvarpið. I fyrstu hafði
hann þó farið snemma inn til sín,
kastað sér á rúmið og reynt að
sofna.
Eftir fjórða daginn gafst hann
upp, hann var reiður og argur og
taugar hans þandar til hins
ítrasta af óvissunni. Hann gat
ekki sætt sig við slíka innilokun.
Hann féllst því á að fara með
henni út og skoða New York, og
þrátt fyrir allt tókst honum smám
saman að slaka á og hann fór að
njóta þess sem fyrir augu bar.
Þetta var ævintýraleg borg. Hann
gat ekki líkt henni við neina af
þeim stórborgum, sem hann hafði
komið í áður. Svo ólík var hún til
að mynda borgum f austurlönd-
um, að hún hefði þess vegna getað
verið á annarri plánetu. En borg-
in var æsandi, iðandi og heillandi
og engu lík.
— Ég sé að þú ert hrifinn, sagði
Elisabeth — þetta er ólfkt öllu f
Evrópu. Þetta er allt svo banda-
rískt. Og þú mátt bóka, að mér
þykir vænt um það, einmitt fyrir
þá sök.
— Þú virðist ákaflega til-
finningaheit, sagði Keller. — Það
hlýtur að vera gott fyrir mann að
þykja vænt um einhvern stað.
— Hefur þér aldrei þótt vænt
um þitt land?
— Ég á mér ekkert föðurland,
sagði hann. — Ég er fæddur í
Frakklandi, en það skiptir mig
engu. Ég er upp alinn annars stað-
ar og munaðarleysingjahælin eru
alls staðar eins geri ég ráð fyrir.
Þau höfðu numið staðar við um-
ferðarljós. Þegar grænt ljós kom
aftur og hún ók af stað tók hann
eftir því, að hún ók mjög vel. Hún
hafði sagt dagsatt, þegar hún stað-
hæfði, að hún væri bæði dugleg
og kjörkuð. Þvf furðaði hann
stundum á þeirri verndartil-
finningu, sem greip hann gagn-
vart henni. Hann hafði aldrei
orðið þessarar tilfinningar var áð-
ur; gagnvart Souha hafði þetta
verið eins konar föðurleg um-
hyggja. En þvflfkum kenndum
var ekki að heilsa gagnvart
Elisabeth Cameron. Hún ruglaði
hann stöðugt f ríminu og var
sífellt að koma honum á óvart og
vaktí honum ýmsar hugsanir sem
hann mundi ekki til að hefðu
leitað á hann fyrr. Hann vissi líka,
að hún var ekki verndarþurfi.
Ekki eins og unga arabiska stúlk-
an hans, sem engap átti að í þess-
um heimi nema hann. Elisabeth
Cameron var gædd sjálfsöryggi og
hún átti gnægð fjár. Hún gat gert
flest það, sem hugurinn grintist
og flest virtist hún eiga auðvelt
með að leysa af hendi til jafns við
karla. Samt stóð hann sig að þvf
að taka um handlegg hennar,
þegar þau gengu yfir götu, eða
langa til að bera fyrir hana
pinklana hennar. Hann horfði á
SIG6A V/öGA £ 1/LVEgAN
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar I sima 10-100
kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags
0 Karlprestar
— kvenprestar
Herdfs Hermóðsdóttir á Eski-
firði skrifar:
„Heill þér Velvakandi.
Satt að segja hefur nú skrifsýk-
in náð tökum á mér enn einu
sinni. Og tilefnið er hin einstæða
þröngsýni Hannesar Guðmunds-
sonar prests í Fellsmúla, er hann
telur kirkjuna vera að fara út á
hála braut, er hún vígir konur til
prestsstarfa. Fyrir það fyrsta tel
ég það klára meinloku hjá mann-
inum að tala um kvenpresta. Kon-
an var að vfsu vígð til prests og er
aðeins prestur. Eða hver hefur
nokkru sinni heyrt talað um karl-
prest? Þess hefur ekki þótt við
þurfa og hins þá ekki heldur. I
annan stað er það bein móðgun
við hinn nývígða prest, að hafa af
þvf sérstakar áhyggjur, að „metn-
aður og fordild" hafi ráðið gerð-
um hennar. Eg minnist ekki að
hafa orðið vör við slfkt áður, er
prestar hafa hlotið vfgslu. En
máski er það svo „að margur held-
ur mann af sér“.
Og blessaður Guðsmaðurinn,
sem telur að kirkjan sé á
glötunarvegi þegar hún vfgir
konu til prestsstarfa, er hinn
dæmigerði, þröngsýni, kreddu-
klerkur, sem fylgt hefur kristn-
inni frá fyrstu tfð.
Mætti þá sá hinn sami hyggja að
því, að einmitt slíkir menn í
prestastétt hafa orsakað fráhvarf
manna og þjóða frá kristinni trú
og það svo mjög, að vfðast hvar er
kvartað yfir trúardeyfð og lélegri
kirkjusókn. Þar hafa ekki konur
um ráðið. Enda getum við að því
hugann leitt, að hvergi hefur
Djöfullinn verið aðgangsharðari
og gengið ljósari logum en hjá
prestum þessa lands, að þeirra
sjálfra sögn. Það er svo sannar-
lega „söguleg staðreynd", ekki
sfður en að kirkjan hefur i háveg-
um haft, trúaðar, dauðar konur,
sem sannarlega voru ekki hátt
skrifaðar, né hátt hossað í lifenda
lifi. Og hvernig dóu svo þessar
konur? Öjú. Þær voru drepnar.
Flestar brenndar lifandi eða þeim
var drekkt.
Og hverjir skyldu nú hafa orðið
til þess að fremja slfk níðings-
verk?
Svo mikið er vfst, að það var
ekki sauðsvartur, óupplýstur al-
múginn.
0 Konur hinir
einu sönnu
trúboðar?
Nei, það voru prestarnir og
valdamennirnir. Hinir Guði
þóknanlegu karlprestar og sýslu-
menn, hérlendis sem erlendis,
gengu skeleggast fram í að vinna
þau verk, sem hljóta að verða
talin til hinna verstu nfðings-
verka sögunnar.
Samt lét enginn þess getið, að
kirkjunni stafaði hætta af að
vígja karlana til starfsins. Enda
munu þeir lengi verða f minnum
hafðir Jón Magnússon þumlungur
og Páll Björnsson í Selárdal, báð-
ir vfgðir prestar „af Djöflinum
undirtroðnir“, í óða önn við að
koma sóknarbörnunum sínum á
bálið. Allt sögulegar staðreyndir.
Mér þykir illt til þess að vita, að
í fslenzkri prestastétt skuli enn
vera til aðrir eins þröngsýnis-
menn og séra Hannes. En það
gerir þó meira en vega það upp,
að við eigum biskup, sem ekki sá
neitt athugavert við það að taka
konu opinberlega í þjónustu
kirkjunnar með vígslu.
Því það vita allir, að frá fyrstu
dögum kristninnar til þessa dags,
hafa fjölmargar konur unnið
ómetanlegt starf í kirkjunum. Og
ég vil meina, að konur hafi jafn-
vel verið hinir einu sönnu trú-
boðar á öllum öldum.
Þær sáðu fræi trúarinnar í sálir
barnanna og mér liggur við að
segja, að án þeirra væri engin
kristin trú í heiminum. Enda seg-
ir hinn mikli kennimaður og þjóð-
skáld Matthías Jochumsson svo
um móður sfna:
Eg hefi þekkt marga háa sál,
ég hefi lært bækur
og tungumál
og setið við lista lindir,
en enginn kenndi mér
eins og þú
hið eilífa og stóra,
kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.
0 Hamingjuóskir
til Auðar Eir
Það lánast fáum að þakka
móður sinni svo frábærlega og
Matthiasi, en margir hefðu ef-
laust viljað svo gera og ástæða til
þess ærin.
En litil er ræktarsemin og illa
goldin fósturlaunin hjá þeim
mönnum, sem meta konur ekki
meira en séra Hannes gerir.
Þó það standi f Bibliunni, að
Páll postuli frá Tarsos hafi sagt,
að konur ættu að þegja á manna-
fundum, hef ég alltaf haft mfnar
skoðanir á því, hvers vegna hann
vildi svo vera láta og talið mig
skilja ástæðuna.
Hætt er við, að jafnvel Páli
hefði gengið illa að mæla gegn
mæðrunum, sem sýndu fram á
uppleyst heimili og sveltandi
börn, en menn þeirra færu að
flækjast um með honum og boða
trú í stað þess að vinna fyrir dag-
legu brauði „i sveita sins
andlitis", sem Biblfan þó boðar að
menn skuli gera.
Þvf fagna ég þeirri framför, að
konur skuli nú í ríkara mæli en
verið hefur hasla sér völl a fleiri
starfssviðum og óska fyrstu kon-
unni sem tekur prestvígslu á Is-
landi séra Auði Eir Vilhjálmsdótt-
ur til hamingju í starfi.
Eskifirði 3.101974
Herdfs Hermóðsdóttir.“
0 Rúmeníuferðin
Hér er bréf frá Sigríði Guðjóns-
dóttur um Rúmeniuferð, sem
verið hefur til umræðu hér í dálk-
unum að undanförnu. Enn bfður
eitt bréf um sama efni birtingar,
en þegar það hefur birzt, verða
umræður um þetta mál látnar
niður falla á þessum vettvangi:
„Eftir að hafa lesið skrif Ólafs
Markússonar um Rúmeníuferð
25/8—15/9 finnst mér ég verða að
andmæla sumu af því sem kemur
þar fram. Af skrifum hans að
dæma hefur hann verið f heilsu-
ræktinni. Þar er ég alveg ókunn.
Aftur á móti fór ég með hópnurn
sem fór til fjalla, og var sú ferð f
alla staði skemmtileg. Þar er
mikil náttúrufegurð, þar gistum
við á hötel Carpati, sem er sér-
staklega gott hótel. Við ströndina
eru hótelin aðeins starfrækt yfir
sumarmánuðina. Þau eru ekki
bara glæsileg hið ytra, þau eru
ágæt, herbergin rúmgóð með baði
og þó ekki sé sími eða bjalla þá
hefur maður það tæpast við rúmið
sitt hér heima, og ég hef ekki trú
á að fólk sé að fara f ferðalag til
annarra landa, ef það getur ekki
náð f aðstoð. Hreinlætisatstaða
fannst mér vera f lagi. Það var að
vfsu ekki sápa, en hana gat maður
keypt á svipuðu verði og hér
heima, salernispappfr gat maður
fengið hjá stúlkunum, sem þrifu
herbergin, en það var gert dag-
lega og skipt um sængurföt annan
hvern dag.
Þá er það maturinn. Ekki veit
ég hvernig mat Ólafur er vanur
en ég efa að hann fái fjórréttað
bæði i hádegi og á kvöldin. Mér
fannst maturinn mjög góður og
þjónustan í matsal til fyrirmynd-
ar. Magaveiki held ég að hafi ekki
verið meir en eins og allir geta
fengið ef þeir borða eða drekka
eitthvað, sem þeir eru óvanir hér
heima. Bankaþjónusta var f
hverju hóteli og engin vandræði
að skipta peningum. Sólbaðs-
ströndin var þrifin á hverjum
morgni og um hið „drulluga
Svartahaf“, þá var það hreinna en
strendurnar við okkar ágæta
land. Sundlaug var við hvert
hótel svo fólk gat valið um. Hitinn
var ósköp notalegur, 19—25°, en
oft svolftil hafgola. Um betl og
gripdeildir heyrði ég ekki. Farar-
stjórarnir fjórir, Guðný, Margrét,
Þórhallur og Páll stóðu sig með
prýði, og vel ég færa þeim þakkir.
Það er alltaf svo, að það verða
ekki allir jafn ánægðir, og er vist
sama hvar er, en þó held ég að
fólk hafi verið yfirleitt ánægt
með þessa ferð, og ég vona að sem
flestir geti heimsótt þetta fagra
land, Rúmeniu, og vinalega fbúa
þess. Það er sannarlega þess virði.
Sigrfður Guðjónsdóttir."
- Þurrhreinsitæki
Framhald af bls. 48
og hlytu þær lfka að koma niður á
álframleiðendum eins og öðrum.
Fyrirhugað er að taka upp við-
ræður á næstuTini um stækkun
álversins í Straumsvík. Verða
stækkunaráform þá rædd nánar,
en f raun er þegar samkomulag
um það milli ISALS og rfkisvalds-
ins, að kerskáli númer 2 verði
stækkaður til jafns við skála núm-
er 1 og ennfremur að hugsanlega
verði reistir fleiri skálar. Þá lét
rfkisstjórnin fyrir nokkrum árum
kanna hagkvæmni þess að reist
yrði álverksmiðja á Norðurlandi.
Ekki vildi Ragnar S. Halldórsson
álíta að það mál væri algjörlega
úr sögunni. Frumkvæði ríkis-
stjórnar þyrfti til, en á þeim tfma,
sem hagkvæmnikönnunin hafi
farið fram, hafi verið kreppa á
álmarkaðinum (árið 1971) og
undir slfkum kringumstæðum var
ekkert vit í að hefjast handa. Hins
vegar sagði Ragnar að ef mark-
aðurinn héldist áfram jafngóður
og hann er nú, þá gæti af þessu
orðið. Samkomulag um rafmagns-
verð er jafnframt tengt
stækkunaráformum, þannig að
um leið og stækkun verður gerð,
hækkar rafmagnsverð. Á sama
hátt verður einnig samið um
framleiðslugjaldið, sem er skatt-
greiðsla Islenzka álfélagsins.
Ragnar S. Halldórsson sagði að
framleiðslugjaldið hefði farið
fram úr allri skynsemi á þessu
ári. Nú verður skattgreiðslan
væntanlega um 450 milljönir
króna og ætti það að samsvara, ef
ekki væri greidd nema 50% af
hagnaði, að hagnaður væri 900
milljónir króna. Kvað hann þetta
vera miklu meiri skattgreiðslu en
aðrir greiddu, þar sem önnur
fyrirtæki gætu greitt 25% í vara-
sjóð áður en til álagningar kæmi.
Því ætti hagnaður tSALs sam-
kvæmt skattinum að vera um
1.000 til 1.200 milljónir króna, en
á síðastliðnu ári var hagnaður
félagsins aðeins 10 til 12 milljónir
króna. Ragnar kvaðst vonast eftir
einhverjum hagnaði á þessu ári,
en hann væri þó ekki í neinu
hlutfalli vjð skattgreiðsluna. Hitt
kvað hann svo annað mál að
félagið fengi skattinneign út á svo
óhóflega skattgreiðslu, þar sem
afkoman leyfði ekki slíkt, en
skattur, sem greiddur hefði verið
yrði ekki endurgreiddur.
— Bergþurs
Framhald af bls. 3
viljans afsökunar á þessum
mistökum.
Varmahlíð 8. október 1974
Ragnar Arnalds.“
„Ritstjórar Þjóðviljans viður-
kenna af sinni hálfu þau mis-
tök, sem áttu sér stað við
birtingu þess efnis, sem Ragnar
Arnalds fjallar um, og biðja
hlutaðeigandi afsökunar."
Þess má að lokum geta að
höfundur þessa greinaflokks er
Ulfar Þormóðsson blaðamaður
við Þjóðviljann.
— Óttast áhrif
Framhald af bls. 48
hingað til Stykkishólms, og við
erum að kanna möguleikana. Það
er svo lítið spennandi að eiga við
þetta og við erum að athuga
möguleika á að láta búa mjög
stekt net sem unnt væri að veiða
háhyrning í, en þetta er nú allt á
undirbúningsstigi".
Ibúð óskast
3ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu í Reykjavík.
Tilboð merkt: „Reglusemi 6509”, sendist afgr.
blaðsins fyrir 1 5. okt. n.k.