Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÖBER 1974
® 22*0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
V ___I_I____,/
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
f
CAR REIMTAL
21190 21188
Hópferðabílar
Til leigu i lengri og skemmri
ferðir 8 — 50 farþega bílar.
KJARTAN
INGIMARSSON
Sími 86155 og32716.
Ferðabílar hf.
Bilaleiga S 81260
5 manna Citroen G.S. fólks- og
stationbílar 1 1 manna Chevrolet
8—22 manna Mercedes-Benz
hópferðabílar (með bílstjórn).
Dmsun loon-uui- BRonco
ÚTVARP OC. STFREO í OUUM BÍUIM
Bílaleigan ÆÐI
Simi 13009 Kvöldsími 83389
Bandarískur
kvikmyndatökumaður
Fæddur árið T932 óskar eftir að
komast í samband við íslenzka
stúlku með hjónaband fyrir aug-
um.
Sendið mynd:
Ben I. Agar,
Rhode Island Camera
Co, 861 Reservoir Ave..
Cranston,
R.l. 02910, U.S.A.
Innílegt þakklæti til allra sem
glöddu mig með heimsóknum
gjöfum og skeytum á áttræðis-
afmælinu.
Guð blessi ykkuröll,
Guðrún Eyjólfsdóttir.
Undrandi á
Magnúsi og Lúðvík
Eins og alkunna er ákvað nú-
verandi rfkisstjórn að breyta
ekki að svo stöddu þeirri
ákvörðun vinstri stjórnarinnar
frá þvf f maí sl. að felia niður
verðlagsuppbætur á laun. Á
hinn bóginn var ákveðið að lág-
launamenn fengju sérstakar
launajöfnunarbætur, jafn-
framt því sem niðurgreiðslum
hefur verið haldið áfram. Það
voru einmitt Lúðvfk Jósepsson
og Magnús Kjartansson, sem
stóðu að afnámi vfsitöluuppbót-
anna f vor sem leið, án nokk-
urra launajöfnunarbóta fyrir
láglaunamenn.
Þjóðviljinn á erfitt með að
trúa þvf, að leiðtogar Alþýðu-
bandalagsins hafi haft forystu
um afnám verðlagsbótanna. 1
forystugrein blaðsins í gær
segir: „Kenning Framsóknar-
flokksins er nú sú, að óhjá-
kvæmilegt hafi verið að þurrka
út með einni stórárás rfkis-
valdsins bróðurpartinn af þeim
kjarabótum, sem tekist hafði
að tryggja verkafólki á árum
vinstri stjórnarinnar, — því að
ella hefði atvinnulífið hrein-
lega stöðvast og fólk þvf ráfað
um kauplaust og atvinnulaust."
í þessu sambandi er rétt að
minna ritstjóra Þjóðviljans á
stefnu Lúðvfks Jósepssonar,
sem fram kom f ræðu, sem
hann hélt á Alþingi tveimur
dögum eftir að núverandi ríkis-
stjórn var mynduð. Þá lýsti
Lúðvík Jósepsson stefnu Al-
þýðubandalagsins með þessum
orðum:
„Það þarf að koma í veg fyrir
það, að kaupið eftir einhverj-
um vísitölureglum eins og
þeim, sem við höfum búið við,
æði upp á eftir verðlagi, þvf að
það kippir vitanlega fótunum
undan eðlilegum rekstri eins
og nú er ástatt. Þetta var gert í
tfð fyrrverandi rfkisstjórnar
með bráðabirgðalögum frá þvf f
maf. Þá átti kaupgjald að réttu
lagi að hækka um 14,5% eða
um 15,5 K-vfsitölustig 1. júnf og
eftir slfkri hækkun hefðu land-
búnaðarvörur hækkað gffur-
lega strax á eftir, vinna hefði
hækkað gífurlega og sfðan
orðið önnur kollsteypa þar á
eftir. Mér er alveg ljóst að við
þær aðstæður, sem við búum f
dag, er engin leið að halda at-
vinnurekstrinum gangandi f
fullum krafti eins og verið
hefur, ef þessi skrúfugangur
yrði látinn halda áfram eins og
ástatt er.“
Þjóðviljinn
ræðst á Lúðvík
Forystugrein Þjóðviljans í
gær er samkvæmt framansögðu
bein árás á Lúðvfk Jósepsson
og forystu Alþýðubandalagsins.
Þjóðviljinn segir ennfremur f
forystugrein f gær: „Þjóðvilj-
inn og Alþýðubandalagið halda
þvf hins vegar fram, og við
þykjumst hafa fært að þvf rök,
að hér sé of hátt kaup verka-
fólks ekki meinið, heldur sé
eitthvað bogið við atvinnu-
reksturinn . . .“ Lúðvfk Jóseps-
son er eigi að sfður þeirrar
skoðunar, eins og fram kemur
hér að framan, að einmitt vfsi-
töluuppbætur á laun mundu
stöðva atvinnuvegina og valda
atvinnuleysi eins og sakir
standa.
Hjákátleg
Þjóðviljaskrif
Þjóðviljinn ræðir einnig um
það f forystugrein f gær, að
atvinnuvegirnir þoli a.m.k.
helmingi hærri launajöfnunar-
bætur en þær, sem nú hefur
verið „hent f fólk“, eins og þar
segir. Það er einkar fróðlegt að
líta á þessa yfirlýsingu f ljósi
þeirra tillagna Alþýðubanda-
lagsins um launajöfnunarbæt-
ur, sem Lúðvfk Jósepsson gerði
grein fyrir skömmu eftir að nú-
verandi rfkisstjórn tók við völd-
um.
Þær tillögur gerðu ráð fyrir
mun minni launajöfnunar-
bótum en nú eru f gildi. Þar var
t.d. aðeins miðað við 36—40
þús. kr. mánaðarlaun. t gild-
andi reglum er miðað við
50.000 til 53.500 kr. mánaðar-
laun. Þá gerðu tillögur Alþýðu-
bandalagsins auk þess ráð fyrir
lægri uppbótum og þar að auki
var ekki gert ráð fyrir að bæt-
urnar næðu til yfirvinnu eins
og nú er. Engin ákvæði voru f
tillögum Alþýðubandalagsins
um hækkun elli- og örorkulff-
eyris.
Það er þvf hálf hjákátlegt,
þegar Þjóðviljinn ræðir nú um,
að launajöfnunarbæturnar
ættu að vera helmingi hærri.
Frá Bridgedeild Breið-
firðingafélagsins.
Fimm kvölda tvímennings-
keppni félagsins er nú lokið
með glæsilegum sigri Jóhanns
Jóhannssonar og Ásu Jóhanns-
dóttur en þau höfðu haft for-
ystu nær alla keppnina. Þau
hlutu 936 stig. Röð efstu para
varð annars þessi:
Hilmar Ólafsson —
Jón Magnússon 894
Guðlaugur Karlsson —
Óskar Þráinsson 893
Guðjón Kristjánsson —
Þorvaldur Matthíasson 892
Gísli Guðmundsson —
Vilhjálmur Guðmundsson 887
Bergsveinn Breiðfjörð —
Tómas Sigurðsson 884
Jón Kjartansson —
Jörgen Þ. Halldórsson 875
Kristján Andrésson —
Ólafur Ingimundarson 874
Ámundi Kr. Isfeld —
Ólafur Guttormsson 869
Magnús Oddsson —
Magnús Halldórsson 860
Jón Stefánsson —
Þorsteinn Laufdal 857
Esther Jakobsdóttir —
Þorfinnur Karlsson 853
Sunnudaginn 20. október var
háð sveitakeppni milli Breið-
firðinga og Húnvetninga. Spil-
að var á 12 borðum og sigruðu
Breiðfirðingar naumlega, hlutu
132 stig gegn 108.
1 dag fimmtudag hefst svo
sveitakeppnin og hafa 12 sveit-
ir þegar látið skrá sig. Spilað er
í Domus Medica og hefst keppn-
in kl. 20stundvíslega.
XXX
18 sveitir mættu tii leiks f
hraðsveitakeppni TBK, sem
hófst sl. fimmtudag. Spilað er í
tveimur 9 sveita riðlum og er
stokkað upp í riðlana eftir
hvert kvöld. Efstu sveitir fara í
A-riðilinn en hann verður
þannig skipaður í kvöld:
Sveit
Þorsteins Erlingssonar 652
Þorsteins Kristjánssonar 637
Guðmundar Pálssonar 627
Antons Valgarðssonar 617
Erlu Eyjólfsdóttur 614
Þórarins Árnasonar 603
Sigurbjörns Árnasonar 598
Magnúsar Þorvaldssonar 591
Guðmundar Pálssonar 583
Meðalskor er 576.
XXX
Bridgefélag Kópavogs
Þegar einni umferð f tví-
menningskeppninni er ólokið
er staða efstu para þessi:
Ragnar — Konráð 495
Jón — Sigmundur 492
Gunnar — Björn 488
Grímur—Guðmundur 484
Þorsteinn — Kristinn 461
Árni — Matthías 452
Sverrir — Jón 450
Guðjón — Einar 447
Júlíus — Ragnar 443
Einar — Páll 442
Hlynur—Jóhannes 442
Meðalskor 432 stig
A.G.R.
Aðalfundur Krabba-
r
meinsfélags Islands
Fréttabréf um heil-
brigðismál, tfmarit
Krabbameinsfélags
Isiands, 3. tbl. þessa
árs, er nýkomið út.
Flytur ritið að venju
margar frððlegar
greinar um krabba-
mein. Munu nokkrar
þeirra birtast hér f
blaðinu, en hér er
fyrst birt frásögn af
aðalfundi Krabba-
meinsfélags tslands:
Aðalfundur Krabbameinsfé-
lags Islands var haldinn 2. maí
1974.
I tilefni aðalfundar var hald-
inn fræðslufundur áður, og
hófst hann kl. 5 sd. í húsakynn-
um krabbameinsfélaganna að
Suðurgötu 22. Eftir matarhlé
var svo aðalfundurinn haldinn.
Próf. Ólafur Bjarnason, for-
maður félagsins, ávarpaði
fundarmenn og bauð þá vel-
komna.
Flutti hann skýrslu félags-
stjórnar, sem var svo fjölrituð
og send út til allra félagsdeilda.
Formaðurinn lagði áherzlu á,
að eitt af aðalverkefnum félags-
ins væri fjöldaleitin að leg- og
leghálskrabbameini, og hversu
þýðingarmikið það væri að
halda uppi slíkri starfsemi sem
víðast á landinu. Einnig vakti
hann athygli á mikilvægi þeirra
brjóstaskoðana, sem teknar
voru upp á árinu 1973, í sam-
bandi við leghálskrabbaleitina,
en brjóstakrabbamein er al-
gengasta krabbamein með
konum hér á landi. Reglubund-
in sjálfskoðun kvennanna
sjálfra mun þó gegna hinu þýð-
ingarmesta hlutverki á þessu
sviði, sagði formaðurinn, og
mun áframhaldandi fræðsla og
áróður krabbameinsfélaganna í
því sambandi eiga miklu hlut-
verki aðgegna.
Formaður skýrði frá sam-
vinnu Norðurlanda á sviði
krabbameinsrannsókna og
krabbameinsskráninga. Haldið
er þing árlega um þessi mál og
árið 1973 var þingið haldið í
Reykjavík.
Hrafn Tuliníus hefur verið
ráðinn forstöðumaður Krabba-
meinsskráningarinnar hér á
landi, en hann starfar enn um
sinn sem sérfræðingur við Al-
þjóðakrabbameinsrannsókna-
stofnunina í Lyon. Tekizt hefur
samvinna milli rannsóknar-
stöðvarinnar 1 Lyon, Krabba-
meinsskráningarinnar, Erfða-
fræðinefndar og Rannsókna-
stofu Háskólans um fjölskyldu-
rannsóknir á brjóstakrabba-
meini.
Von er á ungum lækni, sem
styrktur hefur verið af Krabba-
mf. ísl. til náms i Bandaríkj-
unum í frumgreiningu, á hausti
komanda til starfa sem cytolog
hjá Krabbameinsfélagi Islands,
en verður einnig og aðallega
starfandi hjá Rannsóknastofu
Háskólans. Opnast margir nýir
möguleikar á sviði frumurann-
sókna hér á landi með komu
þessa sérfræðings.
Varðandi fræðslustarfsemi á
vegum krabbameinsfélaganna,
hefur Krabbameinsfélag
Ólafur Bjarnason, prófessor,
formaður Krabbameinsfélags
tslands.
Reykjavikur annast hana
nokkur undanfarin ár. Hafa
margar deildir úti á lands-
byggðinni óskað eftir fyrir-
lesurum og myndasýningum í
sambandi við fræðslufundi,
sem deildirnar hafa gengizt
fyrir, oftast í sambandi við aðal-
fundi, en stundum er einnig
stofnað eingöngu til fræðslu-
funda. Hefur Krabbameinsfé-
lag Árnessýslu verið sérstak-
lega ötult að skipuleggja slíka
fundi á sfnu svæði. Hefur for-
maður K.l. sjálfur farið og flutt
Framhald ð bls. 27.