Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 36
JW<>T0unt<Ia?>i& nucivsmcflR ^^•22480 26.0KT. laugardagur Merkjasala til styrktar geösjúkum FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974 Ung íslenzk stúlka í fangelsi í London Þór strandar á Seyðisfirði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra: Seyðisfirði — 23. október. VARÐSKIPIÐ Þór strand- aði við Seyðisfjörð um þrjú- leytið f nótt. Skipið var á leið út fjörðinn, en tók þá niðri rétt innan við Vatns- dalseyri, um 600 metrum innar en m.s. Selfoss strand- aði í fyrrahaust. Varðskipið strandaði beint undan kletti einum á eyr- inni svo að ganga mátti þaðan um borð i skipið. A flóðinu í morgun reyndu skipverjar að ná Þór aftur á flot fyrir eigin vélarafli, en tókst það ekki. Var þá v.b. Gullver fenginn til að toga í varðskipið og dró báturinn það á flot um kl. 9. — Sveinn Hjá Landhelgisgæzlunni fékk Morgunblaðið þær upp- lýsingar að búið væri að kafa undir varðskipið og væru ekki sjáanlegar neinar skemmdir að ráði á botni þess. Sjópróf fara fram á Seyðisfirði, væntanlega í dag. verða rædd á Varnarmálin Alþingi skylt að bera þetta mál undir at- kvæði Alþingis, og er því ástæðu- laust að fresta undirritun sam- komulagsins. Framhald á bls. 20 Sendiherrann fékk hana látna lausa gegn því að taka hana inn á heimili sitt UNG fslenzk stúlka hefur setið f fangelsi f London f nokkra mánuði eftir að hafa verið viðrið- in eiturlyfjamál þar f borg. Lögregluyfirvöld f London hafa ekki viljað láta stúlkuna lausa gegn tryggingu, þar sem þau segj- ast óttast um Iff hennar, en sendi- herra lslands f London, Níels P. Sigurðsson, hefur nú gripið inn f málið og æskt þess að stúlkan verði látin laus gegn tryggingu ef hann og kona hans tækju hana inn á heimili sitt og ábyrgðust öryggi hennar þar. Dómari hefur fallizt á þessa málaleitan sendi- herrans og sagðist Níels — f sam- tali við Morgunblaðið — vonast til þess að stúlkan fengi að fara úr fangelsinu f dag eða á morgun. Stúlkan var handtekin í júlí- mánuði sl. og sökuð um að hafa haft kókain undir höndum og ætla að selja kínverskt heróín. Hefur hún setið í fangeisinu allt síðan og sagðist Níels ekki hafa frétt af högum hennar fyrr en seint og síðar meir og þá eftir öðrum leiðum, því að hvorki stúlkan né hinn ríkisskipaði verj- andi hennar hefðu áttað sig á að hafa samband við sendiráðið. „Þegar starfsmenn sendiráðsins náðu loks tali af henni í fangels- inu, komust þeir að raun um að stúlkan var að niðurlotum komin, algerlega farin á taugum, svo að ég taldi það hreint mannúðarmál að fá hana látna lausa,“ sagði Nfels ennfremur. „Dómarinn í málinu féllst á tilmæli mín eftir að ég haf ði boðizt til að taka stúlk- una inn á heimili mitt. Sjálf held- ur hún fast fram sakleysi sínu af þessum ákærum, en vera má að lögreglan telji það eitt næga ástæðu fyrir því að halda stúlk- unni í fangelsi að hún hefur haft samband við grunsamlega aðila, en ekki hirt að segja til þeirra.“ Níels taldi hins vegar þá skýringu lögreglunnar að stúlkan hafi ekki verið látin laus vegna þess að óttast væri um líf hennar heldur vafasama og kvaðst ætla að hér væri fremur um fyrirbáru að ræða. Þá gat Níels upplýst, að stúlka þessi hefði farið aðeins 16 ára frá íslandi og síðustu 9 árin hefði hún víða farið, ekki verið í London nema hluta þessa tíma. Framhald á bls. 20 Ellefu fisksalar kallað- ir fyrir verðlagsdóm EINS og frá hefur verið skýrt undirritaði utanrfkisráðherra sl. þriðjudag samkomulagið um breytingar á framkvæmd varnar- samningsins við Bandarfkin. 1 framhaldi af þessari undirritun og ágreiningi, sem varð á fundi utanrfkisnefndar sl. þriðjudag sagði Geir Hallgrfmsson forsætis- ráðherra í samtali við Morgun- biaðið í gær: „Ég hef alltaf geng- ið út frá því sem vfsu, að umræð- ur yrðu um varnarmálin á Al- þingi, og ég mun m.a. taka þau til meðferðar í stefnuræðu forsætis- ráðherra, sem flutt verður u.þ.b. viku eftir að Alþingi verður sett. Auk þess geri ég ráð fyrir, að greint verði frá málinu f skýrslu utanrfkisráðherra, þegar hún verður lögð fram. En rétt er að leggja áherslu á, að niðurfelling endurskoðunar varnarsamnings- 98 kr. fyrír kíló af ýsu SKUTTOGARINN Dagný frá Siglufirði seldi 1288 kit eða 81.4 lestir af fiski í Grimsby f gær, fyrir samtals 25.468 sterlings- pund. Ennfremur var skipið með 80 lestir af heilfrystum fiski, sem átti eftir að selja, þannig, að skip- ið fær örugglega mjög gott verð fyrir þennan farm. 1 fslenzkum kr. talið fékk Dagný fyrir þessi 1288 kit röskar 7 millj. kr„ en meðalverðið var kr. 85.80, sem er eítt það hæsta, sem fengist hefur til þessa. Fyrir hvert kg af þorski fékk skipið að meðaltali kr. 81 og fyrir hvert kg. af ýsu kr. 98. Þá var togarinn einnig með um 30 lestir af kola, en ekki er vitað hvaða verð fékkst fyrir hann. ins og breytingar á varnarfyrir- komulagi, sem samkomulagið gerir ráð fyrir, rúmast innan varnarsamningsins sjálfs og þarfnast þvf ekki sérstakrar ákvörðunar Alþingis." Á fundi utanríkisnefndar sl. þriðjudag krafðist Lúðvik Jóseps- son þess, að samkomulagið við Bandaríkjamenn yrði lagt fyrir Alþingi áður en það yrði staðfest. Þessi tillaga var felld með at- kvæðum fulltrúa stjórnarflokk- anna, en fulltrúi Alþýðuflokksins sat hjá. Morgunblaðið leitaði í gær til Ragnhildar Helgadóttur og bað hana að skýra frá afgreiðslu máls- ins í utanríkisnefnd. Svar hennar er svohljóðandi: „Tillaga Lúðvíks var um, að undirritun samkomulagsins yrði frestað, þar til Alþingi hefði fjall- að um málið. Þetta samkomulag felur hvorki í sér breytingar á varnarsamningnum sjálfum né þeirri stefnumörkun, sem í hon- um felst. Ríkisstjórninni er ekki hefðu átt sér stað 1. marz s.l. og þá hefðu þeir ekki sótt um neina hækkun, eins og margir aðrir í þjónustugreinunum. Síðan hefði fiskverð hækkað á ný 1. septem- ber s.l. og þá hefðu þeir rætt við verðlagsstjóra og fengið hækkun. Verð það, sem fisksalar seldu fisk- inn á í sumar hefur nú verið kært til verðlagsdóms. — Það er af og frá að fisksalar hafi sent inn erindisbréf um hækkun, og það er áreiðanlegt að ef þeir hefðu gert það, þá hefðu þeir fengið hækkun eins og t.d. eftir 1. marz. Sú afgreiðsla sem fór fram á dögunum fór fram vegna frumkvæðis verðlagsstjóra. Verðlagsyfirvöld leggja áherzlu á það, að fisksalar fari eftir aug- lýstu hámarksverði og brjóti ekki ákvæðin, sagði Björgvin. Þorleifur Sigurðsson formaður Fisksalafélagsins sagði, að fyrir röskum tveimur árum hefðu verið 37 fisksalar í Reykjavík, en nú væru þeir ekki nema 20. 17 hefðu hætt þar sem enginn rekstrar- grundvöllur hefði verið fyrir fisk- búðirnar. Hann sagði, að verðlags- stjóra hefðu verið skrifuð 5 bréf varðandi fiskverðið, en svar hef ði ekki fengist við þeim. Það hefði svo verið um mánaðamótin apríl- Framhald á bls. 20 ELLEFU fisksalar f Reykjavfk voru f gær kallaðir fyrir verðlags- dóm vegna brota þeirra á verðlagsákvæðum. Mál þetta er til komið af þvf, að fisksalar í Reykjavfk hækkuðu fiskverð án þess að sækja um það að sögn Verðlagsráðs um mánaðamótin aprfl-maf. Hafa þeir sfðan selt hvert kg af ýsuflökum á kr. 150, en áður kostaði kflóið 118 kr. Þann 18. október s.l. auglýsti svo verðlagsstjóri nýtt hámarksverð á fiski og þá var fyrst veitt heimild til að selja kflóið af flökunum á kr. 150. Björgvin Guðmundsson, for- maður Verðlagsráðs, sagði í sam- tali við Morgunblaðið f gær, að verðlagsnefnd hefði ákveðið há- marksverð á fiski í janúar sl., en síðan hefðu fisksalar ekki sótt um neina hækkun með erindisbréf- um. Nokkrar kauphækkanir Geysileg úrkoma var f fyrrinótt og f gær og vfða hafa orðið miklir vatnavextir f ám. Hafa þær flætt yfir vegi og valdið spjöllum á þeim á nokkrum stöðum. Þessi mynd var tekin af brúnni við Gufudal hjá Hveragerði og má sjá hvernig hún hefur laskast. (Sjá nánar fréttbls. 2). (Ljósm. Mbl. Georg Michelsen). Þakplöt- ur fjúka t GÆRKVÖLDI voru nokkur brögð að þvf f bæjum á suð- vesturhorni landsins, að þak- plötur og mótauppsláttur fyki undan miklu hvassviðri sem geisaði á þessum slóðum. I Reykjavfk bar einkum á þessu f Breiðholti, þar sem fjúkandi þakplötur munu hafa valdið einhverjum skemmdum á bif- reiðum, og vitað var að ein bifreið f Reykjavfk lenti f árekstri við fjúkandi tunnu, „sem var að sjálfsögðu mann- laus og númerslaus," eins og lögregluvarðstjórinn orðaði það. Þá fuku niður vinnupall- ar við húsið að Laufásvegi nr. 8 en óðara var þar kominn frfður flokkur trésmiða, er af- stýrði frekara hruni. Húsið er nefnilega f eigu Trésmiðafé- lags Reykjavfkur. Lögreglu- menn f Keflavfk og f Vest- mannaeyjum kvörtuðu einnig undan fjúkandi þakplötum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.