Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 16
íe MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974 Þorvaldur Sigurðsson: Hlaðgerðarkot í tilefni skrifa, sem orðið hafa um heimili það, sem hvíta- sunnumenn eru að berjast við að reka að Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit fyrir veglausa úti- gangsmenn og svo síðast en ekki sízt að gera að veruleika hina nauðsynlegu aðstöðu, sem með öllu hefir verið vanrækt af hálfu hins opinbera, vil ég biðja Mbl. að birta eftirfarandi. Því miður má í mjög mörgum tilfellum leiða rök að því, að margur maðurinn, sem var að losna út úr fangelsi, peninga- og athvarfslaus, kominn úr öll- um tengslum við vini og ættfólk hafna aftur og aftur í fangelsi fyrst og fremst vegna þess, að hans beið aðeins skjóllaus gat- ann, þar sem hann ósjálfrátt lenti í félagsskap með heimilis- lausum drykkjufélögum, sem hann oftast hafði kynnzt innan múra fangelsins. Fyrir þessari nauðsynlegu aðstöðu til kær- leiksríkrar móttöku þeirra, sem oftast hafa hafnað í fangelsi fyrir taumlausan og sjúklegan drykkjuskap, hafa hvítasunnu- menn lengi barizt undir fádæma ötulli forystu Einars Gíslasonar forstöðumanns safnaðarins, sem fært hefir ein- stæðar fórnir til framgangs þessa máls og ekki vil ég láta undir höfuð leggjast að láta þess getið, að Einar hefir í þess- um störfum sínum notið óskifts stuðnings alls safnaðarins, þótt trúlega hafi þeir Ásmundur Eiríksson ásamt Georg Viðar, sem sendur var á vegum safnaðarans til Svíþjóðar til þess að kynna sér rekstur sam- bærilegra stofnana, sem sænsk- ir hvítasunnumenn hafa rekið um nokkurra ára bil með árangri, sem þegar hefir vakið athygli víða um heim, sökum þess einstæða árangurs, sem þeir hafa náð í endurhæfingu þeirra manna, sem ekki voru lengur taldir til nýtra þjóð- félagsþegna, en hafa nú eignazt nýtt líf með því að gera Krist að leiðtoga lífs síns. Árangur Svía á þessu sviði á sér enga hlið- stæðu í heiminum, enda koma menn frá hinum fjarlægustu löndum til þess að fá að kynn- ast þeim stórvirkjum, sem Sví- ar vinna á þessu starfssviði, sem grundvallað var af hinum nýlátna og heimsþekkta leið- toga sænskra hvítasunnu- manna Dr. Lewi Petrus. Ás- mundur Eiríksson, sem ég nefndi sem einn ötullasta og dugmesta stuðningsmann Einars Gíslasonar í framgangi þessa máls, hefir að vanda kos- ið að láta sem minnst bera á ómetanlegum störfum slnum, máli þessu til framgangs, enda hefir það jafnan verið hans aðalsmerki að gera sem minnst úr störfum sínum fyrir söfnuð hvítasunnumanna og nægir þar að minnast forustu hans, þegar af vanefnum var unnið að smíði hins veglega Guðshúss, sem í dag hýsir af miklum myndar- brag öll þau margvíslegu störf, sem söfnuðurinn vinnur að, svo sem bóka og blaðaútgáfu, ásamt fjölmörgu öðru, sem innan safnaðarins er unnið að. Og er mér þá efst í huga hin mikla og fórnfúsa vinna safnaðarsystr- anna, sem um hver jól senda öllum föngum jólapakka ásamt hlýlegri kveðju og ósk um gleði- lega jólahátíð, og oft hefi ég verið vitni að því, að þessi jóla- glaðningur hvítasunnumanna hefir verið einasti kærleiksvott- urinn, er sumir hinna ógæfu- sömu fanga hafa hlotið á þess- ari stærstu hátíð kristinna manna. Og þótt þeir, sem lítt eóa ekkert þekkja til lífsins innan fangelsanna og ímyndi sér því miður, að þarna séu eingöngu tilfinningalausir af- brotamenn, þá er ég viss um, að væru þeir eitt aðfangadags- kvöld innan fangelsanna og sæu táraflóð og ekkasog þess- ara fordæmdu manna við hátíða borðið þetta einstæða hátíða- kvöld, hlyti viðhorf þeirra og framkoma gagnvart þessum olnbogabörnum þjóðarinnar að gjörbreytast, svo mjög sem slík- ar hátíðarstundir undir þessum sérstæðu aðstæðum hljóta að orka á alla þá, sem ekki hafa forhert steinhjörtu, sem ekkert nær að bræða. Georg Viðar, sem ég einnig nefndi sem einn af dugmestu samstarfsmönnum Einars Gfslasonar í hinni hörðu bar- áttu, sem enn er háð til þess að nýta megi hina glæsilegu bygg- ingu að Hlaðgerðarkoti til þessa brýna mannúðarstarfs, var af söfnuðinum valinn til þess að veita þessu heimili forstöðu, og réð mestu um val hans í þetta erfiða starf ótvíræð köllun Guðs um, að honum bæri að sinna þessum störfum, enda hafði hann áður og þá við hin frumstæðustu skilyrði hjálpað ótrúlega mörgum drykkju- manninum til nýs og betra lffs, þar sem hann með bænum og föstum, að ógleymdri hinni fórnfúsu matmóður og hjálpar- hellu á Sogaveginum, megnaði að gera Krist að leiðtoga skjól- stæðinga sinna, sem áður höfðu dyggilega þjónað mesta böl- valdi þessa mannkyns, ,,Bakkusi“. Auk þessa hafði svo Georg kynnt sér hinar þekktu Lewi Petrus stofnanir í Sví- þjóð, því frá upphafi var ætlun- in, að Hlaðgerðarkotsheimilið yrði rekið með sama hætti og þær og svo er enn. Það kom því naumast annar hvítasunnumað- ur til greina sem forstöðumað- ur heimilisins. Af þessum sökum hefir hann hvað mest þurft að verða til þess að svara þeim einstakling- um og fjölmiðlum, sem fræðast hafa viljað um stofnunina. Það gefur því auga leið, að hann verður óhjákvæmilega sá einstaklingur innan hvfta- sunnuhreifingarinnar, sem taka verður möglunarlaust á móti lofi og lasti, þegar heimili þetta ber á góma. Fyrir staka náð Guðs og fyrir heilagt blóð sonar Hans, Jesú Krista hefi ég eignazt nýtt líf, líf sem ekki stjórnast lengur af hinum miskunnarlausa böl- valdí, Bakkusi, heldur áf þeim, sem saklaus úthelti blóði sínu á Golgata fyrir syndir okkar mannanna til þess að við fyrir friðþægingardauða Hans gæt- um tileinkað okkur fyrirheitið um eilíft líf með Honum og föðurnum á himnum, þegar þessari örstuttu jarðvist okkar lýkur. Æðsta þrá mín og hinna fjöl- mörgu, sem fyrir lifandi trú á almáttugan Guð hafa losnað frá miskunnarlausu ægivaldi Bakkusar, er nú að gefa þeim, sem enn eru svo raunalega margir úti í helmyrkri brenni- víns og eiturlyfja, þá innri gleði ásamt ólýsanlegum friði, sem við eignumst við endurfæðing- una og við það að reyna af veikum mætti að feta í fótspor FRELSARANS. HÍaðgerðarkot mun standast hverskyns hrakspár og óvild. Því sem af sjálfum Guði er grundvallað verður með engum hætti kollvarpað. — Því mun Hlaðgerðarkot og starfsemin þar standa af sér allar tilraunir Satans til að reyna með einum eða öðrum hætti að hindra það mannúðarstarf, sem þar er unn- ið'Guði til dýrðar og er hrjáðum og vondöprum leiðarljós. Þorvaldur Sigurðsson. silfurlampa Það hefði verið skemmtilegt að eiga svo falsiausa bókmennta- menn, að silfurlampinn hefði ver- ið veittur í fyrra 95 ára gamalli konu, Guðnýju Jónsdóttur frá Galtafelli, fyrir bók sína „Bernskudagar". Ég álít, að bókin sé bókmennta- afrek, skrifuð af konu á þessum aldri. Þessi bók þarf engrar afsök- unar við. Það eru engin ellimörk á bókinni. Birta þess fagra vors, sem höfundurinn hefur lengi í minnum haft, skfn frá línum bókarinnar og milli línanna. Þannig verður það „dýrast, sem lengi var geymt“. Þótt enginn gefi sér sjálfur líf o§ heilsu með alskýrri hugsun í 95 ár, þá er þetta þó með fádæm- um og eitt af því merkilegasta, sem gerzt hefur á bókmenntasviði Islendinga í seinni tíð, af því að bókin er mjög prýðileg. Þarna er ljós á silfurlampa lið- ins tíma. Bókin lýsir inn í horfna tíð — og út á veginn, sem við göngum. — Þess vegna er hún tilvalin bók fyrir unglinga. Hún hefði átt að fá verðlaun sem slfk, þó að höfundur hefði ekki þessa múgmennsku-flokkun. Engin bók er góð fyrir börn og unglinga, nema hún sé skemmtileg fyrir fullorðið fólk. I vetur las ég um hana ritdóm eftir ölaf Jónsson. Ég hafði ekki séð bókina, en ég reiddist óvenju hastarlega yfir öfugmæli ritdóms- ins. Það er að vfsu ekki nýtt að lesa megi öfugmæli út úr ritdóm um. Það er oft augljóst af til- vitnunum t.d. i ljóð. — Ölafur gladdist ekki yfir þvf afreki 95 ára gamallar konu að skrifa bók. Það var ekkert í þessum ritdómi, sem gaf höfundi til kynna, að vel hefði tekizt. En það var einhver ýrður tónn í ritdómi Ólafs Jóns- sonar, sem bar mér áskin af því, að hann væri að breiða yfir verð- mæti bókarinnar. Ég tel víst, að þeir, sem taka mat annarra manna eins og þurrir svampar vatn, hafi fengið það út úr ritdómi Ólafs Jónssonar, að Bernskudagar væri misheppnuð tilraun gamallar konu til þess að skrifa bók. Ólafur talar um, að hann finni ekki umbrot í sálarlífi ungu stúlk- unnar. Hann gleymir því, að „brautryðjandinn" opnaði hlið á heimatúni þeirra Guðnýjar, og það lokaðist ekki aftur. Guðný fór ung á kennaraháskóla í Kaup- mannahöfn. Mest af umbrotum í huga gáfaðra unglinga á þeirri tíð Rósa B. Blöndals: Ljós á stöfuðu af þvi, að þeim var haldið föstum heima og fengu ekki þá menntun, sem þeir þráðu. Er það þó ekki fyrir umbrot í sálarlífi höf. að hún loksins skrifar þessa bók. Ólafur telur, að lífið, sem Guðný lýsir, sé glansmynd og vanti alla skugga. Ég held, að atvikin í Galtafelli hafi ekki graf- ið til neins þess, sem kalla mætti rauðamyrkur, og sakna ég þess ekki. Það sem Ólafur Jónsson nefnir glansmynd, kallaði sfra Arni Þórarinsson „fagurt mannlif í Árnessýslu.11 Skárri er það nú fyrirmununin í bókmenntastefnu Islendinga á þessum síðustu árum, að bók- menntafræðingur skuli ekki hafa neitt gott að segja um vel skrifaða bók, af þvf að ekkert ljótt er þar að finna. Á hinum gömlu, traustu sveita- heimilum áttu börnin það öryggi, sem studdi þau alla æyi. Það er ekki rétt hjá Ólafi Jóns- syni, að engir skuggar sjáist f bók- inni. Skuggarnir liggja á bak við svið ljóssins, oft á milli línanna, „leitandi leyna“. Annan ritdóm sá ég um bókina. Hann var vingjarnlegur og mátt- laus. Vinsamlegur og máttlaus rit- dómur er verri en skammir, ef um góða bók er að ræða. Af þessum tveimur ritdómum hefði mátt ætla, að Bernskudagar væri ein af þeim vaðalsbókum, þar sem höf- undurinn nær aldrei tökum á efn- inu. En þústurinn i Ólafi leiddi grun að öðru. Ég sá loksins bókina, þar sem ég gisti f Reykjavík, — las fram á nótt. Vaknaði snemma næsta morgun til þess að ljúka bókinni. Það hefði ég ekki gert, ef þetta hefði verið gisin íslenzka og vað- all. Ég las bókina aftur mér til mikillar ánægju. Það tel ég til þess, að Bernsku- dagar sé góð bók, fyrst að hún er mjög afmörkuð að efni og stíl. Bókin er 120 blaðsíður, en kemst þó yfir skýra frásögn af ótrúlega margbreyttu efni. Hún sýnir glögga mynd af mannmörgu sveitaheimili, eins og það gerðist allra bezt á æskudögum höfundar. Þar er að finna mikinn fróðleik um ýmisleg handverk, um fjöl- þætta verkmenningu og verka- skiptingu á vinnuhjúaöld. Bókin lýsir sterkum fjölskylduböndum, vináttu barna og hjúa og hús- bænda. Þar eru lfka sögur um ást á dýrum og dýranna tryggð. Svo virðist sem margt hafi farið saman Galtafellsheimilinu til eflingar. Fyrst göfugmennska, þá verkmenntun og góð búsýsla, mikill hagleikur og fjölþættar gáfur barnanna. Faðir Guðnýjar var lærður járn- smiður. Móðir Guðnýjar var orð- lögð hannyrðakona. Sjálf bjó hún til allskonar fögur munstur. Það sagði móðir mín mér fyrir löngu. Ef til vill má kalla það glans- mynd af lífinu, hvernig nýfermd- um unglingi frá Galtafelli reiddi af í heimsborginni Kaupmanna- höfn. Listamaðurinn fór svo að segja beint frá heimili sínu „þar í Róm, sem þúsund snörur liggja": Umhugsunarvert er það, sem Guðný segir um viðskipti sin og munaðarlausrar telpu, sem var nokkru eldri. Telpan kom að Glatafelli, augljóslega með sálar- leg örkuml frá einstæðings hrakn- ingi lítils barns. Þegar Guðný varð 4 ára í ágúst- lok, þá fór hún um haustið að læra að lesa. — Hún var læs um jól. — Næsta haust, þegar hún var nýorðin 5 ára, kom séra Valdimar Briem að húsvitja. Hann prófaði barnið í Iestri á einni blaðsíðu í húslestrarbók. — Að því loknu sagði hann: Þú ert læs, þú getur lesið húslestur. Þetta sagði séra Valdimar án þess að líta á skeiðklukku, án þess að telja saman orð og reikna. Hann heyrði að barnið var læst. Lestrarkunnátta litla barnsins sýnir, hvað velgefið smábarn get- ur komizt langt í námi við ástúð og góða kennslu. Guðný minnist þess, að þegar hún var sex ára gömul, fylgdist hún með Njálu og Laxdælu, er þær voru lesnar fyrir fólkið á vökunni. — Og hafði mikið yndi af þessum tveimur sögum sérstak- lega. Þeim lestri á hún það senni- lega nokkuð að þakka, hve vel henni tekst að setja atburði lifs- ins á sjónarsvið í stuttu máli. Lengi býr að fyrstu gerð. Ekki er þó neinn fornaldarblær á máli hennar. Hún skrifar á auðugri sunnlenzku, sem ég kannast við frá æsku minni. Athugunarvert er það, sem hún segir frá fermingu sinni. Hún og Katrin Helgadóttir, sfðar prests- kona á Stóra-Núpi, voru vinkonur og fermdust saman. Þær höfðu frá barnæsku til fermingar lært 50 sálma hvor. Þóttust þær nú vissar um, að ekkert annað fermingar systkina stæði þeim á sporði í þeirri grein. En Jóhanna Haraldsdóttir frá Glóru í Hrunamannahreppi sló þeim heldur en ekki við. Hún kunni 300 sálma. Jóhanna var móðir dr. Haralds á Laugarvatni og systkinanna á Fossi. Það, sem þá var nefnt að kunna, var að kunna. Hvergi mátti láta minna sig á í skiptingu sálmsins. Þegar höfð er í huga barna- og unglingafræðsla nútímans í þessu sambandi, þá koma mér í hug orð Einars Benediktssonar: „Vinnirðu einn, þá týnirðu hin- um.“ Margt er lærdómsríkt í bókinni Bernskudagar, og alltaf skemmti- leg frásögn. Aldrei prédikunar- tónn. Bókin er menntandi og uppör- vandi að lesa fyrir börn og ung- linga. öfugt við flestar nýjar barnabækur, sem kennarar fá f hendur, börnum til lestrarnáms og þroska, þvf að þær eru flestar forheimskandi og frámunalega afþroskandi fyrir börn, en ólæsi- legar fyrir kennarann og allt full- orðið fólk. — Af því læra börnin málið að fyrir þeim er haft. — Lengi býr að fyrstu gerð: Ríkisútgáfa námsbóka hefði verið heppin, ef hún hefði keypt útgáfuna að Bernskudögum. Ég hef prófað bókina á börnum. Þau vildu heyra meira. Ötalið er eitt, sem ég verð að minnast á. Guðný hefur sjálf teiknað mynd af móður sinni. I bókinni er mynd af málverkinu. Mér sýnist af sérstæðri gerð myndarinnar, að það hafi verið skaði, að Guðný lagði ekki fyrir sig málaralist. Ég hygg, að hún hafi verið til hvorstveggja ríkri gáfu gædd, ritlistar og málaralist- ar. Þar með hafði hún fagra söng- rödd. — Jakob bróðir hennar virðist hafa haft ríka hneigð til tónlistarnáms. Bæði lærðu þau að spila á orgel. Fjölþættar voru gáfur þessara systkina í Galtafelli og heimilis- menningin líka. Skilningur foreldra þeirra og vilji til að mennta börn sín hefur verið mjög sérstæður á þeim dögum. Að endingu ætla ég að setja hér frásögu Guðnýjar sjálfrar af einu lífsatviki, örlítið stytta. „Næsta dag var Þorláksmessa. Veðrið hafði breytzt, nú var kom- in þíða og ofsarok. Einar hafði orðið samferða þremur öðrum piltum frá Reykjavík, er vitjuðu heimila sinna um jólin. Það voru þeir Ölafur Briem á Stóra-Núpi, Bjarni í Unnarholti og Jón Stefánsson frá Asólfsskálum, er síðar varð prestur að Halldórs- stöðum í Bárðardal. Leiðir þeirra skildu fyrir sunnan Laxá. Bjarni I Unnarholti bað Einar fyrir bréf til Helga Magnússonar í Miðfelli. Einar spurði pabba, hvort ekki mundi hægt að koma þessu bréfi helzt strax út eftir. „Jú“, sagði pabbi „Bjarni minn, skrepptu með þetta bréf, en gættu þess að láta það strax í vasann." Bjarni gerði það og hljóp af stað í þessum mikla stormi. Þegar kom út i Dalbæjarmóa, fór hann að gæta að bréfinu I vasa sínum, en þá var það horfið. Litla drengnum varð svo hverft við, að Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.