Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 34
Islendingar töpuðu ul-leiknum: Höfðu betrí einstaklinga en slakara Uð enlramir Frá Colin McAlpin, fréttamanni Mbl. á unglingaiandsleiknum í Belfast: Norður-írska unglingalandslið- ið sigraði íslenzka unglingalands- liðið í seinni leik Iiðanna í UEFA- bikarkeppninni í knattspyrnu með þremur mörkum gegn einu, og kemst því í lokakeppnina, sem fram fer f Sviss næsta vor. Þætti íslendinga í þessari keppni er hins vegar lokið að þessu sinni. Leikurinn í Belfast í fyrrakvöld var hinn skemmtilegasti og unglingarnir buðu oft upp á knattspyrnu, sem er á borð við það bezta hjá þeim, sem eldri eru. Norður-Irarnir voru, þegar á heildina er litið, betri aðilinn í leiknum og sigur þeirra því sann- gjarn. Hins vegar átti íslenzka lið- ið skilið að gera fleiri mörk í leiknum, og hvað eftir annað náði það skínandi góðum samleiksköfl- um. íslenzka liðiö hóf leikinn af miklum krafti og réð lögum og lofum á vellinum fyrstu 20 mínút- urnar. Kom þessi kraftur íslenzka liðsins Irunum greinilega í opna skjöldu og áttu þeir í vök að verj- ast. Þannig mátti t.d. mjög litlu muna, að Islendingarnir skoruðu þegar á 5. mínútu er Árni Val- geirsson átti góða sendingu fyrir markið og einn íslenzku sóknar- leikmannanna náði að skjóta. Markvörður írska liðsins var úr jafnvægi, en tókst að bjarga á línunni. Á 17. mínútu björguðu svo írar aftur á línu, er Atli Eðvaldsson hafði brotizt í gegnum vörn þeirra og átt skot að mark- inu. En á 19. mínútu skipuðust veð- ur óvænt í lofti. Islenzka liðið hafði verið í sókn — of mikilli þar , sem hún varð á kostnað varnar- innar. Irarnir náðu síðan skyndi- sókn og upp úr henni skoraði Bobby Campbell mark. Þetta var fyrsti leikur Campbells með n- írska unglingalandsliðinu, en hann er atvinnumaður með 2. deildar liðinu Aston Villa i Englandi, og hefur verið fastur maður í því liði undanfarna mánuði. Geysilega efnilegur framlínuleikmaður, fljótur og fylginn sér. Á 35. mínútu átti Campbell góða möguleika á því að bæta öðru marki við, en fyrst björguðu íslendingar á línu og síðan varði Jón Þorbjörnsson markvörður. Skömmu síðar átti svo Guðmund- ur Þorbjörnsson glæsilegt skot að marki íranna, en markvörðurinn varði það frábærlega vel. Á 44. mínútu bættu Irar öðru marki Við. Það gerði Campbell einnig eftir mikla baráttu inni í vítateigi Islendinganna. Campbell var svo enn á ferðinni á 49. mínútu, og skoraði sitt þriðja mark í leiknum — kom það eftir mikla pressu Iranna að marki Islendinganna. Eftir þetta mark var sem Is- lendingar vöknuðu aftur til lífs- ins og tóku upp þá baráttu, sem þeir höfðu sýnt fyrst í leiknum. Hún bar þó ekki árangur fyrr en á 67. mínútu er Hálfdan Örlygsson skoraði laglegt mark fyrir liðið og fleiri urðu svo ekki mörkin. Hljóp mikil harka í leik- inn undir lokin, og hafði dómari leiksins ekki nægilega góð tök á honum. Þessi unglingalandsleikur var fyrsti landsleikurinn, sem fram hefur farið á Norður-Irlandi í fjögur ár. Það ótrygga ástand, sem hér hefur verið ríkjandi, hefur orðið þess valdandi, að öll landslið hafa neitað að koma hingað, og hefur UEFA og FIFA samþykkt þau mótmæli. Þeir landsleikir, sem Norður-Irar hafa leikið, hafa því allir farið fram á útivelli. Eftir leikinn í fyrrakvöld sagði Ellert B. Schram, formaður KSl, að íslendingarnir hefðu alltaf verið ákveðnir að leika í írlandi. — Ég vissi þó, sagði Ellert, — að foreldrar drengjanna voru ugg- andi yfir þessu ferðalagi, og vera má, að sumum strákanna hafi ekki alveg staðið á sama. En ég vona, að þessi heimsókn okkar verði til þess að brjóta ísinn og að írarnir fái að leika heimaleiki framvegis. ' I landsleiknum virkaði íslenzka liðið nokkuð ójafnt, og samæfing leikmanna virtist ekki vera sem -skyldi. Það leyndi sér ekki, að í liðinu voru frábærir einstakling- ar — beztu leikmenn vallarins voru íslenzkir. Þeir, sem af báru, voru þeir Magnús Teitsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Þessir leikmenn, sérstaklega þó Magnús, hafa mikla knattspyrnu í sér. Magnús var bezti maður vallarins, og sýndi bæði meiri tækni með knöttinn, meira auga fyrir því, sem var að gerast á vellinum, og meiri baráttu en atvinnumennirn- ir í írska liðinu. Þarna er á ferð- inni piltur, sem á örugglega fram- tíð fyrir sér sem knattspyrnumað- ur, og gaman væri fyrir hann að fá tækifæri með atvinnuliðum. Hinir miðvallarspilarar ís- lenzka liðsins voru einnig mjög góðir, svo og þeir Atii Eðvaldsson og Hálfdan Örlygsson, en sá síðar- nefndi skilar knettinum mjög vel Hálfdan örlygsson — skoraði mark Islendinganna. frá sér og er laginn. Virtist það, sem helzt skorti hjá honum, vera meiri líkamsstyrkur. Með meiri samæfingu ætti þetta íslenzka lið að geta verið mjög gott. Irska liðið var mjög svipað því sem maður átti von á. Það er skipað leikreyndum piltum, sem margir hverjir eru komnir á at- vinnumannasamning í Englandi, og við trúum því, að þetta lið eigi eftir að ná langt í úrslitakeppni UEFA-keppninnar. Jafnlangt og írska unglingalandsliðið náði síð- ast er það tók þátt í þessari keppni, en þá lék það úrslitaleik hennar við Englendinga. KR VETRARSTARF borðtennis- deildar KR er nú hafið. Æfingar verða fyrir unglinga á sunnudög- um kl. 18.00 — 20.40, á þriðjudög- um kl. 21.20 — 23.50 og á föstu- dögum kl. 22.10 — 23,50 í KRhús- inu og fyrir fullorðna á mánudög- um kl. 18.00 — 20.40 í KR-húsinu og á miðvikudögum kl. 20.30 — 22.10 í Laugardagshöllinni. Þjálf- arar verða Hjálmar Aðalsteinsson og Finnur Snorrason. Minnibolti REYKJAVlKURMÓT í minni- bolta verður haldið í desember. Þátttökutilkynningar ásamt 300,00 kr. þátttökugjaldi fyrir hvert lið skulu berast til IBR, pósthólf 864, merkt KKRR, fyrir 10. nóvember 1974. KN ATTSP YRNUÚRSLIT UNGVERJALAND 1. DEILD: Egyetertes— Ujpest Dozsa 4-4 Ferencvaros— Diosgyoer 2-1 MTK — Vasas 2-0 Honved — Pecs 5-1 Csepel — Rata Eto 1-0 Zalaegersoeg — Salgotarjan 4-1 Videoton — Haladas 1-0 Bekescsaba — Tatabanya 2-1 Ujpest Dozsa hefur forystu f 1. deildar keppninni, er með 18 stig. Honved er f öðru sæti með 16stig. AUSTURRtKI 1. DEILD: Austria Klagenfurt — SC Einsenstadt 3-1 Swarovski Innsbruck — Rapid 2-0 Voest Linz—Lask 2-0 Admira Wacker—Austria WAC 3-2 Sturm Graz — Austria Salzburg 2-0 Rapid hefur forystu f deildinni með 16 stig, en Voest Linz og Austría Salzburg eru f öðru sæti með 13 stig. SOVÉTRlKIN 1. DEILD: Dynamo Kiev — Soviet Army 2-0 MoscowDynamo — Zenit Leningrad 3-1 Dneproptrovsk — Spartak Moscow 1-4 Voroshilovgrad — Ararat Yerevan 1-0 A-ÞVZKALAND 1. DEILD: Sachsenring Zwickau — HFCChemie Halle 1-1 Karl Marx-Stadt — Wismut Aue 0-0 Carl Zeiss Jena — Stahl Riesa 2-1 ; Dyanmo Berlin — FC Lok. Leipzig 3-1 Hansa Rostock — Rot-Weiss Erfurt 2-0 Vorwártes Frankfurt — Dynamo Dresden 2-3 Madgeburg — Vorwárts Stralsund 3-1 BULGARÍA 1. DEILD: Akademik—Spartak 1-0 Trakia — Levski Spartak 1-0 Etur — Chemo More 4-2 Pirin — Lokomotiv Plovidiv 1-1 Slavia—Dounav 1-3 Yantra — Lokomotiv Sofia 0-0 Sliven — Otev 2-2 Dounav hefur forystu f deildinni með 13 stig en f næstu sætum eru Lokomotiv Plovidiv með 12 stig og Spartak með 11 stig. SPANN 1. DEILD: Real Etis — Granada 1-1 Celta — Elche 1-2 Espanol — Real Murcia 2-1 Atletico Madrid — Real Zaragoza 4-0 Salamanca — Athletic Bilhao 0-0 Valencia — Malaga 2-0 Real Sociedad — Sporting 1-1 Las Palmas— Real Madrid 1-2 Hercules—Barcelona 0-0 PORTtlGAL 1. DEILI): Tomar—Sporting 1-2 Guimaraes—Academico 3-1 Leixoes — CUF 2-0 Setuhal — Olhanense 2-3 Atletico — B<*lenenses 0-1 Benfica — Porto 0-1 Boavista — Espinho 0-0 Farense — Oriental 1-0 TEKKÓSLAVAKlA 1. DEILD: Dukla Prag — VSS Kosice 2-1 Inter Bratislava — Slavia Prag 2-0 ZVLZilina — Spartak Trnava 1-1 Liaz Jabionec — Zbrojovka Bruno 2-0 AC Nitra — Slovan Bratislava 1-4 TZ Trinec — SKLO Union Teplice 2-0 Skoda Pilzen — Banik Ostava 0-2 SpartaPrag — Bohemians Prag 1-1 SVISS 1. DEILD: Basel — Vevey 3-0 Grasshoppers — FC Ziirich 1-3 Lausanne — Luceme 2-0 Lugano—St.Gallen 0-2 Nauchatel — Geneva Servette 2-0 Winterthur — Sion 1-0 JÚGÓSLAVlA 1. DEILD: Radnicki Kragujevac — BOR 1-1 Zeleznicar—Rijeka 2-0 Velez—Olympija 4-0 Partizan — Vardar 3-0 Radnicki—Rauða stjaraan 2-0 OFK Belgrad — Sarajevo 5-0 Celik — Sloboda 10 Hajduk — Proleter 1-1 PÓLLAND 1. DEILD: Gornik — Mielec 1-2 Legia — LKS 2-0 Lech — Wisla 4-1 Pogon — Polonia 0-1 Row — Arka 2-0 Szom lerki — Gwardia 3-0 Slask — Zaglebie 2-1 HOLLAND 1. DEILD: NAC Breda — PSV Eindhoven 0-4 Exelsior—Wageningen 1-0 Sparta Rotterdam — Telstar 4-1 Maastrícht — FCTwente 2-4 FC Hague — FC Amsterdam 2-1 Ajax — Roda Kerkrade 6-1 Graafschap » Feyenoord 1-6 Alkmaar — Go AJiead 1-0 Haarlem — FCUtrecht 1-0 Eftir 17 umferðir hefur PSV Eindhoven forystu í deildinni og er með 14 stig. Ajax er f öðru sæti einnig með 14 stig, en sfðan koma Fyenoord með 12 stig og FC Twente með 10 stig. BELGtA 1. DEILD: Olympic Montignies — FC Antwerp 1-1 Racing White — Bt*erschot 0-0 Winterslag — FCMalines 0-0 ASOstend — CSBriigge 4-2 FC Briigge — SC C’harleroi 2-2 Lierse — Waregem 3-1 Beringen — Anderlecht 1-1 Standard Liege — Lokeren 3-1 Beveren — FC Liegeois 2-0 Berchem — Diest 1-1 ITALÍA 1. DEILD: Ascoli — InterMilan 0-0 Bologna—Roma 1-0 Lazio—Sampdoria 3-0 AC Mi lan — Fiorentina 1-1 Napoli — Vicenza 2-0 Ternana — Cagliari 0-2 Torino — Cesena 2-0 Varese — Juventus 0-0 DANMÖRK 1. DEILD: Næstved — B 1903 2-0 Köge—Randers Freja 0-1 KB — Holbæk 1-1 Slagelse — Vejle 0-3 AaB — B 1901 3-1 Frem—Hvidovre 4-0 Eftir 20 umferðir hefur KB hlotið 31 stig, Vejle er í öðru sæti með 23 stig og B 1903 f þriðja sæti með 22 stig. A botninum er Hvidovre með 13 stig. Leiknir AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar Leiknis verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 24. október, í Fellahelli. Hefst fundurinn kl. 20.30. , , ,___ UBK AÐALFUNDUR frjálsíþrótta- deildar Breiðabliks í Kópavogi verður haldinn 27. október n.k. í Æskulýðsheimilinu við Álfhóls- veg og hefst fundurinn kl. 14.00. HRHfRBfí Í M-RHFRfl/JP MRKfRfiM i r?m 1 ^RKfRB|n> Yngsta fþróttafélag Keykjavfkurborgar teflir nú f fyrsta sinn fram liði í meistaraflokki f handknattleik. Meðfylgjandi mynd var tekin af Leiknismönnum er þeir mættu til sfns fyrsta leiks f Reykjavfkurmótinu — gegn Val f 1. flokki, en þeim leik lauk með sigri Leiknismanna 15:12. Má ætla að Hermann Gunnarsson, sem er þjáifari og fyrirliði liðsins, og félagar hans eigi góða möguleika til sigurs f þessu móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.