Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974 hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10 100. ASalstræti 6. slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35.00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Nútíma þjóðfélags- og framleiðsluhættir grundvallast á greiðum og öruggum samgöngum. Þjóðvegakerfi í strjálbýlu landi er nokkurs konar æðakerfi þjóðarlíkamans. Það er því eitt meginverk- efni náinnar framtíðar að gera samgönguæðar lands- ins þann veg úr garði, að þær gegni því hlutverki, sem framleiðsluhættir og samgönguþörf nútímaþjóð- félags gera kröfu til. Stórir áfangar hafa náðst í þjóðvegagerð. Hring- vegur umhverfis landið varð að veruleika á þessu þjóðhátíðarári, þó að mörgum viðamiklum verk- efnum sé ólokið að því marki, að hann gegni hlut- verki sínu til fulls. Gerð Djúpvegar, sem opnar hringveg um Vestfirði og lýkur á næsta ári, er bylt- ing í samgöngum Vestfirð- inga og verður drjúgur afl- gjafi í viðreisn Vestfirð- ingafjórðungs. Þegar Djúpvegi er lokið verður Þorskafjarðarheiði eini fjallvegurinn á ak- færri leið Vestfirðinga til Reykjavíkur. Skiptir miklu máli fyrir byggðirnar við ísafjarðardjúp, að í fram- haldi af núverandi áfanga á Djúpvegi verði lagður nýr fjallvegur úr Isa- fjarðardjúpi, yfir Þorska- fjarðarheiði eða á öðrum hentugum stað, svo þessum byggðum verði tryggðar samgöngur við Barða- strönd og Suðurland sem lengstan hluta úr ári hverju. Gerð hringvegar um landið sem og Djúpvegar voru fjármagnaðar með innlendum lántökum í formi sölu happdrættis- skuldabréfa. Á sl. ári var og flutt frumvarp til laga um happdrættislán ríkis- sjóðs, fyrir hönd Vega- sjóðs, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við gerð Norðurlandsvegar. Frum- varp þetta fékk ekki endanlega afgreiðslu á Al- þingi vegna þingrofsins, en fullvíst má telja, að það verði flutt á ný í byrjun þings, sem hefst um nk. mánaðamót. Frumvarpið gerði ráð fyrir því, að ríkissjóður gæfi út happdrættisskulda- bréf að fjárhæð allt að 800 milljónir króna til sölu inn- anlands á næstu árum. Skuldabréfin yrðu verð- tryggð, undanþegin fram- talsskyldu og vextir og vinningar skattfrjálsir. Fjármunir þeir, sem inn kæmu við sölu bréfanna, skyldu fjármagna upp- byggingu Norðurlands- vegar milli Akureyrar og Reykjavíkur. I greinargerð með frum- varpinu kemur fram, að gerð vegarins kosti, sam- kvæmt verðlagi fyrra árs, um 800 milljónir króna. Að auki er kostnaður við endurbyggingu brúa talinn nema um 250 milljónum króna, sem væntanlega yrði greiddur af fé sam- kvæmt Norðurlandsáætl- un. Áætlaður fram- kvæmdatími er þrjú til fjögur ár. Samhliða þess- um vegaframkvæmdum og í framhaldi af þeim verði hafizt handa um lagningu bundins slitlags á Norður- landsveg. 1 umræðum um þetta frumvarp tók þáverandi fjármálaráðherra og nú- verandi samgöngumálaráð- herra það skýrt fram, að næsta stórátakið í vega- gerð í landinu, næst á eftir hringveginum og Djúp- OG vegi, væru varanlegar endurbætur á Vesturlands og Norðurlandsvegi. Und- irtektir hans við um- rætt lagafrumvarp um Norðurlandsveg voru með þeim hætti, að ætla verður, að frumvarpið, endurflutt, fái nú góðan byr gegn um báðar deildir Alþingis. Góður vegur milli Akur- eyrar og Reykjavíkur kem- ur ekki einungis norð- lenzkum byggðum að gagni, heldur jafnframt Vesturlandi, Vestfjörðum og Austfjörðum. Raunar hefur hann þýðingu fyrir landsmenn alla, ef tekið er tillit til þess álags, sem verið hefur og verður á þessari leið. Vaxandi bíla- eign landsmanna undir- strikar og þörfina á varan- legri vegagerð á þessari þýðingarmiklu samgöngu- æð milli landshlutanna. Sú fjármögnun vega- framkvæmda, sem felst í sölu happdrættisskulda- bréfa, hefur hlotið nokkra gagnrýni, sem vissulega hefur við röksemdir að styðjast. Meginröksemdin er sú, að sala slíkra verð- tryggðra skuldabréfa taki verulegt fjármagn úr lána- stofnunum, sem hafi þá minna úr að spila í láns- fjárfyrirgreiðslu við at- vinnuvegina. Á hinn bóg- inn verður að líta á það, að góðar og traustar samgöng- ur eru ein helzta forsenda atvinnulífs á landsbyggð- inni og eðlilegra samskipta og viðskipta milli lands- hlutanna. Hér er því um f járöflun að ræða, sem gert hefur stórátök í vegagerð möguleg og getur flýtt nauðsynlegum verkefnum í samgöngumálum þjóðar- innar. Norðurlandsvegur er næsta stórátakið í íslenzkri vegagerð. DJUPVEGUR NORÐURLANDSVEGUR Jóhann S. Hannesson: MÁL OG MÁLFL UTNING UK Hinn 13. október (13 „kvað vera“ óhappatala) birtist I Morgunblaðinu grein eftir Helga Hálfdanarson með heitinu Mál og skóli. Höfundur kemur þar víðar ^við en heiti greinarinnar gefur til kynna, og gerist raunar svo fjöl- reifinn um þekkingarsvið að eila hersing manna úr ýmsum áttum mennta og fræða þyrfti til að svara honum svo sem verðugt er. Því svaraverð er greinin eins og allt sem skrifað er í sæmilegri alvöru um viðgang fslenskrar tungu; um það efni er þegjandi samkomulag dauðamerki. Eg er þess ekki umkominn að styðja eða hrekja fullyrðingar höfundar um atriði úr sagnfræði, félagsfræði, þróunarsálfræði eða sérgreinum uppeldisfræðinnar; um þetta veit eg rétt nóg til að sjá að höfundur er þar ámóta fáfróður og ég. Enda eru það ekki fullyrðingarnar sjálfar sem eg tel óhjákvæmilegt að andmæla, og eru þær þó harla hæpnar að efni til, heldur notkun þeirra; það er málflutningur höf- undar sem eg get ekki fengið af mér að láta ómótmælt. Um öll þau efni sem höfundur drepur á er til einhver vitneskja, ekki kannske alltaf jafn rækileg, ekki alltaf jafn ábyggileg, en þó þess háttar að hverjum sem ræða vill þessi efni af fullri ábyrgð ber að afla sér hennar að einhverju marki áður en hann leggur önnur orð í belg en sæmilega hæverskar spurningar. Höfundur hefir van- rækt að afla sér þessarar vitn- eskju, lætur eins og hún sé ekki til, og flytur mál sitt með gífuryrt- um fullyrðingum sem ekkert í greininni bendir til að fótur sé fyrir. Slíkur málflutningur er hverju góðu málefni til skaða og lesendum verri en gagnslaus. Enginn sem veit um höfðinglega þjónustu höfundar við Islenska tungu dregur f efa að hann sé hvattur til þessara skrifa sinna af einlægri ást á máli og menningu þjóðarinnar; en í þetta sinn virð- ist sú ást illu heilli hafa snúist I blinda og hamslausa ástríðu. Hið beina tilefni greinar Helga Hálfdanarsonar virðist vera þau ummæli tveggja ungmeyja að á skólaprófi sé erfiðara að þýða af ensku á ísiensku en af íslensku á ensku. Reyndir tungumálakenn- arar munu oftar hafa heyrt nem- endur kvarta yfir stíl en þýðing- um, en látum ummæli ungmeyj- anna liggja milli hluta. Meiri at- hygli verð en ummælin sjálf eru viðbrögð greinarhöfundar. Hann spyr: „Er þá svo komið hag ís- lenzkrar tungu, að næstu kynslóð Islendinga verði tamara að segja hug sinn á öðru máli?“ Jafnt og höfundur vona eg að því fari fjarri. En um málflutning höf- undar skiptir hér mestu að um- mæli ungmeyjanna gefa ekkert tilefni til spurningar sem þessar- ar, jafnvel þó þær mæltu fyrir munn fleiri nemenda en mér af langri reynslu þykir sennilegt. í fyrsta lagi er sá sem þýðir — og þetta held eg höfundur viti manna best — ekki að tjá hug sinn heldur hug annars, og virðist því ástæðulaust að örvænta um getu þessara óvenjulegu ung- meyja til að tjá sinn eigin hug á Islensku. I öðru lagi má minna á það að stílaverkefni eru að jafnaði samin með þýðingu fyrir augum, en svo er sjaldnast um þá kafla sem þýða skal á íslensku; þetta tvennt er þvf ekki sambæri- legt. Loks ber að minnast þess, sem höfundur virðist hafa látið sér gleymast I bili, að sérhver tunga býr yfir tjáningarmöguleik- um, sem aðrar tungur skortir þannig að hver heiðarlegur þýð- andi verður fyrr eða sfðar að játa vanmátt sinn og sætta sig við að á skiptist sigrar og ósigrar, hvort sem hann berst við að þýða á móðurmál sitt eða af þvi. Þeim sem leggja fyrir sig þýðingar sæmir að berjast þeim mun djarf- ar sem ósigurinn er vfsari, en að mínu viti ættu unglingar á skóla- aldri ekki að hafa þýðingar að atvinnu. Að minni reynslu má af ung- meyjasögu höfundar draga allt annan iærdóm en þann sem kem- ur honum svona grátlega úr jafn- vægi: eg sé hér ekki annað en enn eitt dæmi þess að þýðing er óæski- leg aðferð við kennslu erlendra mála og forkastanleg sem próf- steinn á árangur náms og kennslu. Mér kann að skjátlast, og kemur þar fleira en eitt til. I fyrsta lagi er reynslan ekki alltaf ólýgnust; löng reynsla af röngum aðferðum kennir mönnum stund- um ekkert annað en það að mæla. árangur með röngum mæli- kvarða. I öðru lagi er það stað- reynd (sem hver sem vill á að- gang að) að jafnvel þeir §em mest hafa reynt og rannsakað þann margvíslega vanda s^m fylgir námi og kennslu eríendra mála vita það litla sem þeir vita með mun minni vissu en til þess þarf að fullyrða eins djarft um þessi mál og höfundur. Enda verður þess ekki vart í grein hans að hann hafi kynnt sér efnið að því marki þar sem efasemdir taka við af fullvissu þess sem lítið veit. Næsta spurning höfundar — sem hann að vísu eignar ótil- greindum spyrjendum — er ekki út í bláinn eins og sú fyrsta. Nú spyr hann: „Hvernig stendur á því, að íslenzk alþýða, sem engrar skólafræðslu naut og átti við hálf- danska embættismannastétt að búa, gat varðveitt tunguna öld eftir öld; en þegar hvert manns- barn þreytir skólagöngu frá óvita aldri til fullorðinsára og skilyrði til almennrar málræktar eru orð- in hin beztu, þá stefnir allt norður og niður.“ Höfundur svarar þessari spurningu sinni ekki beint, heldur fylgir henni eftir með öðrum spurningum eða get- gátum orðuðum á þann veg að sem minnst ábyrgðfylgi: „Ætli... ekki...?“ og „Það skyldi nú vera...“ Eg get ekki svarað þessari spurningu né dylgjunum sem henni fylgja og virðist ætlað að lauma svörum í hug lesenda. En um spurninguna er margt að segja, og af því langar mig að drepa á tvennt. Hið fyrra er þetta: Á þvf tfmabili sem höfundur virð- ist hafa í huga (en það er heldur ónákvæmt tiltekið eins og fleira sem máli skiptir f greininni) hafa átt sér stað fleiri af þeim þjóðlífs- breytingum sem á tunguna orka en sú ein að skólaganga hafi auk- ist, og hefði vel mátt víkja að einhverjum þeirra í spurning- unni ef höfundi er annt um að leita réttra svara. Sfðasta atriðið varðar einnig málflutning höf- undar: það er ósannað mál — en þó ekki eins ókannað og höfundur leyfir sér að gefa í skyn — að með aukinni skólagöngu batni skilyrði til málræktar af því tagi sem höf- undur eignar íslenskri alþýðu á fyrri öldum; ég hallast að önd- verðri skoðun um samband slíkr- ar málræktar og skólagöngu en er ekki alveg nógu ófróður um þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.