Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1974
33
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna v
Kristjönsdöttir
þýddi ,
30
— Á hverju byggið þið þá skoð-
un? Hún var rólegri núna, áhrifa
koníaksins var farið að gæta. Mað-
urinn virtist svo viss í sinni sök.
— Ég ætti ekki að segja yður
frá þessu, en engu að síður mun
ég nú gera það. Vegna þess að ég
þarfnast sárlega hjálpar yðar.
King fór til Parisar fyrir örfáum
vikum. Hann átti þar fund með
mjög þekktum og hátt settum
kommúnista — við mikla leynd.
Maður sá hefur komið við sögu í
alls konar múgæsingum og upp-
þotum víða í Vestur-Evrópu.
Hann hefur smám saman verið að
fikra sig ofar í glæpastigann. Og
nú hefur hann ófá morð á sam-
vizku sinni. Getið þér sagt mér
hvernig á því hefur staðið að King
hitti hann að máli?
— Nei. Elisabeth sveipaði að
sér kápunni. Það setti að henni
hroll, enda þótt hún vissi að hlýtt
væri í herberginu.
— Það litur grunsamlega út,
sagði Leary. — Meira að segja svo
grunsamlega að ég get leyft mér
að láta fylgjast með ferðum hans
úr fjarlægð. En mig skortir hjálp
yðar til þess að fylgjast með at-
höfnum hans innanfrá ef svo má
segja. Þess vegna sagði ég yður
frá því hvernig dauða foreldra
yðar bar að höndum. Svo að þér
vitið, hvað við er að fást, þegar
hins vegar eru menn eins og Eddi
King.
Hann þagnaði og lét hana um að
melta það sem hann hafði sagt.
Hann hafði ekki í hyggju að
þröngva henni til neins. Hún
myndi ekki verða að liði ef hún
gengi nauðug til leiks.
Þegar hún svaraði honum,
horfði hún beint framan í hann,
hún var bólgin af gráti og andlits-
farðinn farinn veg allrar verald-
ar. Hún var föl og virtist gersam-
lega niðurbrotin manneskja.
— Segið mér hvað ég á að
gera...
— í fyrsta lagi vil ég að þér
segið mér allt sem þér vitið um
bann, sagði Leary. — Hverjir eru
vinir hans — hvert hann fer í
ferðalögum sínum og umfram allt
það sem gerðist í Beirut...
Hún afþakkaði boð Peter Mat-
hews um að aka sér heim. Hann
pantaði leigubfl handa henni og
áður en hann skellti aftur hurð-
inni beygði hann sig fram og
sagði þýðlega:
— Ertu alveg viss um að þú
viljir ekki að ég keyri þig heim,
Liz. Ertu viss um að allt sé í iagi?
Hún var mjög föl og hún var
enn bólgin um augun. Mathews
þekkti Leary, hann átti til að vera
elskulegur. En hann átti líka til
skefjalaust vægðarleysi og hlífði
þá engum. Peter var órótt, hann
langaði mest af öllu til að fylgja
henni heim. Hann vissi hvaða ráð-
um Leary hafði ætlað að beita. Og
eftir svipnum á andliti hennar að
dæma hafði honum heppnast að
koma fram áformum sínum.
— Nei, þakka þér fyrir Peter.
Ég vil helzt fá að vera ein. Það er
allt í bezta lagi með mig.
Hann horfði á eftir bílnum og
gekk svo aftur inn I húsið. Jafn-
skjótt og hann kom á skrifstofu
sfna fékk hann boð um að koma á
fund Learys.
Leary sat enn við skrifborðið,
reykti og drakk kaffi og var að
pára eitthvað á blað. Hann leit
upp og brosti viðMathews.
— Seztu, Peter. — Þú stóðst
þig vel. Hvernig var hún á sig
komin, þegar hún fór?
— Henni var brugðið, sagði
Mathews. — Þetta hefur ekki ver-
ið sársaukalaust fyrir hana.
— Ég reyndi að fara eins vel að
henni og ég gat, sagði Leary.
— Hún er ákaflega aðlaðandi
stúlka og ég skil ekki hvað hún
hefur séð við þig.
— Ég hef stundum velt því
fyrir mér sjálfur, sagði Peter.
— Ætlar hún að vinna fyrir
okkur?
— Hún lofaði að gera það, sagði
Leary. Hann ýtti skjölunum sam-
an í hrúgu og tók að fitla við
pennann sinn. — Hún segir
áreiðanlega satt um allt sem við-
kemur Eddi King. Ég þykist sjá
að þú hafir haft á réttu að standa
þar.
— En hvað? spurði Mathews.
Hann þekkti yfirmann sinn og sá i
hann var ekki fullkomlega ánægð- j
ur með málalyktir
— Eg held hún leyni mig ein-
hverju, sagði Leary hægt. — Hún
sagði mér vel og samvizkulega frá
King og frá ferðinni til Beirut —
nema ekki ástæðunni fyrir að þau
fóru þangað. Hún sagðist hafa far-
ið sér til skemmtunar. Eg trúi
henni ekki. Hún var að leyna mig |
einhverju.
— Og hvað ætlarðu að gera?
sagði Mathews. Hann hafði sjálí'- |
ur lúmskan grun um að nokkuð ■
væri til í þessum grun Learys.
— Ég læt fylgjast með henni, I
sagði Leary. — I fyrsta lagi læt ég I
vakta fbúðina hennar. Og þú tek- .
ur upp samskipti við hana, þar I
sem frá var horfið. Ég hef gengið |
5 seldu fyrir
13 millj. kr.
Fimm síldveiðiskip seldu 366
lestir í Hirtshals í gær fyrir 12,9
millj. kr. Meðalverðið sem skipin
fengu var frá kr. 34—38.
Skipin sem seldu voru þessi:
Loftur Baldvinsson EA fyrir 3
millj. kr., Súlan EA fyrir 4 millj.
kr., Reykjaborg RE fyrir 2,3 millj.
kr., Helga II. RE fyrir 2,6 millj.
kr. og Helga mun selja eitthvert
magn á morgun einnig, og örn KE
seldi fyrir 1 millj. kr.
Háskólahátíðin
álaugardag
Háskólahátíðin 1974 verður
haldin n.k. laugardag 26. október
kl. 2 e.h. I Háskólabfói.
Þar leikur Sinfónfuhljómsveit
Islands háskólahátfðarmars eftir
dr. Pál fsóifsson. Afhent verða
prófskírteini til kandfdata,
frá því við hana. Þú ert tengiliður | luku prófi f haust. Guðlaugur
okkar í millum héðan í frá. Hún
lætur þig vita um hvaðeina, sen.
hún fregnar um Eddi King.
— Ætlarðu að segja mór að hún
hafi fallist á þetta? Mathews trúði
ekki sínum eigin eyrum. — Hún
getur ekki hugsað sér að ég komi
við hana.
— I.aukrétt, sagði Leary og
glotti við. — En hún sá að það var
rökrétt. Það grunar enginn þig,
þú hefur komið þarna áður. Auk
þess á hún harma að hefna gagn-
vart því fólki sem myrti foreldra
hennar. En leyndarmálið hennar
litla — það veit ég ekki hvert er
og vildi ég þó mikið gefa til að
vita um það.
— Hefurðu nokkra hugmynd
um í hverju það gæti verið falið?
— Nei, ég veit það ekki, sagði
Leary — þó finnst mér einhver
karlmaður vera í spilinu og ég
veit að það er ekki Eddi King.
Upp frá þessari stundu berð þú
ábyrgð á henni, Peter. Þú lætur
halda vörð um fbúðina hennar
tuttugu og f jórar klukkustundir á
sólarhring og þú endurnýjar í
rólegheitunum fyrri kynni ykkar.
Ég held við séum á hælunum á
einhverju —einhverju verulega
stóru.
Farið varlega, rennan er ekki djúp.
I !
Þorvaldsson rektor flytur ræðu.
Lýst verður kjöri tveggja heiðurs-
doktora. Stúdentakórinn syngur.
Formaður Stúdentaráðs H.I., Arn-
Ifn Óladóttir, flytur ávarp og rekt-
or ávarpar nýstúdenta, sem ganga
fyrir hann.
Velvakandi svarat I síma 10-100
'kl. 10 30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
% Hugleiðing
um frystikistur
Kristfn Þorbjarnardóttir
skrifar:
Lestur „rabbs“ Jóhönnu Krist-
jónsdóttur f Lesbók Morgunblaðs-
ins s.l. sunnudag er tilefni þessa
greinarstúfs.
Frystikistur eru dýr tæki í inn-
kaupi. Hvers vegna sættum við
okkur, sem heimilisrekstri stýr-
um, við, að öll rafknúin heimilis-
tæki séu hátollavara? Er rekstur
heimilanna minna virði fyrir
þjóðarbúið en annað það, er fram
fer og byggist á vélarafli? Þetta
er ekkert sérhagsmunamál
kvenna, þetta er hagsmunamál
allra.
Þá er það notkun frystikist-
unnar, sem ég vildi ræða smá-
vegis um, enda var það aðalefni
„rabbs“ J.K. Það tekur augljós-
lega nokkur ár að vinna upp
mikinn stofnkostnað, en sparn-
aður er það og hann mikill við
innkaup á öllu kjöti í heilum og
hálfum skrokkum og á þeim mat-
vælum í stórum stíl, sem þola
frystingu. Sparnaður á tíma við
innkaup er einnig augljós. Hins
vegar er ekki sama hver á heldur,
sá eða sú, er gengur frá hinum
dýra mat, þarf að hafa bæði þekk-
ingu og hagsýni til að bera, svo að
allt efnið nýtist sem bezt. Það er
það, sem ég býst við að J.K. hafi
orðið vör við og sé m.a. tilefni
rabbsins. Viðkomandi þarf t.d. að
kunna að nýta feitasta lambakjöt-
ið, sem sfzt er útgengilegt við mat-
borðið, það er nefnilega fleira en
lærissneiðar og kótelettur, sem til
fellur af lambsskrokknum. Kæfu-
og rúllupylsugerð er að mfnum
dómi bezta lausnin á meðferð feit-
asta kjötsins. Ennfremur er mikil
sóun á verðmætum hjá þeim, sem
láta úrbeina nautið sitt en fleygja
sfðan beinunum f sorptunnuna.
(Beinin eru ca. fjórðungur þyngd-
ar nautsins).
Ég vil leyfa mér að benda eig-
endum frystikistna á tímaritið
Húsfreyjuna, sem gefið er út af
Kvenfélagasambandi Islands á
Hallveigarstöðum og þar er
einnig til húsa Leiðbeiningastöð
húsmæðra. „Húsfréyjan" hefir
mikið birt um frystingu og með-
ferð matvæla og veitt hinar full-
komnustu leiðbeiningar og Leið-
beiningastöðin er öllum opin.
# Lofsé
frystikistunni!
Enn eitt út af rabbi J.K. Hún
nefnir það, að við borðum helzt
dýra kjötið, sem við eigum f kist-
unni en gleymum fiskinum. Þvf
er til að svara, að fiskur geymist
afburðavel í frysti og í mínu húsi
þykir ýsan betri og ljúffengari
eftir frystingu en áður. Hér i
Reykjavík er oft skortur á nýjum
fiski og fiskverzlunum fækkar
stöðugt í borginni. Ég man ekki
betur en aðalforsenda þess, að
mitt heimili réðst í frystikistu-
kaup væri sú, að langur vegur var
i næstu fiskbúð og ferðalag f
meira lagi. Síðan hef ég þann sið
að kaupa talsvert magn af nýjum
fiski þegar hann er fáanlegur og
geymatil fiskleysistímabilanna.
Lof sé frystikistunni, en hún,
eins og öll raftæki til heimilisnota
eru allt of dýr og á þvf þarf að
ráða bót hið bráðasta.
Kristfn Þorbjarnardóttir".
1 tilefni bréfs þessa skrifar höf-
undur umrædds Rabbs, Jóhanna
Kristjónsdóttir eftirfarandi:
„Bréf Kristínar þótti mér á
allan hátt hið þekkilegasta og
ýmsar merkar ábendingar koma
þar fram, sem væntanlega koma
frystikistueigendum að góðum
notum. Til glöggvunar vil ég leyfa
mér að bæta við nokkrum atriðum
sem ég vék ekki að í Rabbinu, né
heldur Kristín í sinu bréfi.
Sérstök stofnun i Svíþjóð sem
ríkið hefur sett á stofn til að gera
hvers kyns athuganir á neytenda-
málum hefur komizt að þeirri
niðurstöðu að frystikistur og bú-
skapur í sambandi við þær spari
ekki tíma. Forsendur eru þær að
mikill timi fer í að búa matinn í
kisturnar, sjóða, steikja, baka og
kæla síðan og síðan að endurlífga
matinn, þegar á að snæða hann.
Sá timi er það drjúgur að vinnu-
stundir í sambandi við heimilis-
hald sparast ekki.
í öðru lagi fengust þær upp-
lýsingar hjá Kvenfélagasam-
bandinu að meðalfrystikista, sem
tekur um 275—300 1 eyðir að
meðaltali 600 kílówattstundum á
ári. Til samanburðar má geta þess
að meðalísskápur notar um 365
kílówattstundir árlega. Kgvatt-
stund kostar nú kr. 5,29. Sé miðað
við að kistan kosti 50 þúsund kr.
verða afskriftir og vextir samtals
7.250 kr. I viðgerðir, viðhald og
umbúðakostnað má vægt reikna
með 2000—3000 krónum á ári.
í þriðja lagi: Fróð kona um két-
mál sem bjó lengi í Danmörku,
hefur tjáð mér að þar þekkist
ekki þau vinnubrögð, sem hér eru
viða viðhöfð að nautinu sé skellt
beint í frysti, þegar það kemur
andað með bflnum úr sveitinni.
Nautakjöt á qð hanga, sagði hún
mér. Það er fáheyrð eyðilegging
að frysta það, fyrr en þá eftir
langan tima.
I fjórða lagi: Kona, sem á
frystikistu með tilheyrandi hafði
samband við mig, vegna þessa
Rabbs, og sagði að eitt vandamá'
hefði komið upp: „Þegar fólk er
komið með nautakjöt eða svín i
alla mata, hvað á þá að gera sér til
hátiðabrigða, til dæmis á jól-
unum? Kannski skatan eða bjúgu
geti hjálpað upp á sakirnar?"
0 Skorkvikindi
í ölflösku
Erla Sveinbjörnsdóttir,
Löngufit 11, Garðahreppi kom ný-
lega að máli við Velvakanda.
Hafði hún meðferðis flösku með
Thule-öli. Flaskan var átekin,
smálögg eftir í henni, og þar i
jarðneskar leifar skorkvikindis.
Ekki er hægt að þekkja tegundin.a
vegna þess að dýrið er nú orðið
all-meðtekið eftir að hafa legið i
„pæklinum" einhvern tíma.
Erlu var að vonum talsvert niðr
fyrir, og sagðist hún vilja veita
framleiðendum aðhald í hrein
lætismálum, ekki siður en i veró-
lagsmálum.
Við höfðum samband við
Magnús Þórsson, forstjóra Sana á
Akureyri.
Hann sagði, að heilbrigðisyfir-
völd fylgdust reglulega með allri
hreinlætisaðstöðu í verksmiðj
unni, svo sem venja væri þar sem
framleidd væri neyzluvara. Mjög
fullkomin hreinlætisaðstaða væri
í verksmiðjunni, en þrátt fyrir
það, væri engin leið að útiloka
óhöpp af þessu tagi. Allar flöskur
væru gegnumlýstar eftir þvott,
sjálfvirkar vélar fylltu ölflösk-
urnar og lokuðu þeim.
Hins vegar væri auðvitað ekki
útilokað að aðskotahlutir gætu
lent í flöskunum.
Vesíur-þýzkur
öryggisstóll
fyrir börn. Teg: 6075.
Hallanlegur, svo að barnið
getur auðveldlega
sofið í honum.
K LI PPAN
safety-seat
Öryggisstóllinn
sænski
Mest seldi bilstóllinn
á Norurlöndum.
Royale barnakerrur
Teg: ZODIAC 14" hjól
4 'litir.
Royale barnakerrur
Teg: SATURN 12“ hjól.
4 litir.
Leikfangaver,
Klapparstíg 40.
Sími 12631.
i