Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKT0BER 1974
7
Frá byltingunni í Chile i
september 1973. —
Eldur logar í forsetahöll-
inni.
Fátækt
og ótti
í Chile
VENJULEGIR ferðamenn,
sem koma til Santiago nú
þegar herforingjastjórnin
hefur setið að völdum í Chile
í rúma 13 mánuði, hitta
sjaldnast aðra en þá, sem á
einhvern hátt eru tengdir
ríkisstjórninni. Kaupsýslu-
menn, bankamenn og mið-
stéttafólk yfirleitt virðist
ánægt með lífskjör" sín og
nýja hagnaðarmöguleika. En
það er ekki hlaupið að því að
ná tali af fulltrúum alþýð-
unnar, sem berst í bökkum.
Fátæklingar í kofahverfum
Santiago, sem eitt sinn voru
bæði háværir og brosandi,
eru nú þögulir og sorg-
mæddir á svip, fullir grun-
semda í allra garð, og forðast
útlendinga og ókunnuga eins
og heitan eldinn
Kerfisbundnar njósnir um
náungann og refsiaðgerðir
hafa leitt til þess að allir eru
hræddir við að sjást á tali við
utanaðkomandi. „Þú mátt
ekki vera hér nema 1 5 mín-
útur," sagði prestur nokk-
ur I einu fátækrahverfinu.
„Lengur tekur það lög-
regluna ekki að frétta að hér
sé útlendingur á ferð, og hún
gæti komið til að kanna
málið. Ég vil ekki láta sjá mig
í fylgd með útlendingi, sem
þar að auki er blaðamaður."
Sá sem stundar njósnir um
náungann — soplón nefnist
hann á þarlendri tungu —
lætur sig allt varða: hverjir
koma í heimsókn, ummæli,
sem honum hefur tekizt að
hlera, eða hvort viðkomandi
hafi dregið fána að hún á
þjóðhátíðardaginn. Að sögn
prestsins stunda sumir þessa
iðju af því þeir hafa alltaf
fylgt stefnu núverandi
stjórnar, en enn fleiri gera
það af ótta — neiti þeir að
gefa upplýsingar, lenda þeir
á svörtum lista hjá lögregl-
unni — og svo eru það
nokkrir sem leggjast svo lágt
að svíkja nágranna sína fyrir
smá aukapening til að eiga
fyrir mat handa börnunum.
Kaldar tölur hagstofu
landsins um framfærslu-
kostnað (verð á matvælum
hefur hækkað um 75% á
undanförnum 12 mánuðum)
gefa litla hugmynd um erfið-
Ekki hefur staðið á erlend-
um stuðningi við efnahag
landsins og virðist það ekkert
hafa dregið úr aðstreymi er-
lends fjármagns þótt Chile
hafi fengið á sig mynd kúg-
unareinveldis. Öldungadeild
Bandaríkjaþings hefur þó ný-
lega samþykkt að stöðva alla
hernaðaraðstoð þangað, og
ef framhald verður á sönn-
unum fyrir grimmdarverkum,
kúgunum og píningum, má
gera ráð fyrir að aðrar ríkis-
stjórnir fari að skammast sín
fyrir að hafa of náið samband
við herforingjastjórnina.
Réttarhöldin yfir Clodomiro
Almeyda, sem hafði verið
utanríkisráðherra Allende-
stjórnarinnar lengst af þegar
herforingjarnir steyptu henni
í september í fyrra, virðast
klaufaleg tilraun til að finna
afsökun fyrir fangelsun hans
og mannorðsskerðingu.
Almeyda er sakaður um mis-
notkun á almannafé, og refs-
ingin er allt að 15 ára fang-
elsi.
Ákæran varðar sérstakan
öryggismálasjóð utanríkis-
ráðuneytisins, að upphæð
nærri 6 millj. kr., sem
Almeyda hafði komið í vörzlu
! bankahólfi í Santiago. Sú
ákvörðun hans að geyma
sjóðinn I bankahólfi er sögð
„misnotkun á almannafé".
Alls höfðu verið notaðar úr
sjóðnum um 600 þúsund
krónur á árunum
1971—73, og var því fé
varið í samræmi við hlutverk
sjóðsins. Eftirstöðvarnar voru
svo afhentar herforingja-
stjórninni þegar Almeyda var
handtekinn eftir byltinguna
11. september í fyrra.
Bróðir annars fanga sagði
við mig: „Við ættum að vera
þakklátir ef þeir koma fyrir
rétt. Þúsundir hafa hlotið sín
„réttarhöld" á þeim fáu
mínútum sem liðu frá því
þeir voru handteknir og þar
til þeir stóðu frammi fyrir
aftökusveitinni."
leika hinna fátæku. Lögum
samkvæmt nema lágmarks-
laun sem svarar 4.1 25 krón-
um íslenzkum á mánuði, en
þeim lögum er ekki alltaf
framfylgt, og verðbólgan vex
með tvöföldum hraða kaup-
hækkana. Er nú svo komið
að mikill hluti þjóðarinnar
hefur ekki ráð á að kaupa
kjöt, egg og ýmsar fleiri
nauðsynjar. Til dæmis má
nefna að sykur hækkaði um
síðustu mánaðamót og
kostar nú sem svarar 110
krónum kílóið. Veitinga-
húsin eru oftast tóm, en á
götunum eru hópar eymdar-
legra barna og atvinnyleys-
ingja, sem ganga um að
betla sér fyrir brauðsneið.
Eftirspurnin eftir iðnvarn-
ingi hefur minnkað svo
mikið, að jafnvel þótt dregið
hafi verið úr framleiðslunni
(hún var 1,6% minni á fyrra
helmingi þessa árs en á sama
tíma í fyrra), hafa
margar verksmiðjur safnað
miklum birgðum, sem þær
koma ekki út. Ein hjólbarða-
gerð liggur nú til dæmis
með birgðir, sem nægja til
níu mánaða, og má búast við
að framleiðslan verði stöðvuð
fljótlega. eða jafnvel að
gjaldþrot sé á næsta leiti.
forum
world features
Timburhús til sölu til brottflutnings eða niðurrifs. Tilboð óskast sent Mbl. fyrir 30. okt. merkt: „Ódýrt — 6528”. Píanó Lítill stofuflygill (Baby Grand) til sölu og sýnis kl. 2 — 4 i dag og é morgun á Þingholtsbraut 1 9.
Stúlka alvön afgreiðslu og simavörzlun óskar eftir vinnu hálfan daginn. Vaktavinna, kemur til greina. Upplýsingar í síma 26217 í dag og næstu daga. Silkispælflauel 20 litir silkispælflauel. Hannyrðabúðin, Linnetstíg 6, Hafnarfirði, sími 51314.
Kona óskast til húshjálpar á léttu heimili 2svar í viku i Vesturbænum. Simi 1 2502 eftir kl. 6. Til leigu 5 — 6 herb. íbúð (sérhæð) á góðum stað í austurborginni. Tilb. sendist Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt:,,961 0”.
Tækniteiknari óskar eftir vinnu 1. nóv. Allt kemur til greina. Upplýsingar i síma 20341 í dag eftir kl. 6. Til sölu er 1 1 fm hús til flutnings. Er i Þrastaskógi. Upplýsingar i sima 8026, Grinda- vik, i hádeginu og eftir kl. 7 á kvöldin.
Saab árg '71. til sölu. Ekinn 46.000 km. Upplýsingar i síma 51 526. Læknanemi Ýmislegt Hálfnaður í námi og vantar vinnu í nokkra mánuði frá 1. nóv. eða síðar. Áhugi fyrir mörgu. Uppl. í s. 84965.
Bílstjóri óskast Vngri en 19 ára kemur ekki til greina. Einnig vantar lagermann. Silli og Valdi. Austurstræti 1 7. Sími 10151 og 11321. Til sölu Datsun diesel módel '71 Upplýsingar í sima 99-1555, Selfossi.
Hestamenn. Til sölu er jörp, 5 vetra, tamin hryssa af góðu kyni. Simi 18487 eftir kl. 17. Ytri-Njarðvík Til sölu gott einbýlishús. Stór bil- skúr. Laust fljótlega. Eigna- og Verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, Simi 3222.
íbúð Læknanemi með konu og 2 börn óskar eftir ibúð. Upplýsingar í sima 26031 eftir kl. 1 6.00. Traust stúlka óskast í skartgripaverzlun. Hálfan daginn. Upplýsingar í sima 15421 fyrir hádegi.
Til leigu 4ra herbergja ibúð i Heimahverfi. Laus 1. nóv. Tilboð merkt: 9760 afhendist afgr. Mbl. fyrir laugar- dag. Frúarleikfimi í Breiðagerðisskóla mánudaga og fimmtudaga kl. 9.10 — 10.00 Innritun í tímun- um. Fimleidadeild Ármanns.
Viljum kaupa notaða uppþvottavél, sem hentar fyrir 30 manna mötuneyti. Tilboð sendist Mbl. merkt: „6527". Hálfir grísaskrokkar Nýslátraðir grisaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, simi 35020.
Ungur stýrimaður óskar eftir 2ja — 3ja herb. ibúð i Keflavik eða Njarðvikum. Þrennt í heimili. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Upplýsingar í sima 733 1 9. Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt i hálfum skrokk- um tilbúið i frystikistuna. 397 kr. k9 Kjötmiðstöðin, simi 35020.
Ytri — Njarðvik 3ja herb. ibúð til leigu strax. Upp- lýsingar i sima 92 — 2829 eftir kl. 19. Til sölu Benz '66 og Bedford '70 vöru- bifreiðar. Eru i góðu ásigkomulagi. Upplýsingar i sima 92-1559 á skrifs,tofutima.
Klæðningar — bólstrun — sími 12331 Klæði og geri við bólstruð hús- gögn. Bólstrunin Blönduhlíð 2, sími 12331. Keflavík Til sölu vel með farin 2ja herb. íbúð við Suðurgötu. Sérinngang- ur. Getur losnað fljótlega. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík. Sími 1 420.
Til sölu Herpinót 270x70 faðmar, 42 möskvar per alin, þráður nr. 3, einfaldir hnútar. Verð n.kr. 70.000.00. Teikning sendist. Terje Nilsen, Kvalöysletta, 9100 Tromsö, Norge. Til sölu Moskwich sendiferðabifreið. Ekin 27 þús. km. I mjög góðu lagi. Litur út sem ný. . Upplýsingar i sima 85433. Til sýnis á Lang- holtsvegi 1 1 1 á daginn.
Keflavík Til sölu ný 4ra herb. ibúð. Fullfrá- gengin. Ræktuð lóð. Bilskúrs- réttur. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, simar 1 263 og 2890. ^V^IRRUKn UIÐSKIPTin SEm ro nucivsni ifloröimbluíiinu