Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1974
3
Olympíuleikarnir 1980
verða haldnir í Moskvu
ALÞJÖÐLEGA Olympfunefndin
situr á fundi í Vínarborg þessa
dagana, og hefur þar borið margt
á góma bæði varðandi fyrirkomu-
lag Olympfuleika, áhugamanna-
reglur, og fleira. Það mál, sem
mesta athygli hefur þó vakið og
beðið var eftir með mestri eftir-
væntingu, var ákvörðun nefndar-
innar um keppnisstað leikanna
1980. Sovétmenn hafa sótt það
mjög fast að fá að halda leikana
allt frá árinu 1960, og voru þeir
fyrstir til að leggja inn umsókn
um leikana 1980. Bandarfkja-
menn sóttu einnig um að fá að
halda leikana f Los Angeles, en
þar hafa leikarnir einu sinni
verið haldnir, árið 1932, en sfðan
hafa Olympfuleikar ekki verið
haldnir f Bandarfkjunum.
Fulltrúar beggja landanna
fluttu mál sitt á fundum nefndar-
innar, og röktu ítarlega mögu-
leikana á því að halda leikana. Að
tjaldabaki fór svo fram mikið
samningamakk.
Að mati margra kom varla
annað til greina en að Moskva
yrði valin sem keppnisstaður
leikanna. Olympíuleikar hafa
aldrei verið haldnir f Austur-
Evrópu, og auk þess kom umsókn
Moskvuborgar fram langfyrst
allra umsókna. Hins vegar kom
það fram þegar er fundurinn f
Vín hófst, að ýmsar blikur voru á
lofti, og þá helzt þær, að heims-
mót stúdenta, sem fram fór í
Moskvu 1973 og átti að vera
nokkurs konar prófsteinn á hvort
Sovétmenn gætu haldið leikana
þótti ekki heppnast sem skyldi, og
var t.d. framkvæmd leikanna hart
gagnrýnd af fréttamönnum á sín-
um tíma, svo og keppendum — þá
mest fyrir að ferðafrelsið virtist
takmarkað innan landsins og
einnig miklum erfiðleikum og
skriffinnsku háð að komast inn og
út úr landi. Af þessum sökum
þótti sýnt að fylgi Sovétmanna
myndi ekki vera eins traust á
fundinum í Vín, og í fyrstu var
talið.
Frá afhendingunni f gær — talið frá vlnstri: Einar Olgeirsson, Sigurjón Olafsson, Adda Bára
Sigfúsdóttir og Gylfi Þ. Gfslason.
Alþingi færð brjóstmynd
af Einari Olgeirssyni í gær
Atkvæðagreiðsla um staðina
tvo: Moskvu og Los Angeles fór
svo fram árdegis í gær, og varð
niðurstaðan sú, að meirihluti
Olympíunefndarmanna greiddi
Moskvu atkvæði. Tölur úr
atkvæðagreiðslunni fengust hins
vegar ekki gefnar upp.
Vitað er, að íþróttaaðstaða í
Moskvuborg er hin fullkomnasta.
Á síðustu árum hafa 40 ný hótel
verið byggð í borginni, þar eru 60
fullkomnir íþróttavellir, 30 sund-
laugar og 230 íþróttahús, þar af
eitt sem rúmar um 50 þúsund
áhorfendur.
Þá var á þinginu í Vfn ákveðinn
keppnisstaður Vetrar-Olympíu-
leikanna 1980. Verða þeir haldnir
í Lake Placid í Bandankjunum.
Magnús Sigurðsson fyrr-
verandi skólastjóri látinn
LATINN er f Reykjavík, Magnús Hjálparsjóð æskufólks 1964, og
Sigurðsson, fyrrverandi skóla-
stjóri og stofnandi Hjálparsjóðs
æskufólks. Hann var 68 ára að
aldri.
Magnús Sigurðsson fæddist 4.
júní 1906, á Geirseyri í Patreks-
firði. Foreldrar hans voru Sigurð-
ur Magnússon læknir þar og kona
hans Esther Jensen. Magnús varð
gagnfræðingur frá Flensborg
1922 og búfræðingur frá Hvann-
eyri 1928. Magnús lauk kennara-
prófi 1936. Hann var kennari í
Barðastrandarhreppi 1929—’34,
við Laugarnesskólann í Reykjavík
1936—’55 og skólastjóri við
Hlíðarskóla frá stofnun 1955 þar
til hann lét af störfum fyrir
nokkrum árum.
Magnús starfaði mikið að
félags- og barnaverndarmálum.
Hann var m.a. í barnaverndar-
nefnd og barnaverndarráði, í
skólanefnd Vinnuskóla Reykja-
víkur og í stjórn Landsmála-
félagsins Varðar. Hann stofnaði
John Miles Set
kemur til Islands
Á LAUGARDAG kemur hingað
til lands brezka hljómsveitin
John Miles Set, sem er Islend-
ingum að góðu kunn frá þvf hún
lék hér f fyrravetur. Heldur
hljómsveitin hér m.a. hljómleika
I Austurbæjarbfói á þriðjudags-
kvöldið, og koma þar einnig fram
hljómsveitin Júdas og Ingvi
Steinn Sigtryggsson. Þess má
geta, að nú er að koma á fslenzkan
hljómplötumarkað ný tveggja
laga plata með John Miles og
félögum, þar sem þeir flytja m.a.
lag Magnúsar Kjartanssonar „To
be Grateful".
ALÞINGI var f gær afhent brjóst-
mynd af Einari Olgeirssyni sem
Alþýðubandalagið fékk Sigurjón
Ölafsson myndhöggvara til að
gera og færði þinginu að gjöf. Er
aðdragandi þessarar gjafar sá, að
er Einar Olgeirsson varð sjötugur
ákvað Alþýðubandalagið að
heiðra fyrrverandi leiðtoga sinn
með þvf að láta gera af honum
brjóstmynd og niðurstaðan varð
sú að myndin skyldi færð Alþingi
að gjöf ef forsetar þess þægju
hana. Samþykktu forsetar þings-
ins að taka við gjöfinni og var
hún formlega afhent f gær, sem
fyrr segir, en geta má þess að þá
voru liðin nákvæmlega 30 ár frá
því að stofnað var til nýsköpunar-
stjórnarinnar sem Einar átti sinn
þátt f að mynda.
Adda Bára Sigfúsdóttir afhenti
brjóstmyndina fyrir hönd gef-
enda, en forseti Sameinaðs Al-
þingis, Gylfi Þ. Gfslason, veitti
henni viðtöku og þakkaði fyrir
hönd Alþingis. I stuttu ávarpi
minntist hann þess, að Einar 01-
geirsson hefði setið á Alþingi í 30
ár, setið á 40 þingum og verið
forseti neðri deildar Alþingis um
skeið. Einar Olgeirsson hefði tví-
mælalaust verið með mestu þing-
skörungum síðustu hálfa öldina
dáður af fylgismönnum en virtur
af andstæðingum og sagði að í
brjóstmyndinni myndi þessi
merki þingsköiungur áfram
dvelja innan veggja Alþingis.
Viðstaddir athöfnina voru auk
Einars Olgeirssonar og barna
hans helztu forystumenn Alþýðu-
bandalagsins, forsetar þingsins 'og
skrifstofustjóri Alþingis. Brjóst-
myndinni hefur verið valinn stað-
ur í bókasafni Alþingis, sem flutt
hefur verið af efstu hæð Þórs-
hamars yfir í Vonarstræti, þar
sem verið er að innrétta það í
nýjum húsakynnum.
Alþjóðlegt kvennaár SÞ 1975
vann hann mikið starf í sambandi
við þann sjóð.
Magnús Sigurðsson var
kvæntur Sigríði Bjarney Einars-
dóttur.
EINS og fram hefur komið af
fréttum hafa nokkur félagasam-
tök bundizt samtökum um starf á
hinu alþjóðlega kvennaári Sam-
einuðu þjóðanna, sem hefst um
næstu áramót.
Formenn samtakanna, en þau
eru fimm talsins, héldu fund með
fréttamönnum nýlega, og hafa
óskað eftir birtingu eftirfarandi
fréttatilkynningar á degi Samein-
uðu þjóðanna, sem er f dag, 24.
október.
Nánari grein verður gerð fyrir
einstökum atriðum varðandi þátt
samtakanna í hinu alþjóðlega
kvennaári sfðar.
„í tilefni þess, að allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir
18. desember 1972, að árið 1975
skyldi sérstaklega helgað málefn-
um kvenna, búa mörg kvenna-
samtök sig undir það að taka þátt
f hinu alþjóðlega kvennaári. Strax
í vor hófst samstarf milli nefnda
frá Kvenfélagasambandi íslands,
Kvenréttindafélagi islands,
Kvenstúdentafélagi islands, Fé-
lagi háskölakvenna, Rauðsokka-
hreyfingunni og fulltrúa Félags
Sameinuðu þjóðanna.
Þessar nefndir hafa skilað til-
lögum til stjórna samtaka sinna
og er þar bæði fjallað um sameig-
Brynjólfur Jóhannesson
— 50 ár á sviði Iðnó —
BRYNJÓLFUR Jóhannesson
leikari á 50 ára leikaraafmæii
hjá Leikfélagi Reykjavfkur í
dag. Brynjólfur liggur f sjúkra-
húsi um þessar mundir, en
samstarfsfólk hans f Iðnó bfða
þess að hann komi aftur til
starfa og hyggjast þá minnast
afmælisins.
Brynjólfur kom fyrst fram á
sviðinu í Iðnó 24. október 1924
og fór þá með hlutverk í Storm-
um eftir Stein Sigurðsson.
Hann var þá nýkominn frá isa-
firði, þar sem hann hafði getið
sér orð sem ágætur leikari.
Hins vegar virðist leikhúsfólki
hér á mölinni ekki hafa þótt
mikið til Brynjólfs koma í
þessu fyrsta hlutverki ef marka
má orð hans sjálfs í æviminn-
ingum hans „Karlar eins og
ég“, þar sem hann segir frá
þessari fyrstu reynslu sinni á
fjölum Iðnó:
„Leikdómurum fannst líka
ósköp lítið til mín koma. Einar
Kvaran var góðviljaður maður
og umburðarlyndur; hann sagði
eitthvað á þá leið að ekki væri
gott að meta af einu einasta
hlutverki hvað þessi ungi
Brynjólfur sem sfra Sigvaldi f
Manni og konu
maður kynni fyrir sér. Aðrir
voru vissari í sinni sök og þeim
mun harðari í horn að taka. Og
eftir þessa frammistöðu var ég
ekki hafður i miklum metum
hjá Leikfélagi Reykjavíkur.”
Nú er öldin aftur á móti
önnur, því að i leikskrá fyrir
Volpone, sem Leikfélagið frum-
sýndi um jólin í fyrra og þar
sem Brynjólfur brá sér aftur i
gerfi Corbaccios, útnefnir Vig-
dfs Finnbogadóttur leikhús-
stjóri hann mann ársins. Hún
vitnar til orða Brynjólfs, að
hann hafi ekki verið í miklum
metum hjá félaginu eftir
frammistöðuna í fyrsta leikrit-
inu og segir:
„Hver skyldi nú trúa því!
Okkur yngri samtíðarmönnum
Brynjólfs Jóhannessonar finnst
það næsta ótrúlegt, að hann
skyldi ekki stökkva fullmót-
aður leikari inn á leiksviðið i
upphafi ferils síns. Við höfum
átt svo margar eftirminnilegar
stundir í leikhúsinu i návist
hans sem leikara. Enda munu
þessi ummæli ekki hafa staðizt
nema rétt út árið. Síðan hefur
Brynjólfur verið í röð fremstu
leikara Leikfélags Reykjavíkur
og félaginu verið sómi að
hverju því hlutverki sem hann
hefur tekið að sér. Þau munu
nú vera orðin 166 talsins hér i
Iðnó.“
inleg verkefni og verkefni, sem
hverjum aðila fyrir sig skultfalið
að annast.
Sameiginleg verkefni eru þessi:
1) Að efna til fundar í Háskóla-
bfói 19. júní og fá þangað ein-
hverja heimsþekkta konu sem að-
alfyrirlesara.
2) Að halda ráðstefnu dagana
20. og 21. júní, er fjalli um þá
þætti, sem fram eru teknir í yfir-
lýsingu Sameinuðu þjóðanna,
þ.e.:
1. Aukið jafnrétti karla og
kvenna.
2. Að tryggja fulla Þátttök'ú
kvenna í heildarátaki til frampio
unar, einkum með þvi að leggja
áherslu á ábyrgð kvenna og mikil-
vægi þeirra í sambandi við fjár-
hagslega, félagslega og menning-
arlega þróun innan einstakra
landa, heímshluta og á alþjóða-
sviði.
3. Að viðurkennt verði mikil-
vægi aukins framlags kvenna til
bættrar sambúðar og samvinnu
milli ríkja og til eflingar heims-
friði.
3) Að standa að fundum_ með
fyrirlestrum á öðrum tímum árs-
ins.
Samstarfsnefndirnar hafa skor-
að á póst- og símamálastjórn að
minnast kvennaársins með útgáfu
sérstaks frímerkis.
Skorað hefur verið á útvarpsráð
að hafa hið sérstaka verkefni árs-
Framhald á bls. 20
15 ára inn-
brotsþjófur
I FYRRINÓTT var brotizt inn i
Tónabíó. Þar voru rúður brotnar
og brotnar upp hurðir. Stolið var
nokkru magni af sælgæti og
heyrnartæki af sýningarvél.
Seinna um nóttina handsamaði
lögreglan 15 ára pilt, sem var með
grunsamlega mikið af sælgæti í
fórum sfnum. Játaði hann að hafa
brotizt inn. Hann hefur áður
verið tekinn fyrir svipuð afbrot.