Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKT0BER 1974 i Birta og ylur í skammdeginu. Vetur er sú árstíð, sem bezt hentar til að mála innanhúss. Færið birtu og yl í húsið, með samstemmdum litum og litatónum. VITEITEX Munið nafnið VITRETEX, það er mikilvægt, því: Endingin vex með VITRETEX. Framleiðandi á íslandi: S/ippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Símar 33433 og 33414 Þuríður Kvaran: Til varnar kristnum dómi Virðulega mannvitsbrekka! Ég get ekki látið undir höfuð leggjast að þakka þér fyrir bréf þitt, þar sem þú leitast við að útfæra nokkuð nánar villukenn- ingu þína, sem birtist í megin- dráttum í Mbl. 29. sept. Þó fæ ég ekki betur séð, en þú skirrist við að ræða kjarna þeirrar kenningar til nokkurrar hlítar. Jafnframt ber mér að þakka þér heiðarlega en vonlausa tilraun til þess að hvftskúra það, sem enn er óþvegið af mínu kristilega heilabúi. En áður en lengra er haldið, langar mig að taka það fram þér til hróss, að það er mun virðingarverðara að halda fram háskalegri lifsskoð- un, en breyta mjög á móti sam- vizku sinni. Ég sé það á svari þínu, að þú ert þínum fræðum trúr, því höfuðein- kenni og höfuðviðfangsefni guð- fræðinnar hafa ævinlega verið aukaatriði. Það virðist vera mun meira sáluhjálparatriði að vita, hvort guð er einn eða þrieinn, Kristur fæddur, getinn eða skapaður, heilagur andi útgeng- inn af föðurnum, syninum éða báðum, heldur en það, hvort sjálf trúin á almættið er manninum innlff og er virkur áorkunarþátt- ur í lífi hans en ekki aðeins „dauð heilafylli". Það er kannski ekki von að prestum sé mikið kapps- mál að kanna það, þar sem þeir líta svo á — a.m.k. sumir hverjir — að enginn geti verið í náðinni hjá æðri máttarvöldum nema þeir einir. (Þau eintök ættu að fara í karakterskóla f Kalvíns). Einok- un á sjálfum guðdómnum helzt kyrfilega f hendur víð áður um- rædda embættiseinokun. — Það kemur svo oft og greinilega fram f orðum margra presta, að hinn óvfgði, almenni maður sé á sí- felldum þönum eftir sannleikan- NEYZLUGRANNIR Bílarnir frá CHRYSLER-verksmiðjunum sem tóku þátt í sparaksturskeppni íslenzka bifreiða- og vélhjólaklúbbsins, sunnudaginn 20. okt. s. L, sigruðu í i sínum flokkum, eins og meðf. taf/a úr Morgunb/aðinu sýnir svart á hvítu. §! 2. fl. 1001 — 1300 rúmsm.: 1. SimcallOOGLS ók 109,9 km 4,5 1/100 km: 2. Skoda 110 L ók 107,9 km 4,61/100 km 3. Simca 1100 Special ók 105,0 krn 4,8 1/100 km 6. fl. 2201 rúmsm og stærri: jl. Dodge Dart ók60,8km 8,2 1/100 kra ( t2. Bronco 6 strokka ók 60,7 km 8,2 1/100 km^ |3. Mustang Ghia ók 59,9 km 8,4 1/100 km 1 (6 strokka) Þetta sannar enn einu sinni að SIMCA 1100 GLS og Special, Dodge Dart Swinger og allir aðrir bílar frá CHRYSLER eru bæði hagkvæmir og ódýrir í rekstri. Kynnið yður verð og kjör á þessum glæsilegu fólksbílum strax í dag — meðan úrvalið er fyrir hendi. Sparið dýrmætt eldsneyti —Akið á bíl frá Chrysler ya CHRYSLER INTERNATIONAL tfökull hf. ÁRMÚLA 36 Simar 84366—84491 um, en finni aldrei neitt. (sic) Hvað vitið þið, hinir vígðu.hlekkir himins og jarðar, hvað aðrir hafa fundið af sannleika? Þið ættuð að varast aðfullyrða nokkuð um það, því það er engan veginn sjálfsagð- ur hlutur, að við villuráfandi jarðarbörn finnum samastað hjá fyrsta presti eða treystum honum fyrir öllum innstu hræringum sál- ar okkar. Og er það að vonum. Hvort Jesús Kristur var barn síns tíma eða segjum barn allra tíma er líka aukaatriði. Ég er viss um, að hann tekur það ekki líkt því eins nærri sér og þú. — Vafa- laust ber að líta á holdtekju al- mættisins frá báðum þeim sjónar- hólum. Sú guðleg opinberun, sem er svo yfir sig háleit, að hin svo- kallaða vitsmunavera botnar ekk- ert í henni, getur ekki átt neitt erindi inn í mannheima, þar eð hún hlýtur að vera maninum yfir- skilvitleg og óskiljanleg. I þessum skilningi hljóta allir trúarbragða- höfundar að vera einhvers konar börn síns tíma. Og mín „guð- fræði“ má vera rétt eða röng mín vegna, meðan ekki verður á hana sannað, að hún sé ljót eða vond. Annars vildi ég mega benda þér og steingervingi þeim, sem lagt hefur til andlegu spekitina í dbl. Vfsi að undanförnu á það, að ekk- ert er til, sem heitir „rétt“ guð- fræði. Sú fræði býr yfir tima- bundnum myndugleika og er alltaf misröng og misskynsamleg eins og önnur mannaverk. Og það er sízta leiðin til að sannfæra „menntagyðju" eins og mig, að vitna endalaust til einhverra ónafngreindra „heimsfrægra vís- indamanna", sem með viður- kenndum aðferðum eiga að hafa rennt óhagganlegum stoðum und- ir hinn eilífa sannleika. Ég er búin að fá offylli mfna af slíkum vinnubrögðum í minni sókn. Til eru lika heimsfrægir vísinda- menn, sem hafa lagt á þau von- lausu klif að rannsaka sannfræði fornritanna, en munurinn er sá, að þeir eru ekki nafnlausir eins og þeir vísindamenn, sem eiga að vera burðarásar kirkjunnar og þá um leið e.k. áþreifanleg réttlæt- ingá íhaldssemi hennar. Ef þú og þið tvíburaljósin trúið ekki mér, þá er ekki úr vegi að benda ykkur á ritgerðir í Skírni eftir kynbræður ykkar, viður- kennda vitmenn og eins konar „kardfnála" hinnar evangelísk- lútersku kirkju síns tfma, þá próf. Haraid Níelsson og Jón biskup Helgason. Það er heilnæm og tímabær hugvekja fyrir forn- aldarsálir eins og ykkur. Þar að auki sýna greinar þessar það, að ýmislegt annað má af fortiðinni læra en þröngsýni. í Skírni 1908, bls. 44 skrifar próf. H.N. svofelld orð: „Gamla skoðunin: að ritningin sé ein heild, öll spjaldanna á milli óskeikult „guðs orð“, hún styðst við vanþekkinguna eina og forna trú á þetta ritsafn. En vér eigum ekki að trúa á ritninguna. Vér eigum að trúa á guð og treysta honum. En ritninguna eigum vér að rannsaka og þekkja. (leturbr. mín). Heldurðu ekki, séra Hannes, að slíkar prédikanir séu líklegri til þess að leiða fólk aftur f faðm þess guðs, sem flestir týna, hafna eða frá þeim er tekinn á alvizku- árunum (13—20) heldur en sá hugsjónaóskapnaður, sem þú ert fulltrúi fyrir og grundvallast á afneitun allra vaxtarlögmála, sem þú í svari þfnu forðast að ræða. Kannski veiztu það ekki, kæri vin- ur, að kirkjan hefur oft verið kristindómnum hlekkur um háls, og það svo mikill, að spakir menn telja það ganga kraftaverki næst, að hann skuli ekki vera liðinn undir lok fyrir löngu. „Það liggur við, að mér finnist það stundum ein öruggasta sönnun fyrir sann- leikskjarna kristindómsins, að kirkjunni skuli ekki enn hafa tek- izt að útrýma honum.“ (Sig. Nor- dal, Líf og dauði, Eftirmáli). Til þess að renna enn styrkari stoð- um undir þessi sannindi, skal vitnað í Skirnisgrein Jóns biskups Helgasonar, þv. lektors, sem segir svo bls. 195,1909: „Sannleikurinn er sá, að hvergi hefir íhaldssemi mannsandans fremur látið til sín taka en ein- mitt innan vébanda kirkjunnar og trúarbragðanna, og skilningurinn á öllum frelsiskröfum einstakl- ingnum til handa átt jafnerfitt uppdráttar og þar. Svo hefir þetta verið á öllum tímum og er enn í dag í mörgu tilliti — einnig innan hinnar evangelisku kirkju, sem eftir allri hugsjón sinni hefði ein- mitt átt að verða heimkynni and- legs frelsis í öllum greinum...“ Það er tæpast hægt að sýna þessum gengnu heiðursmönnum meiri virðingu en veita orðum þeirra verðskuldaða athygli, eink- um fyrir þá sök, að þeir hafa allir verið postular heilbrigðrar skyn- semi. Eins og allir, sem ekki hafa þrek til þess að lifa í samtíðinni, finnur þú þínu hrikalega fagnaðarerindi stuðning með því að vitna til sögulegra staðreynda fortíðarinnar, og það mun eiga að taka af öll tvímæli um ágæti þinn- ar kenningar. Og þú lætur þig ekki muna um það að parkera aftur í sjálfri Paradís (eða austur f Eden), þar sem latur og heimsk- ur Adam bíður eftir því, að vond og siðspillt Eva gefi honum for- boðinn ávöxt að éta. Ef Eva þessi var yfir höfuð meiri „söguleg staðreynd" en stígvélaði köttur- inn, þá mun það rétt vera, að hún hafi verið kona. En hinu geta kvenffelsisf jendur ekki neitað, að höggormurinn var karlkyns, og það hvort heldur hann er kallaður naðra eða slanga til þess að reyna að bjarga ykkur guðsmyndunum undan allri sök á syndinni. Allir meginguðdómar lausnartrúar- bragða eru karlkyns og það jafnt höfuðpaurinn (pabbi höggorms- ins) sem himnadrottinn. Kven- goðmögn lausnartrúarbragðanna eru öll eins konar uppbótarþing- menn og eyðufyllingar. Og á því er einföld skýring: drottnarar heimsins hafa alltaf haft tilhneig- ingu til að halda að almættið væri einhverskonar eftirlíking af þeim sjálfum. (Annars sjá nánari upp- lýsingar í bók Walters Schubarts, Religion og erotik, ennfremur í frábærri ritgerð Halldórs Laxness í Vettvangi dagsins). Þá vitnar þú einnig í eftirmála í kvenprestaveldi Krítar og kannt þér ekki læti yfir hruni þess, og telur það óræka sönnun fyr- ir eðlislægum aumingjadómi kvenna, að eldur gjósi úr iðrum jarðar. Það var og. Eða hverju reiddist Hekla, þá er hún gaus við túnfót yðar árið 1970? Halda mætti að þú hafir aldrei heyrt þess getið, séra Hannes, að öll menningarríki og menningar- skeið líða undir lok, þegar þeirra tími er kominn. Að kvenpresta- veldi hafi verið á Krít staðfestir það eitt, að konum er ekkert eðli- legra en körlum að búa yfir yfir- drottnun hins kynsins. Og von- andi hafa þær getað fært sér heilaskúringaformúluna í nyt ekki síður en þið sem ekki þolið að sjá vissa einstaklinga vaxa sam- kvæmt innri eðlislögmálum. Ótti þinn er skiljanlegur, þvf sú hætta er alltaf fyrir hendi, að aðrir vaxi manni yfir höfuð, ef heilaþvottur- inn gengur illa. Og út frá því sjónarhorni séð er líka auðskilið, að þú getir ekki seilzt dýpra eftir rökum hinna óskráðu laga en svo, að þau nýtist til þess eins að verja þig og stétt þína fyrir ásókn kven- varga nútímans. Þú lætur að því liggja, að ég sé ekki allt of vel að mér í ritning- unni. Má vera. En rétti þeir kennimenn upp hönd, sem lesið hafa biblíuna spjalda á milli. Þér að segja, í trúnaði, var Gamla testamentið mér álíka mikil hroll- vekja og fyrrnefnt fagnaðarerindi þitt, og ég hika ekki við að segja, að ég hafi tæplega lagt mér ógn- Framhald á bls. 24-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.