Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÖVEMBER 1974
Land morgunroðans
Eyjólfur og Einar.
Frá Honolulu til Tokyo, segja
menn, að sé hér um bil helmingi
lengra en milli Keflavíkur og
New York, en svo geta margar
leiðir orðið miklu lengri með
stuttum viðdvölum eða yfir
pólinn.
En þótt þriðjungurinn af íbúum
Hawaii-eyjanna séu Japanir, er
gjörólíkt að koma til Tokyo.
Japanska menningin er mjög
gömul, eyjarnar þéttbýlar, trúar-
brögðin, letrið og margt fleira
frábrugðið öðru, sem við þekkj-
um.
Tokyo er einhver stærsta og
þéttbýlasta borg veraldarinnar,
og er talið, að þar búi 12 milljónir
manna. Japanarnir eru dökkir
yfirlitum, við ljósleitir og miklu
stærri vexti. Norður-Japanir eru
stærri vexti en Suður-Japanir.
Keisarahöllin er inni í miðri
Tokyo, umlukt garði. Það er ekki
lengur sá helgidómur yfir
keisaranum nú eins og áður var,
hann er ekki kallaður sonur sólar-
innar, en nú temur hann sér jafn
almenna siði og tiginn maður
telur sér fært.
Lýðræði hefur svo sannarlega,
að minnsta kosti að því er séð
verður, komizt á. Kröfugöngur
með spjöld, ræðuhöld og hljóð-
færaslátt er daglegt brauð.
Umferðin er geysimikil og hæg-
fara um aðal annatíma dagsins,
manni finnst eins og maður sé
gangandi.
Hótelin eru framúrskarandi
glæsileg, alveg á borð við glæsi-
legustu vestræn hótel, gott ef þau
skara ekki fram úr sum hver.
Þegar morgunverðurinn er
snæddur, fellur þar foss af háu
bergi, svona 20 m hár og 20 m
breiður fyrir framan gluggann á
matsalnum, og tjörnin fyrir
framan er með urmul af lifandi
fiskum. Uppi á fossbrúninni er
tennisnet og golfnet, þar sem
menn geta liðkað sig fyrir erfiði
dagsins. — Jafn kostulegan og
fjölbreyttan morgunmat eftir
eigin vali hef ég aldrei séð.
Kvöldmaturinn er framreiddur
á efstu hæðinni. Hún snýst í
hring, svo að útsýnið yfir borgina
blasir alls staðar við. Þetta hef ég
séð í Hamborg, ég held byggt utan
um sjónvarpsmastrið.
Á náttborðinu í hótelherberg-
inu var eitt eintakið af Bibliunni
og annað af Búdda-lærdómnum.
Búddasiðurinn er rikjandi í
Japan.
Það bar lítið á fólki i japönsk-
um þjóðbúningi nema við brúð-
kaup, annars var það klætt
evrópskum búningi. Þjóð-
búningurinn er næstum eins
sjaldséður og íslenzki búningur-
inn á íslandi.
Japanir eru um 110 milljónir
manna eða hálfdrættingar á við
Bandaríkjamenn. Japönum fjölg-
ar álíka og Islendingum, 1—2%.
Aðalatvinnuvegurinn er iðn-
aður, landbúnaður og fiskveiðar.
Fallegasta og heilagasta f jallið í
Japan er Fusiyama, sem Japanir
kalla Fusi og er 3.770 m hátt.
Tindurinn er snæviþakinn, og er
fjallið keilumyndað og jafn frægt
og Hekla og Etna.
Margir yndislegir staðir, garðar
og byggingar eru f Japan og yfir
mörgum þeirra hvílir forn helgi.
Einn menningarstaðurinn er
borgin Kyoto, meðal annars vegna
garðs friðarins. Mikið mætti enn
auka á fegurð Þingvalla og Við-
eyjar. Allt var samt látið standa
aftan úr öldum nema gróðurinn.
Aldrei verður jafn mikil litadýrð
augum litin. Þar er Iindin helga.
Fólkið jós með striffu úr lindinni
í lófann og drakk.
Þarna er Sanjö-höllin, fyrrum
aðsetur keisaranna. I lok 12. aldar
gerði Minamoto sig að Shögun,
hinum fyrsta keisara og einvaldi
Japans — fyrsta Shögunið. Þarna
er vaxmyndasafn af hirðinni.
Til þess að sjá einn stærsta
fiskimarkað í Tokyo og jafnframt
í heimi, varð ég að vera árrisull.
Fisktegundirnar voru margar og
ferskar. Mjög mikið var af tún-
fiski, svona á stærð við hnýsu.
Þarna eru seldar daglega um 2000
lestir af fiski, 10—15 togara-
farmar. Þar var maður við mann
og talið, að þar ynnu daglega um
75.000 manns eða álíka og allt
vinnandi fólk á Islandi. Bryggjur,
fiskhús og skrifstofur voru um
allt á staðnum.
Fyrirtækið, sem SH á til helm-
inga á móti Japönum, heitir
Iceland Sea-product Co. Ltd. Það
var stofnað í Japan fyrir tæpu ári.
Það flutti í vetur út um 2/3 af
loðnunni til Japans, um 13.000
lestir, og aðrir aðilar á Islandi
fluttu út hitt. Aðalerindi okkar
var að halda fund í félaginu, líta á
loðnuna, sem var í verkun og
ganga frá ráðningu framkvæmda-
stjóra, Guðmundar Karlssonar, af
okkar hálfu fyrir fyrirtækið.
Þessi mál voru rædd sameigin-
lega 1 3 daga, og bar margt á
góma, en erfiðasta vandamálið
voru kvartanirnar og skaðabóta-
kröfur kaupendanna. Þær byggð-
ust mest á óvandvirkni við flokk-
unina og að nokkur hluti af loðn-
unni var gotinn. Um þetta ætluð-
um við að ganga úr skugga sjálfir
næsta dag með því að heimsækja
3 verksmiðjur.
Þeir sögðu okkur á fundum frá
því, að alvarlega hefðu Norð-
mennirnir tekið umkvartanir Jap-
ana frá í fyrra, þar sem flokkunin
var röng og gölluð, vegna þess að
hluti hennar var líka úldinn, af
því að hún var flutt of langt norð-
an frá miðunum við Noreg.
Þetta varð svo mikil reynsla
fyrir Norðmenn, að þeir gjör-
breyttu eftirlitinu og vandvirkn-
inni, svo að framleiðsla þeirra féll
í vetur úr 14.000 lestum í fyrra
niður í 7.000 lestir í ár. Nú líkaði
bezt norska loðnan á markaðnum.
Um skaðabæturnar frá í fyrra er
mér ókunnugt.
Enn alvarlegri voru skaða-
bæturnar á hendur Rússum. Ég
vissi ekki, hve mikill hluti það
var, en að þeir hefðu orðið að
sætta sig við að fá ekkert fyrir
sumt af loðnunni.
Hins vegar var loðnan frá
Nýfundnalandi, sem Rússar
veiddu og'frystu um leið, falleg,
stærri en sú íslenzka, en óflokk-
uð, kannski gengið út frá, að hún
hafi verið upp til helminga.
Það er hægt að taka það fram,
að karlloðnan, úldna loðnan,
skemmda og gotna var gjörsam-
lega verðlaus, eða aðeins nothæf
sem fiskafæða.
Þetta og það, sem enn seinna
kemur fram, þurfa allir aðilar að
vita, sjómennirnir, verkafólkið,
verkstjórarnir og framkvæmda-
stjórarnir og raunverulega öll
þjóðin, sem beið af þessu tjón.
Við fórum norður á bóginn,
alveg öfugt við það I fyrra. Þar
gistum við á hóteli, sem hafði
verið í eigu sömu ættarinnar mjög
lengi og var sérkennilegt. Ekki er
tími til lýsingar á því.
Nú komum við í fyrstu verk-
smiðjuna. Þar vinna um 80 stúlk-
ur. Verkstjórinn lætur þær raða
sér upp á hlaðinu. Tveir ráða-
mennirnir koma þar, þær hneigja
sig litillega. En tilgangurinn var
að gera arm- og bolæfingar í
svona 3 mínútur. Búið. Kvenfólk-
ið var 30—50 ára, ekki ungar
stúlkur. Verkamenn voru 16. Af-
köstin voru 5000 kg á dag, geymsl-
an er fyrir 500 lestir. Borgin hét
Onohama og voru íbúarnir
300.000, þar er ein slík verk-
smiðja.
Nú kom í ljós, að sum 100%
loðnan reyndist ekki nema 80%
kvenloðna. Það var ekki skemmti-
legt fyrir okkur að horfa upp á
stúlkurnar greina hrygnuna og
hænginn nákvæmlega f sundur,
marga pakka, og komast að þess-
ari niðurstöðu. Þetta var mjög
alvarlegt eins og gefur að skilja.
Raunverulega þýddi þetta, að
framleiðandinn átti að endur-
borga 20% af kg af nýju loðnunni
og fyrir vinnuna við 20%,
flutningsgjaldið á þeim og
geymsluna í Japan og flokkun.
Sjálfsagt fjórfaldast þetta í með-
förunum.
Forstjóri Nippon Reiso, sem á
um 20 verksmiðjur, sagði: ,,Ég
keypti af ykkur S.H. í vetur 6500
lestir, þ.e. helminginn og 80 lestir
af SlS. Ég get ekki hugsað mér að
kaupa 1975 100% loðnu, nema
sem væri eingöngu handtind og
ábyrgzt og svo vélflokkaða loðnu
eingöngu 70—80% og það stæð-
ist.“ Til að forða framleiðendum
heima frá áfalli út á við er óhjá-
kvæmilegt geysilegt eftirlit. Tjón-
ið, sem kæmi i Ijós i Japan og gæti
orðið fjórfalt á við hráefnisverðið
verður næsta vetur á ábyrgð og
kostnað framleiðenda. Það er
alvarlegt að þurfa að segja þetta,
en það verður ekki komizt hjá því.
Eitthvað mjög alvarlegt um fram-
leiðslu á Japans-loðnunni frá
Islandi lét forstjóri útflutnings-
deildar SlS einnig falla i útvarp-
inu nýlega, mjög þung orð og
athyglisverð.
Það er ekki timi til að lýsa hin-
um verksmiðjunum og hinum
mörgu sýnishornum. Kona eins
forstjórans bauð okkur inn á
heimili sitt, sem ég hafði aldrei
komið á. A miðjum veggnum var
Búddamusteri 1.50 m x 1.50 m og
yfir þvi var mikil lotning.
Þegar komið var til Tokyo var
reynt að slá botninn í þessi mál af
sameignaraðilunum. Hann vildi
fá að komast út úr vandræðunum
við hvern og einn. Það voru stór-
fjárhæðir í húfi. Okkar nýja félag
tekur sinn þátt í því og eitthvað
verður e.t.v. bætt að heiman. En
engar bætur eru það á borð við
heildina. En það get ég sagt, að
kröfurnar námu háum fjárhæð-
um fyrir íslenzka frystihúsaeig-
endur.
Svo mikið var þetta þref i 3—4
daga, að það stóð fram á kvöld-
mat. Að lokum var farið með
okkur í nýjasta hótelið í Tokyo.
En við vorum allir jafn þreyttir
af samningum og ferðalögum, og
við kvöddumst með virktum, er
við höfðum lokið okkar síðasta og
stutta kvöldverði, þvi að ætlunin
var að leggja upp i langt ferðalag
daginn eftir.
Ferðaskfifstofan
UTSYN
Aos
Simar 26611
og 20100
(10 llnur).
/----------
GLASGOW
Nóvember. 8 22.
Des.: 6
Jan.: 17 31
Ferbr.: 14 28
Marz: 14.
April: 4 1 8
VERÐ INGRAM
I 2ja m. herb Kr. 20.800
í 1. m. herb. Kr 21.600
GAMBIUFERÐIR
Brottför:
30. nóv.
14. des. (jólaferð)
28. des. (nýársferð).
8. febr.
22. febr.
8. marz.
22. mal (páskaferð)
KANARIEYJA
Brottför:
21 nóv. — 3 vikur
1 2 des. — 2 vikur
1 5 des. — 1 9 dagar aukaferð
1 9 des — 3 vikur
26 des — 3 vikur
2. jan. — 2 vikur, aukaferð.
9 jan. — 2 vikur.
1 6. jan. — 4 vikur.
23. jan. — 2 vikur
6 feb — 3 vikur.
1 3. feb — 3 vikur
27 feb — 3 vikur.
6. marz — 3 vikur.
20. marz — 2 vikur
27 marz — 3 vikur.
1 7. mal — 2 vikur.
1. mal — 3 vikur.
Vikuferðir til
Kaupmannah.:
1 8. nóv. „Intertool"
(International Fair for Tocls and
Machine tools)
31. jan.,,Exh Building Products"
14. feb. ..Scandinavia Men's
Wear Fair"
3. mars ,.Shoe Fair Exh."
..International boat show"
14. mars ,,19th Scandinavian
Fashion Week '75" Flug, gisting
og morgunverður 29.500 Kr.
Skíðaferðin
til Austurríkis 1 7 dg.
Brottför 28 des., 1. feb. og 1
mars.
LONDON Ódýrar viku ferSir!
Nóvember: 2 9 1 6 og 23 VERÐ REGENT PALACE
24.200
27.100.
Descmber:
Janúar:
Februar:
Marz:
Apríl:
1.8 og 15
1 1 18. og 25
1 8 15 og 22
1. 8 1 6 og 22.
5 12. 19. og 26
í 2ja m herb Kr
I 1 m. herb. Kr.
CUMBERLAND
I 2ja m. herb Kr
I 1 m. herb Kr.
. 28 900
31 800
KENÝA
Brottför
21. des. (jólaferð)
28. des. (nýársferð)
25. janúar
22. febrúar
!2. mars (páskaferi
11 7. dagar
/viku á Safari
/ viku við Indlandsha
' 2 dagar i Nairobi
Fyrsta flokks
aðbúnaður.