Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974
Hinn fyrsti landnámsmaður
Sagaogsagnir
Maður hét Björnólfur, en annar Hróaldur. Þeir
voru synir Hrómundar Greipssonar. Þeir fóru af
Þelamörk fyrir víga sakir og staðfestust í Dalsfirði á
Fjölum. Sonur Björnólfs var Örn, faðir þeirra
Ingólfs og Helgu, en sonur Hróalds var Hróðmar,
faöir Leifs. Þeir fóstbræður Ingólfur og Leifur fóru I
hernað meó sonum Atla jarls hins mjóa af Gaulum,
þeim Hallsteini, Hersteini og Hólmsteini. Með þeim
fóru öl! skipti vel; og er þeir komu heim, mæltu þeir
til samfara með sér annað sumar. En um veturinn
gerðu þeir fóstbræður veislu sonum jarlsins. í þeirri
veislu strengdi Hólmsteinn heit, að hann skyldi eiga
Helgu Arnardóttur eða enga konu ella. Um þessa
heitstrenging fanst mönnum fátt, en Leifur roðnaði
á að sjá, og varð fátt um með þeim Hólmsteini, er
þeir skildu þar að boðinu.
Um vorið eftir bjuggust þeir fóstbræður að fara í
hernað og ætluðu til móts viö syni Atla jarls. Þeir
fundust við Hísargafl, og lögðu þeir Hólmsteinn
bræður þegar til orustu við þá Leif. I þeirri orustu
féll Hólmsteinn, en Hersteinn flýði. Þá fóru þeir
Leifur í hernað, En um veturinn eftir fór Hersteinn
að þeim Leifi og vildi drepa þá; en þeir fengu njósn
af för hans og gerðust móti honum. Varð þá enn
orusta mikil, og féll þar Hersteinn. Voru þá menn
sendir á fund Atla jarls og Hallsteins að bjóða sættir,
og sættust þeir að því, að þeir Leifur guldu eignir
sínar þeim feðgum. En þeir fóstbræður bjuggu skip
mikið, er þeir áttu, og fóru að leita lands þess, er
Hrafnaflóki hafði fundið og þá var ísland kallað.
Þeir fundu landið og voru á Austfjörðum í Álftafirði
hinum syðra. Þeim virtist landið betra suður en
norður. Þeir voru einn vetur í landinu og fóru þá
aftur til Noregs.
Eftir það varði Ingólfur fé þeirra til íslandsferðar,
en Leifur fór í hernað í vesturvíking. Hann herjaði á
Irland og fann þar jarðhús mikið. Þar gekk hann inn
í, og var myrkt, þar til er lýsti af sverði því, er maður
hélt á. Leifur drap þann mann og tók sverðið og
mikið fé af honum. Síðan var hann kallaður Hjör-
leifur. Hjörleifur herjaði víða um írland og fékk þar
mikið fé. Þar tók hann og tíu þræla. Eftir það fór
hann til Noregs og fann þar Ingólf fóstbróður sinn.
Hann hafði áður fengið Helgu Arnardóttur, systur
Ingólfs. Eftir það bjó sitt skip hvor þeirra mága til
íslands ferðar. Hafði Hjörleifur herfang sitt á skipi,
en Ingólfur félagsfé þeirra, og lögðu þeir til hafs, er
þeir voru búnir.
Þeir höfðu samflot, þar til þeir sáu Island; þá skildi
með þeim. Þá er Ingólfur sá Island, skaut hann fyrir
borð öndvegissúlum sínum til heilla. Hann mælti svo
fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmu á
land. Ingólfur tók þar land, er nú heitir Ingólfshöfði,
en Hjörleif rak vestur með landi. Tók hann land við
Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði
botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera
skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur
nítján. Hjörleifur sat þar um veturinn. En um vorið
vildi hann sá. Hann átti einn uxa, og lét hann
þrælana draga arðurinn (eins konar plógur). En er
DRATTHAGI BLYANTURINN
ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD
eftir
Jón
Trausta
Það var ekki tveim blöðum um það að fletta, að Hjalti
Magnússon hafði bjargað lífi hans.
En hvemig í fjandanum átti hann nú að fara að þessu?
Þetta var einmill maðurinn, sem hann hafði ofsótt í fimmtán
—sextán ár, maðurinn, sem allri liamingju hans hafði spillt
og honum fannst alls staðar hafa verið sér til ama og óheilla
og óvirðingar, maðurinn, sem hann ætlaði nú loksins að ná
scr niðri á og gat nú loksins náð sér niðri á, — eða réttara
sagt hefði gctaÖ, hefði ekki þetta komið fyrir.
Hvað átli hann nú að gera? Hann hafði látið Hjalta ganga
sér úr greipum á eyrunum við fljótið, þar sem honum var
innan handar að láta laka hann. Væri nú ekki réttast, að
hann léti hann i friði og skipti sér ekkert af honum framar?
Þættist hafa átt eitthvert annað erindi austur yfir fljótið og
f;eri svo búinn til baka aftur? Það var óhugsandi. Allir menn
hans vissu um erindið. Þeir mundu hlæja að honum, svo að
hann heyrði, og segja hverjum manni frá erindinu og erindis-
lokunum, hvernig sem hann fvrirbyði þeim það. ITann gat
ekki stolizt þannig frá erindi sínu.
Eða álti hann að lata taka Hjalta og dæma hann, eins og
liann hafði ætlað sér? — Látast ekkert vita um, að það væri
harm, sem hefði bjargað Hfi hans. Það var kannske það eina
rétta. Hann gæti þá launað lionum Hfgjöfina á einhvern hátt
í kyrrþey, þcgar liann hefði hann á valdi sínu. En honum
liraus hugur við slíkri aðferð, — slíkri lítilmcnnsku, sh'ku
æruleysi. ITonum þótli vænt um, þegar hann hugsaði betur
luíi það og sá, að það var ógerningur. Honum hafði verið
sagt þaÖ undireins, aö maÖurinn, sem bjargaði honum, vœri
Hjalti, sagt það, svo að fjöldi vitna heyrði. Og þeir, sem
ekkert sögðu, sögðu honum það hvað skýrast einmitt með
þögninni.
Lögmaðurinn bylti sér í sænginni og hugsaði um þetta
fram og aftur. Honum kom ýmislegt til hugar, en aldrei
það eina sjálfsagða. Augu hans voru svo haldin af gömlum
hleypidómum og ættardrambi, að hann sá það ekki. Það
þurfti að koma utan að, eins og sólargeislinn inn í herbergið
hans, sem var dimmt fyrir.
Og það kom utan að, — beint inn um dyrnar, á sama hátt
og sólargeislinn inn um gluggann.
Dyrnar opnuðust, og Anna kom inn með tvö ung börn,
sitt á hvorum handlegg, og hin sex á eftir sér. Hún var prúð-
búin, hlaðin gripum úr gulli og silfri, prýudum fögru víra-
virkisskrauti og dýrum steinum. Hún var sköruleg nú, engu
síður en meðan hún var yngri, — sköruleg, þótt hún væri
nokkuð föl og mögur og hefði elzt fyrir ár fram. Hon-
um var engin vansæmd að slíkri systur, hvar sem hún kæmi
fram á meðal manna. Hún var enginn ættleri.
Börnin voru lika prúðbúin og hvert öðru fegurra og efni-
legra. Það elzta var drengur, bjartur á hár og fagureygður.
Iíann hafði oft séð hann, meðan hann var yngri, og jafnan
litizt vel á hann. Nú var hann orðinn svo stór, að hann
gnæfði yfir móður sína. Næst honum var annar drengur,
ári yngri og lítið eitt minni. Svo var hvert barnið öðru yngra
og það yngsta í reifum.
V*
-
me6tnorgunkaffinu
Var nú ekki hægt að
hafa annan mat en kaví-
ar og kampavín þegar
við loks unnum í get-
raununum?
Nei, ég heyrði ekkert.
Ef þér kaupið bæði tæk-
in verður afsláttur veitt-
ur.
Þér getið kvjðalaust sagt
manninum yðar verðið.