Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974
37
„Aldahvörf” og
„Hin fornu tún”
Komnar eru út á veg-
um Ríkisútgáfu náms-
bóka tvær nýjar bækur
er nefnast Aldahvörf og
Hin fornu tún. Þær eru
gefnar út undir útgáfu-
heitinu Bókagerðin
Askur og í nýjum bóka-
flokki er nefnist Land og
saga.
Ætlun Ríkisútgáfunn-
ar er að gefa út í þessari
bókasamstæðu nokkur
fræðslurit um ísland,
sögu lands og þjóðar.
Bækur þessar eiga ekki
að vera kennslubækur í
venjulegum skilningi,
heldur geti hver og einn
jöfnum höndum lesið
þær sér til fróðleiks og
skemmtunar og einnig
notað þær sem upp-
sláttarrit. Annars er
þeim ætlað að gegna
mikilvægu hlutverki sem
viðbótarlesefni og
heimildargögn fyrir
skólanemendur, eins
konar ýtarbækur til notk-
unar með námsbókunum.
Eiga þær að geta greitt
götu nemenda við frjálst
skólastarf og sjálfstæð
vinnubrögð sem nú er
lögð æ ríkari áhersla á í
skólastarfinu.
Bókin Aldahvörf, ellefta
öldin í sögu íslendinga, er eftir
Þórleif Bjarnason, fyrrverandi
námstjóra. Sún fjallar um ell-
eftu öldina i sögu íslendinga,
þ.e. frá 1874 þegar þjóðin fékk
sína fyrstu stjórnarskrá.
Sagan hefst á stuttum saman-
burði þjóðlífsins við upphaf og
lok þessa tímabils. Síðan er
rakin í aðalatriðum stjórn-
skipan landsins frá upphafi
landshöfðingjatímabilsins til
lýðveldis.
Þar á eftir skiptist bókin í
þessa aðalkafla:
Landbúnaður, Sjávarút-
vegur, Iðnaður, Verslun, Sam-
göngur, Húsakostur og heil-
brigðismál, Félagssamtök og
félagsmál, Stjórnmál.
Á eftir hverj um kafla er getið
heimildarita. Veitir það lesend-
um bókarinnar vitneskju um
hvar frekari fræðslu er að
finna um þau mál er hver kafli
fjallar um.
I bókinni eru myndir af 135
manns, konum og körlum, eða
þvi nær öllum sem getið er að
undanskildum þeim einstakl-
ingum sem enn eru á lifi.
Auk mannamyndanna eru
115 myndir sem sýna hinar
stórfelldu breytingar á atvinnu-
háttum, byggingum, samgöng-
um og á ýmsum öðrum sviðum
sem átt hafa sér stað á þessu
mesta framfaraskeiði í sögu
þjóðarinnar.
Enn fremur eru í bókinni 25
töflur er sýna með tölum þróun
fjölmargra þátta þjóólífsins á
þessu timabili. Skrá er um alla
ráðherra frá 1904—1971 og
hvaða ár þeir fóru með stjórn
landsins.
í bókarlok er nafnaskrá
félaga, stofnana, fyrirtækja og
einstaklinga.
Bókin Aldahvörf er samin
með það fyrir augum að veita
ölium þeim, er hana lesa, nokk-
urn fróðleik og yfirlit um þá
gjörbyltingu sem átt hefur sér
stað á flestum sviðum þjóðlifs-
ins þessa siðustu öld þjóðarsög-
unnar.
Bókin Aldahvörf er 288 bis.
Filmugerð annaðist Myndamót
hf. og prentun Ingólfsprent hf.
Hin fornu tún — Reykjavik i
ellefu aldir — er samin af Páli
Líndal borgarlögmanni.
Markmiðið með útgáfu þeirr-
ar bókar er að veita lesendum í
stuttu máli nokkuð alhliða
mynd af höfuðborginni að
fornu og nýju.
Þar er fjallað um veðurfar,
landslag, gróður og dýralíf.
Sagt er nokkuð frá íbúum
Reykjavíkur og rakin saga
hennar. Þá er gerð grein fyrir
stjórn hennar, fjármálum og
þeirri þjónustu sem borgin
veitir. Alllangur kafli er um
atvinnumál: landbúnað, sjávar-
útveg, iðnað, verslun, sam-
göngur og annað er til atvinnu-
mála telst. Sérstakir kaflar eru
um kirkjumál, fræðslu- og
menningarmál. Þar er m.a. gerð
grein fyrir þróun skólahalds,
íþróttamálum, æskulýðsmálum,
söfnum, blaðaútgáfu ög þróun
ýmissa listgreina. Fjallað er um
félagsmálastarfsemi, húsnæðis-
mál, verkalýðsmál og heil-
brigðismál. Að lokum er sér-
stakur kafli um Reykjavík í
bókmenntum. Ýtarleg atriðis-
orðaskrá fylgir.
1 bókinni eru um 160 myndir
frá gömlum og nýjum tíma, þar
á meðal átta myndir af mál-
verkum frá Reykjavík. Þess
skal getið að texti bókarinnar
var fullsaminn síðast liðið
haust og er því að miklu leyti
miðaður við upplýsingar er
fyrir lágu snemma árs 1973.
Hin fornu tún er 215 bls.
Filmugerð og prentun annaðist
Litbrá hf. Umbrot og útlit
beggja bökanna er verk Þrastar
Magnússonar teiknara.
Báðar þessar bækur eru
tengdar ellefu alda búsetu
þjóðarinnar í landinu. Alda-
hvörf saga síðustu 100 ára
þessa timabils, en Hin fornu
tún þróunarsaga þess staðar,
þar sem byggð landsins hófst
fyrir ellefu öldum.
Rikisútgáfan taldi því vel vió
eigandi að þær kæmu út á þess-
um merku tímamótum i sögu
þjóðarinnar sem örlítill þáttur í
afmælishaldinu.
(Fréttatilkynning frá Rikisút-
gáfu Námsbóka).
sigítdar sögur