Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 22
Lf iU 22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NOVEMBER 1974 Ritstuldur Sholokovs * SHOLOKOV-leyndardómurinn — gátan um höfund bókar- innar „Lygn streymir Don“, sem varð til þess, að Mikhail Sholokov fékk Nóbelsverðlaun- in í bókmenntum fyrir nokkr- um árum — Virðist nú í þann veginn að skýrast. Framlag Alexanders Solzhenitsyn, sem frá hefur verið sagt iftillega í Morgunblaðinu, hefur orðið þungt á metaskálunum og nefna má og bók John Barrons (hennar hefur einnig verið get- ið í blaðinu) „KGB-the Secret Work of Soviet Agents“ hefur einnig varpað ljósi á þetta mál, sem lengi hefur verið rætt bókmenntamanna á meðal, þótt hljóðlega hafi farið. Tveir sænskir blaðamenn hafa ritað um málið I Dagens Nyheter og fara greinar þeirra hér á eftir f endursögn. I bók John Barrons, sem er ákaflega vandvirknislega unnin, er rennt stoðum undir skilgreiningu Solzhenitsyns á tilurð bókarinnar og hvernig hún komst í hendur Sholokovs. Barron hefur með aðstoð fjölda borgara tekizt að upplýsa hvernig hið upprunalega hand- rit gæti hafa komizt i hendur Sholokovs — mannsins, sem lengi hefur verið grunaður um að vera einn mestur stórsvikari bókmenntanna. Barron er sama sinnis og Solzhenitsyn; að frægð Mikhails Sholokovs grundvall- aðist á þessari einu bók, „Lygn streymir Don“. Eftirtektarvert er, að dómi Barrons, að verkið kom út, þegar Sholokov var aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri. „Síðari verk Sholokovs komast hvergi nálægt því snilldarbragði, sem er á „Lygn streymir Don“. Þau eru þvert á móti svo ómerkileg, að segja má, að hver sem er hefði getað skrifað flestar bækur hans, sem allar eru í dæmigerðum áróðursstil. „Það er því ekki að undra, þegar haft er í huga, hversu gerólíkt verkið er öðru, sem Sholokov hefur ritað, að bókmenntamenn hafi dregið i efa, að hann væri höfundur þess, segir Barron og hann minnir á það, sem Svetlana, dóttir Stalíns, hefur sagt um málið: „Allir töldu víst, að hann hefði stolið handritinu frá her- foringja Hvítliða, sem dó, og notað það sem meginuppistöðu í bók sinni.“ Barron mun nú hafa aflað sér upplýsinga um það, all ná- kvæmlega, hvernig að var staðið. Það fréttist árið 1968, að bréf hefði borizt frá aldurhniginni konu í Leningrad til ritstjóra bókmenntaritsins Novy Mir. Barron frétti af þessu hjá sovézka heimspekingnum Alexei Jakusev, en hann flúði frá Sovétríkjunum sama ár. Hann sagði frá því, að hann hefði fengið að vita um svik Sholokovs frá tveimur aðilum. Frá sovézka bókmennta- fræðingnum Viktor Vinogradov, — en bókmennta- fræðingurinn tjáði Jakusev, að hann væri orðinn sannfærður um, að Sholokov hefði ekki skrifað bókina - og skömmu áður en hann flúði hafði hann heyrt um bréfið til Novy Mir frá Leningrad. Barron nefnir aldrei nafn konunnar í bókinni, en ljóst er, að hún hefur — eftir því sem Solzhenitsyn segir — verið syst- ir Fjodors Krukovs, þess manns, sem menn hallast nú æ meira að, að hafi skrifað „Lygn streymir Don“. Hún segir í bréfinu til Novy Mir, að bróðir hennar hafi verið herforingi Hvítliða en rétt upp úr 1920 hafi hann verið tekinn fastur af rauliðum (kommún- istum). Fjölskyldan flúði skömmu síðar. Þegar hún sneri aftur heim alllöngu siðar afhenti nágranni einn henni bréf frá bróður hennar, sem hafði beðið um, að henni yrði fengið það ef hann yrði líflátinn. 1 bréfinu segir bróðirinn, að hann hafi afhent presti einum, sem hann tiltekur, handrit til vörzlu og beðið hann gæta þess, ef svo færi, að hann yrði líf- látinn. Presturinn var sjálfur handtekinn skömmu síðar. Nágrannarnir gátu sagt kon- unni, að maður sá, sem hefði annazt yfirheyrslur yfir prest- inum, héti Mikhail Sholovkov, sem væri ungur starfsmaður í leynilögreglunni. Að því er konan segir í Novy Mir-bréfinu, kom hún aldrei J. Fjodor Krukov: Hinn rétti höfundur skáldverksins að því er margir telja nú. kvíðin — henni hafði verið stranglega bannað að reifa mál- ið frekar. Tvardovsky tók sér þá sjálfur ferð á hendur að ræða við sak- sóknarann og bað um að fá að sjá uppkast bókarinnar. Svarið, sem hann fékk, var aðeins, að málinu væri „lokið" og auk þess kæmi það honum ekki vitund við. Nokkrum dögum síðar barst Tvardovsky vitneskja um það iiflilpll Skýin þéttast yfir Don höndum yfir handrit það, sem prestinum hafði verið fengið til varðveizlu. En á meðal skjala og pappíra, sem hún fann, voru drög að skáidverki og mikið af minnisblöðum, sem hann hafði unnið eftir. Tók hún það og geymdi vandlega. Þegar „Lygn streymir Don“ kom út nokkru síðar undir nafni Mikhails Sholokovs kannaðist hún við alla söguna; ef undan eru skildar smávægi- legar breytingar, fyrst og fremst í sambandi við nöfn, virtist bókinni bera í nánast öllu tilliti saman við uppkast frá góðum vinum sínum, að Sholokov hefði í eigin persónu komið á fund saksóknarans nokkrum dögum áður og „virzt vera í miklu uppnámi“. Jakusev prófessor, sem Barron lýsir sem traustum heimildamanni, heyrði fyrst um þetta hjá einum starfs- manna við Novy Mir og síðan sagði Tvardovsky honum sjálf- ur frá þessu og sýndi honum aukin heldur ljósrit af bréfi konunnar frá Leningrad. Jakusev hafði því með sér sterk sönnunargögn þegar hann flúði. fáanlegur til að rísa gegn Solzhenitsyn og brennimerkja hann, gekk Sholokov fram fyrir skjöldu og innti það verk af hendi. Árið 1966 hvatti hann til fangelsunar á Juli Daniei og Andrei Siniavsky ... Ári síðar fór hann háðulegum orðum um sovézka rithöfunda, sem kröfð- ust ritfrelsis og bar þá þeim sökum, að þeir gengju erinda CIA.“ Er Sholokov hélt áfram að styðja starfsemi KGB að berja niður með harðri hendi allar óskir um tjáningarfrelsi, gat ungur rithöfundur, Yuri Galan- Eftir Nils M. Udgárd og K. G. Michanek það að verki, sem hún hafði fundió í föggum bróður síns. Liðu nú ár og það var ekki fyrr en 1968, sem konan treysti sér til að gera það opinbert, sem hún hafði vitað árum saman. 1 bréfinu bað hún um aðstoð til að sett yrði á stofn ábyrg og opinber nefnd með það fyrir augum að kveóa úr um það, hver væri hinn raun- verulegi höfundur verksins. Ritstjóri Novy Mir, Alexand- er Tvardovsky, svaraói konunni að bragði og bað hana að ganga þegar í stað á fund saksóknara Leningradborgar og segja hon- um upp alla söguna og fá hon- um i hendur drög þau að bók- inni, sem voru í hennar vörzlu. Hún lét hann vita skömmu síðar, að hún hefði farið að ráð- um hans. En — hélt liún áfram — og var greinilega hrædd og En Barron lætur ekki þar við sitja aó nefna það, sem hér hefur verið rakið. Hann setur fram fleiri kenningar, sem allar hníga í þá átt, að Nóbelsverð- launin hafi ekki lent hjá réttum manni. Hann bendir á, að hann hafi með athugunum sinum komizt að raun um það, að Sholokov hafi á öllum rithöfundarferli sínum haft samvinnu við rúss- nesku öryggislögregluna, sem hefur verið nefnd ýmsum nöfn- um, og hann lýsir þvi enn- fremur, hversu takmarkalaust sovézk stjórnvöld hafa alla tíð hampað Sholokov. „Hann er,“ segir Barron, eini sovézki höfundurinn, sem er verulega þekktur erlendis, sem flokkurinn hefur alltaf getað borið fyllsta traust til. Þegar enginn annar rithöfundur var skov, ekki lengur orða bundizt. Hann tók á sig þá áhættu að ráðast gegn Sholokov í grein, sem hann ritaði nafn sitt undir fullum fetum. Hann sagði: „Sholokov hefur engan áhuga á sannleikanum. Hann fann sig knúinn til að ákæra þá Daniel og Siniavsky fyrir svik. Hvers vegna? Sennilega vegna þess, að viðkomandi stjórnvöld töldu sig ekki hafa nóg í hönd- unum til að gera það og þurftu utanaðkomandi hvatningu til að réttlæta gerðir sínar . . . þú, félagi Sholokov, þú ert ekki lengur rithöfundur. Einu sinni varst þú miðlungs góður skáld- sagnahöfundur, en langt er nú liðið síðan þú gazt kallað þig rithöfund. Nú ert þú ekkert annað en pólitísk mál- pípa . .. Fólk á borð við þig á sér engan annan stað í samfél- aginu en í ríkismaskínunni." KGB lét snarlega til skarar skríða. Galanskov var handtek- inn fyrir andsovézkan áróður og var í janúar 1968 dæmdur í sjö ára þrælkunarvinnu, þó svo að verjandi hans færði sönnur á það fyrir réttinum, að hann gengi með blæðandi magasár. Móðir hans og aðrir aðstand- endur gerðu örvæntingarfullar tilraunir — meðal annars með því að taka sér ferð á hendur til búðanna — til að fá þvi fram- gengt, að Galanskov fengi læknismeðferð. En þeim var miskunnarlaust vísað frá. Galanskov lézt i búðunum þann 4. nóvember 1972, 33ja ára að aldri. Alexander Solzhenitsyn hefur skýrt frá því og stutt það rökum — eins og fram hefur komið hér í blaðinu — að hinn raunverulegi höfundur bókar- innar „Lygn streymir Don“ hafi verið FJODOR KRUKOV. í bók Barrons er hann ekki nafn- greindur. Solzhenitsyn segir ennfremur, að Fjodor Krukov hafi látizt árið 1920, en ekki er tekið fram, að hann hafi verið líflátinn. Þótt þeim Solzhenitsyn og Barron beri ekki saman í öllum smáatriðum, virðast þeir hafa kannað þetta mál af fyllstu Ihygli og færa þau rök fyrir máli sínu, er vart verða véfengd. Solzhenitsyn segir I sinni bók, að Krukov hafi verið að vinna sér sess sem rithöfundur og var talinn fremstur skálda úr röðum kósakka. Hann barð- ist einnig með kósökkum gegn bolsévikkum, og þegar hann Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.