Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 4
Fa
/7 «//. ! I.l lf- l V
4 lAlt"
V >
LOFTLEH
BÍLALEII iA
CAR RENTAL
n 21190 21188
LOFTLEIÐIR
Æbílaleigan
^IEYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
moivŒer?
ÚTVARP OG STEREO
KASETTUTÆKI
BÍLALEIGA
Car Rental
SENDUM
41660-42902
HILMAR
FOSS
lögg. skjaiaþýð. og dómt.
Hafnarstræti 1 1 — simi 14824
(Freyjugötu 37 — simi 1 2105)
2W«r0uui>Iaí>íí>
nucLvsincnR
«£^--»22480
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974
Sr. BOLLI
GÚSTAFSSON
í Laufási:
Fyrir-
gefning
æst höfðum við stigið mörg
skref á völtum barnsfótum,
þegar okkur var leitt fyrir sjón-
ir, að víxlspor og yfirsjónir
hlutu að draga þann dilk á eftir
sér, að við yrðum að leita sátta
og því lærðum við snemma að
segja: Fyrirgefðu mér. Þá
skynjuðum við fljótlega, að
þessi bæn, sem jafnframt er
játning, gat orðið býsna óþjál í
munni. Það kostaði langvinnt
hugarangur að öðlast kjark til
að bera fram syndajátningu og
bæn um fyrirgefningu og þá
miklu fremur ef við menn var
að fást. Það var hægara að snúa
sér til Guðs en manna og viður-
kenna mistök sín, því að um
viðbrögð mannanna gátum við
ekki vitað fyrir. Þá skorti oft
umburðarlyndi og þeir gátu
ekki lesið í huga okkar, metið
þá barnslegu einlægni, sem að
baki orðunum bjó eða gert sér
grein fyrir þeim innri átökum,
sem til játningar leiddu og
höfðu raunar oftast í sér fólgna
nægjanlega refsingu. En þrátt
fyrir misjöfn viðbrögð þeirra,
sem til var leitað í von um
sættir, þá minnumst við þess,
hvílík feginsgjöf fyrirgefningin
reyndist. Grámi þess dapurlega
hversdagsleika, sem lék um
sakbitna sál, tók á sig ljós og lit,
lífið brosti við á ný með fögur
fyrirheit um fyllsta jafnvægi
sálarinnar. En þrátt fyrir þessa
reynslu voru vélráð veraldar-
innar jafnan á næsta leiti og
fyrr en okkur varði dró ský
fyrir sólu, ný mistök höfðu hent
okkur. —
Tímar liðu; við slitum barns-
skónum og komum inn á við-
kvæmt aldursskeið, unglingsár-
in, tímabil jafnvægisskorts. Við
sáum fullorðið fólk í nýju ljósi.
Það var ekki jafn fullkomið og
okkur hafði áður sýnst og ólga
þessa vaxtarskeiðs jók á öfgar í
skoðunum okkar á skammsýni
og skilningsskorti þess. Að okk-
ar dómi áttaði það sig ekki á
mikilvægum sjónarmiðum
okkar, kallaði okkur ýmist börn
eða fullorðið fólk eftir því, sem
því kom bezt hverju sinni. Nú
varð okkur ennþá erfiðara að
biðjast afsökunar. Þeim mun
slyngari urðum við að verja
gerðir okkar. Þá vorum við
komin á mótum uppgjörsins,
þegar hin mikilvæga ákvörðun
skyldi tekin: Hver átti staða
okkar að verða i samfélagi
mannanna og gagnvart Guði?
— Fyrr en okkur varði var
þetta skeið á enda runnið og
stefnan tekin inn á svið mann-
dómsára. Þótt mótun á ungl-
ingsárum skipti miklu, þá kem-
ur maðurinn ekki fullmótaður
inn á þetta æviskeið. Hvenær
sem er getur hann endurskoðað
afstöðu sina og breytt stefn-
unni, ef annarleg öfl ná ekki
valdi yfir honum. Ýmist verður
sú breyting fyrir hægfara þró-
un eða snöggt afturhvarf. Þetta
á við um afstöðuna til Jésú
Krists. Hún reynist hverjum
manni örlagaríkust, því að
hver, sem gengur Kristi heils-
hugar á hönd, er ekki samur
maður eftir það. Hann afsalar
sér gildum þætti þeirrar eigind-
ar, sem hann nefnir persónu-
legt sjálfstæði, gjörist þræll af
fúsum vilja. „Kallaðu þræl
þinn aftur mig,“ kvað séra Hall-
grímur í sálminum um hátign
Krists. Kristnum manni verður
það ljóst, að hann velur sér
ekki líf værðar, kyrrstöðu eða
öryggis í heiminum. Hann á
ævilanga baráttu fyrir höndum,
baráttu við efann, sem leitar
færis að skjóta rótum í sár-
fylgsnum hans til þess að kæfa
viðkvæman gróður trúarinnar;
baráttu við háð og spé vitringa,
sem af mikilli íþrótt reyna að
lítillækka hann í augum með-
bræðranna; baráttu við lesti,
sem hafa áunnið áér hefð í þjóð-
félaginu sem sjálfsagðir hlutir.
I dag leiðir Kristur huga okkar
að þeim hroka, sem telur sjálfs-
virðingu sinni misboðið, ef
hann viðurkennir yfirsjónir
sinar. Það hefur löngum verið
íslendingum viðkvæmnismál
að láta undan og sýna auðmýkt.
Þeir hafa hrifist af þeirri karl-
mennsku, sem ekkert hræðist
og býður öllu byrginn. „Að leita
til annarra manna, það er sjálf-
stæðum manni uppgjöf á vald
höfuðóvinarins,“ mælti sögu-
hetjan, Bjartur í Sumarhúsum.
„Er kaldur stormur um
karlmann fer
og kinnina bítur og reynir fót
þá finnur hann hitann
í sjálfum sér
og sjálfs sín kraft
til að standa mót.“
Þannig orti eftirlæti smáþjóð-
ar við nyrzta haf, sem hafði
eygt takmark baráttu sinnar
til sjálfstæðis og sá vekj-
andi skáldskapur vann
sannarlega sitt gagn. Hins
vegar nær þrjóskan oft
lengra en góðu hófi gegnir
og brýtur í bága við kenning-
una um umburðarlyndi og sátt-
fýsi við menn. Sannreynt er, að
i stjórnmálasviptingum nú-
tímans biður enginn afsökunar
á mistökum sínum. Það hefur
verið skeggrætt um það manna
á meðal, að stjórnmál á Islandi
séu í lægó, einmitt vegna þess
að einurð til heiðarleika skorti
um of á vettvangi þeirra og i
ýmsum tilvikum þá drenglund
að viðurkenna það, sem miður
hefur farið í eigin störfum og
málflutningi. Þá er einnig að
því vikið, að kirkjan eða þjónar
hennar eigi að halda sig utan
við stjórnmálin, þar sem þeim
sé sú hætta búin að verða fyrir
óheilnæmum áhrifum. Þetta er
hrapalegur misskilningur.
Kirkjan á að beita áhrifum sín-
um, hvar sem hún fær því við
komið. Hún á ekki að verða
verkfæri í höndum stjórnmála-
flokka, heldur áhrifavaldur, er
lyftir þeim upp úr forarvilpu
óheiðarleika og óréttlætis.
Kirkjan hefur gengið alltof
langt í þvi að biðjast afsökunar
á tilveru sinni. Hún hefur látið
hræðast af þeim áróðri ákveð-
inna stjórnmálastefna og efnis-
hyggjumanna, að hún sé stofn-
un, sem löngum hafi misbeitt
valdi sínu og oftast dregið taum
arðræningja og kúgara. Staða
hennar hér á landi bendir til
alls annars. Kirkjan þarf ekki
að biðja neinn fyrirgefningar á
tilvist sinni hér. Framtíðarheill
hennar er heldur ekki fólgin i
því að hlaupa óttaslegin eftir
tilmælum nýjungargjarnra
manna, sem hafna vilja helgri
arfleifð, m.a. I guðsþjón-
ustunni. Kirkjan stendur á
óhagganlegu bjargi. Hún hefur
oró eilífs lífs og guðsþjónusta
hennar er sigild og leiðir okkur
til móts við eilífðina. Við skul-
um lifa í kirkjunni, sækjast eft-
ir ávöxtum trúarinnar. Sáttfýsi
er einn þeirra og ekki sá veiga-
minnsti. Hún er forsenda þess,
að við getum tekið við hinni
dýrmætustu gjöf: fyrirgefn-
ingu vors himneska föður.
Brezki vinsældalistinn
Brezki vinsældalistinn lítur þannig út þessa vikuna:
1 ( 1) Everything I own: Ken Boothe
2 ( 3) Gonna make you a star: David Essex
3 (10) Killer queen: Queen
4 ( 2) Far far away: Slade
5 ( 8) Down on the beach tonight: Drifters
6 ( 5) All of me loves a11 of you: Bay city rollers
7 (15) (Hey there) Lonely girl: Eddie Holman
8 ( 4) (You're) having my baby: Paul Anka
9 (14) Let's get together again: Glitter band
10 (11) I can't leave you alone: George Mccrae.
Bandaríski
vinsældalistinn
Þetta er bandaríski vinsældalistinn f dag:
1 ( 2) Jazzman: Carole King
2 ( 3) Whatever gets you thru the night: John Lennon
3 ( 4) You ain't seen nothing yet: Bachman turner overdrive
4 ( 1) You haven't done nothin': Stevie Wonder
5 ( 6) The bitch is back: Elton John
6 (11) My melody of love: Bobby Vinton
7 ( 7) Stop and smell the roses: Mao Davis
8 ( 9) In man: America
9 (13) Life is a rock (but the radio rollod me): Reunion
10 (12) Do it baby: The minacles.
Frá Bridgefélagi Akureyrar.
Sl. þriðjudag átti að hefjast aðal-
sveitakeppnin hjá okkur en ákveðið
var að spila eins kvölds hraðsveita-
keppni „til upphitunar” 9 sveitir
mættu til leiks og urðu úrslit þau, að
sveit Sveinbjörns Sigurðssonar sigr-
aði naumlega, hlaut 3 1 6 stig. í öðru
sæti varð sveit Páls Pálssonar með
314 stig og í þriðja sæti sveit
Alfreðs Pálssonar með 303 stig
Meðalárangur var 270 stig
Næstkomandi þriðjudag hefst svo
aðal sveitakeppnin og er búizt við,
að um 1 0 sveitir taki þátt i keppn-
inni.
XXX
Bridgefélag Kvenna og Bridge
deild Breiðfirðingafélagsins spil-
uðu sveitakeppni á 12 borðum sl.
mánudag og fóru leikar þannig að
Breíðfirðingar sigruðu naumlega,
hlutu 122 stig gegn 1 18
Hjá Bridgedeild Breiðfirðinga-
félagsins stendur nú yfir sveita-
keppni og er lokið þremur umferð-
um. Við munum birta röð efstu
sveita eftir fjórar umferðir.
Næsta keppni Bridgefélags
kvenna verður barometer- tví-
menningskeppni og hefst hún á
morgun. Spilað er i Domus Medica
og hefst keppnin klukkan 20 stund-
víslega.
XXX
Aðalsveitakeppni Bridgefélags
Reykjavfkur er nýhafin og er tveim-
ur umferðum lokið Röð og stig
efstu sveitanna er sem hér segir:
Sveit Jóns Páls
Sigurjónssonar 40 stig
Sveit Þórarins
Sigþórssonar 39 stig
Sveit Gylfa
Baldurssonar 39stig
Sveit Þóris
Sigurðssonar 36 stig
Sveit Helga
Sigurðssonar 35stig
Sveit Jóns Hjaltasonar 28 stig
Sveit Hermanns
Lárussonar 21 stig
Sveit Estherar
Jakobsdóttur 1 7 stig
Alls taka 1 6 sveitir þátt I mótinu,
en næsta umferð verður spiluð n.k.
miðvikudagskvöld kl 20 I Domus
Medica
A.G.R.