Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 12
fólk — fólk — fólk — fólk
fólk — fólk — fólk — fólk
Heimsókn í leifar Lundabyggðar:
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974
RABBAÐ VIÐ STEFANÍUBRYNJÓLFSDÓTTUR OG
ÞÓRARIN JÓNSSON FRÁ STARMÝRI í ÁLFTAFIRÐI
þar hafa verið oftast þrír, fjórir
ábúendur. Sonarsonur okkar
býr nú á okkar parti, eftir að
sonur okkar, sem tók við búinu
af okkur, fluttist á Djúpavog.
— Bústofninn var ekki stór,
þegar við byrjuðum, bætir
Þórarinn við. — Tvær, þrjár
kýr, ætli það hafi verið meira,
þá var engin mjólk seld. Og
innan við hundrað kindur i
fyrstu. Þetta voru erfið ár um
það leyti, sem okkar búskapur
hefst, harðæri og hálfgerð
kreppa og engar vélar. Erfitt að
fá vinnufólk. Við urðum fyrir
því árið 1929, að Stefanía fékk
lömunarveikina og hefur upp
frá því verið lömuð í fótunum.
— Ég var á annað ár á spítala
vegna lömunarveikinnar, segir
Stefanía. — Var í rafmagnsböð-
um og nuddi. Svo fór ég austur
aftur. Eldri dóttir okkar
hjálpaði mikið til, en við feng-
um vinnukonu og þetta
bjargaðist allt blessunarlega.
Það tjóir ekkert að vera að
kvarta og allt hefur f>etta geng-
ið. Eftir að ég brotnaði á fætin-
— Það var timburhús komið,
að nafninu til, en entist illa.
Árið 1933 réðst ég i að byggja
steinhús og er enn búið i þvi.
Það var nokkuð stórt — á þess
tíma mælikvarða minnsta kosti.
Framan af var nú ekki almenni-
leg upphitun í því, en hún kom
seinna. Og salerni þekktist nú
ekki þá til að byrja með.
— Hvenær komuð þið í
Hveragerði?
— Það verða þrjú ár í febrú-
ar, segir Stefania. — Og feng-
um þetta ágætis hús. Hér býr
hjá okkur ein kona og við höf-
um allt sameiginlegt nema
svefnherbergi. Heimilið leggur
okkur til húsmuni og allt, sem
við þörfnumst, og aðhlynning
er prýðileg. Þórarinn borðar í
mötuneyti heimilisins og færir
mér síðan mat hingað. Þó að ég
geti hreyft mig innanhúss á
hækjum treysti ég mér ekki til
að ferðast mikið. Svo leggur
heimilið okkur til kaffi og
brauðmeti hér, svo að við get-
um Iagáð okkur einfaldar mál-
tiðir og fengið okkur kaffisopa,
hvenær sem okkur langar til
fyrir stafni, annars verður mað-
ur enn eldri i anda og til lík-
amans. Við horfum á sjónvarp,
sérstaklega innlenda efnið og
fylgjumst með því, sem er að
gerast, eftir mætti. Heyrnin
hefur dofnað hjá mér en mér
finnst ég vera ágætlega hress.
Þó er ég að verða 88 ára og
Stefanía verður 83 næst. Og við
eigum reyndar sextíu ára hjú-
skaparafmæli þann 15. desem-
ber, ef við tórum. Það er ekki
oft, sem fólk fær að vera svona
lengi saman.
— Og þetta hefur gengið stór-
slysalaust, segir Stefania og
kimir. — Sambúðin meina ég.
Ég hef fyrir löngu sætt mig við
mína fötlun og mér finnst eng-
in ástæða til að kvarta meðan
við höldum þessari heilsu. Hug-
urinn hvarflar vissulega oft
austur á bernskuslóðirnar, en
það er gott að vera hér í Hvera-
gerði. Börnin okkar þrjú og
barnabörn og barnabarnabörn
sýna okkur ræktarsemi og við
höfum fyrir margt að þakka.
h.k.
ENGIN ASTÆÐA TIL AÐ
KVARTA, MEÐAN HEILSAN
ER GÓÐ OG VIÐFÁUMAÐ
VERA SAMAN
ÞAU eru ættuð úr Alftafirði
eystra og bjuggu á Starmýri þar
í sveit I áratugi. Svo urðu þau
að flytjast suður eftir að
Stefanía varð fyrir því að fót-
brotna, en áður hafði hún verið
lömuð í fótunum frá árinu
1929. Nú hafa þau búið um sig i
Ási í Hveragerði og hafa þar til
umráða eitt af húsum Elli- og
dvalarheimilisins og una sín-
um hag vel. Blaðam. Mbl. heim-
sótti þau á dögunum.
— Við byrjuðum búskap árið
1914 á Starmýri, en þar er ég
fædd og uppalin, segir
Stefanía. — Jörðin er stór og
um varð margt erfiðara og eftir
langar dvalir á sjúkrahúsum og
síðar á Reykjalundi ákváðum
við að flytjast suóur.
— En ég var byrjaður að
slétta túnið á Starmýri, segir
Þórarinn — Og eftir að vélarn-
ar komu til sögunnar — maður
lifandi, þá varð þetta eins og
leikur. Mýrarnar ræstar, fram
og melarnir græddir upp, það
eru miklir möguleikar þarna
fyrir austan.
— Hvernig var húsakostur á
Starmýri í byrjun ykkar
búskapar?
Við unum okkur vel hér. Eg
fæst við að prjóna, en er dálftið
slæm af gigt í öxlum og
fingurnir farnir að kreppast.
En ég get prjónað vettlinga á
barnabörnin og meira að segja
dálítið til að selja.
— En þórarinn, hvað hefst þú
að?
Hann hlær og segir svo: —
Einhvern tíma hefði það nú
verið kallað kvenmannsverk -
ég hef verið að rýa mottur og
eftir ég komst upp á lag með
það hef ég haft gaman af þvi og
fengið góðan vitnisburð fyrir.
Og það er gott að hafa eitthvað
Við
bíðum
eftir að
komast
heim...
Þegar hvað mest fjölmenni
var f Lundabyggðinni í Hvera-
gerði stóðu þar milli 50 og 60
hús. Nú eru ekki nema fjögur
eftir á þessu svæði og daufara
um að litast. Og þeir, sem búa í
þessum húsum, eru Ifkast til
allir að hugsa um eitt og hið
sama; að komast aftur heim til
Eyja.
Marfa Guðrún Sigurðardóttir
er ein þeirra. Hún býr þarna
með manni sínum Guðmundi
Hannessyni og f jórum börnum,
og í heimili er einnig kanfna
Dfli og fuglinn Dfsa. Börnin
eru á aldrinum átta til tóif ára
og sækja öll skóla í Hveragerði. j
— Við höfðum ekki búið
nema rúmt ár f Eyjum, þegar
gaus, segir María. — Maðurinn
minn stundaði sjó og ég vann í
fiski. Þótt við hefðum ekki búið
þar lengi höfðum við fest þar
rætur, enda fólkið afskaplega
viðfelldið og gott andrúmsloft.
Fyrst eftir gosið vorum við hjá
ættingjum okkar í Reykjavfk,
bjuggum um hrfð á Hótel City,
og sendum tvö af börnunum f
sveit. Tfminn var lengi að líða
þennan vetur og við fengum
ekkert húsnæði til frambúðar f
Reykjavfk enda þótt allir væru
að reyna að liðsinna okkur á
allar lundir. Við fórum sfðan
austur á Reyðarfjörð um tima
og sfðan vorum við búandi f
grennd við Akureyri en flutt-
umst hingað 1. desember f
fyrra. Maðurinn minn hefur
unnið hjá hreppnum þennan
tíma, sem liðinn er síðan, en ég
hef unnið við heimilið ein-
göngu.
— En þið viljið ekki setjast
um kyrrt?
— Nei, við bfðum eftir þvf að
t húsunum f Lundabyggðinni
er stofa og tvö lítil herbergi,
þokkalegt eldhús og þvottaher-
bergi og salerni. Fyrir sex
manna f jölskyldu má húsnæðið
varla minna vera.
komast aftur út f Eyjar. Mér
skilst það geti dregizt vegna
húsnæðisleysisins og auðvitað
eru margir, sem hafa meiri for-
gang en við, þar sem við vorum
auðvitað ekki innfædd og höfð-
um ekki verið nema eitt ár eins
og ég sagði. Krakkarnir voru að
vona, að við kæmumst út í
Eyjar áður en skólar byrjuðu í
haust. En það verður svo að
vera. Einhverra hluta vegna
höfum við ekki komizt neitt inn
1 félagslif hér. Margir kunn-
ingjar okkar eru annaðhvort
dreifðir úti um land eða komn-
ir til Eyja og við þekktum ekki
nema fáeina, sem voru hér I
Lundabyggð, meðan hún var
blómlegust. Það var eins og
hver kúrði f sfnu horni og væri
ailtaf að bfða . . . biða eftir að
komast til Eyja.
Kaninan DIli er eftirlæti heimilisfólksins.