Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974 45 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöttir þýddi ✓ 45 hrindandi. En þaó olli honum ekki mestum kvíóa. Hann skipti sér ekki af orðavali hennar, hann lét hana gráta og tauta fyrir munni sér og þegar hún reyndi að halla sér aö honum hörfaói hann frá. Elizabeth haföi gengió á fund frænda síns í stað þess að fara aö sofa eins og hún hafði sagt. Hún hafði beðið átekta og gengið á frund fænda síns, þegar hún var þess fullviss að hann og aðrir væru gengnir til náða. Og hann gat aðeins túlkað þetta á einn veg. Hún hafði ekki lagt trúnað á frásögu hans um Keller. Og hún hafði rofið heit sitt um að segja Huntley ekki sannleikann um ferðina til Beirut. King horfði á grátandi konuna við hlið hans, og bölvaði í hljóði. Það hafði svei mér borið vel í veiði, að hún hafði verið hjá Huntley, þegar Eliza- beth kom askvaðandi. Og þegar á allt var litið hafði hann verið heppinn — þetta hefði getað haft hroðalegar afleiðingar fyrir hann, ef hann hefði ekki rekizt á Dallas hér. Ef Elizabeth Cameron hafði komizt að þvi hvað þeir voru að bralla myndi hún aldrei standa aðgerðalaus hjá. Hann þekkti hennar manngerð; manndráp var aldrei afsakanlegt, á hvaða for- sendum sem það var framið. Og ef hún hefði sagt Huntley frá hennar hlutdeild í þeksu máli þá væri Eddi King eins gott að hypja sig frá Freemont og það sem allra fyrst. „Komdu nú,“ sagði hann. — Þú mátt ekki vera hér. Huntley mundi ekki vilja það. Ég skal hjálpa þér upp til þín, Dallas og þú ferð að sofa. Þér gefst annað tækifæri. Kannski annað kvöld. Hafðu nú engar áhyggjur. Reyndu að standa upp. Dallas hafði ekki orðið svona drukkin á fáeinum mínútum, hugsaði hann. Það þýddi svo aftur á móti að þau höfðu sannarlega gefið sér góðan tíma til að tala saman. Hvað mikið hafði Huntley sagt frænku sinni — og hvað hafói hún sagt honum. Hann vissi það ekki, en hann þóttist þess fullviss að það væri nægilegt til að eyðileggja allt. Hann studdi Dallas upp stigann og ýtti henni hljóðlega inn um herbergisdyrnar. — Þú ert svo sætur, muldraði hún. — Veiztu hvað, mér hefur alltaf fundizt þú vera hálfgert skrapatól Eddi. En mér þykir svo vænt um þig núna. Hvernig litist þér á aó koma inn smástund. Hún studdi sig við dyrakarm- inn, ákveðin í því — þó svo hún væri ofurölvi, að hún skyldi hefna sín á Huntley Cameron. — Nei, þakka þér fyrir, sagði King hlý- lega. — Þig langar að giftast honum, er það ekki rétt? Eg vil ekki að þú takir neina áhættu. Hann gekk fram hjá dyrum Elizabethar og eitt andartak var hann að þvi kominn að láta undan freistingunni. Hann langaði til að ryójast inn til hennar. Hann hafði hlotið þjálfun á öllum sviðum. Hann gæti hálsbrotið hana með einu höggi. Hann kunni að þagga niður í hverjum sem var, við allar aðstæður. Hún var sá aðili, sem honum stafaói mest hættan af núna. Hún gæti sem hægast farið til lögreglunnar eða FBI, ef Huntley Cameron hefði orðið á þau hrapallegu mistök að segja henni eitthvað, eða ef hún hefði getið sér til um tilganginn sem var að baki þess að fá manninn frá Beirut til að köma til Banda- ríkjanna. En að fara til hennar og drepa hana var ekki rétta að- ferðin. Hann lét höndina síga og hélt áfram í áttina að herbergi sínu. 1 fyrsta lagi yrði hann að búa svo um hnútana að hún gæti ekki hringt. Hann tók blaðhníf, egghvassan og gekk niður stigann og f forsalinn. Þar hitti hann einn af vörðum Camerons. — Síminn minn var að hringja, sagði King og gerði rödd sina hálf- gremjulega. — Ég tók upp tólið og það var enginn. Það hlýtur að vera eitthvað að. Þetta heldur fyrir mér vöku. — Ég skal koma og athuga það. — Ég er búinn að því, sagði King. — Það er ekkert að síma- tækinu minu. Hvar er innanhúss- simakerfið, það hlýtur að vera bilun í því? Vörðurinn vísaði honum á staðinn og King sagði: — Allt i lagi. Nú held ég að þú ættir að fara aftur á þinn stað. Ég skal sjá um þetta. Djöfuls síminn. Það er heppilegt að ég kann á þetta. Hann hinkraði við unz maður- inn var farinn. Þvinæst skar hann kyrfilega á linuna, sem tengdi herbergi Elizabethar vió kerfið. Hann bjó siðan svo um, að við fyrstu sýn var ekkert á linunni að sjá. Þetta myndi að minnsta kosti tefja fyrir henni. Og þaó fyrsta, sem hann var staðráðinn i að gera um morguninn var að sjá til þess að henni gæfist hvorki færi á að hafa samband hvorki við einn né neinn. Hann slökkti ljósið i sima- klefanum og lokaði á eftir sér. Síðan fór hann til herbergis síns og tók saman föggur sínar. Hann vissi að Huntley reis alltaf seint úr rekkju um helgar. Hann þóttist vita að hann færi ekki á stjá fyrr en um ellefu. Og þá var King staðráðinn i að vera allur á bak og burt og þá myndi hann ekki þurfa að óttast neitt af hendi Eliza- bethar Cameron. Þetta virtist ekki líta sem verst út. Hann óskaði sjálfum sér til hamingju með frammistöðuna. Honum hafði orðið á ægileg skyssa, en hann hafði gert gott úr öllu. Nú átti hann skilið að fá að hvilast vel í nótt. Fimmti kafli. Peter Mathews vaknaði við sim- hringinguna. Klukkan var tvö og hann glaðvaknaði í sömu andrá. Honum brá i brún i fyrstu en greip svo tólið. — Learuy hér, sagði röddin. — Farðu nióur á skrifstofu og hittu mig þar. Það hefur dálítið komið fyrir. Peter gafst ekki tóm til að svara, Leary hafði lagt tólið á. Tíu mínútum síðar var hann klæddur og lagður af stað. Leary var á skrifstofu sinni, þykk gluggatjöldin voru dregin fyrir en hann hafði kveikt ljós á skrifborðslampanum. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags 0 Óviðeigandi Maður, sem kýs ekki að láta nafn sins getið, en kvaðst vera „gamall vinur viðkomandi að vestan og í Reykjavík" sendir eft- irfarandi: „Ég er kominn á þann aldur, að ég þekki margt af því fólki eða kannast við það, sem um er rætt í minningargreinum blaðanna. Stundum er þar ýmislegt missagt, sem kunnugur maður veit betur en eftirmælahöfundur. Sá kunn- ugi kann þó varla við það af marg- vislegum ástæðum að fara að fetta fingur út í það, einkum ef um lofsamleg ummæli er að ræða, því að slíkt gæti valdið misskiln- ingi eða sárindum hjá ættingjum, þannig að siðari villan yrði verri hinni fyrri. Sem dæmi get ég nefnt: Fyrir um þaðbil fimmtán árum las ég eftirmæli um góðan vin í blaði, sem við skulum segja til hægðar- auka að styðji stjórnmálaflokkinn A. Sá, sem skrifaði eftirmælin, komst þannig að orði, að þótt þeir hefðu verið mestu vinir um langa ævi, hefðu þeir aldrei borið gæfu til þess að fylgja sama flokki að málum, því að hinn látni hefði jafnan stutt flokk, sem við skul- um hér kalla B, en ekki hefði það orðið þeim til sundurþykkju. Svo mikil var vináttan. — Nú vildi svo til, að mér var fullkunnugt um það, að seinustu ár ævi sinnar hafði hinn látni stutt sama flokk og sá, sem eftirmælin skrifaði, þótt hann vissi það ekki, enda þá fíuttur suður til Reykjavíkur. Tengslin milli þeirra höfðu rofn- að. Ekki datt mér í hug að fara að leiðrétta þetta. Börnin sátu eftir í sama flokki og faðirinn hafði stutt manndómsár ævi sinnar og hefði „leiðrétting" á þessu atriði einungis valdið leiðindum hjá þeim. En jafnvel þótt menn fylgi sama flokki og hafi sömu stjórn- málaskoðun frá æskuárum til æviloka, er meira en litið óvið- eigandi og eiginlega alveg for- kastanlegt hjá eftirmælahöfund- um eða ævisöguskrifurum að nota stjórnmálaskoðun hins látna sér til framdráttar. Svo hefur þó gerzt; ekki í blaði, heldur útvarpi. Tiltölulega nýlátið þjóðskáld með ákveðnar skoðanir hefur ver- ið dregið inn í pólitiskt dægur- þras með óviðurkvæmilegum hætti. Maður, sem nær ekki eyr- um þjóðarinnar með eigin rödd, reynir að nota raust hins látna þjóðskálds til þess að flytja boð- skapinn. Þótt ég viti, að hið látna góð- skáld hafi ekki skipt um stjórn- málaskoðun fram að dánardægri, þykist ég líka viss um hitt, að það hefði ekki fagnað þvi, að getulaus smámenni í skáldskap reyndu að klina sér upp við hann dauðan með því að misnota nafn hans og skáldskap i pólitisku eiginhags- munaskyni. Hann var stórmenni hitt er smá- menni.“ — Velvakanda grunar, að þótt bréfritari segi, að þetta hafi að- eins átt sér stað í útvarpi, sé ekki langt siðan viðkomandi aðili hafi selt raus sitt aftur til birtingar í dagblaði. — „Sat sapienti", kváðu Róm- verjar hinir fornu. Þ. e.: „Nóg þeim, er skilur.“ Satis verborum. 0 Dagsbrún og VOPO J.S.S. skrifar: „Það var skemmtilegt eða hitt þó heldur að hlýða á útvarpið laugardagskvöldið 2. nóvember. Sagt var, að Truman Bandarikja- forseti hefði verið „harðdrægur valdataflsmaður1'. Hafi nokkur Bandaríkjaforseti verið sannkall- aður forseti alþýðunnar, þá var það hann. Svo rnikið þykist ég þó vita. Svo kom meiri pólitík: „Vest- urveldin brutu og hundsuðu samninga" um Þýzkaland og Berlín. Við, sem erum eldri en tvævetur og höfum fylgzt með hlutunum, vitum, að þessu er þveröfugt farið. Hvernig dirfist útvarpið að halda öðru eins fram? Svo var fullyrt, að „uppræting nazismans“ hefði í höndum Vest- ur-Þjóðverja orðið hinn „ömur- legasti kattarþvottur“. Hvað skyidi verið búið að dæma marga menn i Vestur-Þýzkalandi fyrir störf í þágu nazismans? Tugi þús- unda. Og þeir eru enn að. En hve marga í Austur-Þýzkalandi? Eng- an. Af hverju tókust sættir með Adenauer fyrir hönd Vestur- Þýzkalands og Ben Gurions fyrir hönd ísraels? Hverjir borguðu Gyðingum skaðabætur? Hvar lifa gömlu nazistarnir góðu lífi enn I dag, lausir við málaferli, jafnvel sumir tengdir nazistadeildinni á Islandi fyrir strið? Svar: í Aust- ur-Þýzkalandi (Pankow, Greifs- wald, Chemnitz, Leipzig). Þar búa gömlu national-sósíalistarnir enn og una sér við að horfa á gæsa- gang „austur-þýzka alþýðuhers- ins“, en sá hermannagangur hef- ur nú alls staðar verið niðurlagð- ur nema i Austur-Þýzkalandi! Og svo kom Guðmundur Ágústs- son með það dásamlegasta af öllu: Þeir, sem reistu tugthúsmúrinn i Berlín milli austurs og vesturs, minntu hann á Dagsbrúnarmenn á verkfallsvakt, enda voru þetta „baráttusveitir verkamanna". Hann leyfir sér sem sagt að lýsa því yfir í rikisútvarpinu á íslandi, að Dagsbrúnarmenn í Reykjavík séu sambærilegir við VOPOfasist- ana (,,Volkspolizei“) i Austur- Berltn. Mennina, sem skjóta bræður sina í bakið fyrir kaup, ef þeir vilja flýja kúgunina í Austur- Þýzkalandi. Er hægt að ganga öllu lengra? Þetta er meira en móðgun við Dagsbrún, þetta er svívirðing. Er að furða, þó að ég sé ringlað- ur: A ég heima i lýðræðisriki, sem heitir Island, eða er ég kominn austur fyrir? Eða nær austrið svona langt i vestur? Er útvarpið orðið eitthvað átta- villt? J.S.S.“ SIGGA V/öGA í iiLVltAN vaú év £g viati ÍENGW CINA YllLltóV TVO WotMW AÍTATtO OL ílír VÚblM) WÍO VIONORoV VJÖTl'o OG DÖRAR KRÖNOR 'díPOSTO V/KU? MÁLV Á tó Nú %ÁGT TRÚA Wl — Krossgötur Framhald af bls. 36 menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða" (Post. 4,12). Er framtíð kristniboðsins í Eþiópíu trygg? Er kristniboðið vinsælt I landinu? „Undanfarna mánuði hafa ýms- ar blikur verið á loft I Eþlópiu. Allir vita. að landið er mjög vanþróað og spilling meðal embættismanna hefur verið mikil. Hin nýju stjórn- völd hafa opinberlega gagnrýnt margt og marga. Hin ævaforna rikiskirkja landsins, koptíska kirkj- an, hefur ekki verið undanskilin. Margs konar hlunninda hefur hún notið og á m.a. mikla jarðeignir, sem menn spyrja nú hvernig hún hafi eignazt. Þvi miður verður að segja. að koptiska kirkjan rekur ekki mikið starf, er nánast emb- ættismannakirkja, með sin föstu form, en að þvi er virðist líflitil. Óhætt er að segja, að kristniboðs- félög mótmælenda njóti velvildar alls þorra almennings. Lútherska kirkjan. Mekana Yesus, hefur eins og kunnugt er tekið við öllum eignum lúthersku kristniboðs- félaganna, en þau eins og áður fjármagna og manna starfið eftir beztu getu, — enda kirkjan sjálf fátæk. Starf lúthersku kirkjunnar og kristniboðsfélaganna hefur vaxið mjög ört á siðustu árum. Auk boðunar Guðs orðs er skóla- og sjúkrastarf snar þáttur í starf- inu. Hin nýju stjórnvöld Eþiópíu hafa fram að þessu á engan hátt gefið til kynna, að starf kristni- boðsins sé óæskilegt, og vonum við að sú afstaða gildi áfram i framtiðinni, enda mörg óleyst verkefni er bíða úrlausnar." DAGBÖK VIDSKIPTANNA 1975 SlMI 15145 ,iílovi)unl>lút>iíi morgfaldar marhað vðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.