Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974 Jóhanna Sigurðar- dóttir Vestmannaeyj■ um — Vinarkveðja Fædd 9. septcmber 1880. Dáin 20. október 1974. Talið er, að íslendingar hafi ýms þjóðareinkenni, sem mótast hafi öld af öld. Harðlynd náttúra, fátækt og fámenni í stóru og tor- færu landi hlutu að skapa hér harðgert, þolgott og nægjusamt fólk, sem undi hag sínum og naut oft í ríkum mæli þeirra fábreyttu lífsgæða, sem féllu í skaut þess fyrir elju og erfiði langra daga. Við, sem höfum aldur til, munum nokkuð til horfins tíma og af samtölum við þetta há- aldraða fólk, sem lifði og starfaði á þessum tíma. Þetta fólk er ímynd sögunnar. Eg ætla að minnast hér vinkonu minnar, sem er nýlátin 94 ára gömul, Jóhönnu Sigurðardóttur, er var ættuð frá Hlíð í Eyjafjalla- sveit. Hún var fagur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem þraukað hafði og þolað harða lifsbaráttu íslensks strjálbýlis með hlýjum huga og eljusömum höndum við húsmóðurstörf fyrst í Eyjafjalla- sveit og síðan í Vestmannaeyjum um aldarfjórðung. Jóhanna hafði hreinan og hýran svip og hlaut í vöggugjöf bestu eiginleika íslend- inga, hreina guðstrú, kjark og áræði, þrautseigju og góða greind. Henni tókst vel að ávaxta þessa eiginleíka. Allir, sem kynntust Jóhönnu, báru virðingu fyrir henni, til hennar þótti gott að leita og sækja styrk þegar erfiðleikar sóttu að og gerðu tilveruna dapurlega. Hún hafði alltaf orð að mæla, sem gaf trú á lífið. 1914 giftist Jóhanna Sigurbergi Einarssyni úr sömu sveit. Hófu þau búskap í Hlíð, æskuheimilr Jóhönnu. Þetta varð stutt sambúð því Sigurbergur andaðist eftir 2 ár af slysförum. Þau eignuðust 2 börn, Vilborgu og Eyþór. Jóhanna hélt áfram búskap í tvö ár, þá tók Jónas bróðir hennar við jörðinni, en Jóhgnna varð bústýra hjá hon- um næstu 10 ár. 1928 fluttist Jóhanna til Vest- mannaeyja, var hún þá búin að eignast dóttur með Ólafi Ólafs- syni, kaupmanni í Eyjum, og fluttist til hans. Hófu þau búskap á Sólheimum þar í bæ, þau urðu lífsförunautar. Ólafur andaðist 8. apríl 1956. Sigurbjörg dóttir þeirra gerðist síðar kaupkona í Eyjum, hún er gift Magnúsi Kristjánssyni verzl- unarstjóra. Þær mæðgur Jóhanna og Sigurbjörg voru saman alla tíð og var mjög kært með þeim. Þá hafði Jóhanna mikið ástríki á börnum Sigurbjargar og Vilborg- ar, dætra sinna. Á heimili Sigur- bjargar leið Jóhönnu eins vel og best var á kosið. Börn Jóhönnu, Vilborg og Ey- þór, ólust upp í Eyjafjallasveit, en fluttust síðar til Eyja. Vilborg er gift Guðna Runólfssyni, ættuðum úr Mýrdal, þau búa nú á Selfossi. Eyþór fluttist til móður sinnar og hafði þar heimili til dánardægurs, hann andaðist fyrir tveimur árum. Börn Jóhönnu reyndust henni með afbrigðum vel, og var mjög ánægjulegt að sjá hve þau báru gömlu konuna á höndum sér. Jóhanna sagði þeim, sem þetta ritar, að báðir tengdasynirn- ir væru sér eins og best væri á kosið. Jóhanna hélt andlegri heilsu til hinstu stundar, og fylgd- ist með ótrúlega mörgu og var lærdómsríkt að ræða við hana. Svo var hún sílesandi og hafði yndi af bókum, og mest hélt hún upp á Hallgrím Pétursson og hans ljóð. Ólafur Ólafsson kaupmaður, var einn sá heilsteyptasti og besti maður, sem ég hefi þakkt. Ungur leitaði hann því eftir fótfestu til að byggja líf sitt á. Hann fann fljótt, að leiðarsteinninn var hin kristna trú og lífsskoðun. Sam- hliða fór hann að lesa Biblíuna og fann þar fegurstu gimsteina allra gimsteina. Allt, sem viska mann- anna, dáð og drengskapur eru frá runnin og byggjast á. Mér fundust þau Jóhanna og Ólafur vera mjög lik að eðlisfari. Þau voru bæði einlægir trúmenn og mjög samrýnd og er víst, að á þeirra heimili byrjaði hver nýr dagur með hjarta í bæn og hönd að starfi. Það reyndi oft á trúar- styrk Jóhönnu þar sem hún varð á bak að sjá tveimur eiginmönnum og uppkomnum syni, sem henni var mjög kær. En svo var sálar- styrkur hennar traustur að hún lét lítt á sjá. Sálmar Hallgríms voru henni jafnan mikið leiðar- OSKAR EGILSSON — MINNINGARORÐ Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr ið saraa. En orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. Hann Óskar vinur okkar er horfínn. Þegar fregnin barst, að báturinn væri sokkinn og verið væri að leita að björgunarbátn- um, var haldið í vonina og beðið um að þeir væru á lífi. En slysin gera ekkí boð á undan sér og sjórinn hafði heimtað sitt. Framtíðardraumar og fyrir- ætlanir orðnar að engu. Hversu miklar vonir voru ekkí bundnar við bátinn, sem átti stolt hans og hug allan og margt átti eftir að gera, því Óskar var duglegur og ætlaði sér áfram enda ekki nema rúmlega tvítugur að aldri. Já, mikið var búið að tala um t Móðir m!n og fósturmóðir, JÓHANNA LÁRUSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni mánudaginn 1 1 nóvember kl 3 e h Fyrir hönd vandamanna, Birgir Thorberg, Sæunn Þorvaldsdóttir. þessa veiðiferð sem varð einnig sú síðasta... Með þessum fátæklegu orðum ætlum við ekki að rekja ævisögu hans, heldur aðeins að þakka fyrir samverustundirnar og vin- áttuna, sem aldrei gleymist. Því Óskar var vinur vina sinna og stóð við orð sín. Við biðjum þann, sem öllu ræð- ur, að halda verndarhendi sinni yfir litlu dóttur hans og flytjum aðstandendum hans samúðar- kveðjur. Félagar. Jóhanna Lárusdóttir — Minningarorð ljós á hennar löngu lífsleið, ásamt hjartagróinni guðstrú. Og ekki brást Jóhönnu styrkurinn örlaga- nóttina miklu 1 Eyjum, ekki æðru- orð þótt hún upp væri vakin um miðja nótt til að koma til Reykja- víkur í fyrsta skipti á ævinni. Jóhönnu Sigurðardóttur þótti ætíð vænt um sína sækubyggð, Eyjafjallasveitina, og gladdist yfir öllum framförum þar í sveit. Fyrir mörgum árum sagði hún við mig: „Mikið þótti mér vænt um þegar ég heyrði, að það var Ey- fellingur, sem smíðaði fallega krossinn á Landakirkju. Það er fagur minnisvarði, sem ber völ- undinum Guðjóni Jónssyni frá Seljavöllum fagurt vitni.“ Guöjón vann sitt ævistarf í Eyjum við mikínn og góðan orðstír. Segja má, að Jóhanna Sigurðar- dóttir gengi úr heilbrigðri kvöld- vöku ellinnar til hins nýja dags, elskuð af ástvinum sínum og virt af samferðarmönnum. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa kynnst svo vel þessari ágætu konu og hennar góða fólki. Og biðjum Jó- hönnu og ástvinum hennar, sem eftir lifa, allrar Guðsblessunar. Friðfinnur Finnsson frá Oddgeirshólum. F. 15. maí 1913 D. 3. nóvember 1974 A morgun verður gerð frá Að- ventkirkjunni í Reykjavik útför Jóhönnu Lárusdóttur, sem féll i valinn eftir langt og strangt dauðastríð, háð af þeim viljastyrk og æðruleysi sem var hennar ann- að eðli. Lífið hafði sjaldan leikið við hana, og hún hafði snemma lært að taka þvi, sem að höndum bar, með stillingu og jafnaðar- geði, en fullri reisn. Ekkert harð- ræði virtist fá bugað viljaþrek hennar eða brugðið skugga á þá hlýju og glöðu lund, sem ævinlega sveipaði hana birtu og yl. Mér er í barnsminni þegar þessi hjart- kæra móðursystir varð að liggja rúmföst og algerlega hreyfingar- laus í fjögur löng ár vegna berkla í baki og stóð upp frá þeirri raun jafnglaðlynd og hjartahlý og hún hafði jafnan verið, þó vitanlega færi þessi langa lega illa með taugakerfi hennar og viðnáms- þrótt. Hún varðveitti sína björtu og ylríku lund til hinstu stundar, og var þó mikið á hana lagt undir lokin. Jóhanna Lárusdóttir fæddist að Efra-Vaðli á Barðaströnd 15. maí 1913, eitt fjórtán barna hjónanna Jóninu Valgerðar Engilbertsdótt- ur og Lárusar Mikaels Stefáns- sonar. Tíu ára gömul varð hún að fara að heiman vegna ómegðar foreldra sinna og lenti þá hjá ágætishjónunum Ingibjörgu Gestsdóttur og Kristófer Kristóferssyni á Hvestu, sem bæði eru á lífi ennþá. Dvaldist Jóhanna hjá þeim fram til 17 ára aldurs, en hélt þá til Reykjavíkur þar sem hún átti heimili til ævi- loka. Fyrstu árin eftir komuna til Reykjavíkur dvaldist hún hjá systur sinni á heimili okkar, en réðst síðan til Frímanns Einars- sonar og síðar Lofts Sigurðssonar, sem báðir voru aðventistar, og komst þannig í kynni við söfnuð aðventista, sem hún gekk í. Snemma hófst barátta hennar við berklaveikina, sem lagði nokkur systkini hennar í gröfina, og dvaldist hún fyrst í Hveragerði árið 1934 ásamt kornungum einkasyni sínum, sem fékk einnig snert af berklum. Síðan lá hún samfleytt fjögur ár til viðbótar með stuttu millibili. Hún gekk einnig undir nýrnaskurð og ýms- ar hættulegar aðgerðir, en lifði það allt af. Árið 1940 giftist hún Birni Gestssyni, sem reynst hafði henni og Birgi syni hennar mikil hjálparhella í veikindum hennar, og bjuggu þau saman rúma tvo áratugi, en slitu þá samvistir. Hann lést fyrir tveimur árum hátt á niræðisaldri. Þegar Jóhanna stofnaði heimili 1940, gat hún loks tekið til sín einkasoninn, Birgi Thorberg, og búið honum fallegt heimili. Hún tók einnig fósturbarn, Sæunni Þorvaldsdóttur, sem reynst hefur fóstru sinni eins og besta dóttir. Birgir er málarameistari, en Sæ- unn hjúkrunarkona. Þau eru bæði gift, og voru barnabörn Jóhönnu orðin sex talsins þegar hún féll frá. Ég lifði í návist þessarar elsku- legu frænku öll mín bernskuár og raunar lengur, þó við sæjumst ekki nema endrum og eins. Hún bjó yfir því óskilgreinda segul- magni, sem ósjálfrátt dró mig að henni, ekki síst þegar eitthvað bjátaði á. Hún átti þann sálar- styrk og hlýju, sem nægði til að draga úr sviða annarra og veita þeim nýja lífsvon. Ég held ég hafi sjaldan kynnst manneskju með jafnsterkan lífsvilja og Jóhanna bjó yfir, því eftir öllum venjuleg- um lögmálum hefði hún fyrir löngu átt að vera búin að kikna undir þeim byrðum, sem lífið lagði á hana. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þessa sterku og gjafmildu frænku að alla mína ævi og votta syni hennar, fóstur- dóttur, barnabörnum og öðrum nánum aðstandendum samúð mína við fráfall hennar, þó mér sé ljóst, að úr því sem komið var, varð dauáinn besta lausnin. Blessuð sé minning góðrar og göfugrar konu. Sigurður A. Magnúfcson Eyvind Brems Islandi — Minningarorð Ungur maður í fjarlægu landi hlakkar til sumars. Hann ætlar ásamt unnustu sinni til íslands að heimsæja föður sinn, sem hann ekki hefur séð um nokkurt skeið. Sumarið kemur bjart og fagurt, svo menn muna vart annað eins. Það verða fagnaðarfundir með feðgunum og dagarnir líða hver öðrum ánægjulegri. Aðeins einu sinni áður hefur sonurinn komið til íslands, og þá til svo skammrar dvalar, að ekki leyfði að litast væri um. Loksins nú er tími til að skoða landið, sem faðirinn hefur sagt honum frá, og kynnast af eigin raun þjóðinni, sem þar býr, og þar t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu cg langömmu, SIGURLILJU SIGURÐARDÓTTUR, Fífilgötu 3, Vestmannaeyjum, Elías Eyvindsson, Laufey Eyvindsdóttir, Guðfinna Eyvindsdóttir, Þórarinn Eyvindsson, Lynn Eyvindsson, Guðlaugur Stefánsson, Karl Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innllega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS JÓNSSONAR vélstjóra, Grenivöllum 16, Akureyri. Álfhildur Guðmundsdóttir, Ásdís Gunnlaugsdóttir. Páll Gunnlaugsson. Margrét Jóhannsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, og barnabörn. Sigurjón Jóhannsson, Stella Einarsdóttir, Gunnar Valur Guðbrandsson. Kristln Þórðardóttir sem hann sjálfur á nokkrar ræt- ur. Nokkra daga er dvalið á æsku- slóðum föðurins, i Skagafirði, sem skartar sínu fegursta skrúði. Ilm- ur úr grasi, lækjarniður og blámi fjalla bætast í þann sjóð minn- inga, sem eiga að ylja þegar heim er komið. Engan grunar skýr á lofti. Kveðjurnar eru hlýjar og inni- legar. Utan er haldið, heim til Danmerkur. Enn líða dagar og haustið kemur með litskrúð á lyngi og runnum. Enn einu sinni Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.